Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988.
Stjómmál
Ríkisstjómin eins árs:
Hltnar með haustinu
Höfuðstólpar stjórnarinnar. Ágreiningur hefur verið tíður milli flokka þeirra og menn spá þvi að enn eigi eftir að
hitna undir rikisstjórninni með haustinu.
„Þessi ríkisstjóm hefur fyrst og
fremst verið að vinna að því að laga
þjóðarbúskapinn að minnkandi þjóð-
artekjum. Það er nú, eins og endra-
nær, erfitt verk og ekki til stundar-
vinsælda fallið,“ sagði Þorsteinn
Pálsson forsætisráðherra á árs af-
mæli ríkisstjómarinnar.
Forsætisráðherra sagði að þjóðin
væri að laga sig að óhagstæðum ytri
aðstæðum og erfitt væri að draga úr
útgjöldum eða lækka kaupmátt í
samræmi við minnkandi þjóðartekj-
ur. Þaö leiddi til tímabundinna vand-
ræða, eins og viðskiptahalla og verð-
bólgu. Ná þyrfti viðspymu til að
auka framleiöni og verðmætasköpun
og til þess hefðu ýmis erlend lán ver-
ið tekin og nefndi sem dæmi lán til
fiskeldis.
„Meginvandi þessarar ríkisstjórn-
ar er að í henni er ekki nægileg sam-
staða. Framsóknarflokkurinn hefur
verið hálfvolgur í þessu samstarfi og
er stöðugt að efna til funda um hvort
hann eigi að vera með eða ekki. Þetta
er hennar helsti veikleiki,“ sagði
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra.
Átta vikna
ríkisstjórnarmyndun
Um átta vikur liðu frá því að geng-
ið var til kosninga í fyrra og þar til
ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar tók
við völdum. í byrjun júní fékk Jón
Baldvin Hannibalsson stjómar-
myndunammboð og hófust þá við-
ræður milli Alþýðuflokks, Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Fljótlega stefndi allt í ríkisstjómar-
myndun þótt erfiðlega gengi að ná
samkomulagi um fyrstu aögerðir í
efnahagsmálum og ráðherrastóla.
Samkomulag náðist þó fimm vikum
síðar.
í málefnasamningi ríkisstjómar-
innar var stefnt að lækkun verð-
bólgu, jafnvægi í utanríkisviðskipt-
um, aukningu innlends spamaðar,
lækkun erlendra skulda í hlutfalli
við þjóðarframleiðslu og að halla á
ríkissjóði yrði eytt. Stefnt var að sem
minnstum ríkisafskiptum á öllum
sviöum, endurskoðun landbúnaðar-
stefnu og sjávarútvegsstefnu, stjóm-
kerfisbreytingum og samruna
banka. Um árangurinn sagði Vil-
hjálmur Egilsson hagfræðingur að
töluvert vantaði enn á að markmið
ríkisstjómarinnar hefðu náðst.
Verðbólga og viðskiptahalli væri að-
almeinsemdin. Það orsakaðist af
skattahækkunum, niðursveiflu í
efnahagslífi og að við stjóm peninga-
mála þyrfti aö takmarka betur inn-
streymi lánsfjár á markaðinn. „Það
verður önnur gengisfelling í haust
en síðan þarf að bæta stjóm peninga-
mála og hafa fjárlög hallalaus. Ríkis-
stjómin nær ekki árangri nema ná
utan um peningamálin og ríkisfjár-
málin,“ sagði Vilhjálmur.
Þriggja flokka
ríkisstjórnir skammiífar
Stjómarflokkamir hófu þó ekki
ríkisstjómarþátttökuna þegjandi og
hljóðalaust. Karvel Pálmason lýsti
því þegar yfir að hann myndi ekki
styðja ríkisstjómina vegna óánægju
með skiptingu ráðuneyta og val ráð-
herra Alþýðuflokksins. í Framsókn-
arflokknum gerðist það að Alexand-
er Stefánsson sat hjá þegar greidd
vora atkvæði um málefnasamning
ríkisstjómarinnar. í ýmsum þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins var
einnig kurr vegna vals á ráðherrum,
en þar valdi formaður flokksins ráð-
herrana í fyrsta skipti í hart-nær tvo
áratugi.
Engin þriggja flokka ríkisstjóm
hefur setið út heilt kjörtímabil frá
því aö ísland fékk heimastjóm árið
1904. Lengst þriggja flokka ríkis-
stjóma sátu ráöuneyti Jóns Magnús-
sonar 1917-1920 og ráðuneyti Ólafs
Jóhannessonar 1971-1974 eða í um
38 mánuði. Skemmst sat síðari ríkis-
stjóm Ólafs Jóhannessonar 1978-
1979 eða á 14. mánuð. Ef farið er í
meðaltalsútreikning hefur meðallíf-
tími þriggja flokka ríkisstjóma verið
um tvö og hálft ár.
Mýmörg ágreiningsmál
á einu ári
Ágreiningsmálin hafa ekki látið
standa á sér á þessu eina ári. Ríkis-
stjómin var ekki nema rétt fimm
vikna gömul þegar fyrst reyndi al-
varlega á þohif hennar. Um miðjan
ágúst gerði SÍS tilboð í 67% hlutafiár
í Útvegsbankanum. Nokkrum dög-
um síðar gerðu 33 aðilar, útgerðarfé-
lög, fiskvinnslufélög, bankar og fiár-
sterkir aðilar annað tilboð. Ágrein-
ingur varð í ríkisstjóminni þar sem
framsóknarmenn studdu kauptilboð
SÍS en sjálfstæðismenn 33-menning-
ana. Stjómarslit lágu í loftinu. Lyktir
málsins urðu þær að viðskiptaráð-
herra ákvað að láta nýtt hlutafiárút-
boð fara fram.
Húsnæðisframvarp Jóhönnu Sig-
urðardóttur var næsta verulega
ágreiningsefnið. Vora það einkum
Jóhanna og Alexander Stefánsson-
úr Framsóknarflokki sem elduðu
grátt silfur saman. Bæði í Framsókn-
arflokki og Sjálfstæðisflokki mætti
frumvarpiö ýmsum efasemdum. Jó-
hanna lagði mikla áherslu á málið
og fékk sínu að mestu framgengt. Til
marks um ákveðni Jóhönnu má
nefna að hún mætti ekki á ríkis-
stjómarfund 10. desember til að
leggja áherslu á kröfur sínar.
I byijun nóvember deildu fram-
sóknarmenn og alþýðuflokksmenn
þegar viðskiptaráðherra veitti sex
tímabundin útflutningsleyfi á freð-
fiski til Bandaríkjanna en framsókn-
armenn vora óánægöir með að þaö
skyldi gert án samráðs við Steingrím
Hermannsson, því skömmu síðar
fluttust utanríkisviðskiptin undir
utanríkisráöuneytið. Deilur vora
einnig milli sömú flokka um fisk-
veiðistefnu þegar „kvótaframvarp-
ið“ svokallaða var lagt fram.
Forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra deildu um það í febrúar hvort
forseti íslands ætti að þiggja boð um
opinbera heimsókn til Sovétríkj-
anna. Taldi Steingrímur að forseta-
heimsóknin gæti glætt fyrri við-
skiptahagsmuni en Þorsteinn taldi
boðið koma með of stuttum fyrirvara
og á óhentugum tima. Lyktir urðu
þær að forseti fór hvergi. Skömmu
síðar deildu sömu ráðherrar um
samskipti Steingríms Hermannsson-
ar við PLO. Taldi forsætisráðherra
að slík samskipti ætti aö ræða fyrst
í ríkisstjóminni auk þess sem henni
bæri að beita sér fyrir lausn vanda-
mála heima fyrir en ekki fyrir botni
Miðjarðarhafs. Utanríkisráðherra
sagðist telja sjálfsagt að ræða við
ýmsa aðila og afla sér upplýsinga til
aö geta rætt utanríkismál á víðsýnan
Fréttaljós
Jónas Friðrik Jónsson
máta. Deilur þessar vora settar niður
á ríkisstjómarfundi þar sem ákveðið
var að ræða ekki við PLO á formleg-
an máta án samþykkis ríkisstjómar-
innar.
Miðsfiórn Framsóknarflokksins
kom saman 23. apríl til að endurmeta
sfiómarsamstarfið. Fundurinn varð
ekki jafnheitur og búist hafði verið
við en þó kom þar fram krafa um
gengisfellingu og ákveðnar aðgerðir
í efnahagsmálum, meðal annars af-
nám vísitölubindingar. Þung orð
féllu líka á fundinum í garð sjálf-
stæðismanna og þá einkum Þor-
steins Pálssonar. Þrátt fyrir þetta
stóðu framsóknarmenn allir sem
einn gegn vantrauststillögu á stjóm-
ina, sem og aðrir sfiómarþingmenn,
þann 29. apríl.
Um miðjan maí streymdi fióröi
hluti gjaldeyrisforða landsmanna úr
viðskiptabönkunum og ríkissfiórnin
tók í taumana. Gengið var fellt um
10% en ákvörðun um frekari efna-
hagsaðgerðir stóð í sfiómarflokkun-
um í viku, þar sem tekist var á um
grundvallarágreining í peningamál-
um og ríkisfiármálum.
í lok júní kom svo til deilna milli
Þorsteins Pálssonar og Steingríms
Hermannssonar vegna gjaldskrár-
hækkunar Landsvirkjunar. Stein-
grímur sagði þá aö hann teldi bráða-
birgðalögm ansi haldlaus og hver
sem er gæti farið í kringum þau.
Þorsteinn sagði hins vegar að ekki
kæmi til greina að falsa raforkuverð
með auknum erlendum skuldum
Landsvirlfiunar og öllum kröfum
Framsóknarflokksins um vinstri-
sfiómarmennsku yrði hafnað.
Hvaö segja stjórnarsinnar?
Birgir ísleifur Gunnarsson sagði
að þriggja flokka sfiómir virkuðu
alltaf óstöðugar þar sem flokkamir
reyndu frekar að halda sinni sér-
stöðu. Hann sagði óróa vera í sumum
framsóknarmönnum en sá flokkur
væri ódæll í samstarfi, þó væra
menn eins og HaUdór Ásgrímsson
sem vildu vinna að vandamálunum.
Birgir sagðist ánægðm- með sinn
málaflokk og benti á að ýmislegt
hefði áunnist í menntamálum.
Nefndi hann lög um framhaldsskóla,
kennaraskóla, Listasafn íslands og
háskóla á Akureyri.
Halldór Ásgrímsson sagði að alltaf
mætti gera betur, ríkissfiómin heföi
þurft að taka við erfiðu ástandi, nið-
ursveiflu eftir mikið góðæri, meðan
þjóðarbúskapurinn yrði lagaður að
því yrðu tímabundnir erfiðleikar.
„Þjóðin er að ganga í gegnum þreng-
ingar og það þarf úthald til þess að
komast út úr þeim. Menn þurfa að
halda rö sinni og vinna að viðfangs-
efnunum. Annað eins hefur nú verið
gert í þessu þjóðfélagi." Halldór taldi
alla möguleika á því að ríkisstjórnin
sæti út kjörtímabilið og sagði um
orðahnippingar milli ráöherra: „Það
eru alltaf skoðanaskipti í öllum ríkis-
sfiómum. Eftir því sem flokkarnir
eru fleiri ber meira á því. Einnig
hefur fiölmiðlum fiölgað og það þyk-
ir til siðs að segja frá sem flestu og
leggja út af því á margan hátt.“
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
sagði að sfiómarárið hefði um margt
verið árangursríkt. Breytingar hefðu
orðið á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs
en það væri mikið framfaraspor. Á
sviði dómsmála hefðu verið sett ný
umferðarlög og lög um bifreiðskoð-
un. Einnig hefði útflutningur með
freðfisk verið gefinn frjáls eftir al-
mennum reglum. „Það hefur hins
vegar ekki árað jafnvel og menn
vildu og því hefur árangurinn í efna-
hagsmálum ekki orðið sá sem menn
vildu. Þau verkefni era því framund-
an.“ Jón sagði að það væri flókið aö
vinna í ríkisstjórn sem í ættu sæti
þrír flokkar. Hann sagðist þó vona
að ríkissfiómin lifði annað ár.
Guðmundur G. Þórarinsson sagð-
ist ekki vera sáttur við efnahags-
stefnu ríkissfiómarinnar og sagði
hana hættulega og misheppnaða.
Hann væri ósáttur við fastgengis-
stefnuna og grundvöll lánskjaravisi-
tölimnar. „Eg tel ólíklegt að þessi
ríkissfióm eigi langa lífdaga fram-
undan og framsóknarmenn eigi að
taka til alvarlegrar íhugunar hvort
þeir vilja starfa áfram í henni. Ef
breytingar verða ekki á sfióm efna-
hagsmála er erfitt fyrir mig að styðja
þessa ríkissfióm," sagði Guðmundur
G. Þórarinsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins.
Hvað segja
stjórnarandstæðingar?
„Það hafa setið ráðherrar í ár en
engin ríkissfióm. Ég tel að sfiómar-
myndunarviðræðunum sé ekki enn
lokið. Það er leiðinlegt að heyra ráð-
herra rífast leynt og Ijóst, bæði innan
þings og utan,“ sagði Albert Guð-
mundsson, þingmaður Borgara-
flokksins. Albert sagði að þjóðin yrði
að meta störf ríkissfiómarinnar en
hún hefði gert þveröfugt við það sem
hún ætlaði sér og mistekist á öllum
sviðum. „Það er ekki gott að hafa
eintóma vinstri-fótarmenn í einu liði
en þó engan örvfættan.“
Ólafur Ragnar Grímsson, formað-
ur Alþýðubandalagsins, sagði að rík-
issfiómin hefði sett sér nokkur meg-
inmarkmið í efnahagsmálum í upp-
hafi og þau hefðu mistekist. „í ríkis-
sfióminni er einnig eindæma sundr-
ung þar sem skammir og brigslyrði
ganga á milh í viku hverri. Slík ríkis-
sfióm hefur ekki getu til að takast á
við þann hrikalega efnahagsvanda
sem blasir við og hún hefur átt þátt
í að skapa.“ Ólafur sagðist vona,
þjóðarinnar og ástandsins vegna, að
ríkissfiómin sæti ekki annað ár og
að ráðherramir hefðu manndóm til
að viðurkenna mistökin og segja af
sér.
Kristín Halldórsdóttir, þingkona
Kvennalista, sagði að stærsti árang-
ur ríkissfiómarinnar væri að hafa
náð eins árs afmæli miðað við sam-
búðarformið og hnúturnar sem
gengju á milli ráðherra. Þessa sfióm
mætti kalla ráðstöfunarsfiórn því
hún hefði einlægt verið að gera ráð-
stafanir sem sumar hverjar væra
fólgnar í að taka aftur þær fyrri. Slíkt
sýndi ósamkomulag. „Ég þori engu
að spá um hvort þeir sifia annað ár.
Hins vegar yrði ég ekki undrandi
þótt þeir gerðu það. Sumir segja það
vera af ótta við okkur kvennalista-
konur. Ef það er rétt þykir okkur sem
dálítill böggull fylgi auknum stuðn-
ingi við Kvennalistann," sagði Krist-
ín Halldórsdóttir.
Hitnar með haustinu
Eins og að framan hefur verið rak-
ið hefur sambúðin á sfiórnarheimil-
inu ekki gengið áfallalaust fyrir sig.
Deilur hafa verið tíðar og stundum
hefur litlu mátt muna að upp úr syði.
Ef spáð er í framtíðina er ljóst aö
blikur kunna að vera á lofti í sfióm-
arsamstarfinu. Einkum era það
framsóknarmenn sem hafa látið
óánægju sína í ljós og þarf ekki ann-
að en lita á orð Guðmundar G. Þórar-
inssonar til að sjá það. Einnig hafa
Guðni Ágústsson, Olafur Þ. Þórðar-
son og Páll Pétursson haft svipuð orð
uppi. Ungir framsóknarmenn hafa
einnig lýst því yfir að þeir styðji ekki
lengur ríkisstjómina. Framsóknar-
maður, sem DV ræddi við, sagði að
hann byggist við mikilli ókyrrð á
miðsfiómarfundinum og þá gæti far-
ið að hitna verulega undir stjórn-
inni. Annar framsóknarmaður sagði
að fundarboð um miðsfiórnarfund
myndi boða tíöindi. Halldór Ás-
grímsson hefur hins vegar lýst því
yfir að hann tefii ótímabært að slíta
sfiórnarsamstarfinu. Um fylkingar
innan flokksins sagði Halldór: „Það
er umræða innan Framsóknar-
flokksins eins og innan annarra
flokka. Viö höfum staðið'við okkar
skuldbindingar í þessu sfiórnarsam-
starfi og getum glímt við skoðana-
skipti í okkar flokki. Formaður Sjálf-
stæðisflokksins hefur nóg með eigin
flokk þó að hann hafi ekki áhyggjur
af okkur.“
Sjálfstæðisþingmaður sagði að rík-
isstjórnin myndi sifia áfram þar sem
kratamir færu ekki út vegna lélegrar
útkomu í skoðanakönnunum en hin-
ir tveir flokkamir hefðu hvoragur
hag af kosningum. Fleiri taka í sama
streng og þó einhver óánægja leynist
undir niðri í Alþýðuflokki eða Sjálf-
stæðisflokki er hún ekki líkleg til að
verða stjóminni að aldurtila
Ef ríkissfiórnin springur koma tvö
úrræði til greina. Annað er að efna
til nýrra kosninga, hitt er að ný
sfióm verði mynduð. Hugmyndir
hafa heyrst manna á meðal um að
gangi Framsóknarflokkurinn út úr
ríkissfiórn muni Sjálfstæðisflokkur-
inn bjóða Borgaraflokknum aðild.
Skiptar skoðanir era um þetta innan
Sjálfstæðisflokksins en margir telja
það vera leið til að sameina flokkinn
að nýju. Afstaða Borgaraflokksins er
óljós. Staða flokksins er slæm ef
marka má skoðanakannanir og
munu vera ýmsir innan raða hans
sem era tilbúnir til að ganga inn í
slíka ríkissfióm. Hvort Alþýöuflokk-
urinn myndi sifia í slíkri ríkissfióm
er þó óráðið.
JFJ