Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. Viðskipti Harðari samkeppni hefur leitt til aukins samruna fyrirtækja - JL og Volundur, Sveinn bakari og Nýja kökuhúsið og svo mætti lengi telja Fjöldi fyrirtækja hefur sameinast á undanfórnum mánuðum, sérstak- lega í verslun og þjónustu þar sem mesta samkeppnin virðist ríkja í við- skiptalífmu. Þessa samruna hefur gætt í ríkari mæli en á undanfórnum árum. Þekkt dæmi um samruna fyr- irtækja í vor og síðastliðinn vetur er byggingavöruverslanirnar JL og Völundur, auglýsingastofurnar Svona gerum við og Octavo, bakaríin Sveinn bakari og Nýja kökuhúsið og tímaritaútgáfan Vikan og Sam- útgáfan. Of mörg fyrirtæki á íslandi „Ég tel að það séu of mörg fyrir- tæki á íslandi fyrir ekki stærri mark- að. Rekstrareiningamar eru of marg- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 23-26 Sp.lb Sparireikningar 3jamán. uppsógn 23-28 Sp,Ab 6mán.uppsögn 24-30 Sp,Ab 12mán. uppsögn 26-32 Ab 18mán. uppsögn 39 Ib Tékkareikningar, alm. 9-13 Ib.Sp Sértékkareikningar 10-28 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 4 Allir Innlán með sérkjörum 20-36 Lb,Bb,- Sp Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-7 Vb Sterlingspund 7-8 Vb.Ab Vestur-þýsk mörk 2,25-3 Ab.Vb Danskar krónur 7,25-8,50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 37-39 Vb.Sb,- Úb Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 37-41 Sb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 39-42 Lb.Bb,- Útlán verðtryggð Sb . Skuldabréf 9,25 Vb.lb Otlán til framleiðslu Isl. krónur 34-41 Vb.Úb SDR 7,75-8,50 Lb.Úb,- Sp Bandaríkjadalir 9,25-10 Lb.Úb,- Sp Sterlingspund 10-10,75 Úb.Sp Vestur-þýsk mörk 5,25-6,00 3,5 Úb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 52,8 4,4 á mán. MEÐALVEXTIR Cverötr. júlí 88 38,2 Verðtr. júli 88 9,5 ViSITÖLUR Lánskjaravísitala júli 2154 stig Byggingavisitalajúlí 388 stig Byggingavisitala júlí 121.3stig Húsaleiguvísitala Hækkaói 8% 1. júlí. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,6699 Einingabréf 1 3,033 Einingabréf 2 1,752 Einingabréf 3 1,901 Fjölþjóöabréf 1,268 Gengisbréf 1,340 Kjarabréf 2,893 Lífeyrisbréf 1.525 Markbréf 1,507 Sjóösbréf 1 1,463 Sjóösbréf 2 1,283 Tekjubréf 1,428 Rekstrarbréf 1,2072 HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 252 kr. Flugleiðir 231 kr. Hampiðjan 112 kr. lönaöarbankinn 156 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. Verslunarbankinn 117 kr. Útgeröarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavlxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaöar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, 0b= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um penlngamarkaö- inn birtast I DV á fimmtudögum. Magnús Hreggviðsson, eigandi Frjáls framtaks. Fyrst yfirtók fyrir- tækið blaðið Áfanga, síðan Fiski- fréttir, þá tímaritaútgáfuna Fjölni af Anders Hansen og loks bættist Gest- gjafinn við í safnið í vetur. ar og of smáar. Þetta veldur því aftur að lífskjör á íslandi gætu verið betri ef fleiri fyrirtæki sameinuðust enda næðist þannig aukin hagræðing fram,“ segir Magnús Hreggviðsson, stjómarformaður Frjáls framtaks, en fyrirtækið er umsvifamikið á tímaritamarkaðnum og hefur tekið mörg blöð yfir á undanfornum miss- erum. Fyrsti samruni Frjáls framtaks Fyrsti samruni Frjáls framtaks var þegar fyrirtækið tók ferðablaðið Áfanga yfir. Síðan bættust Fiskifrétt- ir í safnið og þar næst tímaritaút- gáfan Fjölnir, sem var í eigu Anders Hansen, en þekktasta blað Fjölnis var Mannlíf. Onnur blöð í eigu Fjöln- is vom Viðskipta-og tölvublaðið, Bóndinn og Hús og garður. Loks yfirtók Fijálst framtak matargerðar- blaðið Gestgjafann í vetur en það var í eigu Hilmars Jónssonar matreiðslu- meistara. Að sögn Magnúsar Hreggviðssonar munar ekki svo miklu fyrir fyrirtæki eins og hans, sem gefur út mörg blöð, Sveinn bakari Kristdórsson. Hann yfirtók Nýja kökuhúsið á dögunum sem vakti mikla athygli. að bæta við sig einu til viöbótar. „Þar með lækkar sameiginlegur kostnað- ur eins og skrifstofuhald, dreifing og annar kostnaður sem er svonefndur fastur kostnaður og fyrirtækið þarf að greiða hvort sem blöðin eru mörg eða fá. Með því að bæta við blöðum hefur mér tekist að lækka fastan kostnað á hvert blað úr 50 prósentum niður í 20 til 25 prósent og ná þannig fram aukinni nýtingu og hagræð- ingu.“ Deilt í þrennt gengi ekki upp Loks segir Magnús: „Ef allri útgáfu yrði skipt upp í þrjár rekstrareining- ar, þijú fyrirtæki, myndi engin þeirra ganga í dag. Það er munurinn og skýrir vel hvers vegna fyrirtæki, sem eiga í harðri samkeppni á tak- mörkuðum markaði, sjá sér hag í aö renna saman í eitt.“ Þekkt fyrirtæki En lítum nánar á þekkt fyrirtæki sem hafa runnið saman undanfama mánuði og ár. Þau eru: JL-Völundur Vikan-Samútgáfan Hrafn Bachmann kaupmaður. Fyrir- tæki hans, Kjötmiöstöðin, yfirtók Garðakaup í vetur. Fijálst framtak-Fjölnir Fijálst framtak-Gestgjafinn Kjötmiðstöðin-Garðakaup Nóatún-Verslunin Kópavogur Sveinn bakari-Nýja kökuhúsið Svona gerum við-Oktavo GBB-Auglýsingaþjónustan Bjami Dagur-Ernst Bachmann Kron-Víðir Kron-Kaupgarður Skrifstofuvélar-Gísli J. Johnsen Jöfur-Hafrafell (Peugeot) Jöfur-Chrysler Globus-Töggur (Saab) Hagkaup-Nýibær Þess má geta að Hagkaup tók versl- unina Nýjabæ á Eiðistorgi, húsnæði og tæki, á leigu til tíu ára. Þar er því ekki um sameiningu að ræða í orðs- ins fyllstu merkingu. Frægur er samruni fyrirtækjanna BÚR og ísbjarnarins sem varö fyrir nokkrum árum. Svo fariö sé enn aft- ar í tímann má minna á sammna Dagblaðsins og Vísis fyrir rúmum sex árum. Og að sjálfsögöu má ekki gleyma samruna Loftleiða og Flugfé- lags íslands. Sigurður Gísli, stjórnarformaður Hagkaups Sigurður Gísli Pálmason, stjómar- formaður Hagkaups, segir aö með því að fyrirtæki sameinist sé fyrst og fremst verið að sækjast eftir meiri hagræðingu, meiri nýtingu. „Menn ná að bæta við reksturinn án þess að auka yfirbygginguna,“ segir Sig- urður. „í okkar tilviki úti á Eiðistorgi tók- um við á leigu verslun sem var í full- um rekstri. Það er núklu minna mál og kostnaðarminna en að setja hana á stofn frá gmnni. Þetta er sjötta Hagkaupsbúðin og ljóst að viö getum rekið hana hlutfallslega miklu ódýr- ara en ef við rækjum hana eina og sér,“ segir Sigurður. í næstsíðasta hefti Vísbendingar, efnahagstímarits Kaupþings, er fjall- aö almennt um sammna fyrirtækja bæði erlendis og hérlendis. Þar segir: „Það er varla tilviljun, að í þeim atvinnugreinum sem em stjómvöld- um þóknaniegar, í þeim skilningi að þær hafa notið ýmiss konar fyrir- greiðslu af hálfu ríkisins, er afar lítið um eigendaskipti og samruni fyrir- tækja er fátíður. Þegar þeim sem stunda búrekstur eru tryggöar ákveðnar tekjur, er ekki við því að búast að þeir reyni að finna hag- kvæmustu leiö í búvöruframleiðslu. Og þegar þeim sem stunda frysti- húsarekstur eru tryggöar ákveðnar tekjur fyrir framleiðslu sína í gegn- um gengisskráningu og með annarri fyrirgreiðslu, þá er ekki heldur við því að búast að þeir leiti hagkvæm- ustu leiða.“ 2 plús 2 verða 5 Aö lokum um samruna fyrirtækja. Hagfræðin útskýrir þetta fyrirbæri meðal annars með því að segja að 2 plús 2 verði 5 eftir sameininguna. -JGH Vax lýfur einokun IBM hjá Skýrr Búið er að opna Vax-tölvum að- aðeins verið fyrir IBM-tölvur. um 2300 og em þeir dreifðir viðs í Vax-tölvuna. Þá geta menn valið gang að tölvuneti Skýrr, Skýrslu- Þetta kemur fram í nýjasta tölu- vegar um landið. tölvunet Skýrr með einni skipun í véla rikisins og Reykjavíkurborg- blaði Skýrr-frétta. Tölvunet Skýrr Notendum Vax-tölva, sem fá að- aðalvalmynd á skjánum á Vax- ar. Vaxerfyrstatölvansemkemur hefur vaxið hratt á undanfornum gang að neti Skýrr, er búin einfóld tölvunni. inn í netið en þaö hefur tiJ þessa árum. Skráðir notendur þess era leiö í það. Forritið Lóðsinn er sett -JGH Mikil laxa- gengd í Látravík Bæring Cecflsson, DV, Grundaifirði: Það stefnir í algjört met í sumar hjá Jóni Sveinssyni í hafbeitarstöð- inni í Látravík, skammt fyrir vestan Grundarfjörð. Óhentjumikil laxa- gengd er og hátt á annað þúsund lax- ar hafa þegar verið handsamaðir. Mikill lax er í gildrunum í lóninu fyrir framan og kraumar þar eins og í síldartorfu. Nú er farið að flytja laxinn í vötn og veiðiár, byggt þar upp með laxi frá Jóni í Látravík, og síðan era seld veiðileyfi fyrir stangaveiðimenn. Þetta er góð atvinnugrein og mikil eftirspum. Lax færður úr gildrunum. DV-mynd Bæring Tæpar 10 milljónir í styrki til vöruþróunar Vöruþróunar- og markaðsdeild Iðnlánasjóðs íslands veitti tæplega 10 milljónum króna í styrki til vöra- þróunar í iðnaði á síðasta ári. Alls ráðstafaði sjóðurinn um 39 milljón- um króna til vöruþróunar en um 29 milljónir vora lán. Lánin báru 5 prósent vexti allt síð- asta ár en frá 1. janúar hefur verið heimilað að hafa vexti lægri en 5 prósent í ákveðnum tilvikum sam- kvæmt blaðinu Á döfinni sem Félag íslenskra iðnrekenda gefur út. Styrkimir fóru að mestu í frumat- huganir, smíði frumgerða, nýja hönnun, tilraunir, framleiðsluaðlög- un, endurbætur og fleiri vöruþróun- arverkefni. .jgh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.