Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Side 11
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. fí Utlönd Bjami Mnriksaon, DV, Botdeaicc í París er starfrækt menningar- stofnun arabaríkjanna. Hún er aö langmestu leyti kostuð af franska ríkinu og undir stjórn þess. Er henni ætlaö aö efla tengsl Frakk- lands við fyrrverandi nýlendur þess í Noröur-Afríku og önnur ara- baríki. Stofnunin er í nýrri, glæsi- legri byggingu sem reist var sérs- tak|ega með starfsemi hennar 1 huga. Eitt af hlutverkum menningar- stofnunadnnar er skipulagning myndlistarsýninga og ein slík olli nýlega miklu fjaðrafoki. Hér var um að ræða arabískar skopteikn- ingar og á einni myndinni mátti sjá hershöfðingja, hlaöinn .heiðurs- merkjum, gefa betlara oröur í ská) hans S stað matar. Teikningiir var eftir Sýrlending og því töldu írakar, en milli þessara þjóða er lítill vinskapur, að hér væri veriö að gera grín að Saddam Hussein, íraksforseta. írakska sendiráðið í París sagði teikning- una grófa persónuárás og heimtaði að hún yrði ijarlægð. Menningarstoínunin var ekki á því að láta ritskoða þannig sýning- una, starfsfólkiö hótaöi verkfalli og þátttakendur í sýningunni hótuðu að taka verk sín af henni. Að lokum létu írakar undan og sýningin mun fara fram eins og til stóð. Taka veðlán fýrir greiðslukortaskuldum Anna Bjamason, DV, Denver: Bandarískir húseigendur hafa keppst um það að undanfómu að verða sér úti um veðlán út á hús sín. Heildarupphæð veðlána til um þriggja milljóna húseigenda nemur nú 75 milljörðum dollara eða 12 pró- sentum af þeim 629 milljörðum doll- ara sem seðlabanki Bandaríkjanna flokkar sem „néytendaskuldir". Þrír fjórðu þessara veðlána hafa verið tekin á síðustu tveimur áram og langflest þó á undanfómum mán- uðum. Áður nýttu húseigendur sér veðlán næsta lítið. Húsunum fylgdu lán frá byggingaraðilanum og þegar þau höfðu verið greidd bjó fólk í húsum sem ekkert hvíldi á. Samkvæmt nýjum skattalögum eru engir vextir frádráttarbærir nema vextir af veðlánum og þá var fjandinn laus. Könnun seðlabankans leiddi í ljós að 53 prósent lántakenda hafa notað lánin til að greiða upp greiðslukortaskuldir sínar og tíl stærri kaupa, svo sem bílakaupa. Einn fjórði lántakenda notaði lánsféð til að endurbæta húseignir sínar. Vextir af veðlánum voru í fyrra 10,2 prósent af meðaltali en vextir af greiðslukortaskuldum, sem Banda- ríkjamenn geta fengið margra mán- aða greiðslufrest á, voru 17,9 prósent að meðaltali. Það er því talið hagkvæmnisatriði að greiða óhagstæðari skuldir með veðlánum og fá vextina dregna frá skattskyldum tekjum. Sænskur iðnaður í blóma Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundú Sænski iðnaðurinn stendur nú i miklum blóma og verður að fara alla leiö aftur til ársins 1970 til aö finna hliöstæðu. Sextíu prósent sænskra iðnfyrir- tækja vantar nú starfsfólk til aö geta annað eftirspurn og er því spáð að áframhald verði á grós- kunni, að minnsta kosti út þetta ár. Pantanir hafa aukist, bæöi innan- lands og utan. Á milli sextiu og sjö- tíu prósent sænskra iðnfyrirtækja nýta nú alla sína framleiðslumögu- leika og til þess að geta aukið fram- leiðsluna þyrfti að koma til aukinn starfskraftur, einkum tækni- menntað fólk. HefUr nú í alvöru verið rætt um að fiytja þurfi inn starfsfólk frá útlöndum til að mæta þörfum iðnaðarins í Svíþjóð. Fréttir um gott gengi sænska iön- aðarins koma sér vel fýrir ríkis- stjórn jafnaðarmanna. Kosningar eru í haust og samkvæmt öllum skoðanakönnunum er mjög mjótt á mununum milli stjóraar og stjóm- arandstööu. Nú þegar Ebbe Carlsson-hneyksl- ismáliö hefur veriö svo fyrirferðar- mikiö í fjölmiölum þarf ríkisstjórn- in á góðum tiðindum að halda ef hún á að sigra í kosningum í haust. Fréttir af góðri stöðu iðnaöarins era því kærkomnar fyrir Thage G. Petersson, iðnaðarráöherra, sem nú gegnir jafní'ramt hinu vanda- sama embætti dómsmálaráðherra eftir aö Anna-Greta Leijon neyddist til að segja af sér í Kjölfar Ebbe Carlsson-málsins. Varað vlð hrukkukremi Anna Bjamason, DV, Denver: Matvæla- og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna hefur varað fólk alvarlega við því að gera sér of háar vonir um árangur hrukkukremsins retin-A sem kom á markaðinn í byrjun þessa árs. Kremið hefur um árabil verið not- að með góðum árangri í baráttu við unglingabólur. í vetur kom svo í ljós að kremið vý-kaði einnig vel gegn hrukkum að því er talið var. Fréttin fór eins og eldur í sinu um fjölmiðlana og margir fengu tröllatrú á kreminu. Síðan hefur lyíjaeftirlitið rannsakað kremið og nú er haft eftir yfirmanni eftirlitsins að notkun ret- in-A kremsins í baráttu við hrukkur sé bæði dýr og vafasöm lækning. Aukaverkanir retin-A geta verið margvíslegar. Húðin getur bólgnað og flagnað og orðiö fyrir alls konar ertingu, auk þess sem hún verður mun viðkvæmari fyrir sólarljósi. Lyíjaeftirlitið varar einnig við eft- irlíkingum af retin-A sem komið hafa á markaðinn og seldar eru bæði í almennum verslunum og póstversl- unum. Sumar eftirlíkingarnar hafa býsna lík nöfn, til dæmis retinal-A. Bæði retin-A og eftirlíkingamar hafa selst eins og heitar lummur en ret- in-A hefur þó aðeins verið selt út á lyfseðil. Eftirlíkingarnar innihalda flest sömu efni og eru í retin-A, auka- verkanirnar eru þær sömu og þær alvarlegustu eru kannski vonbrigð- in. ítalskir elskendur i Róm. Skyldi pilturinn þurfa á námskeiði að halda? ítalir læra list- ina að elska „Ég hef enga trú á því að hinn „suðraeni elskhugi" sé til í raun og veru. ítalir eru e.t.v. áræðnari en aðrir þegar þeir reyna að koma sér í mjúkinn hjá kvenfólki en þegar að sjálfu tilhugalífinu kemur eru þeir með þeim verstu sem hugsast get- ur,“ segir Giuseppe Cirillo, ítalskur lögfræðingur sem hefur snúið sér að því aö kenna löndum sínum listina að elska. Cirillo heldur námskeið fyrir ít- alska karlmenn sem áhuga hafa á að læra kænskubrögð ástarlífsins. Námskeiðið, sem kostar um 400 doll- ara, beinist einkum að því að kenna nemendum hvemig eðÚlegast er að nálgast einhvem sem þeir hafa áhuga á að kynnast betur. Á námskeiðinu læra menn að nota hin ýmsu svip- og raddbrigði til að koma sér í mjúkinn hjá gagnstæða kyninu og kvikmyndir og skyggnur eru notaðar til að sýna hvað fólk gerir rangt. Hver nemandi tekur svo verklegt próf að námskeiðinu loknu. „ítalskir karlmenn era oft mjög ágengir og stundum ofbeldisfullir þegar þeir stíga í vænginn við kon- ur,“ segir Cirillo. Margar konur eru sammála honum og segja aö ítalskir karlmenn séu fullir þrautseigju. Slík framkoma orsakast oft af kvíða og ráðaleysi sem mennirnir reyiia að breiða yfir með hamagangi og látum, segir Cirillo. Hann kvaðst hafa búist við því að flestir nemendur hans yrðu ungir og óframfærnir karlmenn en sú varö ekki raunin. Mesta aðsóknin kom frá mæðrum sem óðar og uppvægar vildu koma sonum sínum, sem ekki höfðu verið við kvenmann kenndir, að á námskeiðinu. Námskeiðið er ekki eingöngu fyrir karlmenn heldur geta konur einnig skráð sig. En ef trúa má orðum Ciril- los þurfa konur ekki að læra neitt í þessu sambandi. „Konur eru næmari og fágaðri þeg- ar þær leita hófanna hjá karlmönn- um,“ segir hann. „En margar konur, sérstaklega á Ítalíu, eru enn smeykar við að endurgjalda augnaráö karl- manna.“ Ef námskeiðið slær í gegn á Ítalíu hyggst Cirillo kenna Bandaríkja- mönnum og Japönum hvernig skal haga sér í návist kvenna. Hvort þeir þurfa eins mikið á slíkri kennslu að halda og ítalir tjáði Cirillo sig ekki um. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.