Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 8. JÚLl 1988. Spumingin Höfðu Bandaríkjamenn rétt til að skjóta niður írönsku farþegaþotuna? Halldór Lárusson: Nei, ég myndi áíita ekki, nema ef þeir hefðu verið vissir í sinni sök um að vélin væri orrustu- flugvél. Jón Gunnarsson: Nei, hefur einhver leyfi til að skjóta þær niður? Björg Stefánsdóttir: Það finnst mér alls ekki. Það var mjög létt í vasa hjá Reagan að senda samúðarkveðju. Soffia Arnardóttir: Auðvitað ekki, alls ekki. Þeir ættu að þekkja vélam- ar. Sveinbjörn Finnson: Já, var þetta ekki slys? Varla hafa þeir skotið hana niður viljandi. mér ekki. Ekki farþega. Fólkið í vél- inni var ekki í stríði við þá. Lesendur Breytt viðhorf: Hovfin Húsafellsmót Unglingar þyrptust í stórum hóp- um í Húsafell 2 og margir höfðu með sér birgðir af áfengi. Þjórsár- dalurinn gleymdist, en þar hafði áður verið einn helsti skemmti- staður unglinga um þessa helgi. Fréttamenn komu aðvífandi og gerðu sér far um að leita alls þess versta og ljótasta sem hægt var að draga fram og lýsa því með sterk- um orðum og hneykslan. Ýktar frá- sagnir birtust í fjölmiðlum af aumu ástandi unglinga, spilltum gróðri, lélegum aðbúnaði og okri. Allt var fordæmt, allt varð að sverta. - Skemmtikraftar stóðu ekki við gerða samninga. Heimafólk tók þessum ósköpum með yfirvegaðri ró. Svaraði fyrir sig af hógværð og festu, bar höfuð- in hátt og stóð saman í blíðu og stíðu. Þess vegna er þetta upphlaup núna hreint óskiljanlegt. Það er trú mín, að OK og UMSB ásamt borg- firskri ferðaþjónustu standi sterk- ari en svo, að ein samkoma skipti sköpum fyrir tilveru þeirra. Ef til vill munu renna upp þeir timar að hægt verði að halda góðar sumar- hátíðir fyrir fjölda manns eins og í gamla daga, þegar Húsafellsmótin voru og hétu. En til þess að svo geti orðið þurfa viðhorfm í þjóðfélaginu að breyt- ast. Það stoðar lítt að býsnast yfir drykkju unghnga uppi í sveit um hvítasunnur og aðrar helgar. Á meðan verður fullorðið fólk að af- saka sig með því að „það sé á bíln- um“, eöa jafnvel „í meðferð1', ef það gerist svo djarft að láta sjá sig ódrukkið á stöðum, þar sem fólk kemur saman um helgar. - Með ósk um að Borgfirðingar megi finna samstöðu á ný. G.B. skrifar: Það þóttu fréttir þegar nýlega vitnaðist að ekki yrði haldið Húsa- fellsmót um verslunarmannahelg- ina í ár. Húsafellsmót töldust til stórhátíða hér á árum áður og margir eiga þaðan minningar blandaðar angan af regnvotu birki og ómi af poppi og þjóðlagatónlist áranna í kringum 1970. - Borgfirð- ingar reyndu í fyrra að endurvekja þessa stemningu, en tókst ekki, ýmissa hluta vegna. , Nú átti að gera aðra tilraun í ljósi fenginnar reynslu, en dæmið gekk ekki upp. Löggæslan of dýr. Ekkert minnst á söluskattinn eða skemmtikraftana. Ungmennasam- bandið og björgunarsveitin með hálfgerða geðvonsku í fjölmiðlum. Sýslumaðurinn og lögreglan gera of miklar kröfur. Sumir segja, að embættið sé bara blóraböggull. Fé- lögin nenni í raun ekki að standa í þessu. Aðrir segja lögregluna setja fram óaðgengilegar kröfur til að losna við hátíðina og brennivíns- leitina sem henni fylgir. Það er víst erfitt að leita að áfengi hjá fólki sem vill fá að hafa það í friði. - Þessi flumbrugangur og gífuryrði eru þó ekki það sem maður á að venjast af þessu fólki. Borgfirðingar urðu í fyrra fyrir barðinu á því sem annað hvort voru alvarleg mistök í fréttaflutn- ingi eða fádæma ósvífni af hendi virtrar fréttastofnunar. Ekki hefur heyrst um kærur í því máli. Mikil umræða varð um Húsafellsmótið áður en það hófst og verkaði sem auglýsing, jafnvel smölun. „Húsafellsmót töldust til stórhátíða á árum áður.“ - Frá Húsafelli. ...........V Veðurfréttir í sjónvarpl: Hliðhollar norðanmönnum? Jón Guðmundason hringdi: Þaö fer dálitið i taugarnar á mér, að mér finnst eins og veðurfræð- ingar Sjónvarpsins beri einhvetja sérstaka umhyggju fyrir ákveðn- um hlutum landsins fremur en öðr- um. Þannig er t.d. stundum tekið fram, aö þeir fýrir norðan og aust- an þurfi nu aö „sætta sig við“ eitt- hvað kaldara í bili, eða að nú verði sólarlaust fyrir norðan. Alla vega finnst mér eins og sum- ir veðurfræðingamir séu vilhaliir þeim fyrir norðan og austan, en þyki engin vandkvæði á því leið- indaveðri sem við hér sunnanlands höfum oftast nær. - í Sjónvarpinu eitt kvöldið nýlega varð frétta- manni það á, sennilega alveg óvart, er hann lauk fréttalestri aö slá því fram, að væntanlega fengjum við nú eitthvað af góðviörinu til okkar - eða eitthvaö í þessa áttina. Mér fannst svipurinn á veðurfræðingn- um vera dálítið vandræðalegur er hann birtist og eins og lesa mætti úr svipnum; Svona segir maður nú ekki góði. En kannski er þetta bara hugar- burður í mér. Eða hvað finnst fólki? Bankastjórastöður og ráðningar Oddur hringdi: Maður er nú orðinn hálfleiöur á að heyra um veitingar og ráðningar í stöður bankastjóra hér á landi. Það er eins og langflestir þeirra þurfi endilega að koma úr pólitíkinni eða þá að þeir eru tengdir henni með starfi sínu hjá fyrirtækjum sem er eymamerkt henni. Nýjasta dæmiö er um væntanlega ráðningu til Landsbankans. Þar er höndlað með stöðu bankastjóra á pólitísku nótimum. Ætlar þetta aldr- ei að hverfa í íslensku þjóðlífi að allt sem tilheyrir opinberum stofnunum þurfi að fara eftir pólitískum htar- hætti? Þetta er að heyra sögunni til annars staðar og sennilega hvergi tíðkað að ráða bankastjóra sem aldr- ei hafa nálægt bankastörfum komið. Þessir bankaráðsformenn eru famir að hafa ansi mikil völd, þykir mér, og tími til kominn að umsvif þeirra verði minnkuð og einhver, t.d. bankamálaráöherra, slái á puttana á þeim. Þeir em að verða nokkuð margir, hópamir, í opinberum stofn- unum sem ráða því sem þeir vilja ráða - og komast upp með það. Fríðlýsing Ingvar Agnarsson skrifar: Stundum er talað um að friölýsa þurfi þetta eða hitt landsvæðið. Mér dettur í hug hvort ekki væri skemmtilegt að friðlýsa einhverja góða laxá þannig aö öll veiði væri þar bönnuð en fólki væri þess í staö leyft að ganga meðfram ánni ahri aö vild og skoða það líf sem í henni bærist. Ég veit að þeir em margir sem ekki hafa ánægju af að eyöa.lífi, hvorki í vatni né annars staðar, en hafa yndi af að skoða lífið í ósnortnu um- hverfi. Ánægjulegt mundi.vera fyrir slíkt fólk að ganga um á árbökkum með börnum sínum og fá tækifæri til að horfa á laxana lifandi á þeim stöðum árinnar þar sem þeir helst halda sig. Þetta myndi áreiðanlega draga margt fólk að ánni á góðviðrisdögum og veita ólíkt hollari ánægju en fyll- ing drápsgiminnar hefur upp á að bjóða. Friðlýslng einhverrar góðrar laxveiðiár. Hvað segja bændur nú? - Frá Stóru-Laxá í Hreppum. Að eitra fyrir foik... Jón Kr. Dagsson skrifar: Það kom virkilega illa við mig aö lesa frétt í DV hinn 5. júh sl. um.að fyrirtæki hérlendis kæmust upp með það að nota ólögleg og jafnframt hættuleg htarefni í matvæh án þess að löggjafinn gerði nokkuö í málinu. Því miður er þetta bara eitt dæmið um þá vilhmennsku sem fær að vaða uppi í þessu svokahaða „velferðar- þjóöfélagi" okkar íslendinga. í öhum siðmenntuðum samfélögum telst það glæpur aö byrla mönnum eitur og er þeim sem það gera refsað harð- lega. - Nú eigum við að „beita eitr- inu“ á illgresið í íslenskum matvæla- iðnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.