Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Síða 15
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988.
15
Flugstöðvartineyklslið:
Ber enginn ábyrgð?
Á þeim mánuöum, sem liönir eru
síðan fjallað var á Alþingi um flug-
stöðvarhneykslið svonefnda, hefur
smátt og smátt komið í ljós og sann-
ast flest það sem við alþýðubanda-
lagsmenn héldum þar fram.
Tvennt má þar sérstaklega nefna.
Hiö fyrra er að þrátt fyrir að kostn-
aður við verkið væri þegar á síð-
- asta ári kominn tæpar 900 milljónir
króna fram úr upphaflegri áætlun
ætti enn eftir að bætast við ósóm-
ann. Hið síðara að það væri ætlun
þeirra flokka og einstaklinga, sem
málinu tengjast, aö skjóta sér með
öflu undan ábyrgð og enginn ein-
asti maður yrði látinn svara fyrir
mistök sín í þessu sambandi.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem rak
Albert fyrir meint mistök við
skattaframtal, hefur ekki hróflað
við peði hvað þá snert við silkihúf-
unum sem hneykslinu tengjast.
Með þögn sinni og aðgerðaleysi, ef
frá eru taldir tflburðir krata í upp-
hafl, eru samstarfsflokkar íhalds-
ins í núverandi ríkisstjóm að
hjálpa þeim til að hylma yfir ó-
skundann.
Flugstöðvarmálið
í grófum dráttum.
Rétt er að rifia upp nokkur helstu
atriði málsins.
1. ByggingflugstöðvaráKeflavík-
urílugvelli er sérstakt af-
kvæmi, nánast frumburður,
ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar því í aðdraganda
myndunar þeirrar ríkisstjórn-
ar gerðu Framsóknarflokkur
og Sjálfstæðisflokkur sérstakt
samkomulag og bókun um mál-
ið sem dagsett er 25. maí 1983.
Málið var frá upphafi rekið
áfram á pólitískum fremur en
faglegum forsendum enda þessi
framkvæmd ein hin fyrsta sem
tengdist stórfelldum hemaðar-
umsvifum ríkisstjómar Stein-
gríms Hermannssonar.
2. Snemma á þinginu ’83-’84 flutt-
um við þrír þingmenn Alþýðu-
bandalagsins tillögu um að
KjaHarinn
Steingrímur J. Sigfússon
alþingismaður fyrlr
Alþýðubandalagið
hanna skyldi minni og hag-
kvæmari flugstöðvarbyggingu
á Keflavíkurflugvelli sem reisa
mætti í áföngum og taka fyrr í
notkun. Við vömðum við hætt-
unni á óheyrilegum kostnaði
og óhagkvæmni samfara þeim
glæfralegu áformum sem uppi
voru um bygginguna.
fllu heilli var ekki farið að okk-
ar ráðum, enda hafði eins og
áður sagði verið tekin pólitísk
ákvörðun um að keyra málið
áfram hvaö sem tautaði og
raulaði.
3. í stuttu máli má síðan segja að
áætlanagerð, stjórn og fram-
kvæmd verksins hafi verið ein
samfelld sorgarsaga.
í vandaðri skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um byggingu flug-
stöðvarinnar er þetta ítarlega
rakið og visast til þess.
Ef tekin era aðeins nokkur
stærstu og alvarlegustu mis-
tökin, en öðru sleppt, má nefna
eftirfarandi: - Stjóm verksins
öfl meira og minna í molum.
Ekkert stjórnkerfi sem hæfir
verki af þessari stærðargráðu
var sett upp.
- Áætlanagerð ónóg og handa-
hófskennd. Engin framreiknuð
kostnaðaráætlun á grundvelli
raunhæfrar framkvæmdaáætl-
unar virðist hafa verið til á
verktímanum.
- Hönnunarþátturinn í hinum
megnasta ólestri. SífeUdar
breytingar og hringl einkenndu
framkvæmdatímann. Sýnu
verst og dýrust urðu þó afglöp
í sambandi við hönnun loft-
ræstikerfis en í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar segir á einum
stað að „hönnim loftræstikerfis
hafi algerlega hrunið".
- SamkruU við herinn og sú
kvöð að nota ýtrastu staðla
ameríska hersins og amerískan
búnaö kostaði ómælt fé og fyr-
irhöfn. í kaupbæti fylgdi ýmiss
konar fáránleiki, svo sem
rammgerðar engisprettuvamir
og er byggingin eflaust engi-
sprettuheld þó hún haldi
hvorki vatni né vindi.
- Upplýsingum um stækkun,
breytingar og stórfeUda um-
frameyðslu var haldið leyndum
árum saman fyrir fiárveitinga-
valdinu. Það er ekki fyrr en 29.
apríl 1987, fiórum dögum eftir
kosningar, aö skýrt er frá um-
frameyðslu áranna 1985 og
1986.
- Sú póhtíska ákvörðun að
opna flugstöðina (að nafninu til
a.m.k.) hvaö sem það kostaði
fyrir kosningarnar í aprU 1987,
þrátt fyrir að hönnunarmistök
og framkvæmdaerfiðleikar
mæltu með hinu gagnstæöa,
kostaði tugi ef ekki hundrað
miUjóna. Enginn vafi er á því
að kosningahátið Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjör-
dæmi, sem svo hefur verið
nefnd (vígsla flugstöðvarinn-
ar), er dýrasta samkoma sinnar
tegundar hérlendis.
- Þegar uppvist varð um gifur-
legan kostnað og umfram-
eyðslu við byggingu flugstööv-
arinnar reyndu aðstandendur
mannvirkisins, einkum bygg-
ingamefnd, að koma á fram-
færi fólskum upplýsingum um
upphaflega kostnaðaráætlun
og lækka þannig tölur um um-
frameyðslu. í fréttatilkynningu
byggingarnefndar þann 14.
ágúst 1987 er því haldið fram
að upphafleg kostnaðaráætlun
hafi verið 42 miUjónir Banda-
ríkjadala og kostnaður síðan
framreiknaður frá þeirri tölu.
Hið rétta er að upphaflega
kostnaðaráætlunin (og sú eina
sem í raun var gerð) hljóðaði
upp á 33,5 núlljónir Bandaríkja-
dala og verðhækkanir á bygg-
ingartíma vora áætlaðar 8,5
miUjónir.
Þessi tilraun byggingarnefndar
til að falsa staðreyndir sér í hag
í opinberri fréttatilkynningu
hefði ein sér viðast hvar á
byggðu bóU dugað til þess að
nefndarmenn væru látnir
víkja, en ekki á íslandi.
Opinber rannsókn er
þjóðarnauðsyn
Þegar ljóst var að viðkomandi
aöUar ætluðu sér aö sópa öUu sam-
an undir teppið fluttum við þing-
menn Alþýðubandalagsins tUlögu
til þingsályktunar um rannsókn á
ábyrgð manna í sambandi við þetta
hneyksU. í stað þess að fagna slíkri
tiUögu, samþykkja hana og hreinsa
þannig þá sem hreinsaðir yrðu en
draga fram ábyrgði annarra, kaus
meirihlutinn á Alþingi að hjúpa
máUð þögn.
SífeUdar uppákomur í hinni nýju
flugstöð, sem hvorki reyndist halda
vatni né vindum, vera hálfkörað
að flestu leyti og nú síðast heUsu-
spUlandi vinnustaður, hafa hins
vegar haldið máhnu vakandi.
Stærstu og verstu mistök þessa
máls eru þó þau að rannsaka ekki
tU fulls ábyrgð einstakra aðUa og
láta þá sem ábyrgö bera taka afleið-
ingunum.
A meðan það er ekki gert hljóta
menn að spyrja sig hvort það sé
eðlUegt; að Geir Hallgrímson, fyrr-
verandi utanríkisráöherra, sé
seðlabankastjóri, - að Matthías Á.
Mathiesen, einnig fyrrverandi ut-
anríkisráðherra, sé alþingismaður
og ráðherra, - að Garðar HaUdórs-
son, arkitekt og hönnunarstjóri
byggingarinnar og meðUmur í
byggingamefnd vamarsvæða
ásamt fleira, sé áfram húsameist-
ari ríkisins, - að fyrrverandi fiár-
málaráðherrar, Albert Guðmunds-
son og Þorsteinn Pálsson, séu al-
þingismenn og sá síðarnefndi einn-
ig ráðherra, - að Steingrímur Her-
mannsson, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, ábyrgðaraðUi ríkis-
stjórnar og einnig fagráðherra
húsameistara, sé nú alþingismaöur
og ráðherra, - að Sverrir Haukur
Gunnlaugsson, fyrrverandi for-
maður byggingamefndar, sé nú
sendiherra o.s.frv.
Þaö lýsir þverbrestum í stjórn-
kerfi og réttarfari landsins af óþol-
andi stærðargráðu ef ábyrgö og
aðUd svo háttsettra manna að
þessu reginhneyksU verður þöguð
í hel.
Steingrímur J. Sigfússon
„Sífelldar uppákomur í hinni nýju flug-
stöð, sem hvorki reyndist halda vatni
né vindum, vera hálfköruð að flestu
leyti og nú síðast heiIsuspiUandi vinnu-
staður, hafa hins vegar haldið málinu
vakandi.“
Hvort þekkirðu Þingvelli?
Nú er orlofstíminn hafinn og með
hverjum deginum sem Uður hugsa
fleiri sér til hréyfings. Misjafnt er
eins og gengur hvert ferðinni er
heitið; margir fara til útlanda, aðal-
lega vegna þess að þeir telja það
áhugaverðara til afspurnar, en
sumir halda sig á heimaslóðum -
og þeim fer ört fiölgandi sem betur
fer.
Það er líka margt forvitnilegt á
ísa-köldu-landi og gildir nánast
einu hvar menn bera niður. '
Tilefni þessarar greinar er þó bók
- eða réttara sagt innihald hennar
■- sem mér barst í hendur fyrir
skömmu . . . af hreinni tilviljun.
Bókin ber það einfalda nafn „Þing-
vellir" og er höfundur hennar
Björn Th. Björnsson (ábyggUega sá
eini og sanni, þ.e.a.s. listfræðingur-
inn góðkunni). Rétt þykir aö geta
þess að bókin hefur undirtitilinn:
„Staðir og leiðir“.
Fremur uppsláttarrit
Bók. Jú, víst er hér um bók að
ræða en mér finnst sú ritsmiö, sem
er viðfangsefni þessarar greinar,
fremur eða ekki síður vera eins
konar uppsláttarrit ef ekki hreinn
og klár leiösögubæklingur.
Þegar menntamálaráð íslands
varð 50 ára fyrir tíu árum eða svo
mun það hafa verið ákveðið - með
góðum fyrirvara, skilst mér - að
Kjallariim
Þorsteinn Valgeir
Konráðsson
nemi i prentiðn
gefa út rit um „þjóðgarða íslands,
fólkvanga og friðlýst svæði“ eins
og höfundur skrifar í lokaorðum.
Þessi bók, sem hér er vitnað til,
átti þess vegna í fyrstu ekki að
verða ritverk í sérstakri bók heldur
aðeins einn kafli í allsherjar-rit-
smíð um það efni sem að ofan
greinir.
Björn Th. mun hins vegar hafa
„gengið meö Þingvelh í maganum"
um nokkurra ára skeið og áður en
yfir lauk var hann kominn með
hátt í 200 síðna ritgerð. Það var því
samþykkt af menntamálaráði ís-
lands að þessi fróðleikur skyldi
gefinn út á sérstakri bók.
En þar sem einn „kjallari" má
ekki saman standa nema í mesta
lagi af 800-1000 orðum er ekki rými
tU að rekja efni þessarar bókar um
Þingvelli lið fyrir lið. Þess vegna
verð ég eiginlega að láta nægja að
vekja athygli fólks - íslendinga sem
annarra - á þessu stórgóða verki
Bjöms Th. Björnssonar sem hann
nefnir „ÞingvelUr - staðir og leið-
ir“.
Verðugt verkefni
Þarna er hver staður, hvert leiti,
hver stígur, gjá, dalur, hóll, já, sér-
hver planta og gras nefnd sínum
réttu nöfnum.
Mér segir svo hugur eða telst svo
til að um eða yfir eitt þúsund ör-
nefni sé að finna í þessari bók
þannig að af nógu er að taka ef fólk
viU kynna sér þennan stað „þar
sem alþingi feðranna stóð“.
Helgaríerð er góð byrjun í þessari
þekkingar- og fróðleiksleit en það
er ómaksins vert - virkUega - með
bókina „Þingvelli" í höndunum -
að eyða nokkrum dögum á þessum
staö.
Til skamms tíma var talið að um
75 tegundir plantna og/eða grasa
væru á Þingvallasvæðinu en nýleg-
ar og nákvæmari rannsóknir
benda tU að hér sé um 90 tegundir
að ræða. Úr nógu er því aö moða.
Þessari bók, sem hér hefur verið
umfiöllunarefni, fylgir mjög ná-
kvæmt yfirlitskort og gefur það
henni aukið og enn kröftugra gildi.
En enda þótt þetta yfirlitskort
hefði ekki fylgt er þessi bók verð-
ugt lesefrú - að minnsta kosti sér-
hveijum íslendingi.
Á Björn Th. Bjömsson þakkir
skUið fyrir þetta snilldarverk.
Misjöfn vinnsla
Ég sé það að þessi bók er brotin
um og sett í Auglýsingastofunni hf.
Þeir þættir bera þess greinUeg
merki að þar hafa fagmenn hvergi
komið nærri. AUt letrið eins og það
leggur sig er sett ójafnt að aftan og
mér er nær að halda að það sé eins-
dæmi enda þótt víðar væri leitað
en í henni veröld.
Spássíur eru út og suður og
„bUndmatríal" (eyður og tóm)
hvergi sparaö. Þó er bókin sett á
fremur smáu letri þannig að þessi
umbrotsmáti er ekki á hafður að
því er virðist til aö fiölga blaðsíð-
um.
Að setja vissar greinar í tímariti
eða jafnvel einstaka kafla í bók
óreglulega (að aftan eða framan) á
vissulega rétt á'sér en að láta frá
sér heilt rit með slíku sniði er út í
hött.
Undirritaður hefur að vísu ekki
verið við nám í prentverki nema
rúmlega þrjátíu ár og er honum
þess vegna e.t.v. nokkur vorkunn
að setja fram þessa gagnrýni. En
honum (undirrituðum) er sama.
Og svo eru það blaösíðutöUn. Þau
eru jafnstór mUlifyrirsögnum. Ég
bara spyr: Er nema von að manni
sárni?
Hins vegar er bókin prentuð í
Odda og er sá þáttur ágætlega úr
garði gerður. Myndir, bæði í Ut og
svarthvítar, skUa sé vel en hefði að
visu sjálfur kosið að farfagjöf (prent-
sverta) væri jafnari í meginmáU.
Þorsteinn Valgeir Konráðsson
„Björn Th. mun hins vegar hafa „geng-
ið með Þingvelli í maganum“ um nokk-
urra ára skeið og áður en yfir lauk var
hann kominn með hátt í 200 síðna rit-
gerð.“