Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Síða 25
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. 41 Afmæli Jakobína Sigurðardóttir Jakobína Sigurðardóttir, rithöf- undur, skáldkona og húsfreyja í Garði II í Mývatnssveit, er sjötug í dag. Jakobína fæddist í Hælavík í Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu. Hún stundaði nám í kvöld- skóla Ingimarsskólans í Reykjavík og nam utanskóla við KÍ í hálfan vétur en sunnanlands dvaldi hún frá 1935-1949 er hún flutti norður í Þingeyjarsýslu þar sem hún síðan þefur veriö húsfreyja í Garði. Ritverk Jakobínu eru: Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur, bamasaga, 1959; Kvæði, 1960 (önnur útg. aukin 1983); Púnktur á skökkum stað, smásögur, 1964; Dægurvísa. Saga úr Reykjavíkurlífínu, 1965; Snaran, skáldsaga, 1968 (önnur útg. 1980); Sjö vindur gráar, smásögur, 1970; Láfandi vatnið, skáldsaga, 1974; I sama klefa, skáldsaga, 1981. Jakob- ína hefur hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir skáldverk sín, m.a. hlaut hún bókmenntaverðlaun Bjami Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans, Lindar- hvammi 9, Kópavogi, er sextugur í dag. Bjami Bragi er fæddur í Rvík og lauk kandídatsprófi í viðskipta- fræði frá HÍ 1950. Hann var skrif- stofumaður hjá Olíuverslun ís- lands 1947-1950, fulltrúi hjá út- flutningsdeild SÍS 1950-1955 og var í framhaldsnámi í hagfræði við háskólann í Cambridge í Englandi árin 1957-1959. Bragi var fulltrúi í hagdeild Framkvæmdabanka ís- lands 1955-1957, 1960-1962 Og ráð- gjafi í þjóðhagsreikningadeild Efnahagssamvinnustofnunar Evr- ópu (OEEC) í París 1959-1960. Hann var deildarstjóri þjóðhagsreikn- ingadeildar Efnahagsstofnunar 1962-1969 og forstjóri 1969-1971. Bjarni var framkvæmdastjóri áætl- anadeildar Framkvæmdastofnun- ar ríkisins 1972-1976 og varð hag- fræðingur 1976 og síðar aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka íslands. Bjarni kvæntist, 22. apríl 1948, Rósu Guðmundsdóttur, f. 25. mars Ragnar Arnalds, alþingismaður, fyrrv. ráðherra og fyrrv. formaður Alþýðubandalagsins, Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði, er fimm- tugur í dag. Ragnar fæddist í Rvík, var við nám í bókmenntum og heimspeki í Svíþjóð 1959-1961 og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1968. Hann var kennari við gagnfræða- skóla 1958-1959,1967-1970 og skóla- stjóri barnaskólans í Varmahlíð í Skagafirði 1970-1972. Hann var ritstjóri Frjálsrar þjóð- ar 1960, formaður Alþýðubanda- lagsins 1968-1977, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins 1971- 1975, 1979-1980 og 1983-1987. Ragnar var varaborgarfulltrúi í Rvík 1962-1963, landskjörinn al- þingismaður 1963-1967 og þing- maður Norðurlandskjördæmis vestra frá 1971. Hann var mennta- mála- og samgönguráðherra 1978- 1979 og fjármálaráðherra 1980- 1983. Ragnar var í stjóm Fram- kvæmdasjóðs 1969-1971, í stjóm Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972-1978, formaöur þar 1972-1974 og í stjórn Byggðastofnunar frá 1987. Hann var í Kröflunefnd 1974 og fulltrúi á allsheijarþingum SÞ 1968, 1983 og 1986. Ragnar skrifaöi leikritið Upp- reisn á ísafirði, sýnt í Þjóðleik- húsinu 1986-1987, og í haust mun Leikfélag Reykjavíkur frumsýna nýtt leikrit hans, Sveitasinfóníu. Ríkisútvarpsins 1973. Maður Jakobínu er Þorgrímur Starri Björgvinsson, f. 2. desember 1919, b. í Garði í Mývatnssveit. For- eldrar Þorgríms em Björgvin, b. í Garði, Ámason, og kona hans, Stef- anía Þorsteinsdóttur frá Starra- stöðum í Tungusveit í Skagafirði. Börn Jakobínu og Þorgríms Starra era Stefanía, f. 11. apríl 1950, rithöfundur og húsfreyja að Garði HI, vinnur með manni sínum að feröaþjónustu í Mývatnssveit á sumrin. Hún er gift Hauki Hregg- viðssyni, b. og fálkaverði, og eiga þau fjögur böm; Sigrún Huld, f. 4. júní 1952, hjúkmnarkona við Borg- arspítalann, gift Guðlaugi Jóni Bjamasyni myndhstarmanni, þau búa í Kópavogi og eiga fjögur börn; Sigríður Kristín, f. 20. september 1956, háskólanemi í stjórnmála- fræði og sögu, landvörður í Mý- vatnssveit á sumrin; Kári, f. 17. júní 1959, b. í Garði, kvæntur Jó- hönnu Njálsdóttur og eiga þau eina 1930, kennara. Foreldrar Rósu eru Guðmundur Matthiasson verk- stjóri í Rvík og kona hans, Sigurrós Þorsteinsdóttir iðnverkakona. Börn Bjama og Rósu eru, Jón Bragi, f. 15. ágúst 1948, prófessor í efnafræði, kvæntur Guðrúnu Stef- ánsdóttur kennara, Ólöf Erla, f. 20. maí 1954, leirkerasmiður, gift Sig- urði Axel Benediktssyni, starfs- manni bútækjadeildar á Hvann- eyri, og Guðmundur Jens, f. 4. sept- ember 1955, lyfjafræðingur í Rvík, kvæntur Guðrúnu Steinarsdóttur, innkaupastjóra hjá Marel. Systkini Bjama eru, Baldur, f. 6. september 1926, stúdent og kenn- ari, Sigríður, f. 14. maí 1931, stúdent og bankastarfsmaður og Svava, f. 25. aprO 1932, d. 1. júní 1952, mynd- listarnemi. Bjarni er sonur Jóns Hallvarðssonar, sýslumanns í Stykkishólmi, og konu hans, Ólafar Bjamadóttur. Meðal fóðurbræðra Bjama vom: Einvarður, starfs- mannastjóri Landsbanka íslands og Seðlabanka íslands, faðir Hall- Ragnar kvæntist 30. ágúst 1963 Hallveigu Thorlacius, f. 30. ágúst 1939, brúðuleikara. Foreldrar Hall- veigar eru Sigurður Thorlacius, skólastjóri í Rvík, og kona hans, Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius skrifstofumaður. Dætur Ragnars og Hallveigar em Guðrún, f. 28. júlí 1964, við framhaldsnám og leið- sögumaður, og Helga, f. 6. septemb- er 1967, við framhaldsnám í brúðu- leiklist á Spáni. Albróðir Ragnars er Jón Laxdal Arnalds, f. 28. febrúar 1935, borgar- dómari, forseti Guðspekifélagsins og fyrrv. ráðuneytisstjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu. Hálibræður Ragnars, samfeöra, eru Sigurður Steingrímur Arnalds, f. 9. mars 1947, verkfræðingur; Andrés Arn- alds, f. 4. desember 1948, sérfræð- ingur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins; Einar Arnalds, f. 6. febrúar 1950, ritstjóri hjá Erni og Örlygi í Reykjavík, og Ólafur Gestur Arnalds, f. 5. janúar 1954, jarövegsfræðingur í Rvík. Hálfsystir Ragnars, sammæöra, er Elín, f. 1953, hjúkrunarkona, sem nú stundar nám í læknisfræði í Kaupmannahöfn, Stefánsdóttir, fyrrv. alþingismanns og rithöfund- ar, Jónssonar. Foreldrar Ragnars em Sigurður Arnalds, f. 15. mars 1909, bókaút- gefandi og stórkaupmaður í Rvík, og fyrri kona hans, Guðrún Lax- dal, f. 1. mars 1914, kaupkona í dóttur. Jakobína átti alls tólf systkini: Sigurborg, f. 29. ágúst 1919, gift Jó- hanni Björgvinssyni, b. í Grænu- hlíð í Reyðarfirði; Ásdís, f. 29. okt- óber 1920, gift Ragnari Jónssyni, b. á Hólabrekku í Laugardal; Sig- nður, f. 26. júlí 1922, gift Björgvini Ámasyni, skrifstofumanni í Kefla- vík; Kristján, f. 14. nóvember 1924, yfirlæknir á Sjúkrahúsi Keflavík- ur, kvæntur Valgerði Halldórs- dóttur; Ingólfur, f. 19. júlí 1926, hann er látinn, var trésmíðameist- ari í Rvík, kvæntur Svanfríði Sím- onardóttur; Baldvin, f. 26. janúar 1928, næturvörður í Rvík, kvæntur Halldóru Guðmundsdóttur; Guð- mundur, f. 12. maí 1929, hann er látinn, var skipasmiður í Keflavík; Sigurður, lést í bamæsku; Guðni, lést á bamsaldri; Guðrún, f. 9. sept- ember 1930, starfsmaður á Kópa- vogshælinu, gift Hirti Guðmunds- syni, verkamanni í Kópavogi; Fríða, f. 11. desember 1940, rithöf- varðs ríkissaksóknara og Jóhanns alþingismanns og Jónatan hæsta- réttardómari faöir Halldórs, for- stjóra Landsvirkjunar. Faðir Bjarna, Jón, var sonur Hallvarðs b. á Hítarnesi í Kolbeinsstaða- hreppi Einvarðssonar, b. í Skutuls- ey Einarssonar. Móðir Jóns var Sigríður Jónsdóttir b. í Skiphyl á Mýrum, bróöur Páls langafa Meg- asar. Systir Jóns var Oddný lan- gamma Ingvars föður Júlíusar Víf- ils óperusöngvara. Jón var sonur Jóns dýrðarsöngs, b. í Haukatungu í Kolbeinsstaöahreppi Pálssonar. Móðir Bjarna var Ólöf Bjama- dóttir, héraðslæknis á Breiðaból- stað á Síðu Jenssonar, rektors í Rvík Sigurðssonar, bróður Jóns fprseta. Móðir Bjarna læknis var Ólöf Björnsdóttir, stæröfræðings og yfirkennara Gunnlaugssonar. Bróðir Bjarna læknis var Jón yfir- dómari, afi Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra og em þeir Bjarni og Jóhannes Nordal því þremenn- ingar. Kona Bjarna læknis var Sig- Rvík. Föðurbræður Ragnars voru Einar Arnalds borgardómari og Þorsteinn Arnalds, forstjóri Bæjar- útgerðar Rvíkur. Sigurður var son- ur Ara Amalds, alþingismanns og sýslumanns á Seyðisfiröi, Jónsson- ar, b. á Hjöllum í Gufudalssveit, Finnssonar, b. á Hjöllum, Arason- ar, bróður Jóns, afa Björns Jóns- sonar ritstjóra. Móðir Siguröar var Matthildur, systir Ragnars, föður Ævars R. Kvaran, leikara og rithöfundar, föður Gunnars Kvaran sellóleik- ara. Annar bróðir Matthildar var Einar E. Kvaran, afi Einars Kvar- an, tölvufræðings DV, og Guðrúnar Kvaran, ritstjóra orðabókar HÍ. Matthildur var dóttir Einars H. Kvaran rithöfundar, bróður Sig- urðar H. Kvaran læknis, afa Ás- disar Kvaran lögfrEeðings. Annar bróðir Einars var Jósef Kvaran, afi Karls Kvaran listmálara. Guðrún var dóttir Jóns Laxdals, tónskálds og stórkaupmanns í Rvík, Jónssonar. hafnsögumanns á Akureyri, Guðmundssonar. Móðir Jóns Laxdal var Guðrún Gríms- dóttir Laxdal, bókbindara á Akur- eyri, og konu hans, Hlaögerðar Þórðardóttur Thorlacius, b. í Hvammi undir Eyjafjöllum. Móðir Hlaðgerðar var Guðrún Gríms- dóttir, b. í Götuhúsum í Rvík, Ás- grímssonar og konu hans, Vigdísar Sigurðardóttur, b. í Götuhúsum, Erlendssonar, bróður Oddnýjar, Jakobína Sigurðardóttir. undur í Rvík, gift Gunnari Ásgeirs- syni kennara, og Guðný, f. 1. febrú- ar 1945, gift Hallbirni Björnssyni, rafvirkja á Skagaströnd. Foreldrar Jakobínu vom Sigurð- ur Sigurösson, b. í Hælavík og síðar símstöövarstjóri á Hesteyri, og kona hans, Stefanía Halldóra Bjarni Bragi Jónsson. ríður Jónsdóttir b. á Stóruborg undir Eyjaíjöllum Jónssonar. Móð- ir Sigríðar var Ingibjörg Einars- dóttir, b. á Fjósum í Mýrdal Þor- steinssonar og Guðlaugar Jóns- dóttur, b. og klausturhaldara á Kirkjubæjarklaustri Magnússon- ar. Systir Guölaugar var Þórunn, amma Jóhannesar Kjarvals. Önn- ur systir Guðlaugar var Guðríður, langamma Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Bjarni Bragi er auk þess fimmmenningur viö Hjalta Geir Kristjánsson, fyrrv. formann Verslunarráðs. Bjarni tekur á móti vinum og vandamönn- um í félagsheimili Kópavogs, kl. 17-19 á afmælisdaginn. Ragnar Arnalds. langömmu Bjarna, langafa Svan- hildar, móður Ólafs Ragnars Grímssonar. Móðir Guðrúnar var Elín Matthí- asdóttir, skálds og prests, Joc- humssonar, b. í Skógum í Þorska- firði, Magnússonar. Móðir Joc- hums var Sigríður Aradóttir, systir Guðrúnar, langömmu Áslaugar, móður Geirs Hallgrímssonar. Móð- ir Matthíasar var Þóra Einarsdótt- ir, systir Guðmundar, föður Theod- óru skálds, konu Skúla Thorodds- en, og Ásthildar Thorsteinsson, móður Muggs. Móðir Elínar var Guðrún, systir Þórðar, föður Björns forsætisráð- herra. Systir Guðrúnar var Sigríð- ur, móðir Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar. Guðrún var dótt- ir Runólfs, b. á Saurbæ á Kjalar- nesi, Þórðarsonar og konu hans, Halldóru Ólafsdóttur, systur Guð- mundar, langafa Hlífar, móður Eddu, konu Steingríms Hermanns- sonar. Ragnar er erlendis á af- mælisdaginn. Guönadóttir. Sigurður var sonur Sigurðar, b. á Læk, Friðrikssonar, b. í Rekavík bak Höfn, Einarsson- ar, b. á Homi, Sigurðssonar, b. á Horni, Pálssonar, b. í Reykjarfirði á Ströndum, Björnssonar, ættföður Pálsættarinnar. Móðir Sigurðar Sigurðssonar var Kristín Arnórs- dóttir, b. í Rekavík, Ebenezersson- ar, b. á Dynjanda, Ebenezerssonar, b. í Efri-Miðvík, Jónssonar, bróður, sammæöra, Gríms Thorkelíns, leyndarskjalavarðar og prófessors. Móðursystir Jakobínu var Ingi- björg, móðir Þórleifs Bjarnasonar, námstjóra og rithöfundar. Stefanía var dóttir Guðna, b. í Hælavík, Kjartanssonar, b. á Atlastöðum, Ólafssonar. Móðir Kjartans var Soífia Jónsdóttir, b. á Steinólfsstöð- um, Einarssonar, og konu hans, Guðrúnar Lárentínusardóttur, b. á Hóli í Bolungarvík, Erlendssonar, sýslumanns á Hóli, Ólafssonar, bróður Jóns fornfræðings (Grunnavíkur-Jóns). Til hamingju með daginn 85 ára___________________ Helgi Eyjólfsson, Faxabraut 32C, Keflavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 80 ára________________________ Ragnheiður Guðjónsdóttir, Sæ- unnargötu 10, Borgarnesi. Stefán Björnsson, Skíðabraut 7A, Dalvík. 75 ára_________________________ Gunnlaug Jóhannsdóttir, Hátúni 10B, Reykjavík. Fanney Jósefsdóttir, Heiðarvegi 24, Keflavík. 70 ára Jakobína Þorvaldsdóttir, Hamra- borg 26, Kópavogi. Þórður Gunnarsson, Hamragerði 1, Akureyri. 60 ára___________________________ Erna Hreinsdóttir, Gmndarlandi 1, ReyKjavík. Jastrid Ólína Pétursdóttir, Greni- völlum 30, Akureyri. Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Sval- barði 7, Búðahreppi. 50 ára_______________________ Guðrún Sigurðardóttir, Hlíðarvegi 17, Hvammstanga. Þorgeir Guðmundsson, Grundar- stíg 3, Bolungarvík. 40 ára__________________________ Björgvin Guðmundsson, Hafnar- stræti 6, Akureyri. Áslaug Eva Ámadóttir, Furulundi 6J, Akureyri. Sigþóra Oddsdóttir, Túngötu 1, Búðahreppi. Þórður Gíslason, Seiðakvísl 17, Reykjavík. Ólöf Pétursdóttir, Vesturbrún 18, Reykjavik. Björn Runólfur Stefánsson, Hvassaleiti 28, Reykjavík. Anna Hjaltadóttir, Grashaga 4, Sel- fossi. Guðrún H. Finnsdóttir, Miðstræti 3, Reykjavík. Gunnar Gunnarsson, Goðabraut 21, Dalvik. Ragnar Arnalds Bragi Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.