Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
Útlönd
Þrettan fórust
Þrettán manns fórust þegar far-
þegaflutningabifreiö rakst á vöru-
flutningabifreið á þjóðvegi í Mex-
íkó í gær. Þrettán aörir slösuðust
við áreksturinn, sumir þeirra al-
varlega.
Að sögn lögreglunnar mun öku-
maöur vöruflutningabifreiöarinn-
ar liafa misst stjóm á ökutæki sínu
á þjóðveginum og við það ekiö í veg
fyrir fólksflutningabifreiðina sem
var á ferð í gagnstæða átt. Ökumað-
ur vöruflutningabifreiöarinnar
hljópst á brott frá slysstaö og er
hans nú leitað.
Slysið átti sér staö um sextíu kíló-
metra suöur af borginni San Luis
Potosi sem er inni í miðju landi
Slysið átti sér stað um sextiu kiló-
metra suður at San Luis Potosi.
Marco kominn í faðm fjölskyldunnar eftir nær hálfs annars árs dvöl hjá
mannræningjum. Simamynd Reuter
Sautján mánuði s haldi
Átta ára gamall ítalskur drengur,
Marco Fiora, var í gærmorgun lát-
inn laus eftir að hafa verið í klóm
mannræningja í sautján mánuði.
Marco, sem rænt var frá heimili
sínu f marsmánuöi á síðasta ári,
var látinn laus í afskekktu fjalla-
héraði á sunnanverðri Ítalíu að •
sögn lögreglunnar.
Marco var við góða heilsu en
ákaflega þreyttur. Aö sögn lögreglu
em úlnliöir hans mjög sárir en
hann mun hafa veriö hlekkjaöur.
Mannræningjarnir kröfðust upp-
haflega lausnarfjár fyrir Marco
sem nam meira en hundrað og
fimmtíu milijónum íslenskra
króna. Lögreglan segir hins vegar
að foreldrar drengsins, sem ekki
hafa miklar tekjur, hafi aðeins get-
að greitt inn á lausnargjaldiö sem
nemur tæplega tíu milljónum
króna. Segir lögreglan að mann-
ræningjamir hafi að líkindum látiö Marco lausan nú vegna mikillar leit-
ar lögreglu á svæði því þar sem þeir höfðu hann í haldi
Dauðadómur staðfestur
Hæstiréttur Indlands staðfesti í gær dauðadóma yfir tveim aöilum sem
sakaðir vom um aöild aö moröinu á Indiru Gandhi, forsætisráöherra
landsins, í október árið 1984. Rétturinn sleppti hins vegar þriðja aöilanum
úr haidi.
Rétturinn felldi samhljóða úrskurði sem staðfesta dauðadómana yfir
Satwant Singh, lífverðinum sem skaut forsætisráðherrann, og Kehar
Singh, fyrrum starfsmanniríkisms, sem talinn var eiga aðild að morðinu.
Rétturinn hafnaði hins vegar sakfellingu Balbir Singh, lögreglumanns
frá Delhi, og fyrirskipaði að hann yrði látinn laus samstundis.
Fjörutíu og sjó ára fangelsi
Dómari í Newark í Bandaríkjun-
um dæmdi í gær unga konu til
fjörutíu og sjö ára fangelsisvistar
fyrir að hafa brotiö af sér kynferð-
isiega gegn um tuttugu ungunr
bömum. Konan, Mai-garet Kelly
Michaels, sem er tuttugu og sex ára
gömul, var í apríl siðastliðnum
fundin sek um að hafa misnotaö
kynferöislega tuttugu af börnum
þeim sem hún hafði umsjón með á
bamaheimili í Maplewood í New
Jersey.
Verjandi stúlkunnar sagði í gær
að dóminum yröi áfrýjað. Sagði
hann aö öryggi hennar væri ógnað
í venjulegu fangelsi og yfirvöld
yrðu að ábyrgjast að henni yröi
Margaret Kelly Michaels hlýðir á ekki gert neitt mein því hótanir
úrskurð dómara í gær. hefðu borist gegn henni. Michaels
simamynd Reutor getur sótt um náöuneftirfjórtán ár.
Mannleg mistók
Rannsóknarnefnd á vegum banda-
ríska sjóhersins, sem sett var á lagg-
irnar til að rannsaka ástæður árásar
bandarísku freigátunnar Vincennes
þann 3. júlí sl. á íranska farþegaþotu
þegar 290 manns létu lífið, hefur
komist að þeirri niðurstöðu að um
mannleg mistök hafi verið að ræða
segir í fréttum bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar ABC.
Skýrsla nefndarinnar hefur ekki
verið gerð opinber en samkvæmt
heimildum fréttastofunnar er ekki
við tölvukerfi freigátunnar að sakast
eins og áður hefur verið haldið fram.
Ráðamenn í vamarmálaráðuneytinu
höfðu haldið því fram að tölvukerfið
hefði bmgðist og samkvæmt upplýs-
ingum þess hefði Airbus A 300 vélin
verið írönsk orrustuflugvél. Tölvu-
kerfið, Aegis, mat stöðuna rétt sam-
kvæmt niðurstöðu skýrslunnar.
Einnig segir í skýrslunni að íranska
vélin hafi verið að hækka flugið en
ekki að lækka það. Einnig segir í
fréttum ABC að véhn hafi verið á
mun minni hraða en eðlilegt hafi
verið fyrir orrustuflugvél.
Þann 3. júlí, þegar vélin var skotin
niður, sagði Willam Crowe, formað-
Skopmyndateiknarinn Lurie telur greinilega að framgöngu Olivers North
sé stýrt af öðrum.
Bandarisk rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri nióurstöðu að um mann-
leg mistök hafi verið að ræða þegar bandarísk freigáta skaut niður íranska
farþegaþotu af Airbus A300 gerð. Símamynd Reuter
ur herforingjaráðs Bandaríkjanna,
að vélin heföi verið að lækka flugið
og auk þess héfði ýmislegt bent til
þess að vélin væri írönsk orrustu-
flugvél. Crowe hefur ekki svarað
fréttum ABC-fréttastofunnar.
Dagblaðið New York Times hefur
einnig birt fréttir þess efnis að tölvu-
kerfiö í Vincennes freigátunni hafi
brugðist og að mennirnir um borð
hafi rangtúlkað niöurstöður þess.
Reuter
Mercedes Benz að hefja
vopnaframleiðslu?
Gizur Helgason, DV. Reeisnæs
Mennimir sem sitja á v-þýska
ríkiskassanum lögðust undir feld
sl. laugardag til þess að finna út
þá fiárupphæð sem á að gera Da-
imler-Benz samsteypuna aö
stærsta vopnaframleiðsiufyrirtæki
V-Þýskalands síðan að stórveldis-
tíma Krupp-samsteypunnar iauk
við síðari heimsstyrjöidina.
Gerald Stoltenberg fjármálaráð-
herra og Martin Bangemann viö-
skiptamálaráðherra settust á rök-
stóla með helstu ráðgjöfum. sínum
til að telja alla þá milljarða vestur-
þýskra marka sem þarf til að fá
Benz-sajnsteypuna til að taka þátt
í fyrirtækinu.
Mercedes Benz fyrirtækasam-
steypan í Stuttgart er stærsta fyrir-
tæki V-Þýskalands og teygir anga
sína vitt og breitt Velta fyrirtækis-
ins á síöasta ári var 67 milljarð-
ar vestur-þýskra marka og hjá
fyrirtækinu vinna 326 þúsund
manns.
Þegar fyrirtækið sölsaði undir sig
rafmagnstækjasamsteypuná AEG,
fiugvélaverksmiðjuna Dornier og
fiughreyflaverksmiðjuna MTU
(Motoren-und-Turbinen-Union) þá
var fyrirtækið um leið að ná tækni-
og vísindalegri samsteypu með
góðan grundvöll fyrir vopnafram-
leiðslu.
Bonn-stjómin hefur nú í rúmlega
eitt ár reynt aö fá> Daimler-Benz
til að yfirtaka flug- og geimferða-
fyrirtækið MBB (Messerschmidt-
Bulkow-Blohm) en það fyrirtæki
hefur vantað tjármagn til að standa
jafnfætis bresku og frönsku fyrir-
tækjunum, British Aerospace og
Aerospatiale. EfMBB rynni saman
við Daimler-Benz myndi evrópska
vopnaframleiöslan verða sam-
keppnishæf við þá bandarísku.
Kaupir30 prósent
Ðaimler-Benz hefur sýnt áhuga á
þvi að kaupa þrjátíu prósent af
hlutabréfunum í MBB og síðan
sraám saman að kaupa upp þann
hluta sem v-þýska ríkið á í fyrir-
tækinu.
Ef Daimler-Benz kaupir MBB þá
fylgja með í kaupunum skriðdreka-
verksmiðjan Grauss-Maffei og
þýski hluti evrópska Air-bus verk-
efnisins, Deutche Airbus AG. Air-
bus verkefhið hefúr fram aö þessu
sogið feiknalegar Jjárupphæðir úr
v-þýska ríkiskassanum eöa um
fimm milljarða v-þýskra marka
fram að þessu og taíið er að aðrir
fimm milljarðar verði komnir í
verkeíhið fyrir árslok 1991 og enn
aðrar fimm milljónir fyrir 1994.
Daimler-Benz hefur þvetekið fyrir
að taka þátt í þessum framlögum
enda auðskiljanlegt.
Deilt um
leyni-
skjöl
Dómarinn í máli Olivers North,
fyrrum starfsmanns bandaríska
þjóöaröryggisráðsins, sem sakaður
er um samsæri vegna íranshneyksl-
isins, sem svo hefur verið nefnt, ák-
vað í gær að fundað skyldi um málið
fyrir luktum dyrum vegna áhrifa
sem leyniskjöl þau er North vill fá
afhent gætu haft á gang þess. Dómar-
inn ákvað að fundað skyldi um áhrif
leyniskjalanna á alla þætti málsins
nema kærurnar um samsæri sem
eru í raun þungamiðja þess.
Dómarinn hefur hótað að vísa sam-
særisákærunum frá vegna neitunar
stjórnvalda um að aíhenda skjöl sem
tengjast framkvæmd vopnasölunnar
til Iran. í skjölum þessum er meðal
annars að fmna upplýsingar um það
hvemig máhð var fjármagnað og
hverjir vissu af því.