Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988. 15 „Gefið okkur Barrabas*1 Vöruverö hækkar strax i kjöltariö, fyrst á innfluttum vörum og siöan á innlendum, og verðbólga vex að sama skapi,“ segir m.a. i greininni. Fáar þjóðir ættu að hafa meiri reynslu af því að lækka gengi gjald- miðils síns en íslendingar. Menn hafa nefnt þessa áðgerð ýmsum nöfnum. Á þeim árum, þegar geng- isfelling var einhver óvinsælasta aðgerð sem stjómvöld gátu gripið til, en var jafnframt því sem næst daglegt brauö, þá bjuggu menn til ýmis nýyrði um þetta fyrirbæri. „Gengisaðlögun", „gengissig", jafnvel „gengissig í einu stökki“. Þetta voru menn að gera til þess að víkja sér undan þvi aö þurfa að nota hið fjarska óvinsæla orð „gengislækkun" um ráðstafanir sínar, en þá var svo komið, vegna tíðra ráðstafana af sama tagi, að verðbólga á íslandi var upp á hálft annað hundrað prósent og í al- þjóðaviðskiptum þótti íslenzki gjaldmiðillinn talsvert óstöðugri en fólsuð mynt. Fljótir að gleyma Enda þótt ekki hafi mikið vatn til sjávar runnið síðan þetta var virð- ast margir íslendingar gersamlega hafa gleymt því ástandi þegar breytingar á gengi krómmnar urðu á tíu daga fresti og fá orð vora lík- legri til þess að fæla burtu kjósend- ur en einmitt orðið „gengisfelling“. Þvert á móti er þetta orð, „gengis- felling“, á góðri leið með að veröa mest brúkaða og þar með hið allra vinsælasta hjálpræðisheiti í munni manna í efnahagsumræðu sumars- ins. Vinsælasti stjómmálamaður á íslandi, Steingrímur Hermanns- son, hefur gert orðið „gengisfell- ing“ að því vörumerki, sem allar orðræður hans hefjast og enda á. Tíminn, sem í blaðhaus segist hafa boðað frjálslyndi og framfarir í sjö- tíu ár, gæti með stolti bætt við þá upptalningu, „og gengisfellingu líka“, svo vinsæl er hún orðin. Þingmenn álykta um hana og fólkið Kjállarinn Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur virðist hrópa á hana. „Gefið okkur Barrabas!" Krafa fólksins? Fyrir tæpum tvö þúsund áram hrópuðu íbúar Jerúsalem á Barra- bas, báöu um að ræningjanum yrði sleppt lausum. Sé krafan um geng- isfellingu krafa fólksins á íslandi þá er það að biðja um hið sama og íbúar Jerúsalem báðu um fyrir tvö þúsund árum. Þá er fólkiö að biöja um að Barrabasi, ræningjanum, verði sleppt lausum. Áhrif gengis- fellingar, sjálfur tilgangur hennar, er nefnilega sá að ræna af kaupi fólksins alveg eins og Barrabas gerði hér forðum tíð. Hefur ís- lenzka þjóðin virkilega gleymt þessu? Lokar hún augunum fyrir sinni eigin reynslu eða hafa ein- hveijir nútíma Farísear tryllt hana eins og íbúa Jerúsalem forðum. Skottulækning Gengisfelling er ekki og hefiir aldrei verið úrræði í efnahagsmál- um. Hún læknar hvorki eitt né neitt heldur er hún aðeins vitnis- buröur um að stjóm efnahagsmála hafi mistekist. Þar á ég ekki aöeins við þá stjóm efnahagsmála, sem Alþingi og ríkisstjóm hafa með höndum, heldur ekki síður þá þætti efnahagsstjómunar sem lána- markaöurinn og aðilar vinnu- markaöarins hafa á sínu valdi. Gengisfelling er aöeins vottfesting á því að allir þessir aðilar og sljóm- völd meðtalin hafi ekki reynst hlut- verki sínu vaxnir. Gengisfellingin breytir engu um þá röngu stjórnun. Hún er engin trygging fyrir því að þau mistök og afglöp, sem hún er niðurstaðan af, endurtaki sig ekki. Miklu fremur er hún líkleg til þess að sömu mistökin og sömu afglöpin í efnahagsstjómun haldi áfram því með gengisfellingunni hafa menn í rauninni gefist upp á að lagfæra mistökin og leiðrétta afglöpin. Þannig má segja að sérhver gengis- felling feli í sér frækom þeirrar næstu. Kauplækkun meö lögum Afleiðingar gengisfellingar ættu að vera öllum íslendingmn alkunn- ar. Vöraverð hækkar strax í kjöl- farið, fyrst á innfluttum vöram og síðan á innlendum, og veröbólga vex aö sama skapi. Mig undrar að þeir hinir sömu aðilar, sem hávær- ast krefjast gengisfellingar, skuli komast upp með það gagnvart al- menningi að hneykslast manna mest á þeim verðhækkunum, sem óhjákvæmilega fylgja í kjölfar hennar. Með sama hætti er það íneö algeram ólíkindum að einnig þessir sömu menn skuli komast upp með að mótmæla því aö í kjöl- far gengisfellingar hækki láns- kjaravísitala og íjármagnskostnað- ur, sem auðvitaö hljóta að taka mið af verðbólgustigi í landinu. Að krefjast gengisfellingar er að krefj- ast aukinnar verðbólgu og hækk- aðrar lánskjaravísitölu og hækk- aðra vaxta. Að kreíjast gengis- lækkunar og lækkaðra vaxta og minni verðbólgu er sama og að heimta að sólin skíni á nóttunni eða ár renni upp í móti. Sú þjóð er heimsk þjóð sem ekki sér það á augabragði. Erum við íslendingar heimsk þjóð? Því aðeins kemur gengisfelling útflutningsatvinnuvegunum að gagni að kostnaðarhækkanir komi ekki á móti og vegi upp á móti því aö með gengislækkuninni fá út- flytjendur aö vísu fleiri en jafn- framt verðminni krónur fyrir af- urðir sínar. Því aðeins kemur geng- isfelling útílutningsatvinnuvegun- um aö gagni aö komið sé í veg fyrir að launakostnaður hækki i sam- ræmi við hækkandi verðlag. Krafa um gengislækkun er því krafa um að kaup sé bundið fast og fái ekki að hækka til samræmis við verð- hækkunaráhrif gengislækkunar- innar. M.ö.o. krafa um kauplækk- un með lögum. Hefur þjóðin gleymt þeim lærdómi ítrekaðrar reynslu? Ef fólkið í landinu telur tímabært að lækka launin sín til þess að ráða bót á efnahgasástandinu, þá gott og vel. Látum þá svo vera. En væri þá ekki nær að landsmenn orðuðu það heiðarlega, beint og undan- bragðalaust í staðinn fyrir að kalla á að menn láti Barrabas, ræningj- ann, lausan? Sighvatur Björgvinsson „Ahrif gengisfellingar, sjálfur tilgang- ur hennar, er nefnilega sá aö ræna af kaupi fólksins alveg eins og Barrabas geröi hér forðum tíö.“ Stiómarsamstaifið „Góðar fréttir berast þó af mörkuðum okkar og sjómennirnir halda áfram eins og ætíð endranær að mala þjóöinni gull og gjaldeyri," segir greinar- höfundur. Sljómarsamstarfið er ágætt og á eftir að verða enn betra. Þjóðinni hefur orðið starsýnt á ýmsa smá- hnökra í þessu samstarfi sem era bara eðlilegir í þriggja flokka stjóm sem starfar, eins og eðlilegt er í lýðræðisríki, fyrir opnum tjöldum. Ekki er pukriö og baktjaldamakkið betra. Þá hafa ýmsir orðið til þess að benda á suma ráðherrana og sagt þá háværa í ríkisstjóminni. Þeir láti of gjarnan sverfa til stáls um sín mál og sé sama um ríkis- stjómina. Svona gagnrýni er auö- vitað ekki sanngjöm, alhr hafa ráð- herramir mikinn áhuga á sínum málaflokkum og skila því starfi vel sem þeir hafa heitið að rækja fyrir þjóð sína í fjögur ár. Gullkrónur - verðbólgupus Verkefni þessarar stjómar era mörg. Upp úr hefur staðið glíma hennar við verðbólgudrauginn og viðleitni hennar að tryggja gull- krónur í vasa launþega. Það er ekki stórmannlegt að gjalda öðram fyrir störf í svikinni mynt og greinilegt er að þessi stjóm vill ekki láta slíkt um sig spyijast. Talsverð undir- alda verðbólgu var í hagkerfinu þegar þessi stjóm var sett á stofn og var mikið átak gert í ríkisfjár- málunum til þess að tryggja aö rík- isvaldið væri ekki sökudólgurinn að þessu leyti. í framhaldi af þvi kom svo erfið staða okkar á er- lendu mörkuðunum fyrir útflutn- ingsafurðir okkar og má segja að við séum í miðjum klíðum að fást við þá erfiðleika. Af þeim stafar það verðbólgupus, sem gengur yfir liagkerfið um þessar mundir, með tilheyrandi skammtíma vaxta- hækkunum. Aflamet - staöa dollars Góðar fréttir berast þó af mörg- um mörkuðum okkar og sjómenn- imir halda áfram eins og ætíö KjaHarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson endranær að mala þjóðinni gull og gjaldeyri. Aflamet era slegin og ýmsir markaðir okkar hafa batnað talsvert undanfarið. Óvissan um framtíðarstöðu dollarans er auð- vitað nokkur, en hagstæðar tölur um minnkandi viöskiptahalla Bandaríkjanna vekja mönnum aukna trú á stöðu þessarar helstu viðskiptamyntar okkar. Auðvitað snýst allt um forsetakosningamar í Bandaríkjunum núna. Eftir þær má enn búast viö átaki þessarar voldugustu þjóðar heims til þess að koma reiðum á hlutina heima fyrir, sem öragglega mun styrkja útflutningsgreinar okkar, efla þjóð- arhag uppi á Fróni, hversu lang- sótt sem það sýnist nú við fyrstu sýn. Fríverslun Stundum gleymist það hér á landi hvílíkan arð íslenskt þjóðarbú hef- ur haft af viðskiptunum við grann- ann volduga í vestri. Þegar sumar þjóðir buðu aðeins upp á vöra- skipti og prúttuðu niöur verð eins og hægt var buðu Bandaríkjamenn dollara fyrir útflutninginn, sem var nánast gull um víða veröld og alls staðar hægt að nota. Engin þjóð, eftir seinni heimsstyrjöldina, hefur í raun verið trúrri hugsjóninni um fríverslun en Bandaríkjamenn og verið viljugri að stuðla að henni með eigin fordæmi. í fljótu bragði virðist það ekki vera málið uppi á íslandi hvaða stefnu þjóðir fylgja í verslun og viðskiptum, hvað þá að þaö komi stjórnarsamstarfinu hér við. Fullvíst má samt telja aö ef Bandaríkjamenn leyfðu sér að koma fram við ýmsar þjóðir í við- skiptum eins og þær koma fram viö þá og aðrar viðskiptaþjóðir sín- ar þá væri hagur veraldarinnar miklu verri en hann er í dag, sér- staklega þó hjá þvílíkum verslun- arþjóðum eins og okkur íslending- um sem erum með um og yfir helm- ing þjóðartekna frá greinum í al- þjóðaviðskiptum. Hagvöxtur-GATT Skellur á þessu sviði myndi gera hagstjóm á íslandi stórum erfiöari og hætt er þá við að stjómaraðgerð- ir hér til vemdunar kaupmáttar yrðu erfiöar. Forsetar Bandaríkj- anna hafa margir hveijir beitt sér mjög hart fyrir fríverslun gagnvart þjóð sinni og skemmst að minnast glímu Reagans við þingið um þau mál. Margar þjóðir um víöa veröld eiga gífurlegan hagvöxt eftirstríös- áranna nær eingöngu þessari af- stöðu hinna ýmsu forseta Banda- ríkjanna að þakka og ættu menn ekki núna að gleyma starfi þeirra t.d. innan GATT. Ríkisstjóm versl- unarþjóðarinnar íslands ætti sér- staklega að styðja þessa stefnu hvar sem er því alls konar sam- steypur, svæðabandalög og af- markaöir milliríkjasáttmálar um viðskipti geta hæglega stefnt hag heildarinnar í voða og þar með okkur uppi á Fróni. Þama er brýnt að þjóðir veraldar sjái skóginn fyr- ir einstökum tijám. Álver - launaauki Ýmislegt virðist á næstunni verða til þess að styrkja stjómar- samstarfið hér á landi. Benda má á að nú era í burðarliðnum mögu- legir samningar um tvö ný álver hér á landi með tilheyrandi orku- framkvæmdum. Ef vel tekst til verður þetta auðvitaö til þess aö stórauka þjóðarhag og um leið að auðvelda aíla hagstjórn í landinu. Engum flokkum er betur treyst- andi en einmitt núverandi stjóm- arflokkum til þess að standa sig í þessum samningum. Auðvitað skiptir höfuðmáli að gengiö sé til svona verks af fagmennsku og köldu hyggjuviti og annarleg sjón- armiö látin lönd og leið. Hið heita hjarta ríkisstjórnarinnar birtist svo í þeim launabata sem þjóðin fær af þeim arði sem hlýst af samn- ingunum og framkvæmdunum. Þessum verkefnum fylgja gífurleg- ar gjaldeyristekjur og góður launa- auki sé vel að verki staðiö. Hver ráðherra fær því meira í sín mál sem hann ber sérstaklega fyrir bijósti og hnökramir af þriggja flokka stjóminni munu sníðast af. Á næsta ári verður ríkisstjómar- samstarfið orðið svo gott að taka má undir meö karlinum sem sagði: „Þaö væri verra ef það væri betra.“ Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur „Engin þjóö, eftir seinni heimsstyijöld- ina, hefur 1 raun veriö trúrri hugsjón- inni um fríverslun en Bandaríkj amenn og verið viljugri að stuðla að henni með eigin fordæmi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.