Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
17
Þvagleki
Kona skrifar:
Vegna greinar sem birtist í DV
þann 27. júlí síðastliðinn um þvag-
leka vil ég benda á að þar gætir bæði
misskilnings og vankunnáttu. Ég hef
átt við vandamálið, þvagleka, að
stríða og minn læknir sendi mig til
sjúkraþjálfara sem lét mig gera æf-
ingar, en þær hjálpuðu mér til að fá
fullkominn bata.
Frábær
þjónusta
Farþegi sem ferðast mikið hringdi:
Ég hef tekið eftir því að mikiö hefur
verið kvartað undan ferðaskrifstof-
unum, oé langar mig hér að leggja
orð í belg. Á undanfórnum árum hef
ég gert mikið af því að ferðast, með
fjöldanum öllum af ferðaskrifstofum.
Því miður er reynsla mín yfirleitt
slæm af þjónustu þeirra. Ég hef notað
ferðaskrifstofurnar Sólarflug, Sam-
vinnuferðir/Landsýn og Ferðaskrif-
stofu Reykjavíkur og þaö hefur alltaf
einhveiju verið ábótavant í þjónustu
þeirra.
En síðan átti ég viðskipti við ferða-
skrifstofuna Úrval og ég verð að segja
að þar fékk ég frábæra þjónustu.
Starfsfólkiö á þeirri ferðaskrifstofu
er auk þess til fyrirmyndar, og hvert
orð sem sagt var á þeirri skrifstofu
stendur. Mér finnst ástæða til að geta
þess sem vel er gert.
Bankamir stela
ogljúga
Júlli hringdi:
Alveg blöskar mér þau tíðindi að
innstæður sparifjáreigenda í bönk-
um rýma á meðan sömu bankar lána
mönnum á okurvöxtum.
Það er ekki langt síðan bankar
auglýstu hver um annan þveran að
fólk skyldi nú aldeilis leggja inn á
bankabækurnar því þar fengjust
vextir og verðbætur. En svo kemur
á daginn aö aðeins sumar sparibæk-
ur bera véxti umfram verðbólgu og
þessa miklivægu staðreynd vom
bankarnir ekkert aö auglýsa. Ef ekki
hefðu komið til fréttir blaða og sjón-
varps heföu bankarnir komist upp
meö að þegja um það að saklaust fólk
tapar tugmilljónum á ári því inn-
stæður þess eru ekki verðtryggðar.
Það var sú tíð að gamalmenni vom
gerð að öreigum með því að innstæð-
ur þeirra voru látnar brenna á verð-
bólgubáli. Á sama tíma lánuðu bank-
ar sem mest þeir máttu og fitnuðu á
vax'tamuninum. Maður hélt að þessi
vitfirring gengi yfir en fréttir síðustu
daga benda til annars.
Ef bankastjórar og pólitíkusar ætl-
ast til að fólk sýni ráðdeild og leggi
til hhðar hluta tekna sinna verður
að kreíjast þess að allt sparifé lands-
manna sé verðtryggt, ekki bara sum-
ar sparifjárbækur. ■
Lesendur
Bifreið lesanda fær hvergi að vera i friði fyrir herskara stöðumælavaröa.
Herflokkar stöðu-
mælavarða
Bíleigandi hringdi:
Ég er svo „óheppinn" að vera einn
af þeim sem vinnur í gamla mið-
bænum, og á því í sífelldum vand-
ræðum þegar ég mæti í vinnu að ná
mér í bílastæði. Hingað til hef ég oft-
ast verið í friði þar sem ég hef lagt,
í hliðar- eða íbúðagötum nokkuð frá
vinnustaðnum. Þar hefur bifreið
aldrei verið sektuð áður, enda leggja
íbúar jafnt sem aðrir þar.
En nú upp á síðkastið virðist eins
og heill herskari unghnga, sem gegna
starfi stöðumælavarða, gangi hreint
út um allt og skrifi sektarmiða hver
í kapp við annan. Ég er að verða vit-
laus á þessu því sektarmiðarnir hlað-
ast upp og ég get hvergi orðið lagf
lengur. Þeir eru að sekta á stöðum
sem aldrei hefur verið sektaö á áður,
og ekki er ljóst hvort ólöglegt er að
leggja, allavega sést það ekki á merk-
ingum. Ég veit aö fiöldi manns er
sama sinnis og ég í þessu máli, því
alhr eru að tala um þennan nýja her
fólks sem fer hamforum um bæinn.
Endursýnið
framhaldsþætti
GylQ M. hringdi: bandstæki).
Margir kvarta undan því að sí- Það ætti ekki að vera mjög erfitt
fellt sé verið að endursýna bíó- fyrir þá á Stöðinni að endursýna
myndir á Stöð 2 og er það að mörgu framhaldsþætti, til dæmis á miðj-
leyti réttmætt. En þess í stað mættu um degi, úr því þeir eru hvort eð
þeir Stöðvarmenn endursýna eitt- er að halda úti dagskrá mest allan
hvað af sínum bestu framhalds- daginn. Égmissitildæmisaffram-
þáttum, því margir eru uppteknir haldsþættinum Spegilmyndin, sem
ákveðin kvöld og geta því ekki sýndur er á mánudagskvöldum, og
fylgst með einhveijum þætti sagður er. mjög góður.
(þ.e.a.s. þeir sem eiga ekki mynda- .
Kennarar
íþróttakennari óskast að Þelamerkurskóla í Hörgárdal
næsta vetur. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma
96-26555 eða hjá formanni skólanefndar í síma
96-21923.
HRARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í
eftirfarandi:
RARIK 88010 10 MVA AFLSPENNIR.
Opnunardagur: Þriðjudagur 20. september 1988 kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma
og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
fimmtudegi 4. ágúst 1988 og kosta kr. 300,00 hvert
eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík
LECTROSTATIC SP0T BLASTER
SANDBLÁSTURSTÆKI
Lectrostatic Spot Blaster er tilvalið verkfæri fyrir bíla-
verkstæði, bílasprautuverkstæði í bílskúrinn o.fL,
þegar unnið er við ryð, viðgerðir eftir steinkast eða
aðrar skemmdir á lakki bifreiðar.
A) Lokað kerfi, ekkert ryk.
B) Hreinsar vel yfirborðsflöt undir blettun eöa sprautun.
C) Góð nýting og hringrás á sandi.
D) Tengist við loftpressu 6(1-550 l/min.
Hægt að fá aukaspíssa til að blása hurðarföls og rennur.
ÞYRILL HF.
Skemmuvegi 6, sími 641266
á
Nústendurlax-og sil-
ungsveiðitíminn sem hæst.
Fjöldamargirstunda þessar
veiðar og því ákvað DV að
líta á úrvalið í nokkrum versl-
unum sem selja fatnað fyrir
lax- og silungsveiðimenn.
Veiðifatnaðurer yfirleitt
frekar sígildur og fólk festir
ekki kaup á slíkum fatnaði á
hverju ári. En úrvalið er mikið
og stöðugt koma fram nýj-
ungar í veiðifatnaði.
Við segjum nánar frá þessu
í Lífsstíl á morgun.
Veistu hvaðan safran er upprunnið eða af hvaða jurt piparinn er? Er
karrí tínt af trjánum eða er það blanda margra kryddtegunda?
Við fjöllum um krydd í Lífsstíl á morgun, hvaðan algengustu tegundirn-
ar koma og til hvers þær eru notaðar.
Mikið er framleitt af grautum tilbúnum til neyslu. Við höldum áfram
bragðprófunum og nú tökum við fyrir grautana.
Alltum krydd og grauta í Lífsstíl á morgun.