Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988. 19 DV Karlmaðurinn „framagjam" en konan „frekjudós og padda" - segir í skoðanakönnun meðal kvenna Aima Bjamason, DV, Denver Það er betra aö eiga karlmann fyr- ir vinnufélaga en konu því ef út af bregður eru kvenkyns vinnufélagar miklu líklegri til að „reka rýtinginn í bakið á fólki“. Þetta varð niðurstaða skoðana- könnunar meðal 926 lesenda tíma- ritsins Glamour, sem er útbreitt í Bandaríkjunum og er nær eingöngu lesið af kvenfólki. 35% lesendanna sögðu að kven- kyns vinnufélagar þeirra væru til- búnir aö beita lævísi og undirferli í samkeppni við vinnufélaga sína. Að- eins 11% sögðu að karlkyns vinnufé- lagar væru tilbúnir að beita lævís- legu brögðunum. Aðeins 5% sögðu að kvenkyns vinnufélagar beittu heiðarlegum að- ferðum í samkeppnisstríðinu en 15% töldu aö karlkyns vinnufélagar væru heiðarlegir í sinni samkeppni. 42% sögðust eiga harma að hefna gagnvart kvenkyns vinnufélaga í þessum efnum, aðeins 7% sögðust eiga karlkyns vinnufélaga sök að gjalda. Þrátt fyrir allt þetta kváðust 73% kvennanna vera ánægðar með að vinna með öðrum konum en 23% kváðust helst vilja vera lausar við það ef þær gætu. Karl og kona ekki dæmd á sama grundvelli Ritstjóri Glamour telur að skýringa á þessum niðurstöðum sé m.a. að leita í þeirri staðreynd að konur setji karlkyns vinnufélaga alls ekki í sama flokk og kvenkyns vinnufélaga, þess vegna sé dómurinn í ýmsum til- feflum ekki byggöur á sama grund- velli. „Þegar karlmaður er frekur og ýt- inn á kostnað annarra er það oft skýrt eða afsakað með því að hann sé framagjarn og vilji ná sem lengst. Þegar kona hegðar sér á sama hátt Rob Camilletti, sambýlismaður Cher, virðist nú hafa tekið Sean Penn sér til fyrirmyndar. Reyndi að aka yflr Ijósmyndara Rob Camifletti, hinn 23 ára gamli sambýlismaður Cher, var handtekinn nýlega fyrir aö hafa gert tilraun til aö aka yfir Ijós- myndara fyrir utan hús söng- konunnar. Rob, sem er barþjónn, kringlu- bakari og leiklistarnemi, var sett- ur í varðhald vegna gruns um að hafa ráðist á mann með hættu- legu verkfæri, bifreið. Chér hélt strax til lögreglustöövarinnar þar sem hann var í haldi og fékk hann lausan gegn 96.000 króna trygg- ingu. Lögreglan sakaði Rob um að hafa reynt að aka yfir lausa- mennskuijósmyndara, Peter Brandt, á svörtum Ferrari. Peter tókst að stökkva til hflðar ogfékk ekki skrámu en bíllinn lians, sem var á stæöi rétt hjá, skemmdist illa. Cher var inni í hinni 138 mifljón króna villu sinni þegar atburður- inn átti sér stað og sagöi lögregl- unni aö hún hefði ekki orðið vitni aö því sem gerðist. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Glamour telja um 35% kvenna að kynsystur þeirra væru tilbúnar til að beita lævísi og undirferli í samkeppni við vinnufélaga sína. er hún oft stimpluð af öðrum,-og þá ekki síst kynsystrum sínum, „sem frekjudós og óþolandi padda,“ segir ritstjórinn, Judy Coyne. Karlmaðurinn betri viðureignar Niðurstöður skoðanakönnunar- innar benda einnig í þá átt að karl- kyns yfirmenn og stjómendur séu ákveðnari og skýrari varðandi hvers krafist er af starfsfólkinu. Þeir em einnig taldir fúsari til aö hækka launin ef vel er unniö og ólík- legri til að bera fjölskylduvandamál sín upp við alla aðra á vinnustaðn- um. En meirihlutinn telur þó aö karl- kyns yfirmenn skilji miklu verr en kvenkyns yfirmenn ýmsa erfiöleika sem starfsfólkið á við að stríða 1 einkalifi sínu. Aflar niðurstöðumar, sem fram komu í skoðanakönnuninni meöal lesenda Glamour, em mjög svipaðar þeim rannsóknum sem lágu aö baki bók Judith Briles, sem kom út í fyrra og bar heitið „Woman to Woman: From Sabotage to Support" eða laus- lega þýtt Milfl kvenna: Allt frá bak- tali til stuðnings. Landnám í Vatnsfirði Sigmjón J. Sigurðsson, DV, ísafiröi: í ár em sextíu ár liðin frá því að skátastarf hófst á ísafirði. Af því til- efni ætla skátafélögin á ísafirði, Ein- herjar og Valkyrjan, að halda skáta- mót í sumar. Það verður haldið dag- ana 10. til 14. ágúst í Vatnsfiröi í Vestur-Baröastrandarsýslu. Eink- unnarorð mótsins er Landnám. Dagskrá mótsins verður mjög fjöl- breytt. Boðið verður upp á siglingar á vatninu, þrautabrautir, klifur- pósta, vatnasafarí, hestaferðir, sigl- ingu um Breiðafjörð, ferð á Látra- bjarg og margt fleira. Fjölskyldubúð- ir veröa starfræktar á mótinu fyrir fjölskyldur skáta og eldri skáta. Laugardaginn 13. ágúst verður al- mennur heimsóknardagur. Þá er til- valiö fyrir þá sem vilja sjá skáta í leik og starfi að nota tækifærið og koma í heimsókn. Fjöldi skáta mun verða á mótinu, hvaöanæva af landinu. Þá hafa tveir skátar frá Finnlandi tilkynnt komu sína á mót- ið. Mótsstjóri verður Haraldur Júlíus- son. Ungir skátar biða óþreyjufullir ettir þvi aö steikin veröi tilbúin á grillinu. Ekki er að efa aö mikið verður grillað i Vatnsfirðinum á landnámsmótinu. Sviðsljós Ólyginn sagði... Karl prins mun hafa tekið alveg fyrir það að tengdamóðir hans flytti inn til þeirra Díönu. Á hann aö hafa hótað að ef sú gamla kæmi þá myndi hann flytja út. Díana hafði hugsað sér að leyfa mömmu sinni að dvelja hjá þeim um tíma þar sem hún gekk nýlega í ge'gnum skilnað. Karl á að hafa sagt vin- um sínum að nöldrandi tengda- mamma væri síst af öllu það sem hið ótrausta hjónaband hans þarfnaðist. Brigitte Bardot - sem er alræmd fyrir ást sína á dýnun - stóð í 20 mínútur i miðborg Parísar í hellidembu og hélt regnhlíf sinni yfir hundi sem bundinn var við girðingu. Þegar eigandinn kom loksins fékk hann aldeilis að kenna á því, því Brig- itte barði hann ofurnett og létt í höfuðið með sömu regnhlíf. Madonna varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að sérlega ákafur aðdá- andi hennar stökk upp á sviðið þegar hún var að leika á Broad- way. Madonna öskraði og æpti, og mótleikara hennar tókst að halda náunganum uns verðir komu til að fjarlægja hann. Hún hefur nú ráðið tvo verði í viðbót til að standa fyrir framan sviðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.