Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988. liífsstfll Eldhúsinnréttingar: Hægt er að skipta um framhlið innréttingar fyrir lágt verð Nokkrir mpguleikar eru fyrir hendi til að hressa upp ? atiit eld- húsinnréttinga. Ekki er nauðsynlegt aö rífa niður þá gömlu og setja upp _nyja. Gamlir hlutir taka miklum stakkaskiptum aðeins við það að skipt sé um framhlið. Þannig má kaupa staðlaðar hurðir og skipta um eða smíða sjálfur og láta saga fyrir sig - t.d. MDF efni. Hins vegar er úrval af eldhúsinnrétt- ingum mikið og verðið mismunandi. í þessum efnum á ekki að vera erfitt að haga sér í samræmi við innihald buddunnar. Stórbreytingar má gera á eldhúsi - hvort heldur fyrir stórar eða litlar upphæðir - þá gildir einu hvort notaðar eru 10 þúsund krónur eða 500 þúsund krónur. Ef skipt er um framhlið á eig- in spýtur Margír flytja inn í eigin íbúðir með „þolanlegri" innréttingu. Peningar til að kaupa nýtt eru kannski ekki fyrir hendi eins og gengur og gerist hjá skuldugu fólki. Tökum sem dæmi íbúðir í Breiðholti, 15-20 ára gamalt húsnæði. Þar eru giama innréttingar með rennihurðum í óspennandi lit- um. Þetta þykir flestum erfitt að vinna við. Þennan vanda má leysa með smá handlagni og meö litlum tilkostnaði. MDF-efni, sem gjarna er notað í smiði húsgagna, er selt í plötum hjá byggingarvöruverslunum. Efnið er mjög héppilegt fyrir smíöi skápa- hurða. Það er þeim eiginleikum búið að þegar það hefur verið sagað þarf aðeins að slipa létt yfir kantana til að ná sléttri áferð. Kantlíming er óþörf. Einnig er gott að skrúfa í plöt- urnar og vinna viö þaö að öðra leyti vegna góðs þéttleika. Plötur sem þessar er hægt að fá sagaðar hjá seljendum að ósk kaup- enda fyrir lítið verð. Þá er aðeins, eftir að setja á lamir og höldur og mála því efnið er brúnleitt. Ef hurð- irnar eru settar þar sem rennihurðir voru verður aðeins að setja eina stoð (póst) þar sem hægt er að tylla löm- unum beggja vegna. Með þessu ætti að vera hægt að smíða nýtt andlit *X?ront) á eldhúsinnréttingu fyrir inn- an við 10.000 krónur. Það þarf ekki fagmann til - aðeins áhuga og smá lagni. Áður hugsað um pláss .......... Mikilvægt er að hafa eldhúsið hjá sér vel- skipulagt. Vafalaust er eld- húsið sá staöur heimilisins sem mest er dvalið á. Þar er matreitt og borð- að, lærðar lexíur og skrafað. Og hver kannast ekki við fyrirbærið „eld- húspartí". Hér er hjarta heimilisins - þar er mest unniö. Eldhúsinnréttingar eru nú á dög- um hannaðar með það fyrir augum Hjá Ikea eru seldar nokkrar tegundir af eldhúsinnréttingum. Þessi tegund er nýleg og kostar 71.290 kr. Efnið er úr plastlímdum spónaplötum. Sumir ráða við að setja svona innréttingar upp sjálfir. Best er þó að ráðfæra sig við fagmann. DV-mynd S T*"T 55S5S55IS53Í liil að sem þægilegast sé að vinna eld- hússtörfin og að fólk sem vinnur þau skaðist ekki líkamlega vegna slæmr- ar vinnuaðstöðu. Áöur fyrr voru innréttingar miðað- ar við það að nýta plássið sem best, gjarna alla leið upp í loft. Skápar voru grynnri og til að komast í efstu hillur þurftu margar húsmæður að stíga upp á stól. Stærð eldhúss var einnig minna áður fyrr en nú er. Þá var gjama borðað í borðstofu. Eld- húsið var aðeins hugsað fyrir mat- seld, i mesta lagi var það vinnufólk sem þar snæddi. Af þessum sökum var rýmið notað sem frekast var kostur. Það má segjá að innréttingar hafi verið skraddara- saumaöar í eldhúsið. ...en nú um notagildi Að innrétta með skápum alla leið upp í loft hefur á síðustu árum verið afar óalgengt. Þann kost hafa þó margir komið auga á og notfært sér. Það er auðvitað dýrara en gefur kost á að koma því fyrir sem ekki má henda en er samt notað. Þetta hentar vel í litlum íbúðum. Eldhúsinnréttingar í dag miðast við notagildi - þægindi. Áöur voru rennihurðir allsráðandi, stórar og vægast sagt hundleiðinlegar. Þungar Heimilið hurðir sem klemmdu margan bams- fingur. Fölsin söfnuðu illþrífanleg- um óhreinindum. Óhappagripir en þóttu „smart“- þá. Tískufyrirbrigðin taka ekki alltaf mið af notagildi. Tæknin gerir það að verkum að auðvelt er að taka tillit til þæginda við hönnun. Nú eru þaö ekki renni- hurðir. Frekar renniskúffur eða renniskurðbretti sem næstum er nóg að blása á til að loka. Allt hvílir þetta á sleðum sem gera það að verkum að ekki þarf átök til að opna og loka. Einnig má nefna útdregnar hirslur með grindum í. Hæð, breidd og dýpt miðast einnig viö þægindi. Að ekki þurfi að sjá í iljar neins við það eitt að teygja sig inn í skáp. Nýting og umgengni höfð í huga Á margan hátt má raða upp eld- húsinnréttingu. Áður en slíkt er hannaö er vert að gera sér góða grein fyrir því hvemig maður hagar sér sjálfur. Hvernig matreitt er, hvaða hlutir eru til að raða í skápana. Þann- ig er best aö hafa glasa- og diskaskáp sem næst uppþvottagrind eða jafnvel eldhúsborðinu o.s.frv. Þetta er smekksatriöi en vert að skoða gaum- gæfilega áöur en innkaup og fram- kvæmdir hefjast. Ýmist er eldhúsið með U- eða L- laga innréttingu, stundum í boga eða þannig að gengið er á mfili (t.d. vask- ur öðrum megin og eldavél hinum megin). Nýting verður síst í hornum, þar sem skápar mætast. Það verður til þess að það verður að teygja sig inn í hom á skápum. Þetta er einnig óhagkvæmt með skúffur í huga. Innrétting, sem höfð er beggja vegna, nýtist þannig einna best. Þá er auðyitað skilyrði að matarborðið sé fyrir enda, við glugga, eða í borð- stpfu. í rauninni eru ótal hlutir sem mætti athuga við hönnun eldhúss. Birta verður að nýtast, rafmagns- lagnir og vatnslögn em á sínum stað og krefjast gjama uppröðunar í sam- ræmi við það. Hér er ekki ætlunin að setja upp illleysanlegt púsluspil. Engu að síður er gaman að geta ákveöið sjálfur sína vinnuaöstöðu. Staðlaðir „kubbar“ henta á fiestum stöðum Varðandi innréttingar er oft talað um rammastærð eða jafnvel kubba. Stundum eru neðri skápar í grynnra lagi. Þá er hentugt að stilla fallegri eldhúshlutunum upp og hafa hurðarlaust. í dag miðast innréttingar við hagkvæmni og þægindi. Stundum renna skúffur svo glatt að varla þarf meira en að blása á þær til að þær lokist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.