Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGOST 1988.
31
Lífsstíll
Áður var þessi eldhúsinnrétting með rennihurðum. En þær voru fjarlægðar
og á einfaldan hátt settar þægilegar skápahurðir í staðinn. Efnið er úr MDF
og sagað hjá seljanda. Aðalatriðið er að staðsetja stoðir á milli (gráleitt á
mynd) þar sem lamir eru festar í. Að þvt loknu er efnið málað og höldur
settar á. DV-mynd S
Þar er átt viö innréttingaeiningar
sem raðaö er saman eftir smekk og
þörfum. Dýpt er yfirleitt alltaf sú
sama, 60 cm í neöri skápum og 35 cm
í þeim efri.
Breidd þessara staöla er yfirleitt á
bilinu 30-100 cm. Langalgengastar
eru þó breiddirnar 40 eða 50 cm. 60
cm breidd er einnig algeng og fer
þetta eftir breidd heimilistækja. Til-
högun innréttinganna má því auö-
veldlega haga þannig að allt passi.
Ef einhverju skeikar má alltaf klæða
af meö fellilistum úr sama efni og
innréttingin. Þetta gildir bæði um
gamalt og nýtt húsnæði. Yfirleitt er
nokkuð aðgengilegt að mæla upp og
láta einingar passa. í þessu sambandi
er vert að geta þess aö veggir eru
sjaldnast réttir hvort heldur er í
gömlum eða nýjum húsum. Því geta
mælingar og uppsetningar valdiö
erfiðleikum. Best er að hafa samráð
við fagmenn í þessu sambandi.
Lofthæð í húsum hér á landi er
algeng 250 cm. Eldhúsinnréttingar
ná oftast upp í 210 cm hæð. Sökkull
er venjulega hafður 10 cm hár, neðri
skápur 90 cm og sá efri um 70 cm.
Þessar tölur eru hér aðeins gefnar
til grófrar viðmiðunar. Stærð og mál
eldhúsa geta verið mjög mismun-
andi.
eldhúsi eða hæð. Slíkt er hægt aö
útvega sér á vegum borgarinnar eða
sveitarfélags. Annars er hægt að
mæla upp og rissa afstöðuteikningu
eins vel og kostur er. Þá skal taka
tillit til hæðar upp í glugga, staðsetn-
ingu hurða, miðstöðvarofna, niður-
falls og vatnslagnar og rafmagns.
Allra þátta sem mögulega geta haft
áhrif á innréttinguna.
Að þessu loknu er vert að skipu-
leggja hvort vaskur skuli vera ein-
faldur eða tvöfaldur, hringlaga o.s.
frv. Hvar eldavél á vera og ísskápur
og hvar á að snæða.
Breytt um útlit fyrir lítið
Það er hægt að bæta útht og nota-
gildi eldhúsinnréttingu verulega fyr-
ir lágt verð. Sveinn Jónsson hjá Inn-
réttingabúöinni í Ármúla segir að
endurnýjunarmarkaður á þessu
sviði eigi framtíð fyrir sér. í því sam-
bandi má nefna að nokkrir aðilar
taka að sér að framleiða eða selja
eingöngu hurðir - það se'm snýr
fram, „frontinn".
Sveinn segir að verð fyrir slíkar
framkvæmdir geti legið á bihnu
25-30% af kostnaðarverði nýrrar
innréttingar. Þannig mætti einnig
skipta um skúffur og fá þægilegri
hluti inn í innréttinguna. Meðalstór
skáphurð getur e.t.v. kostað á bilinu
2-4 þúsund krónur. Síðan má velja
nýjar höldur og jafnvel lamir í stað
þeirra gömlu. Ef fólk sættir sig við
uppröðun innréttingarinnar og
innra útht er þessi kostur virkilega
fýshegur. Og svo má smíða sjálfur
eins og áður greinir.
-ÓTT.
Eldhúsinnréttingar eru seldar í stöðlum. Stundum er talað um lengdar-
metra. Það er þó ekki áreiðanlegur útreikningur því rammar (kubbar) geta
verið mjög mjsmunandi. Þessi innrétting fæst hjá Byggt og búið í Kringl-
unni og kostar 94.000 krónur.
Verð eldhúsinnréttinga er mjög mismunandi. Hagkvæmast er fyrir kaup-
anda að leita tilboða. Þá er heppilegast að hafa teikningu hæðar eða eld-
húss svo öll mál séu rétt. Mikilvægast er að gera sér Ijósa grein fyrir vinnu-
aðstöðu þannig að aðstaða verði sem þægiiegust.
Sveinn Jónsson hjá Innréttingabúðinni telur að endurnýjunarmarkaður eigi
framtíð fyrir sér. Að það aukist að skipt verði um framhlið innréttinga, s.s.
skápahurðir og skúffur. Á myndinni er dæmi um einfalda og látlausa inn-
réttingu. Verðið er 88 þúsund krónur. Framleiðslan er íslensk. Ef eingöngu
væri skipt um framhlið myndi verðið vera um 25-30% af heildarverði.
DV-mynd S
Þegar skipt er um innréttingu
eða hún bætt
Jakob Líndal arkitekt ráðleggur
fólki tvímælalaust að leita sem
flestra tilboða standi til að kaupa eða
skipta um innréttingu. Fyrst verður
að gera sér góða grein fyrir umfangi
og notkunargildi hlutanna. Til hlið-
sjónar er best að miða við teikningu
af íbúðinni. Útvegi fólk sér teikningu
á enginn misskilningur að geta átt
sér stað. Jakob segir að misbrestur
sé á því að fólk komi á staöinn og
mæli upp þótt vissulega sé það gert
í mörgum tilvikum. „Ef teikning er
fyrir hendi eiga öll nauðsynleg mál
að liggja fyrir.“
En hvers vegna skyldi fólk vilja
skipta um innréttingu? Hjá Innrétt-
ingabúðinni við Háteigsveg fengust
þær upplýsingar að margir yrðu leiö-
ir á gamla skipulaginu. Erfiðar hurð-
ir, óhagkvæm staðsetning skápa,
heimhistækja eða vasks og heira í
þeim dúr. Með öðrum orðum; fólk
er farið að gefa meiri gaum að betri
vinnuaðstöðu. Þetta á við um hluta
fólks. Nýbyggingar eru svo aftur
annar handleggur og enn aðrir vhja
hreinlega fá eitthvað nýtískulegra og
fahegra - ljósar innréttingar i stað-
inn fyrir þær dökku o.s.frv.
Vinnuaðstaða í eldhúsi er ekki ein-
vörðungu miðuð við matseld. Mörg-
um fmnst þægilegt að geta haft böm-
in hjá sér þegar þau em að læra
heima. Aöalatriðið er að stutt sé í
nauðsynlega hluti og kostur sé gef-
inn á sem þæghegustu rými.
Erfiðast að breyta vatnslögn
Helstu upplýsingar sem þurfa aö
hggja fyrir þegar leitað er tilboða eru
eftirfarandi. Samþykkt teikning af
Áður fyrr voru innréttingar yfirleitt „klæðskerasaumaðar" alla leið upp í
loft. Eldhús voru þá gjarna aðeins ætluð til að matreiða i - í borðstofunni
var snætt. Ef settir eru tvöfaldir efri skápar verður nýting mjög góð. Þetta
á vel við um minni ibúðir. Þessi innrétting er frá Ikea.
Tvær þægilegar skápahurðir í stað stórrar rennihurðar. Brautirnar, sem
rennihurðir færast á, safna gjarna í sig illþrífanlegum óhreinindum. Til að
framkvæma verk sem þetta þarf aðeins áhuga og örlitla lagni.
DV-mynd S