Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 10
10
MÁNUÐAGUR 8. ÁGÚST 1988.
Utlönd
lögreglumenn fóru þúsund-
um saman. inn í fjallahéruð i að-
gerðunum um helgina.
Simamynd Reuter
ítalska lögreglan greip um helg-
ina til víðtækra aðgerða gegn
mannræningjum þar í landi. Á
laugardag voru liðíega tvö þúsund
lögreglumenn sendir með þyrlum
inn á afskekkt svæði í Asprofjöll-
um, á suöurenda ítalíu. Aðgerðinn
þessum var beint gegn hópum
mannræningja sem talið er að haf-
ist við á svæöi þessu og hafi fjöl-
marga gísla í haldi þar.
Ekki hafa borist fregnir af ár-
angri lögreglunnar í aðgerðum
þessum, en mannrán eru tíð á ítal-
íu og vitað er að mannræningjar
hafa margt fólk á sínu valdi.
Alín til Irffærasöíu
Hjúkrunarkonur mneð fimm af bðmum þeim sem bjargað var.
Simamynd Reuter
Dómari einn í Paraguay skýrði frá því í gær að lögreglan þar hefði bjarg-
að sjö brasilískum sveinbörnum úr klóm hóps mannræningja, sem ætl-
aði að myrða drengina og selja iíffæri úr þeim til Bandaríkjanna.
Dómarinn sagði að atriði, sem komið hafi fram við rannsókn málsins,
bendi til þess að ætlunin hafi verið aö myrða drenginc 1 Bandarikjunum.
Sendiráö Bandaríkjanna í Paraguay hefur ekki viljað láta neitt eftir sér
hafa um málið.
Dómarinn, Angel Campos, sagði að ætlunin hafi verið að flytja drengina
til líffærabanka í Bandaríkjunum. Ætlun raannræningjanna hefði verið
sú að seþa drengina fyrir um fimmtán þúsund dollara hvém, en þeir
voru á aldrinum þriggja til sex raánaða.
Enn mótmæli í Seoul
Simamynd Reuter
TO átaka kom milli róttækra
stúdenta og lögreglu í að minnsta
kosti tveim borgum Suður-Kóreu
um helgina.
{Seoui, höfúðborg landsins, kom
til harðra átaka við háskólann þar
í borg. Þar voru á feröinni róttækir
stúdentar sem fylgjandi eru sam-
einingu kóreönsku ríkjanna
tveggja. Hundruð lögreglumanna
voru sendir á vettvang og brutu
þeir mótmælin á bak aftur, eftir
nokkur átök þar sem lögreglan
beitti táragasi og kylfum en stúd-
entamir bensínsprengjum og
gljótkasti. Kveikt var i bifreið við Menningar-
Ekki hafa borist fregnir af því að stofnun Bandarikjanna í Kwangju.
neinn hafi sakað alvarlega í átök- Simamynd Router
ura þessum.
í borginni Kwangju, í sunnanverðu landinu, kom einnig til átaka railli
róttækra stúdenta og lögreglu. Uölega hundrað stúdentar söfnuðust þar.
saraan við Menningarstofnun Bandarfkjanna og höfðu uppi mótmæli
gegn Bandaríkjamönnum og stefnu þeirra í Suður-Kóreu. Kveiktu stúd-
entamir meðal annars í lögreglubifreiö og vörpuðu eldsprengjum að
Menningarstofnuninni.
Hafha tillögu
um sjálfistæði
Tvær ísraelskar stúlkur taka þátt í fjöldagöngu fyrir utan bústað varnarmála-
ráðherra ísraels þar sem kallað var á frelsun Feisal Husseini, eins leiðtoga
Símamynd Reuter
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels, hafnaði í gær tillögum um
sjálfstætt ríki Palestínumanna og
sagði hugmyndir um slíkt mjög vafa-
samar og jafnvel hættulegar. Hann
sagði engan möguleika á að sjálf-
stætt ríki Palestínumanna næði fram
að ganga.
Hugmyndirnar, sem Shamir hafn-
ar á þennan hátt, eru settar fram í
svokölluðu Husseini-skjali en skjalið
er nefnt eftir Feisal Husseini, einum
leiðtoga PLO, Frelsissamtaka Palest-
ínu. Husseini situr nú í fangelsi.
í skjalinu er farið fram á sjálfstætt
ríki Palestínumanna sem skulí vera
undir stjóm PLO og leiðtoga þess,
Yasser Arafats. Rikið skuli stofnsett
innan landamæra þeirra er sam-
komulag um skiptingu ríkja ísraels-
manna og Palestínumanna frá árinu
1947 kallar á, þ.e. að ríki Palestínu-
manna yrði að hluta til á svæði sem
ísrael kaUar sitt. Skjalið hvetUr einn-
ig til að ísrael verði viðurkennt.
Shamir sagði að eining ríkti meðal
stærstu flokka í ísrael um að hafna
alfarið hugmyndum Husseini-
plaggsins. Eitthvað riðlaðist þessi
samstaöa þó þegar rætt var um
hvemig og hver hefði komið inni-
haldi skjalsins á framfæri við fjöl-
miðla. Shamir kom sér undan að
svara staðhæfingum ísraelska út-
varpsins um að hann hefði sjálfur
leyft að skjalið yrði gert opinbert á
þennan hátt. Hann sagði þó að sá er
hefði staðið fyrir því hefði góða
ástæðu til því að skjalið sýndi vel
hver stæði á bak við uppreisnina
gegn yfirvöldum í ísrael.
Samkvæmt upplýsingum frétta-
Nokkur ró hefur ríkt á herteknu
svæðunum undanfarna daga, eða
síðan Hussein Jórdaníukonungur
ákvað að slíta öll tengsl við svæðin.
Simamynd Reuter
PLO.
manna er bæði við ísraela og Palest-
ínumenn að sakast aö innihald
skjalsins varð opinbert.
I kjölfar birtingar skjalsins hvöttu
fulltrúar PLO til þess að Palestínu-
menn á vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu fengju sjálfstæði. Heimildir
innan PLO sögðu að áætlanir um
sjálfstæði Palestínumanna gætu orð-
ið að vemleika á næstu vikum og að
e.t.v. kæmi 'til þess að sendinefnd
Sameinuðu þjóðanna yrði hvödd á
vettvang.
Hussein Jórdaniukonungur sagði í
gær að hann væri hlynntur því að
stofnuð yrði ríkisstjóm Palestínu-
manna á vesturbakkanum til að taka
, við hlutverki því sem Jórdanía hélt
þar til Hussein tók þá ákvörðun að
slíta öll tengsl við herteknu svæðin.
Hann sagði að ekki kæmi til greina
að sett yrði á laggirnar jórdönsk-
palestínsk nefnd til viðræðna um frið
og sagði að Palestínumenn væru lyk-
illinn að friði.
Hussein sagði að Palestínumenn á
vesturbakkanum gætu enn sem
komið er haldið jórdönskum vega-
bréfum en að það þýddi ekki að þeir
fengju sjálikrafa jórdanskan ríkis-
borgararétt.
Sendifulltrúi Bandaríkjanna, Ric-
hard Murphy, fundaði með Shamir á
sunnudag og sagðist Murphy vonast
til að hitta fulltrúa Palestínumanna.
Reuter
Rándýr máltíð með Dukakis
Michael Dukakis, forsetaefni demókrata, lætur kosningabaráttuna ekkí
hindra sig i að fara i daglega morgungöngu. Hér er hann ásamt ríkisstjóra
Colorado, Roy Romer. Símamynd Reuter
Auna Bjamason, DV, Denver
Michael Dukakis, forsetaefni
demókrata, kom til Denver á fóstu-
dagskvöld og var vel fagnað af trygg-
um hópi stuðningsmanna með Rom-
er ríkisstjóra og Penia borgarstjóra
í broddi fylkingar. Efnt var til 60-70
manna kvöldveröar honum til heið-
urs og kostaði aðgangurinn 5000 doll-
ara (um 230 þúsund íslenskar krón-
ur) á mann og náðu forsvarsmenn
því takmarki sínu að leggja 250 þús-
und dollara í kosningasjóð Dukakis.
Við sólarupprás á laugardag fór
Dukakis að venju í hressilega þriggja
mílna morgungöngu með lítil lyfting-
arlóð í báðum hödnum. Fór hann svo
geyst að samfylgdarmenn hans áttu
erfitt með aö fylgja honum en blaða-
og sjónvarpsmenn höfðu tryggt sér
rafmagnsknúna golfvallarbíla til að
geta fylgst með. Síðan átti Dukakis
þriggja tíma lokaðan fund meö um
fimmtíu leiðtogum sextán ríkja í
vestrinu og kynnti sér helstu áhuga-
mál þeirra.
Að fundinum loknum sagði Dukak-
is að vesturríkin ættu mikla ónýtta
orku sem austurríkin þörfnuðust og
skipuleggja þyrfti átak til að opna
þann markað báðum til hags. Þegar
því hefði verið komjö á myndu mörg
önnur vandamál vesturríkjanna
leysast af sjálfu sér. Dukakis sagði
að hann myndi koma til Denver að
vori með ríkisstjóm sína, yrði hann
kjörinn, til að koma þessu í fram-
kvæmd. Vesturríkin hafa lengi verið
ömggt vígi repúblikana en nú hefur
Dukakis forystu þar samkvæmt
skoðanakönnunum.