Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988.
17
DV
Lesendur
Urskurður kominn
Sigurður G. hringdi:
Það er aldeilis sniðugt bragð hjá
Bandaríkjamönnum að birta niður-
stöður rannsóknarnefndar um
írönsku farþegaþotuna, nú þegar
hægst hefur verulega um í því máli.
Rannsóknarnefndin komst að því að
allar afsakanir Bandaríkjamanna
fyrir ódæðinu voru uppspuni. Það
kemur fram á bls. 10 í DV þann 3.
ágúst síðastliðinn. Þeir höfðu borið
því við að tölvukerfi freigátunnar
Vincennes hefði brugðist, og það
hefði verið ástæðan fyrir mistökun-
um.
< Nefndin komst aö því aö svo var
ekki, heldur hefðu þetta verið mann-
leg mistök. En því miður birtist þessi
niðurstaða svo seint, að margir eru
hættir að hafa áhuga á máhnuog sjá
því ekki niðurstöðuna. Þetta var því
„sniðugt" hjá Bandaríkjamönnum,
að birta þetta svona seint.
Sigurður vill benda mönnum á að kynna sér niðurstöður rannsóknarnefndar-
innar um atvikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður írönsku farþegaþotuna.
Er fræðsluvarpið flopp?
B.S. skrifar:
Fjarkennslunefnd menntamála-
ráöuneytisins hefur rekið Fræðslu-
varp í tilraunaskyni um nokkurt
skeið. Miklar vonir voru bundnar við
þessa starfsemi enda þýðingarmikil.
Þýöing starfseminnar fer aö sjálf-
sögðu eftir því hve margir nota
Fræðsluvarpið. Bréfritari spurðist
fyrir um það meðal kennara, nem-
enda og margra kunningja hvort þeir
notfærðu sér þessa þjónustu.
Svörin komu mjög á óvart. Horfun
á Fræðsluvarpið var engin. Bréfrit-
ari telur því þýðingarmikið að
menntamálaráðuneytið kanni notk-
un á Fræðsluvarpinu á fyrstu mán-
uðum þess. Sé það ekki gert er verið
að eyða mikium íjármunum sem bet-
ur væri varið með öðrum hætti.
Bréfritari telur að Fræðsluvarpið
geti komið að miklum notum sé það
unniö í samræmi við óskir og kröfur
kennara í grunn- og framhaldsskól-
um, einnig í samstarfi við aðra aðila.
Telja má þó að líklegri leið á þessu
sviði sé að gera vönduð myndbönd
sem séu "til í þeim skólum sem við á
hverju sinni. Myndbönd eru hjálpar-
gagn við kennslu, geta gert námið
áhugaverðara og árangursríkara.
Um leiö fylgist kennarinn með því
að nemendur horfl á myndbandiö,
hagnýti sér það eins og annað
kennsluefni. Því er ekki til að dreifa
í Fræðsluvarpinu sem sendir út efni
- hvort sem 5% eða 15% nemenda á
viðkomandi sviöi horfa á það.
NÁMSKEIÐ
BÓKFÆRSLA - VÉLRITUN
Sækið námskeið hjá traustum aðila gegn vægu gjaldi
Eftirfarandi námskeið verða haldin nú á næstunni:
NAMSKEIÐ DAGSETNING
— Bókfðers'a I (einfaldar dagbókarfærslur
°9 uppgjör)..........9., 11., 13., 14„ 16. og 18. ágúst
- Bókfærsla I flóknari færslur og
uppgjör............20., 21., 23., 25., 27. og 28. ágúst
— Bókfærsla II (Þungar færslur og
uppgjör).............30. ágúst, 1., 3., 4., 6. og 8. sept.
IBókfærsla II (Þyngri færslur og
uppgjör)............10., 11., 13., 15., 17. og 18. sept.
— Véím (Byrjendanámskeið)
..................... 22.-25., 29.-31. ág. og 1. sept.
BHM, BSRB, VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga
sína til þáttöku. Frekari upplýsingar fást í síma
688400.
Innritun fer fram
á skrifstofu skólans.
■.
VERZLUNARSKÓLI (SLANDS
Mueller s pasta er gott með sunnlensku lambakjöti,
norðlensku grænmeti, ítölskum osti eða ýsu frá
Eskifirði. Og auðvitað eitt sér
tn -- .-g?syyai«N
Það er góð tilbreyting í Mueller’s pasta.
Hugsaðu þér íslenskt lambakjöt með
Mueller’s eggjanúðlum. Góð samsetn-
ing. Eða ýsuflök og macaroni, Mueller’s
spaghetti með rifnum osti, nýju græn-
meti, nautahakki og mauksoðnum
íslenskum tómötum. Það er næstum því
sama hvað þú ætlar að hafa í matinn,
Mueller’s pasta á alltaf vel við.
Hugsaðu þér Mueller’s pasta ef þú vilt
tilbreytingu á matarborðið. Góða til-
breytingu.
Það er góð hugmynd að fá sér Mueller’s
pasta (borið fram Muliers).
* Uppskriftin er fengin úr bókinni Pastaréttir í bóka-
flokknum Hjálparkokkurinn frá Almenna bókafélaginu.
Svínalundir með pasta og osti *
Handa fjórum.
Undirbúningur: Um 20 mín.
Steiking/suða: Alls um 20 mín.
Svínalundir (500-600 g) Salt, pipar
Um 200 g rifinn ostur
2-3 msk smjör
250-300 g pasta
1 laukur, 3-4 tómatar
125 g soðin skinka
250 g ferskir sveppir
Ferskt eða þurrkað
timían
1. Skerið kjötið í jafnar sneiðar. Stráið þær salti
og pipar og veltið þeim í rifnum osti. Brúnið 1
msk af smjöri á pönnu og steikið sneiðarnar í 3-4
mín á hvorri hlið. Takið þær úr og haldið heitum.
2. Sjóðið pastað skv. leiðarvísi. Grófsaxið laukinn
og tómatana.
3. Látið meira smjör á pönnuna. Sieikið tómatana
og laukinn þar til hann er glær. Stráið salti og
pipar og blandið varlega við pastað. Haldið heitu.
4. Skerið skinkuna og sveppina í sneiðar og létt-
steikið á pönnu. Látið kjötsneiðar, skinku, sveppi
og pasta á heitt fat. Berið fram strax ásamt fersku,
grænu salati.
SRpMMpippipBHBGntÍ
ueller's
frills
vHONl PROOUCT
KARL K. KARLSSON & CO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
Mueller’s
GOTTFÚLK / SlA