Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 44
Fn r-
B k BZi
TTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988.
Hólmavlk:
Flugvél hlekktist
á í lendingu
Lítil flugvél fór út aí flugbraut á
, Hólmavík á laugardagskvöld með
þeim afleiðingum að vélin stakkst á
nefið og hvolfdi síðan.
Að sögn lögreglu varð óhappið
klukkan 19.05 á laugardagskvöld. Er
flugvéhn var í aðflugi skall á regnsk-
úr og var skyggni mjög lélegt. Er hún
lenti fór hún út af brautinni og í tún-
fót. Þar sem hæðarmunur er á tún-
inu og brautinni stakkst hún á nefið
inn í girðingu og hvolfdi. Vélin
skemmdist eitthvað. Tveir rnenn
voru um borð en hvorugan sakaöi.
-PLP
ísaflörður:
Bjérgunarsveitin
eignast nýjan bát
Nýr bátur hefur bæst í flota slysa-
varnardeilda landsins. Um er að
ræða bátinn Daníel Sigmundsson
sem kom til hafnar á ísafirði i gær.
Fjöldi manns var á bryggjunni og var
bátnum tekið með myndarlegri mót-
tökuathöfn. Báturinn er í eigu björg-
unarsveitarinnar Tinda og er smíð-
aður í Noregi.
Báturinn er í stærra lagi, 13,9 tonn
brúttó, og allvel búinn tækjum. Að
jjjr sögn Eggerts Stefánssonar hjá Tind-
^ um stendur þó tii að búa hann enn
betur. Smíöi bátsins er fjármögnuð
með framlögum frá bæði einstakling-
um og fyrirtækjum og sagði Eggert
að án þeirra hefði ekki verið unnt
að gera hann svo vel úr garði sem
raun ber vitni.
-PLP
Flutningaskipið Keflavík:
TókniðriíRHshöfn
Flutningaskipið Keflavík tók niðri
á leið út úr Rifshöfn á Snæfellsnesi
á laugardagskvöld. Að sögn lögregl-
unnar á Ólafsvík var ekki um alvar-
a legt strand að ræða.
Skipið var á leiö út úr höfninni er
það tók niðri milli Norðurgarðs og
Suðurgarðs. Það sat þar fast í hálf-
tíma, en náði sér á flot með eigin
vélarafli er falia tók að. Á meðan
beið Hofsjökull eftir að komast inn í
höfnina. -PLP
SÍMAÞJÓNUSTA
62 42 42
Sjukrabill 11100 Lógreglan 11166
Slokkviliöíö 11100 Læknavakt 21230
Verðir lagana vísa blaðamanni DV í burtu og sögðu að enginn færi lengra, skömmu seinna hleyptu þeir nokkrum hestamönnum í gegn. Þeir voru
að fara með hesta handa Karli Bretaprins.
Karl Bretaprins við veiðar í Kjarrá í Borgarfirði:
Flugan gefur Breta-
prinsi góðan afla
- lögreglumenn stöðvuðu DV-menn við Kjarrá 1 gær
„Þið farið ekki lengra, hér er allt
lokað,“ sögðu tveir verðir laganna
við blaðamann og ljósmyndara DV
í gærdag, rétt fyrir neðan veiðihús-
iö við Kjarrá í Borgarfirði.
En þá hafði leiðinni verið lokað
enda Karl Bretaprins við veiðar þar
nokkru innar. Þegar boriö var upp
erindið hvort ekki mætti mynda
Karl Bretaprins, var svarið: „Eruð
þið vissir um að hann sé hér?“
Karl Bretaprins bytjaði veiðar í
Kjarrá í gærmorgun og veiddi vel
höfum við frétt, var kominn með
10 laxa er við vorum á staðnum.
„Bretaprins er iðinn við veiðina og
góður veiöimaður, alla laxana
veiddi hann á flugu, enda ekki
reynt annaðf1 sagði heimildarmað-
ur.
Bretaprins var með allar stang-
irnar í ánni, sjö að tölu, og meö
honum við veiðarnar voru vinir
hans af sama þjóðerni og hann.
Hver veiðimaður hafði leiðsögu-
mann með sér til að sýna sér bestu
veiðistaöina á hverju svæði. Karl
hefur ekki áður veitt í Kjarrá en
þrátt fyrir það hafði honum gengið
vel. Veiðin var þokkaleg á hinar
stangirnar sex.
Karl Bretaprins var við veiðar
seinnipartinn í gær í veiðistöðum
eins og Ólaflu, Neðra-Rauðabergi
og inni á Eyrunum. Með honum
var leiðsögumaður og einn lífvörð-
ur sem fylgdi honum hvert fótmál.
Karl Bretaprins og vinir hans
verða við veiðar fram á miðviku-
dagskvöld, en snemma á fimmtu-
daginn halda þeir aftur heim.
G.Bender
Vaktmennirnir athuga hvað hesta-
mennirnir hafa á hestum sinum og
hleyptu þeim svo í gegn. Á innfelldu
myndinni er Karl prins að heilsa
lögregluþjóni í einni af fyrri veiði-
ferðum sínum hingað til lands.
DV-myndir KAE
LOKI
Ætli hann beiti
prins-pólói?
Veðrið á morgun:
Víðast kaldi
eða stinn-
ingskaldi
Á morgun verður austanátt um
land allt, víðast kaldi eða stinn-
ingskaldi. Rigning á Austurlandi
og sums staðar á annesjum fyrir
norðan. Smáskúrir eða dálítil
súld á Suðausturlandi en úr-
komulítið í öðrum landshlutum.
Hiti 10 til 18 stig.
Rannsókna-
mennimir famir
Fulltrúar kanadísku flugslysa-
nefndarinnar, framleiðanda flugvél-
arinnar sem fórst og framleiöanda
hreyfla vélarinnar fóru af landi brott
á laugardag. Voru mótorar, mælar
og önnur tæki vélarinnar flutt til
frekari rannsókna á rannsóknastofu
flugslysanefndar Kanada. Er óvíst
hvenær niðurstöður þeirra rann-
sókna munu liggja fyrir.
Hjá flugslysanefnd fengust þær
upplýsingar að þar til niöurstöður
frá Kanada lægju fyrir væri ekkert
frekar um málið aö segja. Yrði það
sem eftir er af flakinu geymt hér á
landi þar til málinu væri lokið.
-hlh