Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988.
Fréttir
13 V
Beinlínutengingin bylting
Nýtt sölu- og dreifingarkerfi
veröur tekiö í notkun hjá Islensk-
um getraunum í haust. Þaö er
beinlínukerfi sem þýðir aö fram-
vegis mun getraunaseðlum stungiö
í gat á lottókassa og munu þá allir
landsmenn sitja við sama borð í
getraunaleiknum.
Samkomulag hefur náöst milh
íslenskrar getspár hf. og íslenskra
getrauna um samnýtingu lottó-
kassanna. íslenskar getraunir
borga ákveöna prósentu af veltu
fyrirtækisins fyrir afnot af kössun-
um fyrstu sex mánuðina. Nefnd
mun á meðan kanna bókhald
beggja fyrirtækja og reyna aö ná
samkomulagi um greiöslufyrir-
komulag næstu árin.
íslendingar verða fyrstir til aö
koma getraunaleiknum 1X2 í bein-
linukerfi og er hér því um byltingu
aö ræða.
Það er margt sem beinlínukerfið
hefur fram yfir gamla sölukerfið.
Þaö hefur þegar komiö fram aö all-
ir landsmenn munu sitja við sama
borð hvaö varðar tækifæri á að
koma getraunaseðlum sínum í
umferð. Kassarnir verða opnir fyr-
ir getraunaseðla alla vikuna, allt
þar til leikir þeir sem á seðlinum
eru hefjast. Tipparar geta því tipp-
að allt aö fimm mínútum fyrir upp-
haf leiks og er það sérlega hagstætt
þegar útlit er fyrir að leikjum verði
frestað. Þetta er sérlega gleðilegt
fyrir tippara úti á landi sem hafa
þurft að skila seðlum sínum fyrr
en tipparar á höfuöborgarsvæðinu
og gátu ekkert gert ef leikjum var
frestaö.
Seðlamir, sem notaðir verða, eru
opnir sem þýðir að tipparinn
ákveður hvað mörg merki hann
ætlar að setja á seðilinn og borgar
eftir því. Hámark á hvern seðil
veröa 10.368 raðir. Auðvitað má
tippa meira en þær raöir fara á
annan seðil. Á getraunaseðlinum
verða og niu spamaðarkerfi og níu
útgangsraðakerfi. Tölvuval (sjálf-
val tölvunnar) verður og getur
tipparinn því látið tölvuna setja
merki á getraunaseðlana. Tippar-
inn velur þá upphæð til að tippa
fyrir og tölvan leitar eftir opnu
kerfi sem er næst þeim raðaíjölda
sem við á. Ef til dæmis er tippað
fyrir 1000 krónur velur tölvan fyrst
96 raða kerfi, sem er tvö merki á
fimm leiki, þrjú merki á einn leik
og eitt merki á sex leiki og svo 4
raða kerfi sem er eitt merki á tíu
leiki og tvö merki á tvo leiki. Einn-
ig verður hægt að láta tölvuna velja
merki á sparnaðar- og útgangs-
raðakerfin.
Boðið verður upp á einnar viku
seðla, tveggja vikna seðla, fimm
vikna seðla og tíu vikna seðla.
Stuttu eftir að leikjum er lokið
verða birtar upplýsingar um fjölda
vinningshafa og vinningsupphæðir
eins og gert er í lottóinu nú og verða
lægstu vinningar borgaöir út á
sölustöðum.
Hópleikirnir þrisvar á ári
Tipparinn mun ráða hvaða félag
hann styrkir. Hverju félagi verður
gefið þriggja tölu númer sem tipp-
arinn þarf að krossa við á seðilinn
til að sölulaunin renni á réttan
stað. Ekki er hægt að segja um hve
hátt hlutfall af andvirði miðanna
rennur til íþróttafélaga heldur mun
afkoma íslenskra getrauna hf. ráða
þar um.
Hópleikurinn vinsæli mun halda
sér og sækir hver hópur um þriggja
tölu númer sem hann heldur allan
veturinn. Ekki er ólíklegt að hóp-
leikimir verði þrír á hveiju ári. Þar
munu tipparar hafa fimmtán vikur
til að tippa og mun hæsta skor tíu
bestu viknanna gilda. Hámark raða
hóps í hverri viku verður 10.368
raðir.
Bandaríska hugbúnaöarfyrir-
Getraunaseðlum verður stungið i lottókassana í vetur.
tækið GTECH er þegar að hanna
búnað fyrir getraunaleikinn 1X2 en
000
000
000
000
000
000
000
00Œ
000
000
00H
000
ii iiriiu■■ ■■ ■ ■■■ 1
000000
000
300
000
000
000
300
300
000
000
000000
300
300
000
300
000
000
300
000
000
000
000000
00000H
000000
000
000
000
000
000
000
00H
00H
000
00000H
000000000000
000
000
300
000
000
000
00H
000
000
000
000
000
000
000
00H
000
T0t.VU-
VAL
0
0PINN
SEÐILL
0
AUKA-
SEÐILL
□
FJÖLDI
VIKNA
0
0
@
TÖLVUVAl
UPPHÆÐ
0100
0200
0300
0400
0500
01.000
02.000
03.000
05.000
010.000
S
KERFI
0 3-3-24
07-0-36
06-0-54
U
KERFI
0 6-0-30
05-3-128
0 6-0-161
00-10-128 07-3-384
0 4-4-144 0 5-3-520
08-0-162
05-5-288
06-2-324
07-2-486
07-2-676
07-0-939
08-2-1412
010-0-1653
S4ŒRFIFÆWST BNGÚNGU
IR0OA./U-KERFIFÆR1ST
iROOAENU-MERBNlRCeB.
FÉLAGS-
NÚMER
Öl[Öl[Öl
000
@00
@00
000
@00
@00
@00
Í8l@[8
HÓP-
NÚMER
000
@00
@00
000
@00
@00
því miður verður sá hugbúnaður
ekki tilbúinn til notkunar fyrr en
um miðjan október. Ekki verður
byrjað að dreifa getraunaseðlum
með gamla kerfinu í ágúst eins og
síðustu nítján árin heldur beðið
eftir nýja kerfinu. Það er ekki
nokkur vafi að getraunir munu efl-
ast við tilkomu beinlínutengingar-
innar enda verður auö veldara fyrir
tippara um land allt að koma hug-
myndum sínum í umferð á get-
raunaseðlunum.
Einföld getraunakerfi auka
möguleikana
Sem fyrr segir verður tippurum
boðið upp á níu sparnaðarkerfi og
níu útgangsraðakerfi. Þessi kerfi
eru: S 3-3-24, S 7-0-36, S 6-0-54, S
0-10-128, S 4-4-144, S 8-0-162, S 5-5-288,
S 6-2-324, S 7-2-486, Ú 6-0-30, Ú
5-3-128, Ú 6-0-161,- Ú 7-3-384, Ú 5-3-520,
Ú 7-2-676, Ú 7-0-939, Ú 8-2-1412, Ú
10-0-1653. Tipparinn þarf einungis
að krossa við viðkomandi kerfi og
setja merkin í kerfisreitinn. Kerfi
þessi eru flest mjög þekkt og gefa
góða möguleika á vinningi.
Yfirleitt er það svo þegar slíkar
stökkbreytingar verða á heföbund-
inni þjónustu að viðskiptavinir
fyllast skelfingu og telja slíkar
breytingar óyfirstíganlegar. En ís-
lenskar getraunir munu prenta
leiðbeiningar á bakhliö seðlanna,
bækling með upplýsingum um
sparnaðarkerfin og útgangsraða-
kerfin, svo og smábæklinga viku-
lega með upplýsingum um liðin
sem verða á seðlinum þannig að
auðvelt verður fyrir viðskiptavini
íslenskra getrauna hf. að kynna sér
nýju seðlana strax og þeim verður
dreift á sölustaði.
-E.J.
DV-mynd JAK
Um víða veröld hefur frjálsari vinnutími verið að færast
í vöxt. Bandaríkiamenn segjast vera að koma til móts
við fjölskyldufólk með því aö leyfa því að vinna frjáls-
an vinnutíma. En hvað um (slendinga, er einhvers stað-
ar unninn frjáls vinnutími? Svarið er já. Einkanlega
hefur skrifstofufólk fengið þennan sveigjanlega vinnu-
tímaígegn.,
Hlutavinna er hins vegaralltannar handleggur. FjoTd-
inn allur af fólki vinnur hlutastörf og þá sérstaklega
kvenþjóðin. En einsog allirvita ala þær börnin ogsjá
um fyrstu æviarin.
Rætt verður við nokkra sem hafa nýtt sér ýmist hluta-
vinnu eða sveigjanlegan vinnutíma. Auk þess er rætt
við nokkra atvinnurekendur og þeir spurðir um ágæti
þessa.
Þið verið vísari um vinnutíma íslendinga að þessari
grein lesinni.
Reykjavík er fræg fyrir flest
annað en ódýrt leiguhúsnæði.
Um þessar mundir eru þreng-
ingar á þeim markaði. Leigj-
endur bíða í röðum eftir hús-
næðisemekkiertil.
í Lífsstíl á morgun verður
fjallað um húsaleiguvandann
sem er tvíþættur. Annars vegar
eru það leigjendur, sem finnst
leiguverð of hátt, og hinsveg-
ar húseigendursem eru
hræddir um íbúðir sínar.
Nánar um húsaleigumarkað-
inn í Lífsstíl á morgun.