Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 15
MANUDAGUR 8. AGUST 1988. 15 Frjálsari og víð sýnni háskóla „Háskóli íslands er merk stofnun sem er í örum vexti og i dag er verið að gera þar marga góða hluti,“ segir greinarhöfundur. Þessa dagana hafa verið miklar umræður um Háskóla íslands. Til- efnið er veiting á stöðu sem ráð- herra hefur tekið rögg á sig og ráð- ið í gegn tillögum nefndar sem falið var að fjalla um málið innan Há- skólans. Ætla mætti að þessi blaðaskrif væru af hinu góða þar sem hvorki ráðherra né Háskólinn eru yfir gagnrýni hafnir og fáum dettur í hug að allt sé fullkomið í Háskólan- um og þar hafi allir „rétt“ fyrir sér þótt enginn dragi með því menntun og hæfileika prófessoranna og ann- arra háskólamanna í efa. Frjáls háskóli Háskóli íslands er merk stofnun sem er í örum vexti og í dag er verið að gera þar marga góða hluti. Eitt af því sem stjórnendur Háskól- ans virðast leggja upp úr er að skól- inn fái sjálfur að meta umsækjend- ur um stöður og ráðherra eigi að vera bundinn af því áliti. Tala sumir um frelsi og sjálfstæði stofnunarinnar í því sambandi og telja það skert ef ráðherra tekur upp á því að hafa sjálfur skoðun og ræður í stöðu samkvæmt henni KjaUarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður en lætur ekki álit Háskólans ráða. Ekki er hægt að fallast á þessa skoðun háskólamanna. Hún orkar tvímælis. Með frelsi og sjálfstæði háskóla í flestum löndum er átt við að fullt skoðanafrelsi ríki innan þeirra. Þar sé hátt til lofts og vítt til veggja í skoðanalegu tilliti. Varla getur það verið ef Háskólinn á öllu að ráða um mál sín sjálfur og sjónarmið annarra, eins og t.d. ráðherra, eiga að vera bannvara. Það virðist lykta af forpokun sem verður að breyta og er þá til bóta að ráðherra hefur brotið ísinn með hinni umdeildu stööuveitingu. Frjálsari háskóla Ef Hgskóli íslands vill í raun og veru stuðla að því að stofnunin verði sem frjálsust má koma með ýmsar tillögur. Þaö kæmi t.d. til áhta aö hluti af stjórn skólans og háskólaráð yrði skipað mönnum utan skólans. Þarna kæmu sérstak- lega til greina ýmsir menn úr at- hafnalífi þjóöarinnar og úr gjöró- líku umhverfi sem Háskólinn myndi einungis hafa gott af að fá til samstarfs. Jöróin var flöt Þegar litið er til baka yfir aldirn- ar er hægt að rekja dæmi þar sem menntastofnanir hafa viljað lifa í eigin hugarheimi og hafa treglega samþykkt breytingar. Frægasta dæmið er um lögun jarðar. Hún var lengi tahn flöt og það kenndu há- skólar. Þegar sú skoðun kom fram að hún væri hnöttur eða kúla þá brugðust margir illa við og vildu banna þessa skoðun þar sem hún svipti þá þægilegri blekkingu. Heimur okkar misviturra manna er í raun og veru eins í dag. Við höldum að vísu ekki lengur fram þeirri skoðun aö jörðin sé flöt en oft gengur illa að koma fram nauö- synlegum endurbótum og fram- fórum ef þær ganga á móti þröng- um sértrúnaði eða svo ekki sé talað um ef þægindum eins eða annars er haggað. Nýr háskóli Það er niðurstaða þessara fáu lína að ráðherra hafi gert góðan hlut þegar hann braut þröngsýna venju og lét eigin skoðun ráöa skip- un á nýjum lektor. Vonandi verður framhald á þessu þannig að Há- skólinn vaxi að viðsýni og þar komi nýir og áöur óþekktir kraftar til starfa, t.d. úr athafnalífinu. Meö því verður Háskóli íslands frjáls og óháður. Lúðvík Gizurarson „Það kæmi t.d. til álita að hluti af stjórn skóla'ns og Háskólaráð yrði skipað mönnum utan skólans.“ Sætt íslendingar viröast hafa ofijár- fest í flestum atvinnugreinum ef marka má grein í DV þann 22. mars 1988. Komið hefur í ljós að 66 milljarð- ar liggja utangarðs, engum til gagns heldur sem skuldahali sem greiða þarf eða afskrifa. Offjárfestingar Launþegar kvarta árum saman yfir lágum launum. Atvinnurek- endur, með hið opinbera í farar- broddi, telja ætíð að ekkert svig- rúm sé til aö ganga að auknum kaupkröfum. Ef teknir eru 33 milljarðar af þessum offjárfestingum og þeim skipt milli 160.000 launþega fengi hver þeirra um 200.000 krónur eða hefði getað fengið um 3.400 krónur á mánuði síðastliðin 5 ár. Þetta hefði verið dágóð búbót við lágmarkslaunin ef atvinnurekend- ur hefðu metið launþega meira en fjárfestingar. Vanáætlanir og offjárfestingar í opinberum rekstri eins og Krafla, flugstöð, Blanda, Útvegsbanki, Seðlabanki, Listasafn íslands, Krísuvíkurskóli, opinber stofnana- rekstur, sjóefnavinnsla, nýjar bú- greinar o.fl. hafa farið fram í skjóli og á ábyrgð kosinna fulltrúa þjóð- arinnar sem ekki hafa verið vand- anum vaxnir að reka stórbú eins og ríkið sjálft. Vanáætlanir Fjárlög fara ætíð úr böndum og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1986 var um 33 milljarðar en árið 1987 hækkaði það um 8 milljarða og var um 41 milljarður. Árið 1988 varð hækkun upp á 18 milljarða eða í 59 milljarða, sem samt dugir hvergi til í rekstri hins opinbera. Þessi mikla umframhækkun greiðist af þjóðinni sjálfri með auk- inni skattheimtu af launum og eyðslu. Hér sést í hnotskurn hvernig at- vinnurekendur, hvort sem þeir eru opinberir embættismenn eða í einkageiranum, geta ofíjárfest og að drottna KjáUariim Kolbrún S. Ingólfsdóttir húsmóðir stööu sína í hinu opinbera kerfi sem verðlaunapalla fyrir „uppgjafa hermenn" sína? Það er erfitt að segja nei við stuðningsmenn sína þegar þeir leita eftir aðstoð eða vantar emb- ætti því að oft virðist stjórnmála- maður vinna kosningar með ákveðinn stuðning í huga til kjör- dæmis síns. Það er ékki erfitt að segja nei við launþega, sem fá innan við 40.000 krónur í mánaðarlaun hjá hinu opinbera, og bera við slæmu ástandi efnahagsmála, erlendum gengishækkunum, auknum kostn- aði vegna niðurgreiðslna, lækk- andi verði á afurðum okkar erlend- is eða erlendum lántökum. Þegar ungt fólk tekur við flokk- unum er það heilaþvegið i sömu, gömlu hagsmunastefnunni fyrir „Þaö eru efnishyggjumenn með gróð- ann og valdið að leiðarljósi sem stjórna stjórnmálaflokkunum en ekki hinar gömlu hugsjónir stofnenda þeirra.“ vanáætlað í skjóli við ríkisvaldið og á kostnaö skattborgaranna. Ábyrgðin Hver ber ábyrgð á mannlegum mistökum nema maðurinn sjálf- ur? Stjórnmálamenn sem bjóða sig fram til að annast samfélagið fyrir okkur öll, verða að geta axlað þá ábyrgð sem fylgir því að annast íjármál og stjórnun fyrir aðra. Hér hefur orðið misbrestur á hvað eftir annað og dæmin blasa við skattborgurum þessa lands. Hvaða gagn er að pólitískum bankastjórum, skólastjórum, sýslumönnum, fógetum eða fram- kvæmdastjórum sem fá opinber embætti fyrir þjónustu sína við flokk sinn sem notar þannig aö- flokkinn og flokksbræður sína á undan landi og þjóð. Valdlaus almenningur Það er þjóðin sjálf, við og börnin okkar, sem þarf að borga fyrir rangar fjárfestingar og erlendar lántökur. Það er almenningur sem mun sitja áfram með sín lágu laun, eignarlaus í húsnæðismálakerfmu og streðandi myrkranna á milli til að hafa í sig og á, sem greiða mun toll sinn til kerfisins. Það eru þeir menn þjóðfélagsins, sem styrkja flokk sinn vel og dyggi- lega, sem fá feitu embættin, sem fá háu launin og hlunnindin og þaö eru þeir sem munu hafa peningana í þjóðfélaginu. Þökk sé „réttri" stjórnun með ákveðinni valddreif- ingu í anda einræöis. „Það er þjóðin sjálf, við og börnin okkar, sem þarf að borga fyrir rang- ar fjárfestingar og erlendar lántökur," segir í greininni. Það eru efnishyggjumenn með gróðann og valdið að leiðarljósi sem stjórna stjórnmálaflokkunum en ekki hinar gömlu hugsjónir stofnenda þeirra. Við næstu kosningar mun þjóðin hafa úr sömu sþilum að spila þar sem ekkert nýtt hefur komið frá þeim stjórnmálamönnum sem hafa setið að völdum undanfarin 10 ár. , Greinilega má lesa þetta úr göml- um málsgögnum þeirra eða \dð- tölum þar sem sífellt er fengist við sömu vandamálin og það án sýni- legs árangurs. Slæmt er til þess að vita að sömu menn munu sitja áfram og vera áfram við stjórnvölinn, kosnir af því fólki sem þeir telja oft á tíðum óhæft í æðstu embættin innan sinnar starfsgreinar. Kolbrún S. Ingólfsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.