Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988. 49 Sviðsljós Fullir íkornar Þegar vatn skortir er ekki um annað að ræða en notfæra sér aðra vökva. Eitthvað var undariegt við íkorn- ana í bænum Marshalltown í Iowa- fylki í Bandaríkjunum. íkornar eiga að vera með ærsl og læti en þessir slepptu sér alveg_Þeir hopp- uðu og skoppuðu út um allar grundir og voru á allan hátt kæru- lausari en gott var fyrir þá sumarið 1956. Bæjarbúar báðu um hjálp tii að lagfæra ástandið. Náttúrufræðingar komust fljótt að þvi hvað olli þessum hegðunar- vandamálum íkornanna. Miklir þurrkar geröu þaö að verkum að eikartré vesluðust upp og það or- sakaði sVo efnabreytingu í hnetun- um. Efnið, sem myndaðist, virkaði á íkornana eins og viskí. Þeir höíöu því ekki gengið af göflunum heldur voru þeir draugfullir. Þetta sýnir að áhrif þurrka geta verið fjölbreytileg og mjög óvænt. Áhrifanna gætir helst á ökrunum en dýr, byggingar og mannleg sál- fræði taka öll sinn toll. Þurrkasum- ur hafa valdið skrýtnum uppákom- um í Iowa. Fiskur veiddur með dínamíti Bændamarkaðurinn var opnaður í miðjum júnímánuði 1977 en eng- inn bóndi mætti á staðinn. Sama ár og íkomarnir fóru á fyllirí söfn- uðu tveir menn undirskriftum til aö biðja ríkisstjórann um að banna tilraunir til regngeröar. Á endan- um ákvað þingið að tilraunir til þess að fá rigningu væru þess viröi að reyna. Árið 1934 var svo lítið í ám að fiskar fóldu sig í smáholum þar sem enn var vatn. Leiddi þetta til þess að ráða varð fleiri veiðiverði því fólk veiddi fiskinn meö því að henda dínamíti í holurnar. Hvað horfum um góða uppskeru viðkemur á þessu ári sagði Busi- ness Week tímaritið að hreint út sagt myndi annað þurrkaár leiða til þess að svæðiö milli Mississippi og Klettafjallanna yrði óræktanlegt og um 4 milljónir íbúa yrðu að flytja eitthvað annaö. Nokkrir veð- urfræðingar í Bandaríkjunum hafa spáö slíkum þurrkasumrum næstu 60 árin. Kannast ekki allir við að þurfa að gera tvo hluti i einu og hafa báðar hendur bundnar? Þessi var bara svo (ó)heppinn að Ijósmyndari náði að festa vandræði hans á filmu. DV-mynd Hanna Léttleiki lífsins Sá sem hefur gott auga fyrir mann- líflnu í kringum sig, og tekur vel eft- ir, getur oft komið að fólki í vand- ræðálegum aðstæðum. Það er þó verra ef sá hinn sami er ljósmynd- ari. Hefur margur maðurinn lent í klípu vegna Ijósmynda sem ekki reyndust sýna sparihliðina. Hitt er svo annað mái að margar þessara ljósmynda eru bráðsniðugar og opna augu okkur fyrir því sem við annars tökum ekki eftir í okkar daglega lífi. Það er vissulega margt skoplegra við líflð en margur heldur. Fljótt á litið viröist sem handtaka eigi sjálfa lögregluna þar sem allir hafa þeir hendur aftur fyrir bak. Það vantar bara handjárnin. Raunveruleikinn er þó annar. Þessir lögreglumenn voru i liði því sem stóðu heiðursvörð við innsetningu forsetans. DV-mynd Hanna SUMARGJALDDAGl HÚSNÆÐISLÁNA VAR l.MAÍ SL. w í FORÐIST ÓÞARFA AUKAKOSTNAÐ ? VEGNA DRÁTTARVAXTA oj Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 6969 00 '• y-r-»Pira!«rHeg Hörpuskjól - varanlegt skjól. Skúlagötu 42, Pósthólf 5056 125 Reykjavík, Slmi (91)11547 HARPA lífinu lit!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.