Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988. SNOM'GJP 45 lítra frystir 235 lítra kælir Hæð 145, breidd 57, dýpt 60 Verð 29.900,- stgr. Oi. Skipholti 7, sími 26800 Fréttir Keppni í ökuleikninni á Grundarfirði var hörð. Láttu fara vel um þig / n /• 1 o ífrunu. Þú átt það skilið. Edduhótel er ávallt skammt undan. Farðu Edduleiðina í sumar og þér mun líða vel. Frá 8.-30 ágúst býður Hótel Edda þér að gista nóttina fyrir aðeins 863.- krónur á mann í tveggja manna herbergi m/handlaug. Tilboð þetta gildir fyrir minnst fjórar nætur, sem hægt er að gista allar á einu hóteli eða eina nótt á hvcrjum stað. Gistingu má einungis panta með tveggja daga fyrirvara eða skemmri. Leitaðu nánari upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í síma: 25855 eða á Edduhótelunum. Frumraun ökuleiknmnar í Grundarfíröi 270 keppendur hafa tekið þátt Það var fóstudaginn 8. júlí að við komum við í Grundarfirði og héldum keppni í ökuleikni og hjólreiðum. Grundfiröingar tóku yel í þessa* nýjung og fjölmenntu. í hjólreiða- keppninni voru 17 keppendur sem skiptust í yngri og eldri riðil og urðu úrslit þannig aö i fyrsta sæ'ti yngri riðils lenti Vignir Már Runólfsson og hafði hann 91 refsistig. í öðru sæti lenti Árni Elvar Jónsson með 101 refsistig. í því þriðja lenti svo Rúnar Pálmason með 102 refsistig og hefur toppbaráttan sjaldan verið eins hörð. í eldri riðli lenti í fyrsta sæti Jón Guðnason með 119 refsistig. í öðru sæti lenti Valdís Fransdóttir með 129 refsistig og í þriðja sæti lenti Birna Björk Níelsdóttir með 145 refsistig. Tvær konur reyndu með sér á hjólum, þær Sigrún Hauks- dóttir og María Steinþórsdóttir, og náðu þær mjög góðum árangri .1 öku- leikninni sjálfri voru aðeins tveir kvenmenn og gengu þriðju verðlaun ekki út. Það voru þær Þóra Karls- dóttir, sem lenti í fyrsta sæti, og Oddrún Sverrisdóttir sem lenti í öðru sæti. í karlariðli lenti í fyrsta sæti Pálmar Gunnarsson og hafði hann einnig besta tímann í brautinni sem færði honum Timex úr frá Nesco í Kringhmni. í öðru sæti lenti Friðgeir Hjaltalín og í því þriðja lenti Krist- björn Rafnsson. yerðlaun í hjólreiða- keppnina gaf reiðhjólaverslunin Fálkinn en í ökuleiknina gaf hraö- frystihúsið' verðlaunin. • AG Fyrrverandi eigendur Gests, ásamt forráðamönnum Byggðasafnsins. F.v.: Jón Páll Halldórsson, Óskar Óskarsson, Bjarni Baldursson, Sigurður Bjarna- son, Jón Sigurpálsson, Baldur Bjarnason og Arndís Bernharðsdóttir. DV-myndir BB ísafjörður: Sjóminjadeildin fær Gest úr Vigur Sigmjón J. Sigurdsson, DV, ísafiðri: Ekkert lát er á gjöfum til sjóminja- deildar Byggðasafns Vestíjarða. Fyr- ir stuttu barst ein stórgjöfin enn. Þá fékk safnið til eignar bátinn Gest úr Vigur sem smíðaöur var áriö 1906. Gestur er fyrsti raunverulegi mótor- báturinn sem smíðaöur er við Djúp og þykir fyrir.þær sakir merkisgrip- ur. Fljótlega éftir að smíði hans lauk var settur í hann Alfa-mótor. Hús Hilmars Þ. Björnssonar á Selfossi. DV-mynd Kristján Krislján Einaisson, DV, Selfossú Nú, þegar halla tekur sumri, eru flestir sem mála húsin sín búnir að því. Hilmar Þ. Björnsson, bygginga- meistari á Selfossi, er einn af þeim en hann er þó frumlegri en flestir. Á húshornin hafa verið málaðar „tré- skrúfur" þannig að nú lítur út fyrir aö húsið sé skrúfað saman á hornun- um. Það var séra Sigurður í Vigur sem keypti bátinn í byrjun og hefur hann verið í eigu fjögurra ættliða síðan. Gestur hefur verið notaður til flsk- veiöa og mannflutninga allt fram á daginn í dag. Það var fríður hópur Vigurmanna sem kom með Gest að landi fyrir neðan Turnhúsið. Þar tóku á móti þeim safnvöröurinn, Jón Sigurpáls- son og formaöur stjórnar Byggða- safnsins, Jón Páll Halldórsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.