Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988.
Fóstrur -
Starfsfólk
Okkur vantar barngott og hresst fólk til starfa sem
fyrst. Góð vinnuaðstaða og gott fólk er á staðnum.
Upplýsingar gefur forstöðukona Kirkjubóls
í síma 656322 og 656436.
Félagsmálaráð Garðabæjar.
e
<
CL
RITVÉLIN
sem fylgir þér hvert sem er
Ferðaritvél í sérflokki einungis 6,5 kg og með innbyggðum
spennubreyti, loki og handfangi.
Skólaritvél I sérflokki með lyklaborð aðlagað að fingrunum sem
auðveldar hraða og villulausa vélritun.
Skrifstofuritvél í sérflokki með ásláttarjafnara, síendurtekningu á
öllum tökkum, leiðréttingarminni o.m.fl. sem tryggir góðan frágang
án fyrirhafnar.
OLYMPIA CARRERA
er tengjanleg við allar tölvur.
ii ii i'
1 l l M
i i i i i ■ i i i
............ I l l l I' l II
* II II I l l l l II I
II I. I
i U
öli
—
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Penninn, Hallarmúla2, Austurstræti 10, Kringlunni, Rvk.
Tölvuvörur, Skeifunni 17, Rvk.
Bókabúö Brynjars, Sauöárkróki. K.f. Árnesinga, Selfossi.
Bókabúöin Edda, Akureyri. K.f. Borgfirðinga, Borgarnesi.
Bókabúö Jónasar, ísafiröi. PrentverkAusturlands, Egilsstöðum.
Bókaskemman, Akranesi. Radíóver, Húsavík.
Fyrirtækjaþjónustan, Hvplsvelli. Sjónver, Vestmannaeyjum.
K.f. A-Skaftfellinga, Höfn. Stapafell, Keflavík.
Hjólreiðamaður
- Lifandi
viðvömn!
IUMFERÐAR
'RÁÐ
ÚTBOÐ
Stjórn verkamannabústaða Siglufirði óskar eftir til-
boðum í byggingu tveggja íbúða -í tveggja hæða
parhúsi byggðu úr steinsteypu.
Verk nr. V.03.01 úr teikningasafni tæknideildar Hús-
næðisstofnunar ríkisins.
Brúttóflatarmál húss 253m2.
Brúttórúmmál húss 750m3.
Húsið verður byggt við götuna Hafnartún nr. 36-38,
Siglufirði, og skal skila fullfrágengnu sbr. útboðs-
gögn.
Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu Siglu-
fjarðar og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins
frá þriðjudeginum 9. ágúst 1988 gegn 10.000,- kr.
skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en mánu-
daginn 22. ágúst 1988 kl. 14.00 og verða þau opn-
uð að viðstöddum bjóðendum.
^ Húsnæðisstofnun ríkisins
_______________TÆKNIDEILD__________________
Simi 696900
Fréttir dv
Rústir gamla frystihússins á Hellissandi. Þegar það var og hét var eigið fé fyrirtækisins töluvert og skuldir
engar. Öðru máii gegnir í dag, eftir byggingu frystihússins á Rifi.
Hellissandur:
Það græðir enginn
á fiystihúsbruna
- segir Ólafur Rögnvaldsson frystihúseigandi
„Þaö er fullt af fólki sem heldur
aö maður græði á því ef það brenn-
ur hjá manni. Við viljum engum
það illt að það brenni hjá honum.
Það græðir enginn á frystihús-
bruna. Fyrir 1983 áttum við frysti-
hús og saltfiskverkunarstöð á Hell-
issandi og vorum alveg skuldlaus-
ir. Síðan lentum við í því óhappi
að það brann hjá okkur og þá þurft-
um við að byggja nýtt frystihús
inni á Rifi og byggja upp saltfisk-
verkunarstöð úr rústum þess
gamla. Við það varð sú breyting á
okkar högum að frá því að eiga
töluvert eigið fé, sæmileg hús og
vera skuldlausir áttum við góð hús
og vorum í skuldum upp fyrir haus.
Þetta eru ekki góð skipti. Ef ég
mætti velja vildi ég ekki skipta úr
því sem var og í það sem er,“ sagði
Ólafur Rögnvaldsson, frystihúseig-
andi á Hellissandi, við DV.
Ólafur og Rögnvaldur faðir hans
hafa rekið Hraðfrystihús Hellis-
sands um árabil. Brann frystihús
þeirrá á Hellissandi í ágúst 1983.
Var farið í að byggja nýtt 2200 fer-
metra frystihús inni á Rifl i mars
1985 og koma upp saltfiskverkun í
gömlu húsunum sem enn stóðu
uppi.
Lánin átu upp allt okkar té
„Við tókum lán hjá Byggðasjóði,
Fiskveiöasjóði og hjá Landsbank-
anum. Þessi lán hafa étið upp allt
okkar eigið fé. Pjármagnskostnað-
urinn er gífurlegur. Það stendur
enginn lifandi maður undir þessu.
Tryggingaféð dugir engan veginn
til. Þetta er virkilegt tjón. Við hefð-
um varla byggt nýtt hús ef það
hefði brunnið nokkrum mánuðum
síðar. Við hefðum alla vega hugsað
okkur vel um. Nýjungar eins og
gámaútflutningur voru þá ekki
hafnar. Það er ómögulegt að segja
hvað hefði gerst hefðu gámarnir
komið til fyrr.“
Reynsla Ólafs af bruna var ekki
öll með byggingu nýja frystihúss-
ins. í febrúar var kveikt í frystihús-
inu á Helhssandi þar sem umbúða-
og verkfærageymsla saltfiskverk-
unarinnar var. Voru brennuvargar
þar á ferð. Stuttu síðar kviknar í
bílskúrnum hjá Ólafi og enn eru
brennuvargar á ferð. Náðust þeir
og kom þá í ljós að þeir höfðu líka
Olafur Rögnvalsson, frystihúseig-
andi á Hellissandi.
kveikt í gamla frystihúsinu. Tók
hálfan mánuð að bæta það tjón.
„Þessir hlutir eru svo dýrir. Ver-
tíðin í vetur var nú ekki beint til
að bæta ástandið. Það höfðu verið
góðar vertíðir síðan 1980 og svo
kemur algert hrun í vetur, léleg-
asta vertíð í tíu ár. Allar tekjur
okkar eru bundnar við gengiö.
Engu að síður talar fólk um að við
frystihúsaeigendur jörmum. Þegar
við þurfum að kaupa og borgum
ekki strax koma dráttarvextir á
mann. Dráttarvextir er óáran sem
fundin var upp í Reykjavík.
Langur greiðslufrestur
Á sama tíma er allt of langur
greiðslufrestur á afurðunum. Við
fengum fisk, sem var unninn þrjá
síðustu mánuði síðasta árs og flutt-
ur út í janúar, fyrst greiddan í byrj-
un júní. Það þætti einhverjum lé-
legt að fá borgað hálfu ári seinna.
Greiðslufresturinn hefur alltaf ver-
ið að lengjast og þar ofan á koma
verðlækkanir erlendis. Meðan beð-
ið er eftir greiðslu fyrir fiskinn
þurfum við að halda fyrirtækinu
gangandi. Það sem við fáum út úr
veðsetningu dugar rétt fyrir vinnu-
launum og 80 prósentum af hráefn-
inu sem við kaupum. Við þurfum
að bíða þar til restin er borguð af
sölusamtökunum. Þegar þær
greiðslur loksins koma fara þær í
viðhald og rekstur. Greiðslurnar
duga bara ekki til og því hefur allt
verið á hausnum síðastliðna átta
mánuði. Gengisfellingin var þurrk-
uð út með verölækkunum erlendis.
Við það hækkaöi um leið kostnaö-
urinn hérlendis svo algert mis-
gengi fór að eiga sér stað þann-
ig að þetta er enginn dans á rós-
um.“
Um 50 manns vinna í nýja frysti-
húsinu á Rifi. Þegar blaðamaður
var á ferð á Helhssandi var Ólafur
sæmilega vongóður um vertíö bá-
tanna. Hafði þá verið ein besta
bátavertíð í maí í langan tíma. Þaö
var þó ekki nóg til að lýsa upp til-
veru skuldum vafins frystihúseig-
anda.
-hlh
Hið nýlega 2200 fermetra frystihús Hraðfrystihúss Hellissands hf. á Rifi.
Það var byggt eftir að gamla frystihúsið á Hellissandi brann.