Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1988, Blaðsíða 36
48
MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1988. ‘
Sviösljós
Ólyginn
ði...
Jimmy
Swaggart
- sjónvarpspredikari - lenti sem
kunnugt er í hræðilegu hneyksl-
ismáli fyrir nokkru, er hann varð
uppvís að því að vera fastagestur
hjá vændiskonum. En slíkt mun
víst ekki hæfa mönnum í hans
stöðu. Hann er nú á ferð í landinu
helga og mun hafa látið þau um-
mæli falla aö bæði hann og ísrael
ættu við vandamál að stríða.
Hann var á ferð með 350 öðrum
ferðamönnum frá Bandaríkjun-
ura og Kanada.
Elvis Presley
er nú orðinn deilumál í Banda-
ríkjunum. Til stóð að heiðra
minningu hans með því að gefa
út frímerki með honum en aðdá-
endur hans geta ekki komið sér
saman um hvort merkið eigi að
sýna hann grannan eða feitan.
Svo eru aðrir tveir hó'par sem
alls ekki vilja hma Elvis á bréfin
sín. Annar hópurinn vill ekki sjá.
hann á frímerkinu þvi hann trúir
því að Elvis sé enn lifandi, en
hinn vegna hinnar mikiu lyfja-
notkunar Elvis.
Charles
Bronson
ákvað að gefa konunni sinni, Jill
Ireland, htinn sætan bíl. f'yrir
valinu varö Jagúar X16, sem aö-
eins kostar nokkrar milljónir.
Charles varð sjálfur svo hriflnn
af bifreiðinni að nokkrum vikum
seinna fékk hann sér alveg eins
bíi
Hare Krishna á f slandi:
Færðu Vigdísi
blómakrans og
matreiðslubók
Reykvíkingar fengu fyrir tveimur
vikum óvænta heimsókn nokkurra
félaga úr hinni indverskættuðu trú-
arhreyfmgu Hare Krishna. Tónlist-
arflutning þeirra mátti heyra á
hverjum degi niðri í bæ þar sem þeir
jafnframt gáfu vegfarendum sælgæti
gert samkvæmt gamalli indverskri
hefð.
Um helgar héldu þeir Reykvíking-
um veislu sem samanstóð af tíu mis-
munandi grænmetisréttum, tónlist
leikinni á hefðbundin indversk hljóð-
færi, fyrirlestri og skyggnimynda-
sýningu.
Daginn sem Vigdís Finnbogadóttir
var endurvígð til forseta, heimsóttu
hana þrjár konur úr hreyfingunni
og heiðruðu. hana með stórum
blómakransi og matreiöslubók um
jurtafæði.
Hare Krishna hópnum var boðið
aö taka þátt í Snæfellsásmótinu dag-
ana 5. til 7. ágúst. Ætlaði hann að
halda matreiðslunámskeið, viðhafa
eldgamla vedíska eldfórn og söngla
heilmikið Hare Krishna.
Hare Krishna hreyfmgin er sér-
staklega þekkt fyrir þýðingu á
óvenju stórum ritbálki, þ.e. Veda-
bókunum. Stofnandi hreyfingarinn-
ar, hinn æruverðugi A.C. Bhaktived-
anta Swanni Prabhuphadar, þýddi
úr sanskrít á ensku um 65 rit með
•ítarlegum skýringum.
Samkvæmt heimspeki Hare Kris-
hna hreyfingarinnar endurvekur
maður upprunalega eilífðarvitund
sína, sem er í eðli sínu aisælukennd
og alvitur, með því að söngla Hare
Krishna rímuna.
Félagar úr Hare Krishna skemmtu þeim sem leið áttu um miðbæinn með
söng.
Eftir Snæfellsásmótið ætlar Hare
Krishna hópurinn að snúa aftur til
síns heima í Þýskalandi.
Bauð hópurinn vegfarendum upp á Stúlkur úr Hare Krishna hópnum færðu Vigdísi blómakrans og matreiðslubók, ásamt hamingjuóskum, eftir að hún
sælgæti gert að gömlum indversk- hafði verið endurvígð sem forseti landsins.
um sið.
Barbie-sýning í Kaupmannahöíh
Sumarliði fsleifsson, DV, Árósum:
Næstu tvo mánuði verður
óvenjuleg sýning á leikfangasafn-
inu í Kaupmannahöfn. Tilefnið er
þritugsafmæli Barbie-dúkkunnar,
mest seldu dúkku veraldar, en á
sýningunni verður rakin saga
hennar.
Upphaf Barbie-dúkkunnar má
raunar rekja til Þýskalands og
hófst það með teiknimyndasögu
um táninginn Lilh. Árið 1958 keypti
leikfangahringurinn Mattel í
Bandaríkjunum hugmyndina og
hóf framleiðslu á dúkkunni.
Dúkkan hefur svo sannarlega
sýnt að hún getur lagað sig að tíðar-
andanum. í fyrstu sótti hún fyrir-
myndir sínar m.a. til Marilyn
Monroe og Brigitte Bardot. Á sjö-
unda áratugnum var í fyrstu leitað
til Jacqueline Kennedy, fyrrver-
andi forsetafrúar Bandaríkjanna,
en síðan tók hin breska Twiggy
yfirhöndina.
Upp úr 1970 tóku hins vega við
erfiðir tímar hjá Barbie. Henni
tókst aldrei að verða almennilegur
hippi. En tímarnir breyttust á ný,
Barbie varð pönkari og rokk-
stjarna. Madonna og Annie Lennox
urðu einnig fyrirmyndir. Og þann-
ig mætti áfram telja.
Eins og flestir foreldrar þekkja
fylgja dúkkunni alls kyns auka-
hlutir, skartgripir, sportbílar,
húndar og guð má vita hvað. Að
auki eru gefin út sérstök Barbie-
blöð. Nefna má aö tískublaðið
Vogue í París gefur út eitt slíkt.
Sumir hafa haldið því fram að
hugmyndaflug barnanna fái ekki
að njóta sín vegna þess að þau fái
alla þessa fylgihluti upp í hendurn-
ar. Aðstandendur sýningarinnar
benda hins vegar á að reynslan
sýni annað. Þrátt fyrir mikið fram-
boð af fylgihlutum haldi börn samt
stöðugt áfram að búa til sjálf fatnað
og aðra leikmuni fyrir dúkkurnar.
Barbie-dúkkan hefur oft fengið
samkeppni en aldrei hættulega.
Börn hafa reynst vera fljót að
greina á milli hvað er ekta Barbie
og hvaö ekki. Merki eins og Daisý
og Cindy hafa ekki reynst ná mik-
ilii útbreiðslu.
Sala á dúkkunni er geysimikil í
Danmörku. Á síðasta ári voru seld-
ar þar í landi um 300 þúsund dúkk-
ur.