Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. 9 Utlönd Palestinskir unglingar flýja undan táragasi ísraelskra hermanna í þorpinu Jaber Mukaber i gær. Simamynd Reuter Hermenn um- kringja Kínversk yfirvöld hafa nú mikinn viöbúnaö lögreglu í kringum Lhasa í Tibet og umhverfis klaustrin í borg- inni. Tilgangurinn er aö reyna aö koma í veg fyrir mótmæli í dag því aö nú er ár liðið frá handtöku búdda- munka sem fylktu liöi og kröíöust sjálfstæöis landsins. Handtökurnar leiddu til blóöugra átaka fjórum dög- um síöar. Frá því í ágúst hefur verið vöröur við aöalklaustrin í Lhasa og hóteleig- endum hefur verið skipaö aö tryggja að erlendir feröamenn séu ekki á götum úti eftir klukkan 23.30. Það voru erlendir feröamenn sem greindu fréttamönnum frá óeiröun- um 1987. í síðustu viku mátti sjá brynvarðar Lhasa bifreiðar og herflutningabíla aka um í Lhasa. Hringsóluðu bílarnir kring- um klaustur og rufu straum pila- gríma sem stööugt eru þar á ferö. Vestrænir heimildarmenn hafa þaö eftir Tíbetbúum aö ekki sé búist viö miklum óeirðum vegna hins gíf- urlega viöbúnaöar herhös og lög- reglu en sumir íbúar hafa stungið upp á aö í tilefni dagsins veröi ekki verslað hjá kaupmönnum af kín- verskum uppruna. Sagt er aö þrjátíu munkar og nunn- ur og fjörutíu óbreyttir borgarar séu enn í haldi síöan í óeirðunum í fyrra. Hin opinbera fréttastofa í Kína vísar á bug ásökunum um aö föngunum sé misþyrmt. Reuter Hertar aðgerð- ir gegn Palest inumonnum í blóðugustu átökum á herteknu svæðunum í marga mánuöi skutu ísraelskir hermenn ijóra Palestínu- menn til bana og særðu sjötíu. Aö sögn heimildarmanna Palest- ínumanna voru þrír arabar skotnir til bana á Gazasvæðinu og sá fjórði, sem var unglingur, var skotinn af landamæralögreglu í austurhluta Jerúsalem. Heryfirvöld og lögregla hafa staö- fest tvö af dauösföllunum. ísraelskir hermenn nota nú í tals- verðum mæli plastkúlur gegn mót- mælendum eftir að notkun þeirra var heimiluð fyrr í þessum mánuöi til þess að reyna að bæla niöur upp- reisnina sem staðið hefur yfir í níu mánuði. Margir þeirra sem særöust í gær eru sagöir hafa orðið fyrir plastkúlum úr byssum ísraelskra hermanna. Starfsmaöur Sameinuöu þjóðanna, sem ekki vill láta nafns síns getiö, sagöi að flestir þeirra sem heföu ver- ið hæfðir væru mjög ungir. Kvað hann starfsmenn samtakanna marg- sinnis hafa bent ísraelsmönnum á þettaenánárangurs. Reuter Eyðnisjúkling- ur handtekinn Ágúst Hjörtur, DV, Ottawar Þessa palestínsku konu neyddu ísraelskir hermenn til aö mála yfir slagorð Palestinumanna sem krotuö hötðu verið á húsvegg hennar. Hermennirnir fylgjast með álengdar. Símamynd Reuter Konur og munkar kasta grjóti að lögreglustöð i miðborg Lhasa i Tibet 1. október í tyrra. Lögregian svaraði með skothrið og sex menn féllu. Gifurleg- ur viðbúnaður er nú í og umhverfis Lhasa til að koma i veg fyrir óeiröir. Simamynd Reuter Vilja loka skrifstofu Baska Pétur L. Pétuisson, DV, Barcelona: Spænska ríkisstjórnin hefur kraf- ist þess aö skrifstofu Baska í Brussel verði lokaö á þeim forsendum aö um nokkurs konar sendiráð sé aö ræða. Stjórnarskrárdómstóllinn í Madrid mun fljótlega taka afstööu til þess hvort ríkisstjórnin hafi heimild til að láta loka skrifstofunni. Ríkisstjórnin í Madrid lýsti því yfir í Brussel á dögunum aö hún viður- kenndi ekki skrifstofur heimastjórna útan Spánar. Þetta var gert í kjölfar fyrirspurnar frá belgiskum yfirvöld- um. Belgísk yfirvöld lögðu fram opin- bera fyrirspurn í kjölfar þess aö basknesk yfirvöld höföu sótt um sérstakt dvalarleyfi til handa yfir- manni skrifstofu sinnar í Brussel. Undirrót ágreiningsins er ályktun fylkisstjórnar Baskalands frá því í maí síðastliðnum. Ályktunin felur í sér aö komið veröi á fót nefnd sem sérhæfi sig í samskiptum viö Evr- ópubandalagið. Nefndin hafi skrif- stofu í Brussel og sjái um öll sam- skipti fylkisins viö Evrópubandalag- ið og Evrópuráðiö. Þetta segir spænska ríkisstjórnin vera sendiráö Baska í Brussel og neitar aö viðurkenna skrifstofuna. ö Jeep EIGUM NU AFTUR ÖRFAA JEEPCHEROKEELAREDO - sérlega vel útbúna Ungur Kanadamaöur hefur verið ákæröur fyrir að breiða út eyöni vís- vitandi. Hann gaf sig fram við lög- regluna í Halifax þremur dögum eftir aö gefin haföi verið út handtökuskip- un á hendur honum. Síðan um síðustu áramót hefur maðurinn vitaö aö hann væri eyðni- smitaöur. Þrátt fyrir það haföi hann kynmök viö aö minnsta kosti eina konu eftir þaö og smitaðist hún. Kon- an er barnshafandi og er óttast aö barnið kunni einnig aö smitast. Þetta er í fyrsta skipti sem slík kæra er lögð fram i Kanada og eru engin fordæmi fyrir dómum um sam- bærileg mál. Búist er við að málaferl- in veröi flókin þar sem sekt hins ákæröa hvílir á því aö hann hafi vit- aö aö hann var sýktur og gert sér fulla grein fyrir afleiðingum verka sinna. EGILL VILHJALMSSON HF. Smiöjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.