Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988.
43
Afmæli
Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson, fyrrverandi kenn-
ari, Sunnubraut 9 í Garði, er sjötug-
ur í dag.
Jóhann er fæddur og uppalinn á
Seyðisfirði. Jóhann gekk í barna- og
unglingaskóla á Seyðisfirði og sat
tvo vetur á námsbekk í Alþýðuskól-
anum á Eiðum. Hann byrjaði að
kenna á Seyðisfirði árið 1944 og
kenndi þar í 16 ár. Haustið 1960 réðst
Jóhann að Gerðaskóla í Garði og
kenndi þar síðan, allt þar til hann
komst á eftirlaun. Síðustu árin var
Jóhann stundakennari.
Jóhánn var í hreppsnefnd Seyðis-
fjarðarhrepps frá 1944 til 1960 og sex
síðustu árin oddviti hreppsins.
Hann er heiöursfélagi í knatt-
spyrnufélaginu Víði í Garði og starf-
aði með Látla leikfélaginu í Garði.
Jóhann gerði út vélbátinn Trausta
frá Seyðisfirði (Eyrunum) um nokk-
urra ára skeið ásamt frænda sínum,
Hallgrími Hallgrímssyni. en í tvö ár
var Jóhann einn með bátinn.
Jóhann er kvæntur Önnu Birnu
Björnsdóttur, f. 28.9.1921, húsmóð-
ur. Hún er dóttir Björns Björnsson-
ar, bónda á Stóra-Steinsvaði og síðar
verkamanns, og Grímlaugar Mar-
grétar Guðjónsdóttur. Mæður Jó-
hanns og Önnu voru alsystur.
Böm Jóhanns og Önnu eru Ásta
Borg, f. 5.7.1940, gift Ragnari Christ-
iansen, og búa þau í Hverageröi með
fjórum börnum; Björn Bergmann,
f. 6.3.1945, kvæntur Önnu Svein-
bjömsdóttur, þau búa að Lyngási 5
í Holtahreppi og eiga tvær dætur en
hann átti tvo drengi áður; Margrét,
f. 13.9.1946, gift Guðmundi B. Har-
aldssyni og eiga þau tvö börn;
Guðný Helga, f. 18.9.1947, gift Agli
U. Kristinssyni og eiga þau þrjú
börn en hún átti eina dóttur áður;
Ólafur Ómar, f. 31.12.1951, kvæntur
Ingu Stefánsdóttur og eiga þau eina
dóttur; Unnur, f. 7.6.1953, hún á tvö
börn; Þórný, f. 9.11.1960, gift Ólafi
Ólafssyni og eiga þau einn dreng.
Systkini Jóhanns eru Guðný, f. 19.
október 1914, látin, var gift Einari
Söring Þórarinssyni frá Seyðisfiröi,
þau bjuggu í Keflavík og áttu sex
böm; GunnarBjörgvin, f. 1.8.1916,
látinn, var giftur Ebbu Jóhannes-
dóttur og eignuðust þau þrjú börn,
skildu.
Faöir Jóhanns var Jón Bergmann
Guðmundsson,f.21.7.1893 d. 21.9.
1939. Jón var sjómaður, oftast vél-
stjóri á bátum. Hann var bróðir Jón-
asar Guömundssonar, fyrrum
kennara og alþingismanns.
Móðir Jóhanns er Sesselja Sigur-
borg Guðjónsdóttir, f. 19.12.1894,
húsmóðir, matráðs- og saumakona.
Hún og Hjálmar, faðir Vilhjálms
fyrrverandi ráðherra, voru þre-
menningar. Jón og Sesselja bjuggu
lengst af á Sjávarborg í Seyðisfjarð-
arhreppi.
JóhannJónsson
Jóhann tekur á móti gestum í
Golfskálanum í Leiru í dag frá kl.
16.30 tilkl. 20.
Páll Ólafsson
Páll Ólafsson, rafvirki, Njarðvíkur-
braut 11 í Innri-Njarðvík, er fimm-
tugurídag.
Páll fæddist og ólst upp í Keflavík.
Hann lærði rafiðn og hefur lengst
af starfað hjá Aðalverktökum. 12-3
ár vann Páll við rafvirkjun hjá
Lundberg á Norðfirði en kom aftur
til Keflavíkur og starfaöi á teikni-
stofu varnarliðsins. Síðastliðin tíu
ár hefur Páll starfaö sem ráfvirki á
verkstæöi varnarliðsins á Miðnes-
heiði.
Páll er kvæntur Arngunni Jóns-
dóttur, f. 13. júlí 1942, og vinnur hún
við afgreiðslu í Fríhöfninni á Kefla-
víkurflugvelli. Faðir hennar er Jón
Steingrímsson og móðir Þórgunnur
Ársælsdóttir. Þórgunnur er látin og
er Jón núna kvæntur Guðbjörgu
Þórhallsdóttur og búa þau í Kefla-
vík.
Páll og Arngunnur eiga eina dótt-
ur, Maríu Erlu, f. 23.4.1975. Páll bjó
áður meö Grétu Jónsdóttur og átti
með henni börnin Guðnýju, f. 24.7.
1959, og Svölu, f. 24.10.1960. Guöný
er gift Sveini Ámasyrú og búa þau.
á Kópaskeri með tveim börnun sín-
um. Svala er gift Randveri R. Ragn-
arssyni, þau búa í Keflavík og eiga
þijúbörn.
Systkini Páls em Hannes Þór, f.
22.2.1931, d. í mars 1982; Árni, f.
22.7.1937; Gunnar, f. 28.4.1946.
Faðir Páls var Ólafur A. Hannes-
son, f. 25.12.1904, d. 27.10.1964,
rennismiöur og verkstjóri í Slippn-
um í Keflavík. Fööurforeldrar Páls
voru Hannes Guðmundsson í Gróf-
bæ (Garðastræti 1) í Reykjavík og
Þómnn Ólafsdóttir Ingimundarson-
ar, bónda í Bygggarði á Seltjarnar-
nesi.
Páll Ólafsson
Móðir Páls var Guðný, f. 10.6.1910,
d. í janúar 1977, Árnadóttir, bónda
í Reykhólasveit, og Guðbjargar
Loftsdóttur.
Aðalsteinn Elías Jónsson
Aðalsteinn Elías Jónsson bifreiða-
stjóri, Naustabúð 12 á Hellissandi,
ersextugurídag.
Aðalsteinn er fæddur og uppalinn
á Hellissandi. Hann hefur tekið sér
margt fyrir hendur um ævina. Ung-
ur fór hann til sjós og seinna ók
hann vörubíl og vann við verslunar-
störf. í sex ár var Aðalsteinn vél-
stjóri á Gufuskálum, en síðastliðin
16 ár hefur hann ekið skólabflnum
sem fer á milli Gufuskála, Rifs og
Hellissands.
Alla sína búskapartíð var Aðal-
steinn með flár- og hestabúskap. Þá
sá hann um rekstur félagsheimilis-
ins á Hellissandi og hefur einnig
unnið sem matsmaður í fiskverkun-
arhúsi.
Aðalsteinn sat í sveitarstjórn á
Hellissandi og hefur tekið að sér
ýmis félags- og trúnaðarstörf.
Eiginkona Aðalsteins er Aldís
Stefánsdóttir, f. 19.4.1934, og vinnur
hún á Leikskóla Hellissands. Aldís
er ættuö frá Neskaupstað, dóttir
Guðnýjar Guönadóttur og Stefáns
Eiríkssonar. Stefán er látinn en
Guðný býr á Neskaupstað.
Börn Aðalsteins og Aldísar eru
Sólveig Jóna, f. 5.9.1951, fiskverkun-
arkona í Ólafsvík, gift Pál Mortens-
en og eiga þau þrjú börn; Stefán
Guðni, f. 5.2.1953, húsasmiður,
kvæntur Aöalbjörgu Sigtryggsdótt-
ur og eiga þau flögur börn;'Svanur,
f. 1.7.1954, bifreiðastjóri á Hellis-
sandi, kvæntur Kristjönu Halldórs-
dóttur og eiga þau tvö börn; Heið-
brá, 30.9.1955, húsmóöir í Noregi,
gift Kjell K. Nflsen og eiga þau eitt
bam; Ásdís, f. 7.3.1957, málara-
meistari í Noregi, gift Hans Cr.
Mathisen og eiga þau eitt barn; Rut,
f. 8.12.1959, bankaritari í Reykjavík,
gift Sigurþóri Þórólfssyni og eiga
þau tvö böm; Þór, f. 30.8.1962, hús-
vörður á Hellissandi, sambýliskona
hans er Hrafnhildur Tómasdóttir og
eiga þau eitt barn; Dís, f. 12.5.1964,
bankaritari í Reykjavík; Aðalsteinn
Örn, f. 25.7.1965, lögreglumaður á
Hellissandi, hann á eitt barn.
Systkini Aðalsteins em Jenný, býr
í Njarðvík; Ingibjörg, býr í Keflavík;
Andrés, býr á Hellissandi; Kristín,
býr á Hellissandi og Jóhann Gunn-
ar, býr í Bandaríkjunum. Aðal-
Aðalsteinn Elias Jónsson
steinn missti bróður sinn fimm ára
gamlan þann 16. janúar 1947.
Faðir Áðalsteins var Jón Bjarna-
son Oddsson, f. 6.6.1905 d. 7.7.1972,
verkamaður. Móðir Aðalsteins er
Sólveig Andrésdóttir, f. 2.5.1905.
- Aðalsteinn verður á heimili sínu
á afmælisdaginn.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur
þeirra til að senda því myndir og upplýsingar
um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar
upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi
þremur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
Sigríður Erla
Þorláksdóttir
Sigríður Erla Þorláksdóttir hús-
móðir, Arnarhrauni 31 í Hafnar-
firði.ersextugídag.
Sigríður er fædd og uppalin í’
Hafnarfirði. Faðir hennar var Þor-
lákur Guðlaugsson, f. 1.2.1903 d.
19.10.1982, og móðir hennar var
María Jóna Þorkelsdóttir, f. 15.8.
1900 d. 20.6.1971.
Sigríður er gift Kjartani Steinólfs-
syni smyrjara, f. 10.10.1926, syni
Steinólfs Benediktssonar og Jó-
hönnu Bjarnadóttur.
Böm Sigríðar og Kjartans eru Erla
María, f. 16.10.1946, gift Guðmundi
Sigurbjörnssyni; Jóhanna Guðrún,
f. 27.11.1948, gift Brynjari Ö. Braga-
syni; Þórir, f. 24.12.1949, kvæntur
Unni K. Sveinsdóttur; Birgir, f. 7.4.'
1951, sambýliskona hans er Arn-
þrúður G. Björnsdóttir; Þorlákur, f.
16.11.1958, kvæntur Maríu Péturs-
dóttur; Guömundur, f. 30.3.1970.
Barnabörn Sigríðar eru 14 og
Sigríður Erla Hjörleifsdóttir
barnabarnabörnin 2.
Sigríður tekur á móti gestum á
heimili sínu næstkomandi fóstu-
dagskvöld, 30. sept., eftir klukkan
20.
Til hamingju
með daginn!
80 ára
Lukka Elisdóttir,
Suöurgötu 8, Seyðisfirði.
Auðbjörg Albertsdóttir,
Árbraut 3, BlönduósL
75 ára
Aðalheiður Guðgeirsdóttir,
Borgarholtsbraut 68, Kópavogi.
70 ára
Bröttugötu 7, Vestmannaeyjum.
Páll Torfason,
Nausti, Eyrarsveit.
Guðrún Lilja Magnúsdóttir,
Safamýri 48, Reykjavik.
Árni Guðgeir Sveinsson,
Kirkjustræti 2, Reykjavík.
Jón Friðriks Oddsson,
Næfurási 5, Reykjavík.
50 ára
Kristín S. Stefánsdóttir,
Vesturvangi 14, Hafnarfirði.
Þorsteinn Brynjólfsson,
Hagamel 48, Reykjavík.
Helga Sveinbjörnsdóttir,
Norðurgötu 2, Akureyri.
Guttormur Sigurbjörnsson,
Sunnubraut 10, Kópavogi.
Elín H. Frimannsdóttir,
Álftamýri 38, Reykjavík.
60 ára
Sigurður Gunnarsson,
Brimhólsbraut 33, Vestmeyjura.
Nanna Guðjónsdóttir,
Heiöarvegi 61, Vestmannaeyjum.
Guðrún Elín Kristjánsdóttir,
Kárastíg 13, Hofsósi.
Þórunn Pálsdóttir,
40 ára
Sigríður G. Jóhannsdóttir,
Laufásvegi 52, Reykjavík.
Óðinn Gunnsteinn Gunnarsson,
Faxatúni 30, Garðabæ.
Þóra Sveinsdóttir,
Brimhólabraut 25, Vestmeyjum.
Adolf Thoraiensen,
Gjögri II, ÁmeshreppL
Tryggvi Árnason,
Stapasíðu 1, Akureyri.
Óraar Sigurðsson,
Seljabraut 22, Reykjavik.
Hanna Lísbet Jónmundsdóttir,
Bröttukinn 24, Hafnarfirði.
Valþór Sigurðsson,
Ölduslóð 47, Hafnarfirði.