Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STE'NSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Ólympíuleikarnir
Á milli þess sem fólk fær fréttir af nýjustu atburðum
í ríkisstjórnarleikritinu situr það fyrir framan sjón-
varpið og fylgist með keppninni í Seoul. Að vísu er tíma-
munur slíkur milli Kóreu og íslands að keppnin stendur
yfir að nóttu til hér heima en það hefur ekki aftrað fjöld-
anum frá því að vaka og fylgjast með. Kemur þar tvennt
til. Annars vegar vill fólk fylgjast með frammistöðu ís-
lensku þátttakendanna og þá einkum handknattleiks-
liðsins og hins vegar er ástæðan sú að nú eru í fyrsta
skipti beinar útsendingar frá leikunum.
Ríkisútvarpið á lof skihð fyrir hina viðamiklu dag-
skrá sína frá ólympíuleikunum. Gildi þess að horfa á
íþróttaviðburði í sjónvarpi er að geta séð þá jafnóðum
og þeir eiga sér stað. Augnablikið skiptir máli vegna
þess að þá er það spennan og eftirvæntingin eftir úrsht-
unum sem laðar fólk að. Það er th að mynda ólíkt
skemmtilegra að sjá í beinni útsendingu þegar þeir Carl
Lewis og Ben Johnson heyja einvígi sitt í hundrað metra
hlaupinu heldur en að lesa fyrst um úrshtin og sjá hlaup-
ið löngu síðar. Sjónvarpsvélarnar flytja okkur inn á miðja
hlaupabrautina þar sem andrúmsloftið er rafmagnað og
taugamar þandar til hins ítrasta, bæði hjá keppendum
og áhorfendum. Við erum öh stödd í Seoul þessa dagana,
þökk sé tækninni og framtaki ríkissjónvarpsins að sýna
beint, jafnvel þótt á óvanalegum tíma sé.
Það eru miklir afreksmenn sem keppa á ólympíuleik-
unum og gaman að fylgjast með þeim. Sama hvar grip-
ið er niður. Hver dáist ekki að Biondi, Otto eða Evans
í sundinu? Hver fehur ekki í stafi yfir leikni fimleika-
fólksins og hver tók ekki þátt í gleði hinnar fótfráu
bandarísku stúlku, Florence Joyner, þegar hún táraðist
á verðlaunapallinum? Afrekin eru mörg og þá má ekki
gleyma að þau em ekki fyrirhafnarlaus. Þrotlausar
æfmgar og einbeiting, sjálfsagi og andleg sem líkamleg
uppbygging eru að skha sér í verðlaunapeningunum í
Seoul. Þarna er samankominn ijóminn af því æskufólki
sem best er í heiminum. Gallinn er sá að smám saman
gemm við kröfur th þess að allir hinir nái sama ár-
angri. Meðalmaðurinn verður skussi í augum okkar og
venjuleg íþróttakeppni heima við verður óspennandi og
flatneskjuleg.
Þessi viðhorf bitna á íslensku þátttakendunum. Þeir
hafa ekki verið 1 fremstu röð og á mæhkvarða ólympíu-
leikanna er árangurinn heldur dapur. Menn henda jafn-
vel gaman að útkomunni. En er þetta sanngjarnt? Er
við því að búast að lítil þjóð tefh fram íþróttafólki sem
keppir um verðlaunasæti? Er ekki hitt jafn mikhs virði
að geta verið með og taka þannig þátt í þessari einstæðu
hátíð sem ólympíuleikamir em. Manni er th efs að
nokkur einn atburður tengi þjóðir heims saman á jafn
áhrifaríkan hátt eins og að leiða æskufólk allra landa
inn á einn og sama leikvanginn. Og láta síðan gervaha
heimsbyggðina fylgjast með leiknum heima í stofu hjá
sér. Ólympíuleikarnir tengja ólíkar þjóðir saman, knýta
bræðrabönd og hræra upp í tilfmningum, gleði og sorg,
án þess að nokkur beri skarðan hlut frá borði. Það ganga
alhr jafn heilir frá þessum leik, líka þeir sem tapa og
verða undir.
Að þessu leyti em íþróttirnar meira en hlaup og
stökk. Þær em máttugt vopn í þágu friðar. Ólympíuleik-
amir færa okkur íslendingum kannski enga sigra í sek-
úndum, mörkum eða verðlaunapeningum tahð. En þeir
færa okkur nær öhum hinum þjóðunum í heiminum
og þjóðimar nær ókkur. í því felst sigur þessara leika.
Ehert B. Schram
„Hitt hefur ekki breyst að vísindi eru órjúfanlega tengd samfélaginu," segir i inngangi greinarinnar. - Frá
ráðstefnunni „Maður og vísindi" sem haldin var á Kjarvalstöðum fyrir nokkrum árum.
Vísindin
fyriralla?
- Ertþúekkijarðvísindamaður?
spurði gömul kona mig fyrir mörg-
um árum. Ekki gat ég svarið það
af mér. Þá vildi sú gamla að ég
þýddi fyrir sig leiðbeiningar við
rafhitað teppi sem hún hafði keypt
sér. Þarna birtist það viðhorf í
hnotskum að vísindi séu eins kon-
ar fjölfræði eða víðtæk kunnátta,
rétt eins og var fyrr á öldum. Vissu-
lega eru nútímavísindi sammerk
víðtækri kunnáttu en þau hafa líka
breyst í þá veru að sérhæfast og
tilrauna- eða rannsóknaþáttur
þeirra hefur stækkað mjög hratt.
Hitt hefur ekki breyst að vísindi
eru órjúfanlega tengd samfélaginu.
Vísindi og samfélag
Gróf skilgreining á vísindum er í
þá veru að telja þau taka yfir alia
markvissa starfsemi, byggða á
hugsun, rannsóknum og tilraun-
um, sem miðar að því að auka
þekkingu iðkandands og samfé-
lagsins sem hann tilheyrir. Hug-
myndirnar og aðferðirnar spretta
ekki „að innan“ og koma ekki „að
ofan“ heldur úr samfélaginu, bæði
í nútíð og fortíð. Tengslin við sam-
félagið og stéttir þess eru mjög flók-
in og þau em meira að segja oft
mörkuð hagsmunatogstreitu, rétt
eins og flest það sem samfélag
manna nær yfir.
Vísindagreinar em mismikið
tengdar þjóðfélagsbaráttunni eða
framvindunni. Þaö getur farið eftir
iðkandanum hve tengslin em náin
eða eftir því hvort vísindin fjalla
til dæmis um sögu manna, hag-
fræði og siðfræði eða um steina,
foman kveðskap og veðrið. Til
dæmis er engin hagfræöi hlutlaus
stéttunum eða hafin yfir ríki og
hagsmunahópa. Jafnvel þótt fjallað
sé um dauð efni, t.d. í ólífrænni
efnafræði, og þótt inntak tiltekinna
vísinda sé ekki stéttbundið er notk-
un fræðigreinarinnar í verki bæði
hápólitisk og stéttbundin í mörgum
tilvikum. Auðvitað má finna dæmi
um engin tengsl af þessu tæi við
samfélagið ef svo ber undir en þau
eru fá. Allar tilraunir til þess að fá
fólk til að trúa því að heil vísinda-
grein sé óháð samfélaginu eða hlut-
laus i þjóðfélagsbaráttu eru jafn-
vondar blekkingar og þær sjald-
séöu öfgar sem fela í sér aö stétta-
átökin ein marki vísindum farveg.
Ekki mælistika
gróðans
Þessar hugleiðingar em hér fram
settar sem rammi að umfjöllun um
tvö atriði í íslenskum vísindum:
Stýringu fjár til vísinda og ofur-
áhersluna á hagsmuni fyrirtækja í
þeim efnum.
Á íslandi hefur það tíðkast að
„óaröbær" vísindi séu fjársvelt og
eru þá skammtímasjónarmiðin
KjaUarinn
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðfræðingur, kennari í MS
ríkjandi. Nefna má sem dæmi að
fornleifarannsóknir eru hér með
minnsta móti þótt landið gegni lyk-
ilhlutverki í sögu allstórs heims-
hluta. Annað dæmi er lítiö fé til
vísindastarfa sem miða að því að
minnka áhrif náttúruhamfara;
yfirvofandi Suðurlandsskjálfti hef-
ur verið smáaura virði. Samtímis
hefur orðið til þrýstihópur embætt-
ismanna, atvinnurekenda og vís-
indamanna sem leggur ofuráherslu
á vísindi í þágu atvinnuveganna.
Ég segi ofuráherslu vegna þess að
þau atriði eru tekin út úr sem
kunna að gefa sem mest og skjótast
af sér hvort sem það er nú tölvu-
fræði eða þekking á jarðhita. Sam-
ræmi skortir (því vissulega eiga
vísindi að gagnast framleiðslu eða
þjónustu) eins og sést t.d. á jökla-
fræðinni sem verið hefur hálfgerð
hornreka þótt jöklar séu aðalforða-
búr allra helstu vatnsaflsvirkjan-
anna. Og „mjúku“ vísindin sem
ekki gefa af sér aura eru jafnafskipt
og áður, jafnvel afskiptari.
Arðbærari viðhorf
Það er hvorki hægt að krefja þá
sem sáttir eru við mat vísinda-
starfa eftir mælistiku gróöans um
annað viðhorf né bíða eftir að menn
uppgötvi af sjálfum sér hvernig
skipta skuli fé til vísinda í landinu.
Arðbærari viðhorf (til langs tíma
litið) verða til með vaxandi afskipt-
um almennings af vísindum og með
deilum um hugmyndafræði. Til
þess þarf að minnsta kosti almenn-
ingur að líta æ meira á vísindi sem
sér viðkomandi og alþýða manna
verð'ur að setja fram kröfur um
vísindastarfsemi. Fræðimennirnir,
sem ekki eru of uppteknir af fram-
gangi einstarkra verkefna í þágu
fyrirtækja, verða líka að taka til
hendi. Þar má nefna þrjú mikilvæg
atriði: Kynna fræðigrein sína al-
menningi (eins og stundum hefur
sést gert), fræða fólk jafnóðum um
rannsóknir, gang þeirra, tilgang,
framvindu og niðurstöður (meö
aðstoð fjölmiölanna og t.d. frétta-
bréfa/tímarita) og kynna enn betur
stofnanir og þörfma fyrir tiltekin
vísindi; ekki aðeins áhrif þeirra á
fjárhag manna eða vellíðan heldur
og á skilning á sjálfum sér, þjóð-
félaginu, náttúrunni og veröldinni.
Margvísleg verkefni
Hér er aðeins rúm til að nefna
fáein verkefni er þarf að vinna að
í ljósi þess sem fram kom hér á
undan.
Okkur vantar ráðuneyti sem
stjórnar umhverfismálum og vís-
indastarfsemi. Hún þarf aö losna
út úr stjórnunar- og tjárhagstengsl-
um við efnahags- og þjónusturáðu-
neytin. Okkur vantar samræmdan
verkefnalista og fé til þess að sinna
öllu sem lýtur aö náttúruhamför-
um er tengjast eldstöðvum, jarð-
skjálftasvæðum, jöklum, skriðu-
föllum og veðri. Okkur vantar ein-
faldari uppbyggingu og skýrari
verkaskiptingu en felst í núverandi
vísinda- og rannsóknastofnunum -
og sumar greinar, sem hvergi eiga
inni, þurfa líka sinn bás. Okkur
vantar fræðslustofnanir á borð viö
margumrætt náttúrufræðisafn og
ekki bara samvinnu íjölmiðla og
vísindamanna heldur vantar bein-
línis miðla sem samtök vísinda-
manna (og þau eru mörg) sjá um
og hafa þannig beint samband viö
almenning. Það ætti að liggja í aug-
um uppi að án stuðnings almenn-
ings í þágu vísinda komast vísinda-
menn ekki langt með kröfur um
aukið fé og meiri athygli. Reyndar
þarfnast alþýða manna líka margra
vísindamanna í sinni baráttu fyrir
bættum hag. Það merka mál er efni
í annan pistil.
Ari Trausti Guðmundsson
„ Jafnvel þótt fjallað sé um dauð efni,
t.d. í ólífrænni efnafræði, og þótt inntak
tiltekinna vísinda sé ekki stéttbundið
er notkun fræðigreinarinnar í verki
bæði hápólitísk og stéttbundin í mörg-
um tilvikum.“