Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hveri viku greið- ast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. Faxamarkaður: Metsala á skötusel - gott verð á öðrum tegundum Metsala varð á skötusel á Faxa- markaði í morgun þegar 154 kíló seldust á 360 kr. kílóið. Að sögn Bjarna Thors hjá Faxa- markaði hefur skötuselurinn aldrei selst á verði nálægt þessu áður. Hæst hefur hann áður farið á 230 til 240 kr. Taldi Bjarni að skötuselurinn færi í flugið. Þá var ágæt sala á öðrum fiski. 7,8 tonn af hlýra fóru á 27 kr. kílóið. 28,6 tonn af karfa seldust á 25 kr. sem er prýðisverð. 1,5 tonn af löngu seld- ust á 30 kr. kílóið. Þá voru seld 13,6 tonn af ufsa á 6 kr. og 118 kg af ýsu á 67 kr. kílóið. Enginn þorskur var seldur. -SMJ Albert Guðmundsson: Afstaða Alþýðu- bandalagsins er þjóðarskömm „Mitt fólk hefur sagt mér að það i hafi verið leitað til þeirra um stuðn- ing við þessa stjórn. Ég á hins vegar ekki von á því að það hlaupist undan merkjum," sagði Albert Guðmunds- son, formaður Borgaraflokks. Þingmenn Borgaraflokksins hafa margsinnis verið nefndir sem hugs- anlegir stuðningsmenn ríkisstjórnar Stéingríms Hermannssonar. Sér- staklega hafa Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir og Óli Þ. Guðbjartsson verið talin líkleg. „Það er þjóðarskömm að Alþýðu- bandalagið skuli standa í vegi fyrir því að hér skuli mynduð meirihluta- stjórn. Þessi flokkur, sem hefur ekki nema átta þingmenn, neitar að ræða við okkur, sem höfum þó sjö þing- menn. Það er því enginn munur á þingstyrk þessara flokka. Þetta gerðu þeir þó að málefnaleg sam- staða væri fyrir hendi svo að hér mætti setjast að völdum meirihluta- stjórn," sagði Albert. -gse EINANGRUNAR GLER LOKI Mér skilst að Albert sé að segja eins og refurinn forðum: „Berin eru súr." AUir þingmenn Alþýðubandalagsins styðja stjóm Steingríms: Enn vantar einn þing mann upp a meirihluta - víöa leitað fanga þar sem Stefán Valgeirsson gerir kröfu Eftir að þingflokkur Alþýðu- Hermannsson. bandaiagsins samþykkti að standa En þó Stefán geti ráðið úrslitum heill og óskiptur að þátttöku í um hvort Steingrími tekst að berja stjórn Steingríms Hermannssonar saman stjóm hefur verið leitað til um ráðherrastól virðist Stefán Valgeirsson vera kominn í lykilaðstöðu í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Hann gerir hins vegar skýjausa kröfu um að fá saragönguráðuneyt- ið. Það eiga hinir flokkarnir erfitt með að sætta sig við. „Það þarf að ræða aftur við Stef- án. Ég vil segja það að það er erfitt að taka við slíkum kröfum. Vana- lega eru ráðherraembætti ekki rædd fyrr en samstaða er komin um málefni,“ sagði Steingrímur fleiri um hugsanlegan stuðning víð stjórnina. Eins og fram kemur í DV í dag er Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir nú að velta slíkum stuðningi fyrir sér. Sá málefnasamningur sem flokk- arnir þrír hafa komið sér saman ura er svo til óbreyttur frá því sem ákveðið var á laugardaginn áður en upp úr viðræðum flokkanna slitnaði. „Alþýðubandalagið kom og lagði fram nokkrar spurningar sem við ræddum. Það kom í ljós að þeir hafa breytt um afstöðu. Þeir vilja ganga til þessa stjórnarsamstarfs á þeim grundvelli sem vár orðinn ákveðinn bæði með fyrstu aðgerðir og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar,“ sagði Stemgrímur í gær eftir að þingmenn Alþýðubandalagsins sneru aftur til viðræðnanna. í þessu samkomulagi felst að launafrysting gildir til 15. febrúar og verðstöðvun út þann mánuð. Þá munu Alþýðubandalagsmenn einnig hafa fallið frá neitunarvaldi sínu um byggingu nýs álvers í Straumsvík. En þó samstaða hafi náöst milli þessara þriggja flokka er enn óvíst um hvort þeir geti tryggt sér stuðn- ing meirihluta þings. „Ef allir þingmenn Alþýðubanda- lagsins ganga til þessa samstarfs þá erum við ekki nema þrjátíu og einn en þurfum aö vera þrjátíu og tveir. Það þarf meiri stuðning,“ sagði Steingrímur. Plokkarnir þrír hafa boðað mið- stjórnir sínar og flokksráð til fund- ar síðdegis í dag og í kvöld. Þá verð- ur endanlega gengið frá stjórninni ef þrítugasti og annar þingmaður- inn fæst. Ef það gengur eftir mun stjórnin taka við i fyrramálið. -gse Stefnir í að laun hækki um 2,5% 1. október hækkunin ekki afturvirk Laun munu hækka um 2,5% 1. október en þá renna bráðabirgðalög ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, frá því í ágúst, úr gildi. Þau lög frystu þá launahækkun sem átti aö vera 1. september. Nokkuð hefur verið um það að fólk hafl verið að velta fyrir sér hvort hækkun launa, ef af verður, verði afturvirk. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem fengust hjá Vinnuveit- endasambandinu og Alþýðusam- bandinu þá er ekki sá skilningur lagður í lögin að þau geti verið aftur- virk. Hjá VSÍ var okkur sagt að það væri ótvírætt að þessum lögum heföi verið frestaö og þau yrðu ekki aftur- virk. Hefur t.d. ekki veriö gert ráð fyrir þeim möguleika í sambandi við útselda vinnu. -SMJ Annir hjá lögreglu: 20 árekstrar í gær Gamli maðurinn sem lýst var eftir í nótt fannst á gangi á Reykjanesbraut, gegnt Blesugróf, um sjöleytiö í morg- un. Hafði maðurinn farið að heiman í nótt, en þar sem hann er haldinn hrörnunarveiki átti hann i erfiðleikum með að rata heim aftur. Var það strætisvagnabílstjóri sem sá manninn á gangi og gerði lögreglunni viðvart. Var mann- inum ekið heim til sín og var hann hress miðað við aðstæður. ' DV-mynd S Veðrið á morgun: Afram norðanátt Á morgun verður norðanátt á landinu, nokkuð hvöss á Austur- landi. Á Norðaustur- og Austur- landi verður slydda eða éljagangur og dálítil él á annesjum norðan- lands en bjart að mestu á Suður- og Vesturlandi. Hitinn á landinu verður 0-6 stig. 20 árekstrar urðu í Reykjavík í gær, þar af 5 þar sem kranabíll þurfti aö draga annan eða báða bíla af staðnum. Tvö slys urðu, ekið var á unga konu og barn en hvorugt slas- aðist að ráði. Að sögn lögreglunnar eru árekstr- ar aö færast í aukana og eru 20 árekstrar á dag ekki óvanalegt. Að- eins einn bíll er í slysarannsókn all- an sólarhringinn og mikið álag á honum. Er mikið um að lögregla sé beðin að taka skýrslu þar sem fólk getur hæglega bjargað því sjálft. -hlh Húsavik: 19kindurdrápust í árekstri Ekið var inn í kindahóp við bæinn Torfunes í Kinn, ekki langt frá Húsa- vík, í nótt. Drápust 19 kindur viö áreksturinn. Það snjóaöi á þessum slóðum í nótt og því einhver hálka og slæmt skyggni. -hlh r i i : i i i i i i i i i i i i i i i i í i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.