Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 28
G6 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. 4^Húsnæðisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD___________ Sími 696900 Útboð Stjórn verkamannabústaða, Ólafsfirði, óskar eftir til- boðum í byggingu tveggja einbýlishúsa úr stein- steypu; verk nr. A. 01.02. úr teikningasafni tækni- deildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvors húss 125 m2. Brúttórúmmál hvors húss 410 m3. Húsin verða byggð við götuna Mararbyggð 10-12, Ólafsfirði, og skal skila fullfrágengnum, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu, Ólafs- vegi 4, 625 Ólafsfirði, og hjá tæknideild Húsnæðis- stofunar ríkisins frá þriðjudeginum 27. sept. 1988 gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðju- daginn 4. okt. 1988 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Stjórnar verkamannabústaða á Ólafsfirði tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins Fréttir Enska atvimiiniiðlunin: Dreifir nöfhum fyrirtækja að þeim forspurðum ^Húsnæðisstofnun ríkisins Enska atvinnumiðlunin, sem DV hefur fjallað um að undanfórnu, aug- lýsir nöfn íslenskra fyrirtækja að þeim forspurðum. í bæklingi, sem miðlunin hefur látið gera og dreifir í Englandi, er að finna nöfn all- margra íslenskra fyrirtækja í fisk- vinnslu, iðnaði, málningarfram- leiðslu, sápuframleiðslu og rafiðnaði. Ekki vissu þeir forsvarsmenn fyr- irtækja, sem DV ræddi við, að þeir væru á lista hjá ensku atvinnumiðl- uninni. Kváðust þeir aldrei hafa heyrt miðlunina nefnda en bar hins vegar saman um að óvenjumikið hefði borist til þeirra af atvinnuum- sóknum frá Englandi. Ekki sögðust þeir hafa ráðið fólk eftir þessum umsóknum en stæði hins vegar á IUMFEROAR írád brosum/ og W alltgengurbetur * "* í Askrifendur! Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti. Meðþessum boðgreioslum vinnstmargt: • Þarlosaáskitféndur viðónæoivegnainn- heimtu. • Þæreruþægilegur greioslumátísem tryggtrsklinsar grelðslurþráttfyrir annireðafjarvistir. • Þærléttablaðberan- umstðrflnenhann heMurþóóskerbim tekjum. • Þæraukaoryggi. Blaðberarerutil dæmisoftmeðtólu- veroarfjárhæðirsem getaglatast Hafið samband við afgreiðslu ÐV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 í síma 27022 eða við umboðsmenn okkar ef óskað er nánari upplýsinga. sama þótt miðlunin væri með fyrir- tæki þeirra á skrá. Þeir útlendingar, sem fá lista hjá atvinnumiðluninni með nöfnum ís- lensku fyrirtækjanna, svo og leið- beiningar um hvernig sækja skuh um vinnu á íslandi, greiða 6 pund fyrir. Þar með eru þeir orðnir með- limir svokallaðs „ísklúbbs" og geta fengið frekari upplýsingar sér aö kostnaðarlausu hjá miðluninni. í leiðbeiningum, sem meðlimir „ís- klúbbsins" fá, er m.a. sagt að þeir skuh sækja um vinnu a.m.k. til árs. Það líti betur út og vinnuveitendur séu þá líklegri til að ráða útlending- ana heldur en til skemmri tíma. Enn fremur segir að viðkomandi geti hins vegar snúið heim fyrr, eða innan árs, sýnist honum svo. Þá bendir miðlunin á að vænlegt sé að nefna í vinnuumsóknihni, að viðkomandi hafi áhuga á að læra íslensku. íslend- ingar séu mjög stoltir af landi sínu og menningu og fyllist ánægju viti þeir af útlendingum sem hafi áhuga á landi og þjóð. Séu þeir þá líklegri til að bíta á agnið. .jss ' ¦ - ¦'¦¦ ¦ ¦ ¦' _____________ ¦'..... --¦.¦--...... . ... ¦ .... ,--.¦-¦: Norskir og ísfirskir pennavinir við Sjóminjasafnið á ísafirði. ísafjörður: Norskir pennavinir í heimsókn Siguijón J. Sigurðssan, DV, ísafirði: Sjöundi bekkur grunnskólans á ísafirði fékk skemmtilega heimsókn í síöustu viku, en þá komu til þeirra um 30 norskir pennavinir þeirra úr Semskóla í Tönsberg í Suður-Noregi. Þau hafa skipst á bréfum í tvo vetur að frumkvæði dönskukennara þeirra úr 5. bekk, Ástu Björnsdóttur. Með krökkunum í för voru þrír kennarar og gistu Norðmennirnir á heimilum ísfirsku krakkanna frá föstudegi til laugardags. „ísfirsku börnin hafa tekiö vel á móti okkur en þau heföu mátt vera duglegri við að skrifa," sagði Marit Halvordsen, kennari norsku barn- anna, við DV. „Þetta er mjög lær- dómsríkt fyrir okkur og eflaust verð- ur auðveldara fyrir þau að skrifa næsta vetur." Börnin skoðuðu sig um á ísafirði á fóstudag. Meðal annars heimsóttu þau nýja Stjórnsýsluhúsið og Sjó- minjasafnið. Um kvöldið var svo dansað í Sponsinu og daginn eftir var farið í sundferð til Bolungarvíkur. ísafjörður: Guðmundur Gíslason Vest- fjarðameistari í skák Sigurjón J. Sigurðssan, DV, ísafirði: Vestfjarðamótið í skák fór fram um síðastliðna helgi í Súðavík og það var ísfirðingurinn Guömundur Gíslason sem fór heim með titilinn Vestfjarða- meistari 1988. Jón Garðar Viðarsson, Reykjavík, Björgvin Jónsson, Kefla- vík, og Guðmundur voru efstir og jafnir með 4 og 1/2 vinning af 6 mögu- legum, en þar sem Guðmundur var eini Vestfirðingurinn hlaut hann tit- ilinn, auk farandbikars og annars til eignar. Peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin voru-samtals 32.000 krónur og skiptu þremenningarnir þeim á milli sín. í 4.-5. sæti vora Guðmundur Halldórsson, ísafirði, og Róbert Garðarsson, Reykjavík, báðir með 4 vinninga. Guðmundur Gislason, nýbakaður Vestfjarðameistari í skák 1988, þungt hugsi við taflborðið. Einnig fór fram hraðskákmót á laugardagskvöldið og var Guðmund- ur Gíslason einnig efstur þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.