Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 16
16 Spumingin Hvað ferðu oft í leikhús yfir veturinn? Jóna Dís Steindórsdóttir: Aldrei. Ottó Sverrisson: í mesta lagi einu sinni. Már Jóhannsson: Svona einu sinni. Kristín Stefánsdóttir: Ég fer svona tvisvar til þrisvar á vetri Magnús Alfreðsson: Ég fer í mesta lagi einu sinni. Oliver Karlsson: Aldrei. ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. Lesendur________________________________________________dv Dýrar samgöngur á íslandi: Því ekki jámbraut? „Járnbrautir eru orðnar mjög fullkomnar í Evrópu". - Stolt frönsku járn- brautanna, SNCF. Lárus Björnsson skrifar: Það er kunnara en frá þurfi að segja að í flestum menningarlöndum heims gegna járnbrautir mikilvægu hlutverki í samgöngukerfinu. Sums staðar er því þannig varið að útilokað væri að leggja þær niður án þess að það kæmi niður á akbrautakerfinu með stórauknum umferðarþunga. Raunar hefur þetta skipst í tvo horn að því er t.d. varðar Evrópu og Bandaríkin. í Evrópu eru járnbrautir alltaf jafn mikilvægar samgöngu- æðar og þróunin á þessu sviði mjög ör en í Bandaríkjunum hefur járn- brautin lotið í lægra haldi fyrir bílum og flugvélum. Hér á landi komst járnbraut aldrei almennilega í gang þrátt fyrir mikinn áhuga á tímabili. Þetta mál rifjaðist upp fyrir mér er ég las grein um þetta í Þjóðviljanum fyrir nokkru og var þar vitnað í rithöfundinn Jóhannes Birkiland sem þekktastur er fyrir sjálfsævisögu sína Harmsaga ævi minnar. Jóhannes var einn ötulasti talsmaður járnbrautasamgangna á íslandi. Haft er eftir Jóhannesi: „Alls ekki er hægt að lifa menningarlífi án járn- brauta". Og síðar: „Viðurkennt er að ísland sé ekki numið land að heitið geti. Alls staðar hafa járnbrautir far- ið á undan landnámi. Ekkert land- nám getur þrifist án járnbrauta. ís- land er háð sömu eðlislögum og önn- ur lönd jarðarinnar. An járnbrauta verður ísland ónumið land að kalla, að eilífu....“. - Svo mörg voru þessi orð Jóhannes- ar Birkiland sem Þjóðviljinn vitnar til. En er það svo fjarri lagi að ætla að land sem ekki nýtir sér þennan afar hagkvæma kost í samgöngum, sem járnbrautir eru, sé enn á land- námsskeiði? ísland strjálbýlt og illt yfirferðar. Þaö hefði því verið mun ódýrara að leggja hér jámbraut hringinn í kringum landið en þennan svokallaöa hringveg sem nýtist aldr- ei að neinu gagni og borgar sig því engan veginn. Þróun þessarar samgöngutækni með rafmagn sem orkugjafa er orðin mjög fullkomin í öllum Evrópulönd- unum, eins og t.d. í Vestur-Þýska- landi og Frakklandi að ekki sé talað um Sviss sem er einna fremst í þess- um efnum. Ég held því aö við íslend- ingar ættum að láta kanna alvarlega alla kosti þess að leggja járnbraut hér. - Ekki endilega sem hringnet um landið heldur kannski fyrst og fremst frá Reykjavík til helstu þétt- býliskjarna svo sem um Suðurnes og svo beinustu leið milli Akureyrar og Reykjavíkur. Einnig ætti Reykja- víkurborg að kanna kosti þess að nota rafmagnsvagna innanbæjar líkt og víða er gert þar sem rafmagn er talið dýrara en hér. Mömmusulta stendur fyrir sínu Gunnar Haraldsson, framleiðandi Mömmusultu skrifar: í DV þann 20. sept. sl. birtist les- endabréf frá neytanda sem er mjög óánægður með rabarbarasultu. Hann spyr hvort slumpað hafi verið rotvarnarefnum í skammtinn eða hvort sultan hafi verið óæt í upphafi! Hvorugt er rétt og sjálfsagt byggt á misskilningi og að einhverju leyti þeim hræösluáróöri sem sum blöö hafa verið að ala á undanfarið. Reyndar er það athyglisvert að þrátt fyrir að helsti sérfræðingur landsins um aukaefni, Jón Gíslason hjá Holl- ustuvernd, hafi sagt að ekki sé um hættuleg efni að ræða þá er bréfiö samt birt með stórri fyrirsögn! Fle- stallar sultur hérlendis eru rotvarð- ar með aukaefnum. Hver kannast ekki við mygluna á sultunni inni í búri? Margir þeir sem stunda sultu- gerð heima kaupa einnig rotvarnar- efni úti í búð og blanda saman við sultuna. Þá er öruggt að hún skemm- ist ekki. í rabarbarasultunni er það sykur- inn, sem bætt er út í, og sýran í rabar- baranum sem gefa bestu rotvörnina en með notkun mygluverjandi efna er hægt að hindra mygluskánina og lengja rotvörnina enn frekar þar sem þessi efni vinna öll mun betur saman en sitt í hverju lagi. Rotvarnarefnin E 11 (bensónat) og E 330 (sítrónu- sýra) eru algeng í náttúrunni og al- gengustu rotvarnarefnin í notkun hérlendis og er magn þeirra sem notað er mjög lítið eða um 0,l%-0,2%. Þau eru leyfð í matvælum til að lengja geymsluþol og verjast stór- hættulegum efnum sem geta hæg- lega valdið sýkingum eins og dæmin sanna. Það slumpar enginn á þau vegna þess aö þau eru dýr og of mik- ið magn veldur rammsterku sýru- bragði en ekki sætu eða beisku eins og neytandi sagði. Hvað varðar spurningu neytand- ans um hvort sultan hafi verið óæt í upphafi er það að segja aö notaður er íslenskur rabarbari sem er hakk- aður og frystur á sumrin og unninn í sultu jafnt yfir árið. Sultan er fram- Mömmusulta. - „Islenskur rabarbari, hakkaður og frystur á sumrin og unn- inn jafnt yfir allt árið,“ segir m. a. í bréfinu. leidd á sama hátt og „mamma gerir“. Hvaö sem rotvarnarefnum líður skiptir mestu máli að hreinlæti sé í góðu lagi við framleiðsluna. Rot- varnarefni virka ekki nægjanlega ef allt er fullt af óhreinindum. Við hjá Búbót leggjum okkur öll fram við að hafa góða og vandaða framleiðslu. Á þeim sex árum sem „Mömmusulta" hefur verið á markaöinum hefur ver- ið kvartað að jafnaði sjaldnar en einu sinni á ári vegna galla í vörunni. Það er stefna okkar að nota sem mest af rabarbara, jarðarberjum og tilheyr- andi ávöxtum í sulturnar okkar, en ekki fylla krukkurnar af vatni og bindiefnum með lítilsháttar ávöxtum á kostnað gæðanna. Ég hvet alla neytendur eindregið til að lesa þær greinar sem hafa ver- ið skrifaðar af skynsemi um þessi mál eins og t.d. eftir Jón Gíslason í Heilbrigðismálum nr. 2 á þessu ári. Nær væri að dagblöðin skrifuðu á fræðandi hátt um aukaefnin en ekki í æsifréttastíl, sérstaklega þegar búið er að segja þeim frá að um misskiln- ing sé að ræða. Er það von mín að blaðamenn og neytendur snúi sér beint til fyrirtækja áöur en birtar eru æsifregnir um málefni sem þeir greinilega hafa ekki þekkingu á. Þjóðin vill kosningar sem fyrst „Það sem Kyennalistakonurnar vilja er þjóðstjórn og síðan kosningar, það er það skynsamlegasta sem komið hefur fram lengi,“ segir í bréfinu. Rauðhetta skrifar: Nú er allt komið í óefni í stjórn- málunum eins og alhr vita og er mörgum heitt í hamsi þessa stund- ina. Almenningur á heimtingu á kosningum sem fyrst. En þá ber svo við að sumir flokkarnir telja það ekki „æskilegt"! Eins og staðan er í dag verður fólk að fá aö dæma sjálft hvaða flokk það kýs til að stjórna landinu. Ég held að gömlu „kalla“-flokkarnir þori ekki í kosningar. Gamalt máltæki segir að maöur uppskeri eins og maður sáir. Það sem Kvennalistakonurnar vilja, þ.e. aðmyndaþjóðstjórnogfara síðan út í kosningar, er það skynsam- legasta sem hefur komið fram í stjómmálavitleysunni í langan tíma. Á ég virkilega að trúa því aö þeir Jón Baldvin, Steingrímur, Þorsteinn og Ólafur Ragnar séu svo miklir „eigin- hagsmunaseggir" aö þeir gleymi þjóöinni sinni í „stólastríðinu mikla“? Þjóðin þeirra vill kosningár sem fyrst og væri gott að þeir læsu þetta og tækju mark á því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.