Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. -1- Utlönd Harðlínumaður forsætisráðherra Mieczyslaw Rakowski, meölimur stjórnmálaráðs pólska kommúnista- flokksins og fyrrum samningamaður pólskra yfirvalda við Samstöðu, hin bónnuðu verkalýðssamtök, sem aldrei hefur farið leynt með andúð sína á samtökunum, verður í dag skipaður forsætisráðherra Póllands. Þingið mun formlega leggja bless- un sína yfir útnefningu Rakowskis sem var tilkynnt eftir sjö klukku- stunda fund í miðnefnd kommúni- staflokksins í gær. Rakowski, sem er sextíu og eins árs að aldri, kemur í stað Zbioniew Messner sem var rekinn úr embætti í síðustu viku vegna þess hve srjórn hans hafði illa tekist að ná tökum á efnahagsmálum í landinu og einnig hve mörg verkfóll Samstöðu náðu að brjótast út í síðasta mánuði. Rakowski er atvinnumaður í áróð- ursmálum og var aðalsamningamað- ur stjórnarinnar við Samstöðu áður en Samtökin voru bæld niður með herlögum árið 1981. Hann kryddar ræður sínar með því að kalla Samstöðu „póhtíska and- stæðinginn" og „óvin stéttarinnar" en hann viðurkennir hins vegar að stjórnvöld verði að axla sinn hluta af ábyrgðinni á því að það var mis- lukkuð stefna þeirra sem olli verk- föllunum á þessu ári. Að sögn vestrænna stjórnarerind- reka í Póllandi er val stjórnvalda á Rakowski greinilega til þess fallið að fulMssa harðlínumenn í flokknum um að srjórnvöld ætli ekki að beygja sig fyrir Samstöðu í komandi yiðræð- um. Czeslaw Kiszczak innanríkisráð- herra sagði Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, fyrir skömmu að stjórn- völd kynnu að lögleiða Samstöðu á nýjan leik en aldrei sem þau frjálsu, óháðu samtök sem þau urði 1980-81, þegar þau voru lögleg. Þrátt fyrir að afstaða stjórnvalda sé hörð á yfirborðinu hafa stuðnings- menn Samstöðu fylgt eftir verkföll- unum í síðasta mánuði með því að stofha vinnustaðafélög og hafa ekki farið leynt með það. Stjórnvöld hafa að mestu látið þessi félög óáreitt. Reuter Mieczyslaw Rakowski, hinn nýi forsætisráðherra Póllands. Húsgögn ?? Skápar, sófar,boró og bekkir, betri kaup þú varla þekkir. LeitaÓu ei um hæóir og hóla, heldur skaltu á okkur...... >5 • • SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI 27022 Grískur lögreglumaður slær mólmælanda með kylfu. Simarnynd Reutcr Óeirðalögreglu og ungura koraraunistum lenti saman í gær í miöhluta Aþenu eftir mótoælagóngu að gríska þinginu. Kormntoistarnir höfðu skipulagt gönguna til að krefjast harðari dóms yfir lögreglumanni sera dæradur var í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa skotið til bana firamtán ára ungling í mótmælaaðgerðum árið 1985. Ferðamenn flúðu þegar átökin breiddust út. Brotnar voru rúöur í banka og brotist var inn í vopnaverslun og byssura stoljð þar. Var þetta í annað sinn á þremur sólarhringum sem lögreglu og mótmæl- endum lenti saman í miðborg Aþenu. Kokaínfundur Karabíska- haf Tvö þúsund tonn af kókaíní voru gerd upptask f kókaínverksmiðju f austurhluta Kólumbíu á sunnu- daginn. Herinn í Kólumbíu tilkynnti í gær að hann hefði fundið stóra kókaínvérksmiöju í frumskógun- um í austurhluta landsins. Rúm- lega tvö þusund kfló af kókaíni voru gerð upptæk. Að sógntalsmannshersins gerðu hermenn og lögreglumenn, sem íluttir voru með þyrlum, innrás í verksmiðjuna á sunnudagina Sex menn voru. handteknir. Pjörutiu tókst að flýja við innrásina. MiMð magn af vopnum og skotfærura var gert upptækt í leiðinni Pram- leiðslugeta verksmiðjunnar, sem er í Viehada héraðinu, er þrjú tonn á mánuði. Kókalauf frá bæði Perú og Bóliv- íu voru unnin í verksmiðjunni og síðan var flogið með framleiðsluna til Bandaríkjanna. í vesturhluta Kólumbíu hlutu átta manns alvarleg brunasár þegar sprenging varð í kókdnverksmiðju þar. Mótmæli á Kýpur Kanadískir hermenn úr friðargæslusvÐitum Sameinuðu þjóðanna hindra stúdenta í Nikósiu á Kýpur frá því að komast í átt að hliði inn f tyrk- neska hlufa borgarinnar. Símamynd Reuter tjnaanfarnaaaga hafa Kýpurbúar af grfskum uppruna efht til mótmæla- aðgerða í Nikósíu, nálægt grænu línunni sem skiptir borginm í tvennt, railli gríska og tyrkneska hlutans. Hafa raótmælin farið fram vegna meints ráns á táningsstúlku á norður- hluta eyjunnar, nálægt tyrkneska hlutanum. Prakkar hafa hafnað beiðni Evrópuráðsins um aö slaka á reglugerðinni ura vegabréfsáritanir tíl landsins. Forsetí Evrópuráðsins, Michel Rocard, tjáði fréttamönnum eftir fund sinn með forsætisráðherra Frakklands, Michei Rocard, að forsætísráð- herrann hefði sagt að hahn gætí ekki slakað á regiugerðinni án fulis sam- þykkis stíórnar sinnar. Samkvæmt reglugerðinni er kraflst vegabréfsáritunar af erlendum ferðamönnum nema þeira sera komafrá Evrópnbandalagsríkjunura, Sviss ogláechtenstein. Lögin voru sett fyrir tveimurárum af þáverandi forsæt- isráðherra, Jacques Chirac, eftir öldu sprengjutilræöa í París. Lögin hafa vakið mikla gremju og fyrr í þessum mánuði hvatti Sten Andersson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, tíl þess að fundir Evrópuráösins í Prakklandiyrðu ekld sóttir neraa lögin yrðuaraurain. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.