Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1988, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988.
Útlönd
Harðlínumaður
fbrsætisráðherra
Mieczyslaw Rakowski, meölimur
stjómmálaráös pólska kommúnista-
flokksins ogfyrrum samningamaður
pólskra yfirvalda viö Samstöðu, hin
bönnuöu verkalýðssamtök, sem
aldrei hefur farið leynt meö andúð
sína á samtökunum, verður í dag
skipaður forsætisráðherra Póllands.
Þingið mun formlega leggja bless-
un sína yfir útnefningu Rakowskis
sem var tilkynnt eftir sjö klukku-
stunda fund í miðnefnd kommúni-
staflokksins í gær.
Rakowski, sem er sextíu og eins árs
að aldri, kemur í stað Zbioniew
Messner sem var rekinn úr embætti
í síðustu viku vegna þess hve stjórn
hans hafði illa tekist að ná tökum á
efnahagsmálum í landinu og einnig
hve mörg verkföll Samstöðu náðu að
brjótast út í síðasta mánuði.
Rakowski er atvinnumaður í áróð-
ursmálum og var aðalsamningamað-
ur stjórnarinnar við Samstöðu áður
en Samtökin voru bæld niður með
heriögum árið 1981.
Hann kryddar ræður sínar með því
að kalla Samstöðu „pólitíska and-
stæðinginn" og „óvin stéttarinnar“
en hann viðurkennir hins vegar að
stjórnvöld verði að axla sinn hluta
af ábyrgðinni á þvi að þaö var mis-
lukkuð stefna þeirra sem olli verk-
fóllunum á þessu ári.
Að sögn vestrænna stjómarerind-
reka í Póllandi er val stjórnvalda á
Rakowski greinilega til þess fallið að
fullvissa harðlínumenn í flokknum
um að stjórnvöld ætli ekki að beygja
sig fyrir Samstöðu í komandi viðræð-
um.
Czeslaw Kiszczak innanríkisráð-
herra sagði Lech Walesa, leiðtoga
Samstöðu, fyrir skömmu að stjórn-
völd kynnu aö lögleiða Samstöðu á
nýjan leik en aldrei sem þau frjálsu,
óháðu samtök sem þau urði 1980-81, unum í síðasta mánuði með því að
þegar þau voru lögleg. stofna vinnustaðafélög og hafa ekki
Þrátt fyrir að afstaða stjórnvalda farið leynt með það. Stjómvöld hafa
sé hörð á yfirborðinu hafa stuðnings- að mestu látið þessi félög óáreitt.
menn Samstöðu fylgt eftir verkfóll- Reuter
Mieczyslaw Rakowski, hinn nýi forsætisráðherra Pollands.
Húsgögn
ff
Skápar, sófar, borÓ og bekkir,
betri kaup þú varla þekkir.
Leitaóu ei um hæÓir og hóla,
heldur skaltu á okkur.....
11
smAauglysingar
SÍMI 27022
Grískur lögreglumaður slær mótmælanda með kytfu.
Símamynd Reuter
Óeirðalögreglu og ungum komraúnistum lenti saman í gær í miöhluta
Aþenu eftir mótmælagöngu að gríska þinginu.
Koramúnistarnir höfðu skipulagt gönguna til að krefjast harðari dóms
yfir lögreglumanni sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir
að hafa skotið til bana fimmtán ára unglingí mótmælaaðgerðum árið 1985.
Ferðamenn flúðu þegar átökin breiddust út. Brotnar voru rúöur í banka
og brotist var inn i vopnaverslun og byssum stolið þar.
Var þetta í annað sinn á þremur sólarhringum sein lögreglu og mótmæl-
endum lenti saman í miðborg Aþenu.
Kókaínfundur
Tvö þúsund tonn af kókaíni voru
gerð upptæk i kókainverksmiðju í
austurhluta Kólumbiu á sunnu-
daginn.
Herinn í Kólumbíu tilkynnti í
gær að þann hefði fundið stóra
kókaínvérksmiðju í frumskógun-
um í austurhluta landsins. Rúm-
lega tvö þúsund kíló af kókaíni
voru gerö upptæk.
Að sögn talsmanns hersins gerðu
hermenn og lögreglumenn, sem
fluttir voru með þyrlum, innrás í
verksmiðjuna á sunnudaginn. Sex
menn voru handteknir. Fjörutíu
tókst aö flýja við innrásina. Mikið
magn af vopnum og skotfærum var
gert upptækt i leiöinni. Fram-
leiðslugeta verksmiðjunnar, sem
er í Vichada héraðinu, er þijú tonn
á mánuöi.
Kókalauf frá bæði Perú og Bóliv-
íu voru unnin í verksmiðjunni og
síðan var flogið með framleiðsluna
til Bandaríkjanna.
í vesturhluta Kólumbíu hlutu átta manns alvarleg brunasár þegar
sprenging varö í kókaínverksmiðju þar.
Mótmæli á Kýpur
Kanadiskir hermenn úr friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna hindra
stúdenta í Nikósiu á Kýpur frá því að komast í átt að hliði inn i tyrk*
neska hluta borgarinnar. Símamynd Reuter
Undanfarna daga hafa Kýpurbúar af grískum uppruna efiit til mótmæla-
aðgerða í Nikósiu, náiægt grænu línunni sem skiptir borginni í tvennt,
milli gríska og tyrkneska hlutans.
Hafa mótmælin farið fram vegna meints ráns á táningsstúlku á norður-
hluta eyjunnar, nálægt tyrkneska hlutanum.
Frakkar hafa hafnað beiðni Evrópuráðsins um aö slaka á reglugerðinni
ura vegabréfsáritanir til landsins.
Forseti Evrópuráðsins, Michel Rocard, tjáði fréttamönnum eftir fund
sinn með forsætisráðherra Frakklands, Michel Rocard, að forsætisráð-
herrann hefði sagt að hann gæti ekki slakaö á reglugerðinni án fulls sam-
þykkis stjómar sinnar.
Samkvæmt reglugerðinni er krafist vegabréfsáritunar af erlendum
ferðamönnum nema þeim sem koma frá Evrópubandalagsríkjunum, Sviss
og Liechtenstein. Lögin voru sett fyrir tveiinur árum af þáverandi forsæt-
isráöherra, Jacques Chirac, eftir öldu sprengjutilræða í París.
Lögin hafa vakið mikla gremju og fyrr í þessum mánuði hvatti Sten
Andersson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, til þess að fundir Evrópuráðsins
í Frakklandi yrðu ekki sóttir nema lögin yrðu afiiumin. Keuter