Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Side 7
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988. 7 Fréttir Erlendir endurtryggjendur: Herða reglur varðandi tjónabætur í fiskeldi Erlend endurtryggingafyrirtæki í fiskeldi hafa sent íslenskum trygg- ingafélögum bréf þar sem skýrt er frá því aö þau muni ekki greiða tjón ef gat kemur á net í eldiskví og fiskur sleppur út ef ekki er hægt að skýra nákvæmlega hvemig gatið kom á nótina. Bjarni Pétursson hjá Sjóvá staðfesti að þeir hefðu nýverið fengið svona bréf. „Ég hef í sjálfu sér enga skýringu á því hvers vegna bréfið var sent en tel það hins vegar ekki óeðlilegt að hafa þetta svona. Það hefði ekki ver- ið óeðlilegt að þetta ákvæði hefði verið sett í tryggingaskilmálana strax,“ sagði Bjarni í samtali við DV. Hann sagði að ef enga skýringu væri að finna á því hvers vegna gat kæmi á nót í eldiskví hlyti það að vera umdeilanlegt hvort bæta eigi það tjón. Að minnsta kosti mætti kalla það grátt svæði í tryggingun- um. Samkvæmt heimildum DV kom gat á nót í eldiskví hjá einu fiskeldisfyr- irtækjanna fyrir nokkru og fiskur slapp út. Ekki hefur verið hægt að útskýra hvemig gatið kom á nótina en tjónið var bætt. Héðan í frá verða svona tjón ekki bætt nema eitthvað sérstakt gerist Einar Jónatansson, skrifstofustjóri Einars Guöfinnssonar, segir að Kristinn H. Gunnarsson fari rangt með tölur um skuldir fyrirtækisins. Skuldirnar 12 milljónir - segir Einar Jónatansson, hjá Einari Guðfínnssyni Sigurján J. Sigurðssan, DV, Vestfjörðum: „í frétt, sem birtist í DV miðviku- daginn 26. október sl„ var haft eftir Kristni H. Gunnarssyni, bæjarfull- trúa í Bolungarvík, að Einar Guð- finnsson hf. og systurfyrirtæki skul- duðu bæjarsjóði Bolungarvíkur um 20 milljónir króna. Þær tölur eru rangar,“ sagði Einar Jónatansson, skrifstofustjóri hjá EG, í samtali við DV, aðspurður um skuldir fyrirtækj- anna. „Ég harma að ekki tókst að hafa samband við forsvarsmenn fyrirtæk- isins þegar fréttin var skrifuð," sagði Einar. „Þessi alranga frétt hefur nú verið flutt alþjóð af fréttaritara út- varpsins á Vestfjörðum. Sú staðreynd aö hann lpitaði ekki staðfestingar á þessum tölum hjá bæjaryfirvöldum né viðkomandi fyr- irtækjum vekur undrun mína. Það lætur nærri að þinggjalda- skuldirnar nemi 8,7 milljónum og vangreidd fasteignagjöld eru um 3,2 milijónir, samtais um 11,9 milljónir. Þá er gjaldfallin skuld fyrirtækjanna við hafnarsjóð Bolungarvíkur um 1 milijón króna sem er 1-2 mánaða viðskipti. Það er vissulega áhyggjuefni aö sjávarútvegsfyrirtæki, ekki bara á Vestfjörðum heldur vitt og breitt um landið, skuh búa við þær aðstæður að þau geta í mörgum tilvikum ekki staðið í skilum viö sveitarfélög og þjónustufyrirtæki. . Það er mín skoðun að neikvæður fréttaflutningur, sem byggist jafnvel á röngum staðhæfingum, sé ekki til þess fallinn að styrkja stöðu vest-. firskrar byggðar," sagði Einar. „Ég byggi það sem ég sagði á upp- lýsingum sem lagðar voru fram á fundi bæjarráös í síðasta mánuði,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson bæjar- fulltrúi þegar máhð var borið undir hann. „Samkvæmt mínum eigin at- hugunum virðast þær réttar. Þarna á eftir að reikna út dráttar- vexti hjá hafnarsjóði frá áramótum. Einar tekur ekki heldur með í sinn útreikning októbergjalddaga opin- berra gjalda og lækkar töluna um tvær mihjónir með því. Ég fæ út að heildarskuld, sem komin er í gjald- daga, sé um 18,5 milljónir og frá því dragast 2,5 mihjóna viðskipti sem bærinn hefur átt við EG vegna veit- ingahússins Skálavíkur. Staðan er því sú aö í vanskilum eru um 16 milljónir og á gjalddögum í nóvember og desember eiga að greið- ast 4 milljónir samkvæmt áætlun." sem veldur því að nótin rifnar. Þar getur verið um að ræða ofviðri, að bátur fari í nótina, rekaviður gæti rifið hana, svo dæmi séu tekin. Marg- ir halda því fram að selur geti nagað gat á nót til að ná í fisk. Aðrir eru vantrúaðir á að hann geti það. Tryggingar í fiskeldi þykja hið mesta hættuspil og þess vegna eru tryggingafyrirtækin komin með fiskifræðinga eða fiskeldisfræðinga í sína þjónustu. Þeir fylgjast reglulega með þeim fiskeldisfyrirtækjum sem tryggð eru hjá tryggingafyrirtækjum þeirra. -S.dór Skóverksmiöjan Strikiö á Akureyri: „Þetta hefur gengið eins og í draumi“ - segir Haukur Armannsson framkvæmdastjórl Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyit „Þetta hefur gengið alveg eins og í draumi og miklu betur en við þorðum að gera okkur vonir um áður en við fórum út í þetta,“ segir Haukur Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Skóverksmiðjunnar Striksins á Akureyri, en Haukur er einnig einn 6 eigenda verksmiðj- unnar. Sexmenningarnir keyptu skó- verksmiöjuna af Sambandinu en rekstur hennar hafði þá gengið iha og mikil óvissa verið ríkjandi lengi, t.d. hjá starfsfólkinu sem átti sífeht yfir höfði sér að standa uppi at- vinnulaust. „Við endurréðum alla sem höfðu áhuga á að starfa hér áfram. Að vísu hafði óvissuástandið sem fólk- ið hafði búið við gert það að verk- um að nokkrir höfðu leitað annað eftir vinnu. Þegar við tókum hér við störfuðu hér 36 manns en í dag eru hér 39 starfsmenn,“ sagði Haukur. Hann sagði einnig að ákveöið hefði verið strax í upphafi aö leggja áherslu á að framleiða vandaða „klassíska" vöru en vera ekki að eltast við hátískuvörur. „Við breyttum framleiðslunni mjög og tókum þá ákvörðun að keyra á ný merki enda fundum við vhja kaup- manna á því. í dag framleiöum við karlmannaskó undir merkinu NICO og kvenskó sem bera heitið NICOLA,“ sagöi Háukur. Hann sagði að viðtökumar hefðu veriö geyshega góöar, Ijóst væri að Haukur Armannsson með sýnishorn af framleiðslu Striksins. DV-mynd gk mikhl almennur áhugi hefði verið fram hjá skókaupmönnum sem áþvíaðverksmiðjanstarfaðiáfram hefðu tekið framleiðslu Striksins og heföi sá áhugi ekki síst komið mjög vel. Rýmiugarsala Vegna væntanlegs flutníngs verslunarínnar í nýtt húsnæðí höfum víð rýmíngarsölu í nokkra^daga. Milúl vcrðlækkun Dæmí: Hjónarúm með dýnum og náttborðum á kr. 15.000,- Allar stakar svampdýnur á kr. 5.000, Notíð tækífæríð - Gerið góð kaup Opið laugardag tíl kl. 16.00 HREIDRID Grensásvegi 12 Sími688140-84660 Pósthólf 8312-128 Rvk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.