Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Qupperneq 26
42
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988.
Jarðarfarir
Ágúst Indriðason lést 23. október sl.
Hann fæddist á Patreksfirði 5. ágúst
1901. Foreldrar hans voru Guðríður
Karveldsdóttir og Indriði Guð-
mundsson. Ágúst kvæntist Ingileif
Ingvadóttur en hún lést árið 1963.
Þau hjónin eignuðust eina dóttur.
Ágúst stundaði alla almenna vinnu
Hans Aöalsteinsson
Oddrún Hansdóttir
Albert Hansson
Þórður Hansson
Albert Jónasson
Þórunn Jóhannesdóttir
til sjós og lands á Patreksfirði. Árið
1952 fluttist hann með fjölskyldu sína
til Hafnarflarðar. Útfór hans verður
gerð frá Hafnaríj arðarkirkj u í dag
kl. 15.
Ragnar Kjartansson lést 25. október
sl. Hann fæddist í Reykjavík 24. maí
1930, sonur hjónanna Ragnheiöar
Magnúsdóttur og Kjartans Gíslason-
ar. Ragnar kvæntist Katrínu Björns-
Ingjaldur Tómasson
Ingjaldur Tómasson
dóttur en þau slitu samvistum eftir
stutta sambúð. Þau eignuðust eina
dóttur. Eftirlifandi sambýliskona
Ragnars er Kristín Sigurðardóttir.
Ragnar starfaði á Veðurstofu íslands
frá 1961 og við jarðeðlisfræðideild frá
árinu 1964 til dauöadags. Útfór hans
verður gerð frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13.30.
Ólafía Eyjólfsdóttir, Lönguhlíð 3,
Reykjavík, verður jarðsett frá Álftár-
tungukirkju laugardaginn 5. nóv-
ember kl. 14.
Útfór Egils Guðjónssonar fer fram frá
Suðureyrarkirkju laugardaginn 5.
nóvember kl. 14.
Sigfús Jónsson, fyrrv. verkstjóri á
skipaafgreiðslu KEA, Skólastíg 9,
Akureyri, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 4. nóv-
ember kl. 13.30.
Stefán J. Guðmundsson bygginga-
meistari, Breiðumörk 17, Hvera-
gerði, verður jarðsunginn frá Hvera-
gerðiskirkju laugardaginn 5. nóv-
ember kl. 14.
Haraldur Ágústsson smiður, Fram-
nesvegi 16, Keflavík, veröur jarð-
sunginn frá Ketlavíkurkirkju laug-
ardaginn 5. nóvember kl. 14.
Andlát
Ragnhildur Steinunn Maríusdóttir,
Heiðarhvammi 1, Keflavík, andaðist
á Landspítalanum 2. nóvember.
Borghildur Tómasdóttir, Brekku,
Þykkvabæ, andaðist 2. nóvember á
Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi.
Arthur Emil Aanes vélstjóri, Efsta-
sundi 12, andaðist á Borgarspítalan-
um miðvikudaginn 2. nóvember.
Einar Sigurstéinn Bergþórsson
skipasmiður, Þingholtsstræti 12, lést
á Landspítalanum 2. nóvember sl.
TiBcynningar
JC-BROS
heldur flóamarkað og kökubasar laugar-
daginn 5. nóvember nk. í glerskálanum
á Eiðistorgi milli kl. 9.30 og 16. Til sölu
verða heimabakaðar kökur og ónotaður
fatnaður.
Listahátíð unglinga
í Breiðholti
Dagana 6.-11. nóvember nk. standa fé-
lagsmiðstöðin Fellahellir og menningar-
miðstöðin Gerðuberg að listahátíð þar
sem unglingum á aldrinum 13-16 ára er
gefmn kostur á að koma verkum sínum
á framfæri. Boðið verður upp á tónlist,
myndlist, upplestur, dans, glens og fleira.
Hátíðin veröur opnuð á sunnudag kl. 20
í Fellahelli. Aðgangur er ókeypis á alla
dagskrárliði.
Breiðfirðingafélagið
50 ára afmælisfagnaður og árshátíð fé-
lagsins verður haldinn í Súlnasal Hótel
Sögu fóstudaginn 18. nóvember og hefst
með borðhaldi kl. 20. Miðasala og borða-
pantanir 13. nóvember í Sóknarsalnum,
Skipholti 50a, kl. 14-18. Upplýsingar hjá
Birgi, s. 44459, Finni, s. 30773, og Ólöfu,
s. 51446.
Námskeið um hjónabandið
Laugardaginn 5. nóvember verður haldið
stutt námskeið um málefni hjónabands-
ins. Námskeiðiö fer fram í Safnaðar-
heimili Laugameskirkju og stendur frá
kl. 13 til kl. 19. Leiðbeinendur verða sr.
Þorvaldur Karl Helgason, sr. Birgir Ás-
geirsson og sr. Jón D. Hijóbjartsson.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við
Reykjavikurprófastsdæmi og er ætlað
fólki sem er í sambúð, hjónabandi eða
er að undirbúa hjúskap og vill auðga
samskipti sín á milli, styrkja sambandið
og efla sjálfsvitund sína og stöðu gagn-
vart maka sínum. Upplýsingar og skrá-
setning fer fram í Safnaðarheimili Laug-
ameskirkju dagana 1.-4. nóvember milli
kl. 15 og 17, sími 34516. Ennfremur má
tala við einhvem leiðbeinandann.
Hjálpum 300.000 heimilis-
lausum í Nicaragua
Eins og kimnugt er af fréttum olli fellibyl-
urinn Jóhanna gifurlegu tjóni í Nic-
aragua. Um þrjú hundruð þúsund manns
misstu heimili sín og atvinnulíf og sam-
göngur í landinu urðu fyrir miklu áfalli.
Akall hefur borist frá sendiráði Nic-
aragua í Stokkhólmi um að efna til fjár-
söfnunar og samtök og einstaklingar em
hvattir til að leggja sitt af mörkum. Mið-
Amerikunefndin hefur ákveðið að gang-
ast fyrir slíkri söfnun líkt og ýmis stuðn-
ingssamtök víöa um heim. Þeir sem vilja
styðja Nicaragua við þessar erfiðu að-
stæður, geta lagt fé inn á sparisjóðsbók
nr. 801657 í Alþýðubankanum, Laugavegi
31. Einnig er hægt að greiða meö C-gíró
í öllum bönkum og póstútibúum. Nánari
upplýsingar um stuðningsstarflð em
veittar hjá Mið-Ameríkunefndinni,
Mjölnisholti 14, alla virka daga kl. 17-19,
simi 17966.
Skátafélagið Segl vígir
nýttfélagsheimili
Laugardaginn 5. nóvember fer fram
vígsla á nýju félagsheimili aö Tindaseli 3
í Seljahverfi í ReyKjavík. Athöfnin hefst
kl. 14. Opið hús verður eftir vigsluna.
Kvöldvaka verður í Öldutúnsskóla og
hefst hún kl. 20. Allir skátar og velunnar-
ar velkomnir.
Fundir
Suður-Afríkusamtökin
gegn apartheid,
sem stofnuð vora í júni sL, halda sinn
fyrsta aðalfund laugardaginn 5. nóv. kl.
14 að Suðurlandsbraut 30, 2. hæð. Meðal
þess sem liggur fyrir aðalfundinum til
afgreiðslu er frumvarp til nýrra laga fyr-
ir samtökin þar sem kveðið er á um kosn-
ingu stjómar. Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa mun svo Sigþrúður Gunnars-
dóttir segja frá starfi með baráttusamtök-
um gegn apartheid í London og söng-
hópur samtakanna syngur baráttu-
söngva blökkumanna í Suður-Afríku á
frummálinu.
I. fundur í Áfram Forum
verður haldinn í Öldugötusal Hallveigar-
staða, Túngötu 14, laugardaginn 5. nóv-
ember, kl. 11 f.h. Sigríður Vilhjálmsdóttir
þjóðfélagsfræðingur kynnir bókina Kon-
ur og karlar á Norðurlöndunum. Að
fundinum standa: Bandalag kvenna í
Reykjavík, Kvenfélagasamband íslands
og Kvenréttindafélag íslands.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur fund í safnaðarheimilinu mánu-
daginn 7. nóvember kl. 20. Gestir á fund-
inum verða konur úr stjórn Bandalags
kvenna í Reykjavík. Ennfremur kemur
Ömmukórinn úr Kópavogi og skemmtir.
Kaföveitingar. Mætum vel.
Ráðstefnur
Félag sérkennslufræðinga
efnir til ráðstefnu í samvinnú viö
menntamálaráðuneytið 4. og 5. nóvember
í Holiday Inn. Yfirskrift ráðstefnunnar
er: Sérkennslan í nútíð og framtíð. í 15
framsöguerindum verðurfjaliaö um mál-
efni bama með sérkennsluþarfir, al-
menna kennslu - sérkennslu og skóla-
þróun hér á landi. Ráðstefnan er öllum
opin er áhuga hafa á skólamálum. Ráð-
stefnugjald er kr. 2.500. Kaffi báða dagana
og hádegisverður seinni daginn er inni-
falið.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andiát og útför ástkærs sonar okkar, bróður,
barnabarns og mágs,
Aðalsteins Hanssonar,
Hamarsgötu 12, Fáskrúösfirði,
sem lést 30. sept.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ
ÞROTTUR
HAUSTFAGNAÐUR
Haustfagnaður félagsins verður haldinn í félags-
heimilinu laugardaginn 5. nóvember nk. Húsið opn-
að kl. 21.30. Félagar, fjölmennið.
Nefndin
Leiðrétting frá Sólveigu Pétursdóttur
í kjallaragrein minni í blaðinu í
gær, „Sögur af stjómmálamönnum",
féll brott hjá mér innskotssetning
sem ég vildi mega koma á framfæri
sem leiðréttingu.
í miðju kaflans, undir millifyrir-
sögninni „Fjármálaráðherrann" á
því að standa eftirfarandi: Nú vita
allir sem vilja vita að þessi vangoldni
söluskattur er að langmestu leyti til
kominn vegna áætlana skattheimtu-
aðila á fyrirtæki og einstakhnga sem
ekki hafa skilað söluskattskýrslum,
vegna þess að engin starfsemi hefur
farið fram hjá þeim, og þeim ber því
engan söluskatt að greiða.
Það kæmi ekki á óvart þó að meira
en helmingurinn af þessari „svoköll-
uðu“ skuld fyrirtækjanna væri
þannig til kominn og innheimtist því
aldrei. Svona málflutningur hlýtur
alltaf að verða léttvægur fundinn og
er sýnilega til að villa um fyrir fólki.
Jólagjafahandbók OV
VERSLANIR
Hin sívinsæla og myndarlega
jólagjafahandbók kemur út 8. desember nk.
Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á
að auglýsa í Jólagjafahandbókinni
vinsamlegast hafí sambandi
við auglýsingadeild DV.
Þverholti 11 eða í síma 27022 kl. 9-17 virka daga
sem fyrst. í síðasta lagi föstudaginn 25. nóv. nk.
Villandi saman-
burður DV á
notkun fjölmiðla
Súlurit sem DV birti laugardaginn
29. október, þar sem notkun dagblaða
er borin saman við notkun útvarps
og sjónvarps, er afar villandi. Þar eru
fuflkomlega ósambærilegir hlutir
bornir saman.
Annars vegar er sýndur lestur dag-
blaða, sem tekur á milli 15 og 45 mín-
útur hjá hverjum lesanda, og hins
vegar hlustun og horfun á útvarp og
sjónvarp á aðeins einum hálftíma.
Staðreyndin er sú að útvarpsstöðv-
ar eru í gangi allan sólarhringinn,
og sjónvarpsstöðvar meirihluta sól-
arhringsins.
Því er vægast sagt ósanngjamt að
bera þessa fjölmiðla saman á þann
máta sem DV gerir.
Réttast væri að bera saman notkun
ljósvakamiðla og dagblaða miðað við
heildameyslu þeirra. Þá væri öll
horfun eða hlustun ljósvakamiðla
borin saman við lestur dagblaða.
í súluriti DV er ekki einu sinni
miðaö við þann fjölda sem stillir ein-
hvern tíma dagsins á ljósvakamiðl-
ana, eins og hann kemur fram á blað-
síðu 3 í fjölmiðlakönnun Félagsvís-
indastofnunar Háskólans í október.
Sá fjöldi er talsvert meiri en DV sýn-
ir í súluritinu. DV getur aðeins um
mestu notkun á hverri stöð á einum
hálftíma.
Lágmarkskröfu verður að gera um
að í súluriti DV sé getið heildarfjölda
þeirra sem stilla einhvern tíma dags-
ins á hveija stöð.
En eins og fyrr sagði þá eru út-
varpshlustun og sjónvarpshorfun
ekki sambærilegar við dagblaðalest-
ur. Mun minni tíma er varið að jafn-
aði við lestur dagblaða en við út-
varps- og sjónvarpstækin. Mjög
margir hlusta til dæmis allan daginn
á útvarpið í vinnunni og fólk situr
tímunum saman fyrir framan sjón-
varpstækin.
Ríkisútvarpið
Stöö 2
Bylgjan
Sfjaman
Samband íslenskra auglýsingastofa