Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Síða 29
FÖSTUDAGUR 4. .N0VEMBER 1988. 45 I X Sviðsljós Þeir starfa við verslunina. Frá vinstri Kristbjöm Svansson verslunarmaður, Gunnar Leifur Stefánsson og sonur hans Samúel. Á myndina vantar annan eigandann, Gísla Helgason. Vélkraftur á Skaga Sigurgeir Sveiiisson, DV, Akranesi: SLlaugardag var opnuð ný verslun á Akranesi að Vesturgötu 35. Versl- unin heitir Vélkraftur og er ætlun eigenda hennar að vera með alhliða þjónustu á vörum, sem þeir hafa- umboð fyrir. Verslunin er meö ýms þekkt merki. Michael Jackson fyrir og eftir. Nú er fina andlitið að liðast i sundur. Michael Jackson blæs út Michael Jackson er heldur betur í klemmu. Andlitiö á honum, sem læknar hafa verið að smíða upp á nýtt á undanfómum árum, er allt að renna til. Og ef svo heldur fram sem horflr, verður pilturinn afmyndaður fyrir lífstíð innan skamms. Þaö er læknir einn í Los Angeles sem hefur skýrt frá þessu og segir aö beinin sem sett vom í nef stjörn- unnar, kinnar og kjálka fái ekki nóga næringu frá húðinni sem yfir þeim er. Læknirinn segir að beinin séu hægt og sígandi að molna niður. Jackson var nýlega í London til að veita viðtöku verðlaunum og að sögn viðstaddra leit hann hræðilega út, allur uppblásinn í framan. Vill giftast bamfóstru BrandarakalUnn Robin Wilhams viU skUnað í hveUi svo hann geti gengiö að eiga bamfóstm sonar síns. WiUiams, sem hér er þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Góðan daginn Víetnam, hefur stunið upp bónorðinu og bamfóstran Marsha Garces tók því feginshendi aö færa sig um set innan heimUisins. Einn hængur er þó á öllu saman, því óvíst er að kona Robins viiji veita honum skilnað, þó svo að þau búi ekki leng- ur saman. Robin og Marsha vonast samt tU að geta gengið í það heilaga um jólaleytið. Robin Witliams og Marsha Garces ætla að gifta sig um jólin. StacyKeachíformi Bandaríski leikarinn Stacy Keach er ánægður með lífið þessa dagana, enda kominn meö nýja kærustu og allt í lukkunnar velstandi. Sú var tíðin að minn maður var ekki eins borubrattur því fyrir nokkmm árum komst hann á síöur aUra dagblaða heimsins fyrir tukt- húsvist í Englandi vegna kókaínss- mygls. Stacy sat í steininum í hálft ár og sú langa næturgisting kostaði hann hjónabandiö með meiru. En það voru fleiri en konan sem yfirgáfu hann. Þegar hann kom nýr og betri maður aftur heim tU Amer- íku haföi enginn minnsta snefil af áhuga á honum. Þá skaut Malgosia upp koUinum og lífiö tók aftur rétta stefnu. „Hún kom mér í gegnum lífs míns verstu kreppu,“ segir leikarinn 47 ára. „Ég fékk sjálfstraustið aftur og smátt og smátt fóm tilboðin að ber- ast frá kvikmyndaverunum." Skötuhjúin búa í einbýlishúsi hans í MaUbu og þar syndir hann tvö hundmö metra í lauginni sinni á hveijum morgni, svona rétt til að byija daginn vel. Stacy Keach og Malgosia við sund- laugina i Malibu. Dóp í Hvíta húsinu WUlie Nelson, sveitasöngvari með meiru, frá Austin, Texas, verður víst ekki sakaður um að þegja yfir leynd- armálum í nýútkominni sjálfsævi- sögu sinni. Bókin heitir einfaldlega WUlie og er sögð sú opinskáasta á markaðnum vestra þetta árið. WUlie segir m.a. frá því þegar hann sat uppi á þaki Hvita hússins í Wash- ington og reykti dóp á meðan starfs- maður Carters, þáverandi forseta, benti honum á merkUegustu staðina sem fyrir augu bar. En Carter vissi ekkert af þessu, fullyrðir WUlie. Minnstu munaði þó að hann kæmist ekki í Hvíta húsið til Carters, því WiUie hafði veriö handtekinn fyrir einhvem óskunda á Bahamaeyjum og sat 1 steininum fram á síöustu stundu. Sveitasöngvarinn hefur lifað all- stormasömu lífi og frá þvi segir hann í þessari bók. Hann hlífir engum, allra síst sjálfum sér. Hjónaböndin þrjú eru opinberuö, svo og sukkið allt og svallið. Willie Nelson teysir fró skjóðunni i nýrri sjálfsævisögu sinni. Ólygmn sagði. . . CharleneTilton betur þekkt sem Lucy í Dallas, er alveg í öngum sínum þessa daganna vegna þess að fyrrum mótleikari hennar úr Dallasóper- unni þjáðist eyðni þegar þau léku saman í þáttunum. Þau unnu mjög náið saman. Maðurinn heit- ir Timothy Patrick Murphy og lék elskuhuga hennar áður enn hún giftist lækninum í annað sinn. Síðast þegar þessi ungi mað- ur kom við sögu í Dallas var þeg- ar hann lá fyrir dauðanum eftir aö hafa lent í bílslysi. Líf hans virðist ekki vera gæfulegra nú því samkvæmt úrskurði lækna virðist engin von til aö bjarga nokkru. Það er heldur engin launung lengur að Tiomthy er hommi en honum tókst þó aö halda því leyndu þar til sjúk- dómur hans uppgvötaðist. Whoopi Goldberg sem kunnug er fyrir leik sinn í Purpuralit Spielbergs, tók sig til í siðasta mánuði og skyldi viö þýskættaða ljósmyndarann David Claessen eftir aðeins tveggja ára hjónaband. Eftir skilnaöinn íluttist heim til henn- ar, á strandarhús við Malibu ströndina, kvikmyndatökumað urinn Eddie Gold en þau kynnt ust við tökur á kvikmyndinni Fatal Beauty sem tekin var upp síðasthðið sumar. Við skilnaðinn fékk Whoopi að halda sínum eignum, sem eru fyrir utan strandarhúsið á Malibuströnd, tvö hús í Berkeley í Kaliforníu, þrír bílar og dágóðar bankainn- stæöur. r1 Shirley MacLaine fékk vitrun fyrir nokkrum árum um að sá efnisheimur sem við lif- um og hrærumst í hér á jörðu niöri sé ekki allur sem hann er séöur. Og margir fylgdust vafa- laust með þáttunum sem stöð 2 sýndi um þetta upplifelsi hennar og báru nafniö A ystu nöf. Nú hefur leikkonan kafað enn dýpra í fyrri líf og hefur meðal komsit aö þvi að 1 einu lífinu var hún búddamunkur, einnig hefur hún verið rússneskur ballettdansari, hún var Inkastrákur í Perú og hún var eitt sinn dóttir dóttur sinnar í fyrra lifi. Hún er einnig sannfærð um að skötuhjúin Kurt Russel og Goldie Hawn hafa þekkst í fyrra lífi. Þau voru systk- ini i Egyptalandi á tímum Móse. Barnið þeirra varð konungur á þessum tíma og hrakti þau úr landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.