Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. Útlönd Barist til þrautar Steinunn Bödvaisdóttir, DV, Washington: Báöir forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum voru á þönum í allan gærdag, síðasta dag fyrir kosningar. Báðir verða þeir önnum kafnir í dag við aö reyna til þrautar að tryggja sér fylgi sem flestra kjós- enda. Michael Dukakis, frambjóðandi demókrata, ferðaðist tvívegis þvert yfir landið í gær og hélt þrumandi ræður yfir áheyrendum sínum. George Bush, frambjóðandi repú- blikana, var einnig óþreytandi í ferðalögum í gær og hélt til Texas, heimafylkis síns, þar sem þúsundir íbúa fylkisins fögnuðu honum. Báðir frambjóðendur keyptu hálfa klukkustund á þremur stærstu sjónvarpsstöðvunum í gærkvöldi og reyndu í síðasta sinn aö ná til sem flestra af þeim 100 milljónum Bandaríkjamanna sem ganga til kosninga í dag. Flestar skoðanakannanir benda til að Bush hafi þegar tryggt sér meirihluta atkvæöa kjörmanna. Honum er spáð frá 300 atkvæðum til rúmlega 430 en engar kannanir spá því að hann vinni með eins miklum yfirburðum og Ronald Re- agan núverandi forseti gerði í síð- ustu kosningum. í forsetakosningunum árið 1984 vann Reagan glæsilegan sigur hvað varðar fjölda atkvæða kjörmanna. Hann hlaut alls 525 atkvæði af 538 mögulegum. Walter Mondale, þá- verandi forsetaframbjóðandi demókrata, hlaut aöeins 13 atkvæði og bar sigur úr býtum í einungis 1 fylki auk höfuðborgarinnar. Munurinn var töluvert minni þegar litið er á niðurstöður al- mennu kosninganna. Reagan hlaut atkvæði 58,8 prósent kjósenda en Mondale 40,6. En naumur meiri- hluti til stuðnings Reagan í 49 af 50 fylkjum nægði honum til sigurs og hlaut hann því öll atkvæði þess- ara fylkja. Bandaríkjamenn kjósa ekki forseta sinn beinni kosningu. Þess í stað velja þeir milli tveggja kjörmannaráða, annars vegar demókrata og hins vegar repúblik- ana, í hverju fylki. Naumur meiri- hluti færir öðru hvoru, og þar af leiðandi forsetaframbjóðanda þess flokks, sigur og öll atkvæði fylkis- ins. Því getur verið um yfirgnæf- andi sigur annars hvors frambjóð- anda í fjölda atkvæða að ræða en mun jafnari úrsht hvað varðar fylgi meðal almennings. Áriö 1980, þegar Reagan vann sinn fyrsta sig- ur, hlaut hann 489 atkvæði en Jimmy Carter 49. Reagan naut stuðnings 50,7 prósent kjósenda en Carter 41 prósent. í síðustu kosningum, sem demó- kratar unnu, voru úrslitin mun jafnari en árið 1984. Jimmy Carter hlaut 297 atkvæði í forsetakosning- unum árið 1976 og 50,1 prósent fylgi meðal almennings. Gerald Ford, frambjóðandi repúblikana, hlaut 240 atkvæði og 48,9 prósent fylgi. Skipulag forsetakosninganna í Bandaríkjunum hefur valdið því að 15 forsetar hafa verið kosnir án Michael Dukakis, hér ásamt Köru dóttur sinni og eiginkonu, Kitty, ferðaðist tvisvar þvert yfir Bandaríkin í gær til að tryggja sér atkvæði. Simamynd Reuter þess að njóta meira en 50 prósent fylgis meðal almennings. Þetta gerðist síðast fyrir 20 árum þegar Richard Nixon hlaut 43,4 prósent fylgi en 301 atkvæði í kosningunum árið 1968. Fylgi sjálfstæðra fram- bjóöenda var 13,8 prósent og gerði það að verkum að hinn nýkjörni forseti naut ekki fylgis helmings kjósenda. Enginn hinna fjölmörgu sjálf- stæðu frambjóðenda í kosningun- um nú er talinn eiga nokkra von um sigur. Baráttan um forsetaemb- ættið er því milli tveggja manna, George Bush og Michael Dukakis. George Bush gerði víðreist í gær, síðasta daginn fyrir kosningarnar. Flestar skoðanakannanir benda til að hann hafi þegar tryggt sér at- kvæði meirihluta kjörmanna. Símamynd Reuter Bush spáð sigri Steinuim BöðvaiEdótttr, DV, Washington: í dag ganga Bandarílqamenn til kosninga. í húfi er forsetaembæt- tið, meiri hluti í öldungadeild þingsins og rúmlega fjögur hundr- uð þingsæti í fulltrúadeildinni. Að auki hggja meira en tvö hundruö frumvörp um álíka mörg málefni fyrir kjósendum í 41 af 50 fylkjum landsins. í forsetakosningunum er George Bush, varaforseti og frambjóðandi repúbhkana, tahnn mjög sigur- stranglegur. Flestir stjómmála- skýrendur spá honum sigri og hann hefur frá 4 til 11 prósenta for- skot á Michael Dukakis, frambjóð- anda demókrata, í skoðanakönn- unum. Bush virðist þegar hafa tryggt sér að minnsta kosti 240 at- kvæði kjörmanna af þeim 270 sem þarf til sigurs ef marka má niöur- stöður kannana. Hann er einnig tahnn næsta öruggur með allt að 80 atkvæði til viðbótar. Takist Bush að sigra munu repú- bhkanar ráöa ríkjum í Hvíta hús- inu þriöja kjörtímabihð í röð. Það hefur ekki gerst í 40 ár að annar hvor flokkurinn sigri í þremur kosningum í röö. Auk þess myndi Bush verða fyrsti varaforseti Bandaríkjanna síðan árið 1836 sem hreppir embætti forseta áður en kjörtimabíl hans sem varaforseta rennur út. Takist Dukakis aö sigra yrði það óvæntasti sigur í forsetakosning- um síðan 1948. Það ár sigraöi Harry Truman, frambjóðandi demókrata, Thomas Dewey þrátt fyrir skoð- anakannanir sem bentu til yfir- gnæfandi sigurs Deweys. Repúbiikönum gengur ekki eins vel í baráttunni um þingið. Demó- kratar eru taldir öruggir með að halda þingmeirihluta sinum í öld- ungadeildinni, 54 þingsætum gegn 46 sætum repúblikana. Alls eru 33 öldungadeildarþingmenn í fram- boöi til endurkjörs, 18 repúblikan- ar og 15 demókratar. Flestir stjóm- málaskýrendur telja að demó- kratar muni að minnsta kosti halda sínum meirihluta og jafnvel bæta viö sig sætum. Engar likur eru á að repúblikan- ar geti náö meirihluta í fulitrúa- deildinni. Demókratar héldu 80 þingsæta meirihluta á síðasta þingi. Ahs era 408 þingmenn í framboði til endurkjörs og einungis 10 þeirra era taldir líklegir til aö tapa þingsæti sínu. 141 af 50 fylkjum Bandaríkjanna kýs almenningur um fleira en for- seta og þingmenn. Rúmlega 200 frumvörp til laga um álíka mörg májefhi eru á kjörseölunum í þess- um fylkjum. í Kahfomíufylki mun almenningur kjósa um 29 frum- vörp um allt frá lögum til varnar eyönisjúklingum th hertra trygg- ingalaga. i Marylandfylki munu íbúarnir kjósa um hvort banna eigi sölu ódýrra skotvopna. Ákvöröun kjósenda um þessi málefni og flöl- mörg önnur liggur fyrir seint í kvöld. Þá kemur einnig í ljós hver tekur viö forsetaembættinu af Ron- ald Reagan sera setið hefur við völd í átta ár. Falskur samanburður Michael Dukakis og samstarfs- menn hans hafa ranglega líkt kosn- ingabaráttunni að þessu sinni viö kosningabaráttuna 1948. Það ár sýndu skoðanakannanir tveimur vikum fyrir kosningar að frambjóð- andi repúblikana, Thomas Dewey, átti sigurinn vísan gegn Harry Tra- man, frambjóðanda demókrata og þáverandi forseta. Annað kom á daginn. Á kjördag vann Truman góðan sigur yfir Dew- ey. í kosningabaráttunni aö þessu sinni segjast demókratar ætla aö endurtaka afrek Trumans og bera sigurorð af George Bush þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess að sigurinn sé allt aö því í höfn hjá Bush. í umræðu og samanburði á kosn- ingabaráttunni nú við kosningabar- áttuna 1948 hefur bæði stjórnmála- mönnum og fiölmiðlafólki láðst að geta þess að skoðanakannanimar frá 1948 sem sýndu yfirgnæfandi forystu Deweys eru eitt frægasta dæmi sem th er um mistök við framkvæmd skoðanakannana. Tveimur vikum fyrir kosningarnar 1948 var gerð stór skoðanakönnun í Bandaríkjunum. Fór hún fram í gegnum síma. Niðurstöður hennar bentu til stórsigurs Deweys. Á kjör- dag fór hins vegar svo að Truman vann góðan sigur. Þegar farið var að athuga hvemig á þessari fylgisaukn- ingu Trumans stæöi kom nokkuð athyghsvert í ljós. Það hafði verið hringt í fólk í skoðanakönnuninni. Úrtakið var tekið úr símaskrá. Þetta gaf hins vegar mjög ranga mynd í Bandaríkjunum 1948 því að fátækara fólk sem bjó í sveitum landsins var ekki tekið með í skoðanakönnuninni vegna þess að það hafði ekki síma. Þetta efnaminna fólk sem hefur alltaf verið hallara undir demókrata en repúblikana. Þetta er það hættulegasta sem hægt er að fatast á við getö skoðanakann- ana, að spyrja vitlausan hóp af fólki um skoðanir þeirra. Sambærilegt væri að segja fylgi Sjálfstæðisflokks- ins á öllu landinu vera það sama og skoðanakannanir benda til að það sé í Reykjavík. Sigur Trumans á kjördag 1948 byggðist því ekki á mikilli fylgis- aukningu hans heldur því aö í kosn- ingunum sjálfum fengu allir að taka þátt, hvort sem þeir áttu síma eða ekki. Árið 1988 eru skoðanakannanir orðnar mjög staðlaðar eins og sést á því hve niöurstöður þeirra era oft svipaðar á sama tíma. Menn eru bún- ir að læra af mistökum eins og þeim sem geröust árið 1948. Það er því ljóst að Michael Dukakis má hafa staðið sig betur en Harry Truman ef hann vinnur upp forskot Bush. Bush hefur raunverulegt for- skot en Truman hafði ekkert forskot að vinna upp því hann var alltaf með forskot þótt illa framkvæmdar skoð- anakannanir sýndu hið gagnstæöa. Demókratar hafa vitnaö mjög til óvænts sigurs Harry Trumans yfir Thomas Dewey árið 1948. Telja þeir að Dukakis geti gert hiö sama nú. Saman- burðurinn er falskur vegna þess að skoðanakannanir 1948 voru stórgallað- ar og gáfu ekki rétta mynd af skoðunum fólks. Nú eru skoðanakannanir orðnar mjög staðlaðar og lítil hætta á mistökum. Hér sést Lloyd Bentsen hampa forsíðu blaðs sem spáði Dewey sigri árið 1948. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.