Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. Jarðarfarir Guðlaug Sigmundsdóttir frá Gunn- hildargerði lést 26. október. Hún var fædd 19. apríl 1895, dóttir hjónanna Guðrúnar Sigfúsdóttur og Sigmund- ar Jónssonar. Hún giftist Pétri Sig- urðssyni, en hann lést árið 1955. Þau hjónin eignuðust átta böm. Útför Guðlaugar verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Hraunbæ 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Útför Ragnhildar Steinunnar Mar- íusdóttur, Heiðarhvammi 1, Kefla- vík, verður gerð frá Keflavíkurkirkju miövikudaginn 9. nóvember kl. 14. Arthur Emil Aanes vélstjóri, Efsta- sundi 12, veröur jarðsunginn föstu- daginn ll. nóvember ki. 13.30 frá Fossvogskirkju. Magnús Loftsson bifreiðastjóri, Hamraborg 32, Kópavogi, verður jarðsunginn frá. Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.30. Andlát Eyjólfur Einar Eyfells Þórsson bif- vélavirki, Laugamesvegi 83, Reykja- vík, lést á Landakotsspítala 4. nóv- ember. Yalgerður Hjördís Sigurðardóttir, Álftahólum 2, andaðist á Landspítal- anum að morgni sunnudagsins 6. nóvember. Sigurður Ámundason frá Þverholt- um, Þórólfsgötu 7a, er látinn. Bjarni Markússon, matsveinn frá Rofabæ, Meðallandi, Laugamesvegi 76, lést á Landspítalanum 5. nóvemb- er. Fundir Kvenfélag Kópavogs « heldur félagsfund funmtudaginn 10. nóv. nk. kl. 20.30 í félagsheimilinu. Gestur fundarins verður frú Guðrún Waage með kynningu og sölusýningu frá versluninni Silkiblómiö. JC Kópavogur 3. félagsfundur JC Kópavogs verður hald- inn í dag þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20.30 að Hamraborg 1, 3. hæð. Gestur fundarins verður Jóna Ingibjörg Jóns- dóttii' frá Kynfræðslustöðinni. Fundur- inn er öllum opin. Félagsmenn eru hvatt- ir til að mæta og taka með sér gesti. Opinn fundur hjá ITC Melkorku verður haldinn þann 9. nóvember kl. 20 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Breiöholti. Fundarstef: Maður lifir á meðan maður lærir. Gestir velkomnir. Upplýsingasími 46751. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur basar og hlutaveltu nk. laugardag að Laufásvegi 13, Betaníu. Velunnarar félagsins eru beðnir að koma munum þangað nk. fimmtudag og fóstudag eftir kl. 17. Ti3kyiuiingar Aðstoðarmaður Stein- gríms ráðinn Jón Sveinsson lögfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra. Jón Sveinsson er fæddur 7. júli 1950, lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Islands 1976, starf- aði síðan sem dómarafulltrúi við emb- ætti bæjarfógetans á Akranesi til 1980 en hefur eftir það rekið þar lögfræðiskrif- stofu. Jón varð héraösdómslögmaður 1979. Hann hefur átt sæti í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness, auk ýmissa nefnda og stjóma á vegum kaupstaðar- ins. Þá hefur Jón gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Framsóknarflokkinn, átt sæti í framkvæmdastjórn og miðstjórn og varaþingmaður flokksins í Vestur- landskjördæmi var hann á árunum 1979-1987. Eiginkona Jóns er Guðrún Magnúsdóttir kennari og eiga þau tjögur böm. Álfaborg eykur við starfsemi sína Nú í haust jók Álfaborg hf. við starfsemi sína er það keypti húsgagnaverslun Ný- borgar hf. sem var í sama húsnæði 1 Skútuvogi 4. Álfaborg hf. hóf rekstur sinn 1986 er það keypti byggingavörudeild Nýborgar hf. og er það því 2 ára um þess- ar mundir. Fram til þessa hefur fyrirtæk- ið aðallega verslað með ákveðnar bygg- ingarvörur. Nýlega byrjaði Álfaborg hf. að selja hreinlætistæki og býöur nú upp á gott úrval vandaðra tækja. Hefur nú einnig verið lagt talsvert í breytingar í sýningarsal verslunarinnar og er þar margt sem gæti eflaust glatt augað. Munu báðar verslanimar verða áfram á sama stað í Skútuvogi 4. Hallgrímskirkja- starf aldraðra Á morgun, miðvikudag, verður opið hús í safnaðarsal kirkjunnar og hefst kl. 14.30. Dagskrá: Vestur-íslensku prestshjónin sr. Erik og Svava Sigmar munu segja frá og syngja. Fóstsnyrting og hágreiðsla em hvem þriðjudag og fóstudag. Skafmiðar fylgja Vikunni í tilefni 50 ára afmælis Vikan fagnar 50 ára afmæli sínu í nóv- ember. Fyrsta tölublaðið kom út 17. nóv- ember 1938. Vikan hefur átt miklum vin- sældum að fagna frá upphafi og í síöustu lesendakönnun, sem framkvæmd var af Félagsvísindastofhun fyrir auglýsendur, reyndust 54% aðspurðra lesa blaðið og kom það næst á eftir Húsum & hibýlum að vinsældum. Nýútkomið tölublaö Vik- unnar er að verulegum hiuta tileinkað hálfrar aldar afmælinu, sem og næsta töiublað. f tilefhi af afmælinu dreifir Vik- an gjöfum til lesenda sinna. Eitt þúsund lesendur fá gjafir sem em samanlagt að verðmæti ein og hálf milljón króna. Er gjöfunum útdeilt með skafhtiðum sem fylgja fjómm tölublöðum. Enginn getur þó leyst út afmælisgjöfina án þess að geta sagt til um felustað Arkarinnar hans Nóa sem nú leynist í vikunni á nýjan leik. Tapað fundið Brúnt seðlaveski tapaðist Gamalt brúnt seðlaveski tapaðist sl. fimmtudagsmorgim, líklega á leið frá Hveragerði til Reykjavíkur. í veskinu vom skilríki og peningar. Skilvís fmnandi vinsamlegast skili því til lög- reglunnar. Fundarlaun. Tónleikar Háskólatónleikar Anders Josephsson baríton og Anna Guðný Guömundsdóttir píanóleikari koma fram á þriðju háskólatónleikum haustmisseris sem haldnir verða í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 9. nóvember kl. 12.30. Á efnisskránni verða „Dýrabók- in eða fylgdarlið Orfeifs" eftir Poulenc og „Úr vísum Eiríks konungs" eftir Ture Rangström. VEISTU . .. að aftursætið ferjaftihratt og framsætið. SPENNUM BELTIN hvar sem vlð sitjum íbílnum/ yujráwn W SMÁAUGLÝSINGAR Menning Þar sem allt ger- ist á dúknum Um sýningu Það fylgir þvi undarleg tilfmning aö ganga inn í Hótel Holiday Inn, þar sem marmari og harðviður tjá velsæld og óráðsíu hins nýja Is- lands, til að berja augum verk eftir helsta myndskáld íslensku kreppu- áranna, Snorra Arinbjarnar. Víst er að annað umhverfl hefði hæft betur þessum hógværa lista- manni sem tjáði sig öllum öðrum betur um „fegurð hins fábrotnasta á daglegri vegferð okkar, um sann- gildi þeirra hluta sem eru oft hvað léttvægastir fundnir á vogaskál gullsins", svo notuð séu orð Bjöms Th. Bjömssonar. En meðan verk Snorra em ekki að staðaldri aðgengileg annars staðar tekur maður sérhverri sýn- ingu á verkum hans með þökkum, þó svo hún hangi uppi á nærbuxna- litum veggjum niðri í kjallara á Hótel Holiday Inn. Sundurleit Á sýningunni em alls 64 verk, málverk, vatnslitamyndir, túss- og blýantsteikningar úr safni föður- bróður hans, Harðar Arinbjarnar. Spanna þau tímabilið frá 1920, áður en Snorri hélt utan til náms, til 1950, en sem kunnugt er lést lista- maðurinn árið 1958. Þetta er aö vísu allsundurleit sýn- ing og eru sum verkin á mörkum þess aö vera sýningarhæf. Hér á ég til að mynda við afstrakt-stemm- ur Snorra sem ganga engan veginn upp hvemig sem á þær er litið. Þó hafa þær auðvitaö sögulegt gildi. En inn á milli em nokkrar perlur sem sérhvert íslenskt safn gæti verið fullsæmt af. Vil ég sérstak- lega benda á þijár sjálfsmyndir frá á verkum Snorra Snorri Arinbjarnar - sjálfsmynd. c. 1928, þegar þeir Snorri og Þor- valdur Skúlason höföu bundist vin- áttuböndum og eggjuðu hvor ann- an til dáða, og vatnslitamyndir frá fyrstu árum listamannsins í Osló, Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson c. 1929-30, gerðar í hlýjum, jarð- bundnum litum. Það orð fór ævinlega af Snorra að hann ætti í vandræðum með „að fylgja línu“, svo notuð séu orð hans Arinbjamar sjálfs, það er að undirbyggja mál- verk sín og vantslitaverk traustri teikningu. Frjálslega og án ábyrgðar Vissulega bera nokkur verk á þessari sýningu þess merki. En Snorra tókst hins vegar að snúa þeirri ávöntun sér í hag með því að teikna og byggja upp myndir sínar með litnum einum. Þannig fer að áhorfandinn horfir fram hjá eilítið stirðlegri samsetningu margra mynda hans og lætur hríf- ast af vörmum, þunglyndislegum htblæ þeirra. Þetta á við um nokkrar vatnslita- myndir af innanstokksmunum sem hér er að fmna (t.d. nr. 12 & 14). En þegar Snorri taldi sér ekki skylt að „fylgja línu“, heldur skiss- aði frjálslega og án ábyrgðar, þá kviknaöi heldur betur líf í dráttlist hans. Þetta sést ekki síst í léttum skopteikningum frá Kaupmanna- höfn (nr. 17, 19 & 34) sem fanga andstæöurnar í dönsku þjóðlífi í þann mund sem kreppan reið yfir af fúllum þunga. Þessi litla sýniiig gefur tæplega tilefni til vandlegrar úttektar á myndlist Snorra Arinbjarnar. En hún minnir hins vegar á að tíma- bært er orðið aö gera slíka úttekt á verkum hans, annað tveggja í formi bókar eða veglegrar yfirlits- sýningar. Það mætti gera árið 1991, á 90 ára afmæli listamannsins. Þangað til verðum við að láta okkur nægja þesssa litlu sýningu í Hótel Holiday Inn en henni lýkur þann 13 nóv. nk. -AI Septemberfólk í haustferð - um sýningu Septem á Kjarvalsstöðum Fyrir rúmum fjörutíu árum ollu svonefndar Septembersýningar tals- veröu uppþoti hér í bæ. Þarna kom fram breiður og samhentur hópur Ustamanna undir merkjum frjálsrar abstraktlistar en Svavar Guðnason var þá búinn að undirbúa jarðveginn meö sýningu sem hann hélt tveimur árum áður. Eftir að danskir Cobra- málarar sýndu hér áriö 1948 varö ekki aftur snúið. Það var enginn maður með mönnum nema hann væri að hálfu óhlutbundinn og að hálfu frumstæður. Valtýr Pétursson var einn af frumkvöðlum Septemb- ersýninganna, þá nýkominn utan úr hinum stóra heimi með allar nýjustu hræringamar í farteskinu. Segja má að Valtýr hafi öðrum fremur kynnt geómetríska abstraktlist hér á landi og þar með stuðlað að þeim straum- hvörfum sem urðu í upphafi sjötta áratugarins frá fijálsu abstrakti yfir í reglubundið. Jafnvel þótt síðasta Septembersýningin hafi verið haldin 1952 þá blómstraði geómetrían sem aldrei fyrr næstu árin þar á eftir. Hápunktinn má e.t.v. telja hitamálið sem spannst í kringum val þátttak- enda á Rómarsýninguna 1955. Með vasklegri framgöngu og sámheldni tryggðu geómetríumálaramir sig þá í sessi sem gjaldgengir fulltrúar ís- lenskrar samtímalistar. En upp úr Myndlist Ólafur Engilbertsson þvi fóm menn hver í sína áttina, þótt ýmsir, eins og t.d. Þorvaldur Skúlason og Karl Kvaran, héldu áfram uppi merkjum strangflatarins. Valtýr Pétursson hófst handa við mósaík og fór svo aö mála hlut- bundið. Má segja að hann hafi því endað þar sem flestir formbyltingar- menn byrjuðu. Septem-hópurinn var stofnaður árið 1974 að tilstuðlan Valtýs. Kjami þess hóps tók þátt í Septembersýn- ingunum í upphafi sjötta áratugar- ins. Nú hefur hópurinn opnað sýn- ingu á Kjarvalsstöðum og er hún til- einkuð minningu Valtýs Pétursson- ar. Þeir sem þama eiga verk auk Valtýs em þau Guðmunda Andrés- dóttir, Kristján Davíösson, Hafsteinn Austmann, Jóhannes Jóhannesson og Guömundur Benediktsson. Það verður að segjast eins og er að septemberfólkið má muna sinn fífil fegri. Þama er jú lofsverður vitnis- burður um fólk sem heldur ótrautt áfram á sinni braut hvað sem tautar, en því miður er afraksturinn ekki nema svipur hjá sjón hjá flestum. Hafsteinn Austmann er þó óneitan- lega að gera hressilega hluti. Myndir eins og Haustferð (nr. 42), Bygging (nr. 43) og Ljósbrot (nr. 46) era kraft- miklar í uppbyggingu og minna á tjargaðar skektur í brimi. Guðmund- ur Benediktsson virðist vera farinn aö nostra aðeins of mikið við viðinn og bronsmyndimar eru ekki eins margræðar hjá honum og áður. Jó- hannes og Guðmunda em á svipuðu róli og þau vom fyrir þrjátíu árum og er það vel, en tæknin er ekki sú sama. Kristján Davíðsson er ljóö- x rænn og óformlegur sem fyrr en stríðnin virðist næstum gufuð upp hjá honum eins og flestum samsýn- enda hans. Þessi sýning er e.t.v. helst minnisstæð vegna yfirlitsins yfir fer- il Valtýs. Það yfirlit hefði þó mátt vera miklu ítarlegra og meira af verkum frá fyrstu árum hans við trönurnar sem undirrituðum sýnist hafa verið langsamlega hugmynda- ríkust og djörfust. -ÓE Bygging eftir Hafstein Austman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.