Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Qupperneq 32
J FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augtýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 w. ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. Davíð Scheving: Réttlætið sigraði Sakadómur Reykjavikur hefur ■%ýknað Davíö Scheving Thorsteins- son af ákærum saksóknara vegna fundarlauna sem Davíð bauð þeim sem skilaöi sér Sólcoladós númer 1.000.000. Allur sakarkostnaður fell- ur á ríkissjóð. Davíð var ákærður fyrir brot á lög- um um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp dóminn. í dóminum segir að þar sem aðeins einum neytanda hafi verið boðin rífleg fiárhæö í „fundarlaun" og aö tilviljun réði hver hreppti hana væri tæpast unnt að lita svo á að um hafi verið að ræöa kaupbæti í al- mennum skilningi þess orðs." „Dósin kom aldrei fram. Viö gáfum rítrabbameinsfélaginu þau eitt hundrað þúsund sem heitið var í fundarlaun. Ég er eðlilega mjög sátt- ur því að ég átti eins von á að verða dæmdur. Samt tel ég mig hafa verið að gera rétt. Þó ég hefði verið dæmd- ur til að greiða eina krónu í sekt hefði ég áfrýjað. Réttlætið sigraði," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson. -sme Sjóvá og Almennar sameinast í eitt tryggingafélag Sjóvá hf. og Almennar trygging- ar hf. hyggjast sameinast í eitt tryggingafélag. Þetta verður til- kynnt nú í vikunni, líklegast á morgun. Vitað er að Almennar tryggingar verða með starfs- mannafund í dag klukkan ftmm þar sem þetta mál ber á góma. Forráðamenn beggja trygginga- félaganna hafa rætt sameiningar- málin að undanfömu. Tiigangur- inn með sameiningunni er að ná fram hagkvæmni í rekstrinum. Nýja tryggingafélagið yrði stærsta tryggingafélag á íslandi með um 30 prósent markaðarins. Það yrði þar með stærra en helsti keppinautur- inn, stærsta núverandi trygginga- félagið, Samvinnutryggmgar, sem er með 23 prósent af markaðnum. Sjóvá er með um 18 prósent af tryggingamarkaðnum núna en Al- mennar tryggingar um 12 prósent. Sjóvá skilaði tæplega 30 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en Al- mennar voru reknar með um 15 milljóna króna tapi. Gífurleg samkeppni hefur rikt á tryggingamarkaðnum að undan- förnu. Sjóvá og Alraennar komu saman með Gullverndina og Sam- vinnutryggingar F-trygginguna. DV sagði frá því á dögunum að Samvinnutryggingar heföu þjóf- startað í þeirri keppni. Um 120 manns vinna til samans hjá Sjóvá og Almennum trygging- um. Ljóst er að sameiningin gengur út á að standast alla samkeppni betur og ná fram hagræðingu. Það getur þýtt að einhveijir missi vinnu sína viö sameininguna. -JGH Drukknir nemar: ^lötuðu sjúkrabíl, lækni og lögreglu Um tuttugu drukknir nemendur, úr Fiölbrautaskólanum í Garðabæ, hafa veriö kærðir til bæjarfógetans í Garöabæ. Nemendurnir voru um helgina í drykkjuveislu í skiðaskála á Hellisheiði. Þegar þeim þótti nóg komið hringdu þau til slökkviliösins í Reykjavík og tilkynntu slys. Sjúkrabíll með lækni hélt þegar af stað. Lögreglubíll fylgdi sjúkrabíln- um. Mikil hálka var á heiðinni. Þegar sjúkrabíllinn og lögreglubíllinn komu að skíðaskálanum kom í ljós aö enginn var veikur eða slasaður - j^peldur vantaöi fólkið aðeins far heim ' á leið. Hér er um ótvirætt hegningarlaga- brot að ræöa og hefur lögreglan í Reykjavík þegar sent kæru til Más Péturssonar, bæjarfógeta í Hafnar- firöi. Guðmundur Hermannsson yfirlögregluþjónn sagði að hann myndi ekki eftir eins aivarlegu plat- útkalii. -sme Bílstjórarnir aðstoða senDiBíLnsTöÐin v Þeim tjölgar jafnt og þétt smábátunum og ekki færri en 60 bætast við á þessu ári. Fjölgunin er svarið við kvóta- kerfinu vegna þess að bátar undir 10 tonnum eru undanþegnir kvótakerfi. Margir nýir smábátar hafa bæst við í flota Sandgerðinga og hér má sjá nokkra þeirra. DV-mynd GVA LOKI Þeir ætla sýnilega ekki aðtryggja eftirá! Veöríö á morgun: Kaldi suðvestan- lands Á morgun verður suðaustanátt, kaldi eða stinningskaldi við suð- vesturströndina en mun hægari í öðrum landshlutum. Rigning eða skúrir verða á Suðvestur- og Suð- urlandi og sunnanverðum Aust- fjörðum en að mestu þurrt annars staðar. Hitinn veröur 5-8 stig. Fordæming á ísrael: Jón Baidvin breytti afstöðu íslendinga Það vakti mikla athygli við at- kvæðagreiðslu á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn fimmtudag að ísland sat hjá við at- kvæðagreiðslu um ísrael. Var það við atkvæðagreiösíu um tillögu sem fordæmir ísraela vegna aðgerða þeirra á herteknu svæðunum. 130 þjóðir studdu tillöguna, ísrael og Bandaríkin voru á móti og 16 þjóðir sátu hjá. Meðal annars Kanada, Bret- land og ísland. Að sögn Geirs Gunnarssonar al- þingismanns sem sat þingið þá kom afstaða íslendinga á óvart meðal þingfulltrúa, sérstaklega vegna þess að Islendingar breyta um afstöðu frá því í fyrra en þá greiddu þeir at- kvæði með tillögu sem þessari. Þá vorum við í hópi með hinum Norður- landaþjóðunum sem tóku aftur undir fordæminguna nú. Að sögn Helga Ágústssonar, skrif- stofustjóra í utanríkisráðuneytinu, var tekin ákvörðun um þessa at- kvæðagreiðslu hér heima, meðal annars af utanríkisráðherra Jóni Baldvin Hannibalssyni. Sagði Helgi að þarna hefði verið um að ræöa mjög einhliða fordæmingu á ísrael sem ekki hefði verið hægt að taka undir. Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður sagði í samtali við DV í morg- un að þessi niðurstaða kæmi sér mjög á óvart og hann muni krefjast þess að umræða verði í utanríkis- málanefnd Alþingis og að utanríkis- ráðherra geri grein fyrir afstöðu sinni þar. Formaður nefndarinnar, Jóhann Einvarðsson, sagði að vissu- lega kæmi á óvart þegar viö værum í slíkum minnihluta á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og átti hann von á því að það yrði rætt við fyrsta tæki- færi á fundum nefndarinnar. -SMJ Bráðabirgðalögin: Úr nefnd í desember Að sögn Eiðs Guðnasonar, for- manns fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar, þá má búast við því að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar komi úr nefndinni í desember. Fyrsti fundur nefndarinnar um lögin var í morgun. Eiður sagðist ekki hafa neina trú á öðru en að lögin fengju afgreiðslu á þingi. -SMJ Kýldi trúnaðar- manninn Til átaka kom á milli tveggja leigu- bílstjóra í Hafnarfirði á föstudags- kvöld. Deilur höfðu risið milli mann- anna en annar þeirra er trúnaðar- maður og hafði afskipti af afleysing- um á bil hins. Það sætti leigubílstjór- inn sig ekki við og barði hann í and- litið. Trúnaðarmaðurinn er með glóðarauga. Nú hefur trúnaðarmaðurinn kært starfsbróður sinn til rannsóknarlög- reglunnar í Hafnarfirði. Sá kærði hefur ekki verið yfirheyrður enn sem komið er. Talið er að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.