Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988.
Fréttir
__ Akæra sérskipaðs ríkissaksóknara í Hafskipsmálinu:
Fjárdráttur, skjalafals
og brot í opinberu starfi
Ákæra Jónatans Þórmundssonar,
sérskipaös ríkissaksóknara í Haf-
skipsmálinu, er í 10 köflum og í höf-
uöatriöum svipuð og sú ákæra sem
Hallvarður Einvarösson ríkissak-
sóknari haföi geflð út.
Ákærurnar á Hafskipsmenn fjalla
í stórum dráttum um skjalafals.
rangfærslu skjala, fjárdrætti og
skilasvik.
Eru Björgólfur Guðmundsson,
Ragnar Kjartansson og Páll Bragi
Kristjónsson ákæröir fyrir íjárdrátt
af sérstökum tékkareikningi og Helgi
Magnússon endurskoöandi um aö
hafa hylmað yfir þennan fjárdrátt.
Þessir flórir eru og ákærðir fyrir
að hafa staðið aö rangfærslu reikn-
ingsskila yfir rekstur og efnahag
Hafskips hf. og dótturfélaga þess
fyrstu átta mánuði ársins 1984.
Björgólfi, Ragnari og Páli er gefið
aö sök að hafa veitt bankastjórn út-
vegsbankans villandi upplýsingar
um liklega rekstrarafkomu Hafskips
á árunum 1984 og 1985.
Ragnari, Björgólfi og Helga er gefið
að sök að hafa staðið í sameiningu
að því að útbúa efnislega röng bók-
haldsgögn til að villa um fyrir stjórn
félagsins og bankastjórn Útvegs-
bankans til að tryggja félaginu
áframhaldandi lánstraust. Þá er Sig-
urþóri Guðmundssyni og Þórði
Hilmarssyni gefið að sök að hafa lát-
ið löggiltum endurskoðanda Haf-
skips í té tilbúin skjöl um uppsafnað-
ar tekjur við samningu á ársreikn-
ingi fyrir 1984.
Þá er Páli Braga gefið að sök að
hafa notað falsaða reikninga til gjald-
færslu í bókhaldi Hafskips.
Árna Árnasyni og Ragnari Kjart-
anssyni eru gefin skilasvik að sök
þar sem þeir hafi greitt vikulega í
rúma þrjá mánuði 20 þúsund krónur
inn á viðskiptareikning Hafskips hjá
Reykvískri endurtryggingu hf. og
þannig dregið taum eins lánardrott-
ins öðrum til tjóns þegar þeim átti
ekki aða hafa dulist aö stefndi í gjald-
þrot Hafskips.
Bankastjórar og bankaráðsmenn
Útvegsbankans eru ákærðir fyrir
brot í opinberu starfi þar sem banka-
stjórar eiga að hafa óhlýðnast fyrir-
mælum bankaráðs og bankaráðs-
menn að hafa sýnt vanrækslu við
yfirstjórn bankans, við eftirht með
starfsemi hans og látið hjá líða að
fylgjast með skuldbindingum og
tryggingum vegna viðskipta bankans
við Hafskip hf.
Þá er Inga R. Jóhannssyni, endur-
skoðanda Útvegsbankans, gefið að
sök að hafa brugðist eftirlitsskyldu
sinni vegna viðskipta bankans við
Hafskip hf. að því er varðar trygging-
ar vegna skuldbindinga bankans
gagnvart félaginu og að hafa ekki
komið á framfæri aðfinnslum og
ábendingum um misfellur sem hon-
um á að hafa verið kunnugt um á
þessum viðskiptum frá og með árinu
1981.
Er þess krafist að allir ákærðu
verði dæmdir til refsingar og
greiðslu sakarkostnaðar og að Helgi
Magnússon verði auk þess sviptur
réttindum löggilts endurskoðanda.
-hlh
Jónatan Þórmundsson, sérskipaður rikissaksóknari í Hafskipsmálinu, litur á málsskjöl ásamt aðstoðarmanni sín-
um, Tryggva Gunnarssyni lögmanni. Var rannsókn málsins endurunnin að miklum hluta til, sem var mikil vinna,
en Jónatan hafði á orði við upphaf hennar að málsskjölin væru líklega um þrjú tonn að þyngd. DV-mynd GVA
Samsæriskerming um DV og Flugleiðir:
Frétt DV er rétt
- segir stjómaiformaður Skotferða
„Frétt DV um Skotferðir er rétt.
Sigurður Eiríksson sem ræddi viö
Stöð 2 í gær talar ekki á vegum
Skotferða. Hann var ekki hluthafi
í fyrirtækinu og ekki ráöinn fram-
kvæmdastjóri þess. Hann var
starfsmaður Skotferða en var ekki
lengur á vegum þeirra þar sem
ákveðið var síðastliðinn miðviku-
dag aö hætta við allt saman, enda
voru ekki skilyrði til að hefla þess-
ar ferðir að sinni, meðal annars
vegna ónógrar þátttöku," sagði
sflórnarformaður Skotferða við DV
í morgun.
Stöð 2 birti í gærkvöldi langt við-
tal viö Sigurð nokkum Eiríksson
sem fláði stöðinni aö hann væri
eini forsvarsmaður Skotferða og að
DV og Flugleiðir bæru sök á því
að aðeins flórir farþegar hefðu far-
ið út með vél British Midland til
Skotlands á sunnudaginn.
Að sögn sflómarformanns Skot-
ferða viröist sem Sigurður Eiríkis-
son hafi haldið áfram með málið
upp á eigin spýtur. „Eftir að hætt
var viö ferðimar síðastliöinn mið-
vikudag höfðu Skotferðir starfs-
menn áfram á skrifstofúnni til að
svara fyrirspumunum og tilkynna
að hætt væri við ferðirnar og jafn-
framt til að hringja í þá sem höfðu
pantað og greina þeim frá gangi
mála. Sigurður Eiríksson var því
ekki á vegum Skotferða eftir mið-
vikudaginn, hvað þá að hann tali í
nafni þeirra."
Ferðir Skotferða gengu ætíð und-
ir heitinu Glasgow-ferðir, en Sig-
urður sagði á Stöð 2 að það væri
rugl, þetta væru Edinborgarferðir.
í auglýsingum Skotferða má hins
vegar glöggt sjá að fljúga átti til
Edinborgar og síðan stóð til að aka
farþegum í rútu til Glasgow þar
sem gista átti á Holiday Inn hóteli
í sjö nætur. Einnig var boðið upp
á gistingu í Edinborg.
-JGH
Alþýðubandalagið:
Formleg mótmæli vegna álmálsins
■ Þingflokkur Alþýðubandalagsins
samþykkti í gær mótmæli vegna
skipunar Jóns Sigurðssonar, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, í nefnd til
að undirbúa samninga við þau flögur
erlendu fyrirtæki sem nú gera hag-
kvæmnisathugun á nýbyggingu ál-
vers í Straumsvík.
DV skýrði frá þessari nefndarskip-
un á föstudag og hörðum viðbrögð-
um ráðherra Alþýðubandalagsins á
ríkisstjómarfundi á fimmtudag þeg-
ar Jón Sigurðsson kynnti þessa máls-
meðferð. Á ríkissflórnarfundi í
morgun bar Svavar Gestsson
menntamálaráðherra Jóni síðan
mótmæli þingflokksins en hann telur
þessa nefndarskipun bijóta í bága
við ákvæði stjómarsáttmálans um
álmálið.
Ólafur Ragnar Grímsson, fiármála-
ráðherra og formaöur Alþýðubanda-
lagsins, sat ekki fund þingflokksins
né heldur Steingrimur J. Sigfússon
landbúnaðarráðherra og Guðrún
Helgadóttir, forseti sameinaðs þings.
-gse
Eftirlit bankaráða:
Spurning hvers hægt er að
ætlast til fyrir þessa þóknun
- segir Stefán Valgeirsson
„Þessi ákæra á hendur bankaráð-
inu kemur mér á óvart vegna þess
mér finnst að lögin sem þá giltu feh
ekki í sér að ætlast sé til svo mikils
eftirlits frá bankaráðunum," sagði
Stefán Valgeirsson, alþingismaður
og formaður bankaráðs Búnaðar-
bankans.
„Það er ákaflega flókið mál að fylgj-
ast með útlániun bankanna. Eins og
þóknun bankaráðsmanna var á þess-
um tíma sé ég ekki að hægt hafi ver-
ið að ætlast til þess að menn legðu
afskaplega mikla vinnu í eftirlit
nema ef til vill í gegnum endurskoð-
endur. Þetta hefur breyst að því leyti
til að nýju lögin kveða á um að
bankaráðin eigi að fylgjast meira
með og þóknun almennra banka-
ráðsmanna hefur verið hækkuð úr 8
prósentum í 12 prósent af launum
bankasflóra. Formaður bankaráðs
fær helmingi meira. Þóknun nú er
því þannig að hægt er að ætlast til
meira eftirlits."
- Eruð þið í bankaráði Búnaöar-
bankans þess fullvissir að þið getið
fylgst með útlánum bankans?
„Nei. Það erum við ekkert fullviss-
ir um. En við reynum það. Við fáum
yfirlit yfir alla stærstu skuldara. Við
spyrjumst fyrir ef við teljum eitthvaö
geta verið athugavert. En það er
kannski svo að meira sé spurt og
meira fylgst með eftir að þetta kom
upp í Utvegsbankanum. En svo er
það spurning um þóknunina og
hvers hægt er að ætlast til,“ sagði
StefánValgeirsson. -gSe
Full ástæða til að
rannsaka lekann
„Þaö er enginn sekur fyrr en búið
er að dæma hann,“ sagði Kristinn
Finnbogason, framkvæmdastjóri
Tímans og varaformaður bankaráðs
Landsbankans, aðspurður um álit
hans á ákærum á hendur fyrrver-
andi bankaráðsmönnum Útvegs-
bankans i tengslum við gjaldþrot
Hafskips.
„Mér finnst dálítið einkennilegt að
menn skuli sjá ákærur á sig í sjón-
varpi. Ég er furðu lostinn yfir því að
forsetar í Alþingi eða einhverjir aðr-
ir skuli leka þessu út. Þetta á að vera
algjört trúnaðarmál. Ég held að það
sé full ástæða til þess að rannsaka
þann leka því að þetta er bæði óæski-
legt og óviðunandi."
- Fylgist bankaráð Landsbankans
betur með útlánum bankans en ætla
má að bankaráð Útvegsbankans hafi
gert?
„Ég held að það sé mismunandi í
einstökum bönkum hvað máhn eru
tekin mikið inn á fundi bankaráð-
anna. En Hafskipsmáhð hefur leitt
til þess að bankaráðin eru farin að
fylgjast meira með stærri skuldur-
um. Ég held að þetta mál hafi verið
að því leyti gott og það er í sjálfu sér
ágætt að fá úr því skorið hver ábyrgð
bankaráðsmanna er,“ sagði Kristinn
Finnbogason.
-gse
Ami Amason:
Ekki erfitt að snúa ofan af þessu
„Eg reikna ekki með að það verði
erfitt að snúa ofan af þessu. Þetta er
aöeins einn lítill punktur í ákær-
unni, um skilasvik. Ég tel að þetta-
hljóti að vera misskilningur sem ætti
að vera hægt aö leiðrétta," sagði
Ámi Árnason, fyrrverandi deildar-
stjóri flárreiðudeildar Hafskips, við
DV í morgun en hann er einn hinn
þriggja Hafskipsmanna sem ekki
voru ákærðir áður.
Sagði Árni aö sér heföi komið mjög
á óvart að vera ákærður.
-hlh
Þrír dómarar í Hafskipsmálnu:
Málið þingfest í desember
„Það verða þrír dómarar í máhnu,
Haraldur Henrýsson, sem verður
dómsformaður, Pétur Guðgeirsson
og Amgrímur ísberg,“ sagði Gunn-
laugur Briem, yfirsakadómari í
Reykjavík, við DV í morgun.
Sagði Gunnlaugm- að Haraldur
Henrýsson hefði leyfi frá störfum í
sakadómi til 1. desember þar sem
hann er nú varadómari í Hæstarétti.
Mun Hafskipsmáhð bíöa á borðinu
hjá honum þangað til og því ljóst að
það verður ekki þingfest fyrr en í
desember. -hlh