Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988. Viðskipti_________________________________________________________________________dv Saltfiskvinnsla um borð: Ekki lakari afkoma en hjá frystitogurunum „Þetta er svona eins og ljós í myrkri sjávarútvegsmálanna um þessar mundir. Þessi saltíiskverkun um borö er þaö eina sem við höfum ekki tapað peningum á síðastliðin 2 ár. Ég hygg að afkoman sé ekki lak- ari en hjá frystitogurunum," sagði Tómas Þorvaldsson, útgeröarmaður í Grindavík, en hann hefur látið verka saltfisk um borð í togaranum Gnúpi GK í sumar eða þar til þorskk- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 5-7 Bb Sparireikningar 3ja mán uppsogn 5-8 Sb.Sp 6 mán. uppsogn 5-9 Vb.Sb,- Sp 12 mán. uppsogn 6-10 Ab 18mán. uppsogn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 1-2 Vb.Sb,- Ab Sértékkareikningar 5-7 Ab.Bb,- Vb Innlan verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Bb.Vb,- Sp 6 mán. uppsögn 2-3,75 Vb.Sp Innlán meðsérkjörum 5-12 Lb.Bb.- Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7,25-8 Vb Sterlingspund 10.50- 11,25 Vb Vestur-þýskmörk 4-4.25 Ab.V- b.S- b.Úb Danskar krónur 7-8 Vb.Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 15,5-18 Sp Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi Almenn skulaabréf 16,5-21 Vb Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 19-22 Lb.Úb Utlan verötryggö . Skuldabréf 8-8,75 Vb Útlán til framleiðslu isl. krónur 17-20 Lb.Bb SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp Bandarikjadalir 10,25 Allir Sterlingspund 13,50- 14^50 Lb.Úb Vestur-þýskmörk 6,75-7,25 Allir nema Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,6 2,3 á mán. MEÐALVEXTIR Óverðtr. nóv. 88 20,5 Verötr. nóv. 88 8,7 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 2272 stig Byggingavísitala nóv. 399,2 stig Byggingavísitalanóv. 124,8stig Húsaleiguvisitala Engin hækkun 1. okt. Verðstoðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóöa Einingabréf 1 3,364 Einingabréf 2 1,915 Einingabréf 3 2,181 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,565 Kjarabréf 3,359 Lífeyrisbréf 1.691 Markbréf 1,775 Skyndibréf 1,030 Sjóðsbréf 1 1,618 Sjóðsbréf 2 1,405 Sjóðsbréf 3 1,154 Tekjubréf 1,565 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. segir Tómas Þorvaldsson, útgerðarmaður í Grindavlk vótann þraut á dögunum. Forsögu þessa máls sagði Tómas vera þá að í fyrrasumar hefðu þeir hjá Þorbirni hf. í Grindavík sett ílatningsvélar og vinnslulínur þar að lútandi um borð í tvo báta. Aflinn var flattur um borð og saltaður í kör. Útkoman var það góð að ákveðið var að senda togarann Gnúp GK á slíkar veiðar og vinnslu í sumar. Fiskurinn er saltaður í kör. Eftir veiðiferðina, sem stendur eina til tvær vikur, er fiskurinn tekinn og umsaltaður á bretti og síðan fluttur út eftir viku. Þetta er svokallaður tandurflskur. Tómas sagðist nú bara vilja kalla hann léttsaltaðan. Sú breyting hefur orðið á að fólk í S- Evrópu vill nú fá flskinn mjúkan og léttsaltaðan. Þorbjörn hf. er bæði með saltfísk- og rækjuvinnslu. Tómas segir að bullandi tap sé á rækjuvinnslunni. Saltfiskvinnslan hefur verið í mínus framan af árinu en er nú sennilega að komast að núllinu. Ástæðuna fyr- ir því að hallar á saltfiskverkunina segir Tómas vera þá að fiskurinn sé miklu minni nú en áður var. Fyrir bragðið fæst lægra verð fyrir hann. Nefndi hann sem dæmi að nú væru 500 til 600 flskar í tonninu en þar til fyrir 16 til 18 árum þótti eðlilegt að 100 til 130 flskar væru í hverju tonni upp úr sjó. „Þetta segir auðvitað sína sögu um hvernig ástandið er orðið og því mið- ur er það staðreynd að það heldur áfram að versna, flskurinn, sem veiddur er, verður sífellt minni,“ sagði Tómas Þorvaldsson. -S.dór Eysteinn Helgason til Plastprents Eysteinn Helgason, fyrrum for- stjóri Iceland Seafood, var ráðinn framkvæmdastjóri Plastprents síð- astliðinn föstudag. Jón Steingríms- son, sem tók við framkvæmdastjóra- stöðunni í byrjun febrúar á þessu ári, lætur af því starfi að eigin ósk. Eysteinn Helgason er fæddur 24. september árið 1948. Hann starfaði hjá Sölustofnun lagmetis á árunum 1973 til 1978, fyrst sem sölustjóri og síðar sem annar tveggja fram- kvæmdastjóra. Hann var framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar á árunum 1978 til 1984. Hann varð síðan for- stjóri Iceland Seafood 1. september 1986 en lét af því starfi sem kunnugt er í febrúar á þessu ári. Eysteinn er kvæntur Kristínu Rútsdóttur og eiga þau þrjú börn. Eigendur Plastprents eru flöl- skylda Hauks Eggertssonar, Skelj- ungur og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Stjórn fyrirtækisins er skipuð Hauki Eggertssyni, formanni, Árna Ólafi Lárussyni, Bjarna Lúðvíkssyni og Eggerti Haukssyni. -JGH Kraftaverkamaðurinn Heinz Durr, forstjóri AEG. Hann flytur erindi á Sögu á fimmtudaginn kemur um breytingar á efnahagslífi Þýskalands og um Evrópumarkaðinn. Forstjóri AEG á íslandi: Durr er galdrakarl Einn þekktasti forstjóri Þýska- lands, Heinz Durr, forstjóri AEG, kemur í heimsókn til íslands í þess- ari viku og heldur erindi á morgun- verðarfundi Verslunarráðs íslands á Hótel Sögu á fimmtudagsmorguninn. Durr tókst það sem allir töldu vera óframkvæmanlegt. Hann bjargaði AEG frá gjaldþroti. Durr mun ræða um fyrirtæki í Evrópu framtiðarinnar á morgun- fundinum á Sögu. Ennfremur ræðir hann breytingar sem orðið hafa í efnahagslífi Þýskalands. Það var árið 1980 sem Durr tók við starfi forstjóra AEG. Fyrirtækið var þá á barmi gjaldþrots og skuldaði næstum 5,3 milljarða þýskra marka. Árið eftir voru skuldimar komnar í 4,6 milljarða og árið 1987 voru þær komnar niður í 347 milljónir þýskra marka. Staöa fyrirtækisins styrktist held- ur betur á sama tíma. Eigið fé jókst úr 706 milljónum þýskra marka í um 1,9 milljarða marka. Árið 1983 keypti Daimler-Benz samsteypan meirihlutann í AEG. Heinz Durr er forstjóri AEG en jafn- framt situr hann í stjórn Daimler- Benz. -JGH Rækja veidd á ný í Skagafirði - talsvert magn fannst af veiðanlegri rækju í firðinum Þóiiiailur Ásmundsson, DV, Saudárkróki: Við rækjuleit í Skagafirði nýlega fannst talsvert magn af veiðanlegri rækju, tveggja til þriggja ára stofni, og hefur verið leyft að veiða 50 tonn í haust. Þrír bátar stunda þessar veiðar sem hófust fyrir rúmri viku á miðunum innan við Eyjar. Það eru Blátindur og Týr frá Sauðárkróki og Faxavík, sem ný- lega var keyptur til Hofsóss af ung- um sjómönnum á staðnum, Ómari og Amari Unasonum. Þetta er 15 tonna trébátur, smíöaður í Kefla- vík 1980. Bátarnir leggja alhr upp hjá Dög- un á Sauöárkróki og aö sögn Garð- ars Sveins Árnasonar fram- kvæmdastjóra duga þessar veiðar vinnslunni út nóvember. Er þetta svo sannarlega búbót þar sem ann- ars heföi ekkert verið að gera og síöur var búist við rækjuveiði á Skagafirði í haust. Hins vegar er óráðið með framtíö Dögunar. Dröfn, rækjubátur fyrirtækisins, fer ekki meira á sjó þar sem úreld- ing bíður hans og vinnslan hefur ekki fengið lánafyrirgreiðslu til kaupa á nýjum báti. Verðhækkun í millilandaflugi Flugleiöir og Amarflug hækk- uðu fargjöld í millilandafluginu síöasthðinn fimmtudag. Amar- flug hækkaöi þau um 4 prósent og Flugleiðir 3 prósent. Hækkun flugfargjalda er háð leyfi verðlagsyfirvalda. Ástæöa þessara hækkana eru erlendar verðhækkanir. Heimild er fyrir því í lögunum um verðstöðvun að taka inn hækkanir af erlend- um uppruna. Aö sögn verðlagsyfirvalda rúm- ast þessar hækkanir flugfélag- anna innan verðstöðvunarlag- anna. -JGH Eigendur Smyr-. ils í vöruf lutning- um milli íslands og Færeyja Um nokkurra ára skeið hefur fær- eysk/íslenska skipafélagið North- Westline annast vömflutninga milli Færeyja og Austflarða og Norður- landshafna. Aöaleigandi skipafélags- ins, Hans Pauli Johannsen, er ný- látinn og hefur verið ákveðið að selja skipafélagiö. Smyril-Line, sem ann- ast hefur farþegaflutninga milli Seyðisflarðar og Færeyja um árabil, hefur sýnt áhuga á að kaupa North- Westline skipafélagið og yfirtaka vöruflutningana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.