Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988.
Spumingin
Hvað langar þig mesttil
að fá í jólagjöf?
Katja Masters, 12 ára: Mig langar
mest í hjól í jólagjöf.
Guðlaug Gigja Ottadóttir, 9 ára: Ég
veit það ekki - útvarp, ballettskó eða
eitthvað.
Sofíia Sveinsdóttir, 4 ára: Myndavél
- eða bara sælgæti.
Kristbjörg Þórsdóttir, 11 ára: Skrif-
borð, hjól eða skíði.
Guðjón Abbes, 9 ára: Mig langar
mest í fjarstýrðan bíl í jólagjöf.
Lesendur
Atkvæðagreiðsla hjá SÞ:
Rétt ákvörðun ráðherra
Haraldur Haraldsson hringdi:
Það hefur verið gert að umtalsefni
að utanríkisráðherra hefur þurft aö
taka snöggar ákvarðanir um afstöðu
okkar íslendinga í kosningu hjá
Sameinuðu þjóðunum, t.d. um tillögu
sem fordæthir framferði ísraels-
manna á hinum herteknu svæðum
viö land þeirra. - Og íslenskir frétta-
menn spyrja allir eins: „Hefur ein-
hver afstöðubreyting orðið hjá okkur
íslendingum varðandi atkvæða-
greiðslur hjá SÞ?“ Ekki er nú frum-
legheitunum fyrir aö fara!
. Oft hefur það verið svo að við ís-
lendingar höfum haft samstöðu með
hinum Norðurlandaþjóðunum í af-
stööu til ýmissa mála er t.d. snerta
þriðja heiminn og annað sem stund-
um má flokka undir hin viökvæmari
mál. Stundum hefur þetta reynst af-
farasælt en ekki alltaf. í því tilviki,
sem hér um ræðir og hefur orðið að
fréttaefni, var t.d. þannig í pottinn
Frá allsherjarþingi SÞ.
búið að búið var að semja einhveija átti að flyfja en láðist að bera undir
tölu sem einn fulltrúi Norðurlanda íslensku sendinefndina fyrr en
nokkrum mínútum fyrir flutning
hennar og þá orðið of seint aö koma
með breytingar sem okkar menn
vildu gera.
Það er ekkert sjálfgefið að við ís-
lendingar hnýtum okkur alltaf aftan
í hinar Norðurlandaþjóðimar í
hvaða máli sem er og síst af öllu þeg-
ar um er að ræða tillögur sem inni-
halda lítið annað en einhliða for-
dæmingu á öðrum þjóöum. Við höf-
um engin efni á stuðningi við slíkar
tfllögur.
Utanríkisráðherra á hrós skilið
fyrir það hvemig hann virðist ætla
aö standa að málum í ýmsum þeim
efnum sem varða þátt okkar á al-
þjóðavettvangi. Okkur íslendingum
kemur best að sýna sem mest sjálf-
stæði í afstöðu okkar tfl viðkvæmra
mála og láta koma fram að við séum
ekki nauðsynlega munstraðir fylgis-
menn einhvers sérstaks hóps þjóða
öðrum fremur.
Felagsmalastofiiun Reykjavíkurborgar:
Óreglulegur símatími?
Keli hringdi:
Ég hef orðið fyrir þeirri reynslu
að að hringja árangurslaust í Fé-
lagsraálastofnun Reykjavikurborg-
ar til að tala við félagssráðgjafa sem
hefur með mál dóttur minnar að
gera. Þessi félagsfræðingur er
sagður eiga að vera með símavið-
talstíma tvisvar í viku á tilteknum
tíma f>Tir hádegi.
Að Wtta á þennan tíma er hægara
sagt en gert því ef maður hringir
milli kl 9 og 10 er sagt að hringja
mflli kl. 10 og 11. AUt í lagi með
það. Svo hringir maöur mflli kl. 10
og 11 og þá er manni sagt að síma-
tími sé milli kl. 11 og 12. Og þegar
maður svo segir að þaö hafi maður
einmitt gert er maöur bara sagöur
Ijúga.
Mér finnst þaö ansi hart ef opin-
ber stofhun, sem tekur að sér að
koma börnum í fóstur, með eða án
vflja foreldra þeirra, getur breytt
símatimum hjá sér á hálftíma eða
klukkutíma fresti. Þaö væri fróð-
legt að heyra hvort fleiri en ég hafi
átt í erfiðleikum meö aö ná inn sím-
leiöis til félagsffæðings þessarar
stofnunar.
Samkvæmt upplýsingum, sem les-
endasíðan hefur fengið, beint frá
Félagsmálastofnun, er símaviðtals-
tími við félagssráðgjafa í sambandi
við mál barna, frá kl. 11-12 mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga.
Móögandi ummæli forsætisráöherra:
Hvað myndum við segja?
Guðjón Magnússon hringdi:
Ég las í Tímanum í morgun viðtal
við tvo menn í tilefni úrslita forseta-
kosninganna í Bandaríkjunum, þá
Steingrím Hermannsson forsætis-
ráðherra og Þorstein Pálsson, for-
mann Sjálfstæöisflokksins. Eðlilegt
má telja að fá viðbrögð þessara
manna við svo mikilvægum atburði
sem forsetakosningar þar vestra eru
og við eigum svo mikið undir, þótt á
óbeinan hátt sé.
Eftir að forsætisráðherra hefur tjáð
sig um stefnu hins nýkjörna forseta
segir hann orðrétt; „Ég hefði hins
vegar vonað að þeir tækju efnahags-
mál sín föstum tökum og tel reyndar
að allur heimurinn hljóti að hafa
áhyggjur af því að þarna eru erlend-
ar skuldir líklega hlutfallslega orðn-
ar jafnmiklar og okkar íslendinga.
Það að auðugasta þjóö heims skuli
halda áfram að á þeirri braut er nátt-
úrlega algjörlega ófært og getur haft
miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir
alla heimsbyggðina. Það er svo sann-
arlega von mín að George Bush taki
á þessum málum og ég hef enga
ástæðu til að ætla annað en að það
veröi gert“.
Mér fmnst að hér megi segja aö nú
sé „eggið farið aö kenna hænunni“!
Eða hvaö myndum við íslendingar
segja ef við fréttum af ummælum
ráðamanna annarra ríkja í fjölmiðl-
um þar sem þeir segðust „hafa
áhyggjur af skuldastööu íslands, ein-
hverju fátækasta ríki heims“?
Við íslendingar erum nú það við-
kvæmir fyrir utanað komandi yfir-
lýsingum um okkur aö hér ætlar
bókstaflega allt á annan endann þeg-
ar slíkt fréttist. En hvað snertir um-
mæli forsætisráðherra okkar um
Bandaríkin þá er kannski mismunur
á hvort ein auðugasta þjóð heims
tekur lán eða sú fátækasta og á ég
þá við auðæfi sem eru til staöar í
landinu sjálfu og standa ávallt undir
lánunum. Mér finnst að ráðamenn
okkar ættu að láta af þessari mikil-
mennsku sem felst í alls kyns um-
mælum og yfirlýsingum um gang
heimsmála. Þeir hafa nóg verkefni
hér heima til að sjá um og tjá sig um.
Hringið í síma
27022
nuUi kl. 10 og 12
eða skrifiö
„Pagurt er yfir flóann að lita og horfa ó Jökulinn, hvort heldur baðaðan i sól
á björtum degi eða lýstan mána og stjörnum á heiðskírri nóttu“, segir með
mynd frá bréfritara.
Hin holla vættur
Ingvar Agnarsson skrifar:
Þegar sól skín í heiði er fagurt um
að litast á landi okkar. Þá er heill-
andi að standa á Valhúsahæð og sjá
Snæfellsjökulinn rísa úr hafi í öllu
sínu veldi. Seiðmögnuð áhrif eru
honum tengd. Þar er gott til sam-
banda milli himins og jarðar, milli
jarðarbúa og hinna lengra komnu á
hnöttum alheimsins.
Ekki er að furða þótt Snæfellingar,
bæði hinir fomu svo og hinna síðari
tíma, ættu fjarhrifasambönd við
Bárð Snæfellsás, hinn máttuga
stjarnbúa, sem stundum birtist þeim
í geislabliki og reyndist þeim hin
mikla hollvættur er þeir hétu á í
nauöum.
Og enn er Bárður Snæfellsás mátt-
ugur í eðli sem áður og þess verður
að til hans sé leitað. Þetta mættu
ekki síst Snæfellingar hafa í huga „er
þeim liggur lítið á“ því á þeim slóðu'm
vom samböndin sterkust við þessa
máttugu veru og því full ástæða til
að veflja þau öfl til lífs að nýju og
taka upp aftur hin fornu tengsl.
Sniðugar fréttir
á Stjörnunni
Tómas Tómasson hringdi:
Ég var að hlusta á hádegisfréttir
Sljörnunnar í dag (miðvikud. 9. okt.)
og eins og stundum áður voru frétt-
irnar alveg bráöskemmtilegar. Þeir
segja líka á Stjömunni; við erum með
öðruvísi fréttir - og það eru orð að
sönnu. Því skyldu fréttir líka ekki
geta verið gamansamar þótt þær séu
um dagleg mál líðandi stundar?
Stundum er hægt að gera fréttir, sem
annars eru hundleiðinlegar, bráð-
skemmtilegar. Þetta er gert hjá
Stjörnunni í ríkum mæli.
Fréttin sem mér fannst svona
skemmtileg i tólf-fréttum Stjörnunn-
ar var um nýju „sjóðakassana" sem
fyrrverandi fjármálaráðherra fyrir-
skipaði að notaðir skyldu þar sem
viðskipti eiga sér stað. „Allt sjóðvit-
laust vegna nýju sjóðakassanna"
byrjaöi fréttin, eða eitthvað á þá leið.
Síðan reitti fréttamaðurinn af sér
brandarana varðandi þessa marg-
nefndu sjóðakassa (sem ekki ætti
samt að nota til suðu) og setti fram
hvern orðaleikinn á fætur öðrum á
frábæran hátt. Ég hvet fólk til að
fylgjast með fréttum Stjörnunnar,
a.m.k. kl. 12 á hádegi, þótt ekki sé
nema til að losna frá amstri dagsins
nokkrar mínútur. Nóg er nú samt
af alvarlegheitunum hér.