Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Hitnar undir bankaráðum Sérstakur saksóknari í Hafskipsmálinu telur, að næg rök séu fyrir ábyrgð bankaráðs á lánveitingum Útvegs- bankans til að höfða megi mál gegn bankaráðsmönnum. Síðar í vetur munum við komast að raun um, hvernig dómstólar taka á þessu prófmáli um pólitíska ábyrgð. Hingað til hefur fylgt almennu ábyrgðarleysi stjórn- málamanna, að þeir hafa talið jafngilda hverjum öðrum bitlingi að vera kjörnir í bankaráð. Ef þeir hafa talið sig hafa eitthvert annað hlutverk í ráðinu, hefur það verið fólgið í hagsmunagæzlu, einkum fyrir flokkinn. Ef nú verður niðurstaðan, að bankaráðsmenn séu hliðstæðir stjórnarmönnum fyrirtækja og beri ábyrgð a verkum framkvæmdastjóra, eru þeir þar með orðnir ábyrgir fyrir hinni útbreiddu spillingu í útlánum bank- anna, þar á meðal pólitískri spillingu þeirra. Ekki er nóg með, að bankar láti annarleg sjónarmið ráða útlánum. Ekki er síður grózkumikið illgresið í garði margvíslegra sjóða, sem standa í útlánum. Við hlið hinna illa þokkuðu ríkisbanka má setja stofnun á borð við Byggðastofnun og sjóði, sem þar eiga heima. Við stöndum nú í fyrsta sinn andspænis þeim mögu- leika, að stjórnmálamenn í bankaráðum og sjóðastjórn- um beri ábyrgð á þeirri spillingu, sem þeir hafa ákveð- ið, að skuli vera í þessum stofnunum. Slík niðurstaða getur orðið upphaf nýs og betra siðferðis í lánakerfinu. Segja má, að núverandi spilling skipti lánsumsækj- endum í þrjá flokka. Gildir sú skipting einkum um bank- ana, en að hluta til einnig um sjóðina. í neðsta flokki eru þeir, sem geta endurgreitt lán, en fá þau ekki, af því að „engir peningar eru til“ að mati bankastjóra. í almennum flokki eru svo þeir, sem fullnægja venju- legum kröfum bankakerfisins um veð fyrir lánum. Þeir fá lán, af því að þeir sýna fram á endurgreiðslugetu sína og af því að bankastjórar hafa í andartakinu gleymt hinu fornkveðna, að „engir peningar eru til“. í hinum þriðja flokki eru svo þeir, sem fá lánin, sem umsækjendur í fyrsta flokknum hefðu átt að fá. Það eru þeir, sem valda því, að bankastjórar kyrja í síbylju: „Engir peningar eru til.“ Þetta eru þeir, sem ekki hafa nægileg veð, en njóta hins vegar velvildar bankans. Gæðingar bankakerfisins eru ýmiss konar. Þar í hópi eru nánir ættingjar og vinir bankastjóra og bankaráðs- manna, ekki endilega í þeim hinum sama banka, þar sem lánið er fengið. Ennfremur eru þar sveitungar og kjördæmungar bankaráðsmanna í löngum bunum. Aðallega eru þó gæðingarnir pólitískir. Lán úr bönk- um og sjóðum eru hikstalaust veitt út og suður til skjól- stæðinga stjórnmálanna. Það eru hin landsfrægu gælu- dýr. Er þá oft alls ekkert spurt um veð eða aðra endur- greiðslugetu, heldur lánað upp í matsverð eða hærra. Viðskipti Landsbankans og Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga eru dæmi um inngróna spillingu lánakerfis- ins. Landsbankinn hefur keypt af Sambandinu á fullu verði ónýta skreiðarpappíra frá Nígeríu. Ennfremur hefur hann lánað því án þess að taka nokkur veð fyrir. Reynt er að halda öllu slíku leyndu í lengstu lög. Nú er hins vegar svo komið, að fyrirtæki eru að verða gjald- þrota, þar á meðal ýmis af gæludýrunum. Þá kemur í ljós, hvernig bankar og sjóðir hafa lánað þeim langt umfram það, sem eðlilegt og hefðbundið má teljast. Gjaldþrotafréttir og kærur á stjórnmálamenn fyrir þátttöku í rekstri ríkisbanka og -sjóða beina kastljósi að gegnrotnu fj ármálaspillingarkerfi stjórnmálaflokk- anna. Jónas Kristjánsson Bygging ráðhúss í Reykjavíkurtjörn A fyrri hluta þessa árs hóf Reykjavjkurborg umfangsmiklar framkvæmdir í Reykjavíkurtjörn með byggingu ráðgerðs ráðhúss. Meðan Alþingi starfaði á sl. vori var um aö ræða undirbúnings- framkvæmdir. Annir á síðustu starfsdögum Alþingis, svo og að ráðhúsmáhö var ekki kynnt alþm., ollu því meðal annars að ég lét málið ekki til mín taka, enda lá fyrir að stjórnvöld höfðu þá ekki fjallað um mikilsverð atriði eins og byggingarleyfi fyrir ráðhúsið og áform borgaryfirvalda um húsið sættu talsverðum breytingum ef marka mátti blaðaskrif um málið. Að loknum miklum önnum síð- ustu starfsviku síðasta þings kom betur í ljós hve umfangsmiklar framkvæmdir við ráðhúsið voru og haldiö var áfram framkvæmd- um með miklum hraða þótt ekki væri búið að staðfesta byggingar- leyfi og graftrarleyfi fyrir húsið hefði verið fellt úr gildi. Sem alþm. er mér skylt að gæta hagsmuna Alþingis sem stofnunar og að lög Alþingis séu virt. Af þeirri ástæðu, auk annarra, skrifaði ég og sendi forsetum Alþingis opið bréf, sem birtist í Morgunblaðinu 1. júní 1988, þar sem ég spurðist fyrir um veiga- mikil atriði sem tengjast ráðhús- byggingunni. Mér sérstaklega hef- ur ekki borist svar við þessu opna bréfi og Alþingi sjálft eða borgar- stjórn Reykjavíkur hefur ekki af- hent mér eða sýnt nokkur gögn vegna ráðgerörar ráðhúsbygging- ar. Óviðunandi niðurstaða í orðsendingu frá forsetum Al- þingis, sem birtist í Morgunblaðinu 14. júní 1988 og er fskj. n með þátill., er birt eina skjalið sem mér er kunnugt um að ritað hafi verið í nafni Alþingis um hið ráðgerða ráðhús. Þar er bréf forseta Alþingis til byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. 24. mars 1988, sem er svar við bréfi hans, dags. 25. febr. 1988. Bréf forseta Alþingis er mjög stutt. í því kemur ekki fram að Alþingi hafi fengið nokkur gögn vegna þessa máls, svo sem uppdrætti, hkön, ályktanir eða annaö, enda munu áform um ráðhúsbygginguna hafa breyst talsvert eftir þetta. í svari forseta Alþingis er ekki vikið að rétti húseigna Alþingis sem ráð- húsbyggingin kynni að brjóta gegn. Aðeins er vikiö að þörfum Alþingis til rýmis. Það er því undrunarefni hve lítið forsetar Aiþingis hafa fengið að vita um þessa ráðgerðu ráðhús- byggingu og mér virðist að aðrir alþm. hafi engin gögn fengið um þetta og ekki tækifæri til þess að álykta um máliö. Þaö er óviðun- andi niðurstaöa. Mikilvægi máls- ins er shkt að óhjákvæmilegt er að Alþingi sem stofnun láti málið til sín taka. Þótt þetta ráðhúsmál hafi ekki verið kynnt alþm. sérstaklega má þeim öllum vera ljóst að fram- kvæmdirnar skeröa Reykjavíkur- tjörn verulega og spilla henni sem djásni gamla miðbæjarins í Reykja- vík. Framkvæmdirnar og síðar ráðhúsið, verði það byggt, hljóta að þrengja að dýralífi Tjarnarinnar og náttúru og spilla þeim einstæðu þjóðminjum sem Reykjavíkurtjöm er, en hún er tjörn fyrsta land- námsmanns íslendinga. Stórbygg- ing í Tjörninni, sem ráðgert ráðhús er, hlýtur að takmarka möguleika Alþingis til aö byggja yfir starfsemi sína, sem er brýnt, og margt fleira kemur til. Lögbrotin það versta Það versta við ráögerða byggingu ráðhúss eru þó lögbrotin sem virð- ast vera framin með þessari fram- kvæmd. Þau yfirskyggja allt annað. Hver er framtíö þeirrar þjóðar, þess löggjafarþings er lætur yfir sig ganga að gróflega séu brotin lög á því? Hversu langan tíma tekur að KjaHarinn Stefán Valgeirsson alþingismaður fyrir Samtök um jafnrétti og félagshyggju byggja upp traust á lögum og rétti komi til þess að brotið verði gróf- lega gegn lögum og réttindum Al- þingis og minnisvarðinn um lög- brotin og valdníðsluna standi rétt sunnan við Alþingishúsið sjálft? Hér eru höfð uppi stór orð og hef ég þó ekki haft tækifæri til að kanna gögn nema takmarkað. Skal nú vikið að nokkrum atrið- um í greinargerð Dagnýjar Helga- dóttur og Guðna Pálssonar arki- tekta frá 17. nóv. 1986. Fyrir skipu- lagstillögu þeirra um Kvosina segir um afmörkun Kvosarsvæðisins: Svæðið, sem unniö hefur verið með, afmarkast af Geirsgötu að norðan ásamt athugun á hafnar- svæðinu, Lækjargötu að austan, lóðunum vestan Aðalstrætis að vestan, Tlörninni að sunnan. - Ég hef það fyrir satt að þessir skipu- lagsarkitektar hafi ekki vitað fyrr en eftir að vinnu þeirra við skipu- lagsuppdrátt Kvosarinnar var sem næst lokið að ráðhús Reykjavíkur ætti að rísa við norðurenda Tiarn- arinnar. Ekki samstaða Skipulagsstjórn ríkisins hefur til afgreiðslu déihskipulagstillögu að miðbæ Reykjavíkur sem borgar- stjórn samþykkti 1. okt. sl. Þess er farið á leit að skipulagsstjóm hlut- ist til um að afstöðumynd væntan- legs ráðhúss Reykjavíkur verði sýnd á skipulagsuppdrættinum. Ráðhúsið mun rísa á lóðunum nr. 11 við Tjarnargötu og nr. 11 við Vonarstræti og hefur borgarstjórn samþykkt að byggt veröi eftir þess- ari tillögu sem hlaut 1. verðlaun um samkeppni um ráðhús Reykja- víkur. Ráðhúsið verður tvær sam- tengdar byggingar, 2-3 hæðir. Sam- anlagt byggingarmagn verður um 4600 fermetrar og um 14 þús. rúm- metrar, auk bifreiðageymslu á þremur hæðum í kjallara. Á upp- drætti, sem fylgdi skipulagstillög- unni þegar hún var auglýst, var byggingarreiturinn sýndur og í greinargerð með tillögunni er tekið fram að byggingarmagn og hæð ráðhússins hggi ekki fyrir fyrr en að afstaöinni samkeppni.- Ég nefni þetta sérstaklega því að mér virðast vinnubrögð óvönduð og lögbrot að færa ráögert ráðhús inn á skipulagsuppdrátt sem búiö er að kynna, auglýsa og staðfesta í borgarstjórn Reykjavíkur. Og það er skipulagsstjórn ríkisins sem er beðin um aö vinna verkiö sem átti að liggja fyrir í upphafi. Auðvitað var ekki samstaða í skipulags- stjórninni um þessa afgreiðslu. Meirihlutinn samþykkti þó að stað- festa skipulagið. Annað sem ég vil nefna og tel að sé ekki í samræmi við lög er fram- kvæmd kynningar og staðfestingar nýja Kvosarskipulagsins. Ekki hggur fyrir að gerð hafi verið í upphafi sérstök ályktun borgar- stjórnar Reykjavíkur um endur- byggingu þess byggingarreits sem Kvosarskipulagið tekur fil. Þá væri fróðlegt að vita hvort forráðamenn húsa við Kvosarreit- inn, svo sem Menntaskólahússins gamla, Stjórnarráðhússins, Dóm- kirkjunnar og Landsbankahússins, hafi fengið skriflega tilkynningu skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og hver svör þeirra hafi verið. Samþykki þjóðminjayfir- valda? Hvenær var haldinn að tilhlutan borgarstjórnar Reykjavíkur sam- eiginlegur fundur eigenda fast- eigna á Kvosarreitnum skv. 4. mgr. 23. gr. skipulagslaganna? Hefur farið fram mat á eignum og hefur verið stofnað félag um endurbygg- ingu Kvosarreitsins eins og kveðið er á um í VI. kafla skipulagslag- anna? Ekkert af þessu hefur átt sér stað svo að mér sé kunnugt um. Til þessa hefur verið byrjað' á tveimur húsum, byggðum í sam- ræmi við nýja Kvosarskipulagið, ráðgert ráðhús og Aðalstræti 8. Hafa framkvæmdir verið stöövaö- ar við Aðalstræti 8 að tilhlutan nágranna og einnig er vitað um mikla andstöðu við byggingu ráð- gerðs ráöhúss meðal nágranna þess. Ekki er í mínum huga vafa- mál að Reykjavíkurtjöm er merkar náttúruminjar samkvæmt ákvörð- un 1. mgr. 29. gr. laga nr. 47 frá 1971, um náttúmvemd, og svo er um marga fleiri. Það er heldur ekki vafamál að ráðgert ráðhús breytir svip Tjarnarinnar varanlega rísi þaö. Þess vegna er spurt: Hefur Náttúruverndarráð samþykkt þessar framkvæmdir og hvað hefur menntamálaráðuneytið sagt en það fer með yfirstjórn náttúrurvernd- armála? Þjóðminjalög nr. 52/1969 miöa að því að vernda þjóðminjar íslendinga. Reykjavíkurtjörn er tjörn fyrsta landmámsmannsins og einstakt að þjóð eigi slíkar þjóð- minjar. Er því ástæða til að spyrja: Liggur fyrir samþykki þjóðminja- yfirvalda á byggingu ráðgerðs ráð- húss í Reykjavíkurtjörn? Hafi sam- þykktin verið veitt hafa þá ekki orðið þar mistök? Ég hef nú rakið nokkur atriði sem tengjast byggingu ráðgerös ráð- húss og ég tel að brjóti gegn lögum og rétti Alþingis. Það er mögulegt að ég hafi rangt fyrir mér í ein- hverjum þessara atriða en ég tel það hafið yfir allan vafa að ég á sem alþm. rétt á að fá allar upplýsingar og gögn um byggingu ráðgerðs ráð- húsS. Ég tel einnig rétt, þar sem um er að ræða mikilsverð mál Al- þingis, að fengnir verði sérfróðir menn, lögfræðingar og menn sér- fróðir um skipulag, til þess að kanna þessi mál og gefa Alþingi skýrslu um þau. Að sjálfsögðu er eðlilegt að fá gögn og þá greinar- gerö eða greinargerðir frá borgar- stjóm Reykjavíkur sem hún vill láta af hendi. Að þessu markmiði miðar þingsályktunartillagan. Til bráðabirgða skal forsetum Alþingis faliö að láta vinna að því fyrir dómstólum aö stöðva fram- kvæmdirnar þar til ótvírætt liggur fyrir að þær séu lögmætar. Stefán Valgeirsson „Mikilvægi málsins er slíkt að óhjá- kvæmilegt er að Alþingi sem stofnun láti málið til sín taka.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.