Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988. Viðskipti Fólk vill ekki vinna í f iski þótt það sé orðið atvinnulaust Þrátt fyrir að fólk sé orðið atvinnu- laust vill það ekki vinna í fiski. Fisk- vinnslufyrirtæki í Reykjavík reyndi mjög í síöustu viku að fá fólk í vinnu en tókst ekki. Á sama tíma hefur at- vinnuleysi í Reykjavík aukist um helming í nóvember. Og aldrei fyrr hafa jafnmargir útlendingar veriö í vinnu á íslandi. Þetta ár er met- ár. „Það er ennþá verið að biðja um atvinnuleyfi fyrir útlendinga þrátt fyrir að atvinnuleysið sé að breiðast út. í síðustu viku sótti fiskvinnslu- fyrirtæki í Reykjavík um atvinnu- leyfi fyrir fimm útlendinga. Það hafði þá auglýst og reynt ítrekað að fá fólk í vinnu en þeir fáu sem spurðu um Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 2-4 Lb Sparireiknmgar 3jamán. uppsögn 2-4,5 Lb 6mán. uppsógn 2-4.5 Sb 12mán. uppsogn 3,5-5 Lb 18mán. uppsogn 8 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Vb Sértékkareikningar 0,5-3,5 Bb Innlan verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6 mán. uppsogn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb Innlán með sérkjbrum 3,5-7 Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7-8 Lb Sterlingspund 10,50- 11.25 Úb Vestur-þýsk mork 3,75-4,25 Ab.Sb Danskar krónur 7-8 Vb.Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 11-12 Lb Viðskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 12,5-18 Sp.Bb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 14,5-17 Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 8-8,75 Vb Utlántilframleiðslu Isl.krónur 12-17 Lb.Sb,- Bb SDR 9-9,25 Allir nema Bb Bandaríkjadalir 10,5-10,75 Úb.Sb,- Sp Sterlingspund 13,50- 13,75 Sb.Sp Vestur-þýskmörk 6,5-6,75 Sb.Sp,- Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,6 2.3 ó mán. MEÐALVEXTIR Överðtr. nóv. 88 20,5 Verðtr. nóv. 88 8,7 VÍSITÖLU.R ' Lánskjaravísitalades. 2274 stig Byggingavísitalades. 399,2 stig Byggingavísitalades. 124,9stig Húsaleiguvisitala Engin hækkun 1. okt. Veróstoövun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,380 Einingabréf 2 1,922 Einingabréf 3 2,203 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,573 Kjarabréf 3,373 Lifeyrisbréf 1 700 Skammtimabréf 1.180 Markbréf 1,784 Skyndibréf 1,033 Sjóðsbréf 1 1,623 Sjóösbréf 2 1,409 Sjóðsbréf 3 1,157 Tekjubréf 1,570 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og viö- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um penlngamarkað- inn birtast I DV á fimmtudögum. - enn er því beðið um leyfi fyrir vinnu útlendinga störfin höfðu svo ekki áhuga þegar til kom. Þess vegna sá fyrirtækið ekki aðra leið en að biöja um leyfi fyrir útlendinga," segir Óskar Hall- grímsson, forstöðumaður vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins. Að sögn Óskars jókst atvinnuleysi í Reykjavík um helming í nóvember frá því í október. „Það voru skráðir 2.500 atvinnuleysisdagar í Reykjavík í október en 5.000 í nóvember. Það samsvarar aftur að um 230 manns hafi verið skráðir atvinnulausir í Reykjavík í nóvember," segir Óskár. Um 700 manns voru atvinnulausir í október á öllu landinu. Miöað viö aukninguna í Reykjavík má búast við að fjöldi atvinnulausra sé nú kominn að minnsta kosti yfir eitt þúsund manns. Til þessa hefur miklu meira at- vinnuleysi verið úti á landi en í höf- uðborginni. Svo virðist sem fólk úr öllum stéttum sé atvinnulaust, að sögn Óskars Hallgrímssonar. Atvinnuleysisvofan er komin. Fjoldi atvinnulausra jókst um helming i Reykjavík í nóvember. A sama tíma tókst fiskvinnslufyrirtæki i Reykjavik ekki að ráða til sin tíu manns í vinnu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Það er fólk úr öllum stéttum at- skrá, iðnaðarmenn úr öllum grein- arfólk og sjómenn, svo ég nefni nokk- vinnulaust. Háskólamenn eru hér á um iðnaðarins, verkamenn, verslun- ur dæmi,“ segir Óskar. -JGH Aldrei eins margir útlend- ingar í vinnu Um eitt þúsund útlendingar eru vinnsluhúsunum hreinlega gang- í vinnu hérlendis núna, að sögn andi.“ Óskars Hallgrímssonar, forstöðu- Óskar segir ennfremur aö félags- manns vinnumálaskrifstofu félags- málaráöuneytið hafl gefið út á milli málaráöuneytisins. Flestir útlend- 1200 og 1300 atvinnuleyfí á þessu inganna vinna á sjúkrahúsum og ári. „Þetta er metár hvaö snertir heilsgæslustöðvum. vinnu útlendinga. Þaö hafa ekki Óskar segir að um 300 útlending- lengi jafnmargir útlendingar unnið ar vinni nú í fiskvinnslu hérlendis. hérlendis." „Á sumum stöðum úti á lands- -JGH byggðinni halda útlendingar ilsk- í apríl voru 3000 laus störf - nú vantar 1000 manns vinnu - samdrátturirai er skoUinn á íslenskt atvinnulíf hefur lent í ótrúlegu niðurstreymi. Þjóðhags- stofnun gerði könnun á vinnumark- aðinum í apríl. Þá voru yfír 2.900 laus störf sem ekki tókst að fylla. Það vantaði með öörum oröum næstum 3000 manns í vinnu. Þegar stofnunin gerði könnun í september var komið jafnvægi á vinnumarkaðnum. Nú bendir allt til að yfir eitt þúsund ís- lendingar gangi atvinnulausir. Atvinnuástandið var svipað árin 1986 og 1987. Þá ríkti mikil þensla og um og yfir 3000 manns vantaði til starfa hjá fyrirtækjum. Það er ekki aðeins að atvinnuleysi sé oröið að veruleika á íslandi. Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, segir að einnig séu vís- bendingar um að stórlega hafi dregið úr yfirvinnu hjá fyrirtækjum upp á síðkastið og sömuleiðis hcifi vinnu- tíminn styst. Að sögn Þórðar er ekki gert ráð fyrir að kaupmáttur atvinnutekna breytist mjög á árinu 1989. Á því er þjóðhagsspáin byggö og forsendur fjárlagafrumvarpsins. Þjóðhagsspáin gerir ennfremur ráð fyrir að kaupmáttur atvinnutekna rýrni um 5 til 6 prósent á milli ár- anna 1988 og 1989. Að því gefnu að kaupmátturinn breytist lítið á árinu 1989 er geysilegur munur á kaup- mætti fyrri og seinni hluta þessa árs. Þess vegna virðist stærsti hluti kaupmáttarrýrnunarinnar þegar veraskollinná. -JGH Hlj ómplötumarkaðurinn: Keppni Steinars Bergs og Jóns Ólafssonar er mikil Geysihörð samkeppni ríkir á hljómplötumarkaðnum fyrir þessi jól sem endranær. Hörðust er sam- keppnin á milli fyrirtækjanna Stein- ars og Skífunnar en eigendur þeirra eru Steinar Berg ísleifsson og Jón Ólafsson. Þá er þeim veitt samkeppni frá fyrirtækjunum Gramminu og Takti. Gert er ráö fyrir að allt að 150 þús- und hljómplötur seljist fyrir þessi jól. Ennfremur er talið að hljóm- plötumarkaðurinn velti yfir hálfum milljaröi króna á þessu ári eöa 500 þúsund plötum sem hver er seld á að jafnaði á 1.000 krónur. „Ég gaf út fleiri plötur fyrir síðustu jól,“ segir Steinar Berg ísleifsson. „En að þessu sinni fækkaði ég þeim en hef á hinn bóginn reynt að leggja meira í þær. Það tel ég að hafi tekist." Steinar segist eiga von á að sala hljómplatna fyrir þessi jól verði jafn- góð og í fyrra. „Mér sýnist salan fara aðeins seinna af stað núna en það ætti ekki að koma niður á sölunni." Jón Ólafsson segist vera mjög Steinar Berg Isleifsson. bjartsýnn á góða jólasölu hljóm- platna. „Það hefur þegar orðið mikil aukning í sölu hljómplatna á þessu ári eftir að tollar voru felldir niður um áramótin. Áður voru um 75 pró- sent tollar og 25 prósent vörugjald. Hvort tveggja hefur verið fellt niður og salan hefur að sama skapi aukist." Þeir Steinar Berg og Jón Ólafsson gefa út svipaðan fjölda platna fyrir þessi jól. Steinar gefur út 6 plötur og öllu heldur Skífan gefur út 7 plötur. Plötur Jóns eru með Strax, Síöan skein sól, Geira Sæm og hunangs- tunglinu, Ellý Vilhjálms, Helgu Möll- er og Agh Ólafssyni, Rögnvaldi Sig- urjónssyni og loks er það hljómdisk- ur með Sinfóníuhljómsveit íslands. Steinar Berg gefur út plötur með Valgeiri Guðjónssyni, Eyjólfi Krist- jánssyni og Bítalavinafélaginu. Enn- fremur gefur hann út plötumar Á frívaktinni, en flytjendur þar eru Ríó tríó og fleiri, Sannar sögur, en það eru lög úr söngleiknum Síldin er komin, og loks er það platan Frostlög sem er safnplata með ýmsum ís- lenskum hljómlistarmönnum. En baráttan er ekki alveg búin. Kóngurinn frá í fyrra, Bjartmar Guð- laugsson, gefur út sína plötu sjálfur. Sömu sögu er að segja um Sverri Stormsker, sem er með tvær plötur fyrir þessi jól, Hörð Torfason og Magnús Ólafsson. Steinar annast hins vegar dreifingu á þessum plöt- um. Þáð er svo hljómplötuútgáfan Grammið sem gefur út plötuna með Bubba Morthens og Megasi og hljóm- plötuútgáfan Taktur gefur út plötu með lögum Maríu Markan og enn- fremur djassplötu. Baráttan er hafin. Það er búið að ræsa, aðeins 19 dagar eru til jóla. Hver verður fyrstur í mark? -JGH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.