Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988. Menning Viljum við lifaf Almennur heilsufarsáhugi hefur mjög fariö vaxandi síöastliðinn ára- tug eöa svo. Fólk gerir sér í æ ríkara mæli grein fyrir aö góð heilsa er aö miklu (eða öllu) leyti undir þvi sjálfu komin, hvemig þaö nærir líkama og sál; að margir sjúkdómar eru sjálf- skaparvíti. Samt álíta flest okkar að ýmsir hættulegustu sjúkdómarnir, ekki síst krabbamein, séu einvörð- ungu ill örlög og óverðskulduð. Og þess vegna erum við hrædd. í þeirri stórmerku bók sem hér er til umræðu, Kærleikur Lækningar Kraftaverk, leiðir bandaríski skurð- læknirinn Bernie S. Siegel sannfær- andi rök að því að langflestir sjúk- dómar, ekki bara kveisur og kvef heldur líka krabbamein, eigi sér geð- rænar orsakir, séu tákn um það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í lífi sjúklingsins, og „vari hann við“ svo að hann taki aðra stefnu. Þetta segir Siegel í krafti áratuga starfsreynslu sem skurðlæknir og sem læknir sem starfað hefur með stómm hópi fólks, Samtökum einstakra krabbameins- sjúklinga, sem hann átti sjálfur frumkvæði á.ð, og á þeim vettvangi hefur hann unnið einstætt brautryðj- andastarf. Jafnframt vitnar hann í bókinni til fjölmargra rannsókna annarra sérfræðinga. Jákvæð sjálfsánægja grundvöllur góðrar heilsu Bernie S. Siegel telur að grundvöll- ur góðrar heilsu sé refjalaus og já- kvæð sjálfsánægja. í því felst m.a. að bæla ekki tilfinningar sínar, hvort sem um er að ræða kærleik; angist, sorg eða reiði. Tilfinningar sem fá ekki útrás draga nefnilega úr vörn- um ónæmiskerfisins. Ónæmiskerf- inu er stýrt af heilanum, ýmist óbeint með hormónum í blóöinu eða beint með taugum og taugaboðefnum. Ein af þeim skýringum á krabbameini sem flestir aðhyllast er „eftirhts- kenningin", sem segir að krabba- meinsfrumur myndist stöðugt í lík- amanum, en sé aö öllu jöfnu eytt af hvítu blóðkornunum áður en þær mynda hættuleg æxli. Krabbamein komi fram þegar ónæmiskerfið sé bælt og geti ekki lengur barist gegn þessari venjulegu ógn. Af þessu leið- ir að allt sem truflar stjóm heilans á ónæmiskerfinu stuðlar að myndun illkynja æxla. Þessi truflun verður fyrst og fremst af völdum einkenna- mynsturs varanlegrar streitu. (72) En því er við að bæta að streita sem við veljum kallar fram allt önnur viöbrögð en streita sem við verðum fyrir gegn vilja okkar. Úrræðaleysi er verra en streitan sjálf. Þetta telja Siegel og margir starfsbræður hans vera skýringuna á því að hlutfall þeirra sem hafa krabbamein er hærra meðal blökkumanna en hvítra manna í Bandaríkjunum og á því að krabbamein tengist sorg og þung- lyndi: „Þeir sem helst eiga á hættu að deyja úr hjartaáfalli em ekki sí- vinnandi fólk á framabraut heldur þeir sem era reknir áfram, undirsát- ar og verksmiðjufólk sem fær engu ráðið, og þegar þetta fólk deyr fyrir aldur fram skiljum við oröið „dauð- leiðinlegt" nýjum skilningi." (75) Þess er jafnframt getið að tíðni krabbameins hjá heimavinnandi húsmæðrum er 54 prósentum hærri Bókmenntir Jóhanna Sveinsdóttir en hjá fólki almennt, og 157 prósent- um hærri en hjá konum sem vinna utan heimilis: „Ástæðan getur ein- faldlega veriö vaxandi óánægja konu með hlutverkið sem heimavinnandi húsmóöir, ef það uppfyllir ekki þarf- ir hennar. Það er oftast ekki hlut- verkið sjálft sem um er að ræða held- ur að konunni finnist hún vera ófrjáls.“(84) Rætur krabbameins eru oft beiskja og þunglyndi Reynsla Siegels og rannsóknir hafa kjarnsannfært hann um að krabba- mein og marga aöra sjúkdóma megi mjög oft rekja til sjúklegra tilfinn- inga eins og beiskju og þunglyndis: „Það sem einkennir þunglyndi er skortur á kærleik og tilgangi í lífinu, að minnsta kosti frá sjónarmiði hins þunglynda. Sjúkdómurinn verður þá oft leið til að flýja undan lífsháttum sem virðast innihaldslausir. í þessari merkingu mætti ef til vill kalla hann hugleiðslu í vesturlenskri mynd.“ (80) Samkvæmt þessu telur Siegel að meginvandi flestra sjúklinga sé sá hversu erfitt þeir eiga með að þykja vænt um og elska sjálfa sig eftir að hafa lifað við kærleiksleysi á ein- hverju þýðingarmiklu skeiði ævinn- ar. Þetta eigi oftast við um bernskuna þegar sambandið við foreldrana mót- ar það hvernig við bregðumst við álagi. Fullorðin endurtökum við þessi viðbrögð sem geta gert okkur berskjölduð fyrir sjúkdómum. Það fari oft eftir skapgerðareinkennum hvers eðhs sjúkdómurinn verður. „Áður en ég get hjálpað sjúklingum að velja meðferð verð ég að þekkja viðhorf þeirra til sjálfra sín og til sjúkdómsins,“ segir Siegel. „Það er einkum mikilvægt að meta lífsvilja þeirra og styrkja hann síðan með því að fá þá til að láta í ljós reiði, ótta og aðrar tilfinningar. Eg hef komist að því að til að draga þetta fram í dagsljósið þarf að leita svara við íjór- um grundvallarspurningum: Viltu lifa það að verða hundrað ára? Hvað kom fyrir þig árið eða næstu tvö árin áður en þú tókst sjúkdóminn? Hvaða þýðingu hefur sjúkdómurinn fyrir þig? Hvers vegna þurftirðu að veikj- ast?“ (105) Óþægilegar spurningar kannski, en það er nú svo að oft not- ar fólk sjúkdóma sína sem gjaldmiðil til að afla sér kærleiks sem fæst ekki án skilyrða, og getur jafnvel á vissan hátt dáið til að öðlast kærleik. Þá segir Siegel að hann og sam- starfsfólk hans í hópi Einstakra krabbameinssjúklinga hafi komist að raun um að ferns konar trú er nauðsynleg til að fá bata af hættuleg- um sjúkdómi: trúin á sjálfan sig, á lækninn, á meðferðina og andleg trú. Síðasti hluti bókarinnar fer í að út- lista þetta. Fyrir fílhrausta jafnt sem sjúka í stuttu máÚ sagt er þessi bók mjög holl og uppbyggileg lesning, ekki að- eins fyrir þá sem þekkja erfiða sjúk- dóma af eigin raun, heldur ekki síður fyrir þá fílhraustu sem er umhugað um að vera það áfram. Hún minnir okkur á að við erum ekki aðeins sam- ansafn líffæra, að við erum annað og meira en það sem við borðum, að „tilfmningaleg úrvinnsla" okkar ræður kannski mestu um líkamlega líðan okkar. Og heillavænlegra er að velta fyrir sér frekar fyrr en seinna þeirri spurningu hvort við viljum lifa! Bókin er skrifuð af þekkingu, innsæi og síðast en ekki síst kærleika læknis sem ákvað á sínum tíma að fela sig ekki lengur bak við skrif- borðið og opna ekki bara dyrnar að stofunni heldur einnig dyrnar að hjarta sínu. Þýöing Helgu Guð- mundsdóttur er óaðfinnanleg, svo og allur frágangúr bókarinnar. Bernie S. Siegel Kærleikur Lækningar Kraftaverk, reynsla skurðlæknis af einstökum hæfileika krabbameinssjúklinga að læknast af sjálfsdáðum Þýðandi: Helga Guðmundsdóttir 238 bls. Forlagið, 1988. JS Grundvöllur góðrar heilsu: andleg vellíðan. © Mosfellsbakarí © Mosraf byggw. © FeXa hársnyrtist. © Verslunarbankinn ® Kjörval matvöruverslun © Skófell skór á alla fjölsk. © Álnabúðin 4 Þaö eru ekki tíma- frekir umferðarhnút- ar í Mosfellsbæ. - En í Mosfellsbæ eru næg bílastæði. Verið velkomin í verslunar- miðstöð okkar. Samtök þjónustuaóila Mosfellsbæjar © Vesturlandsveg u r Póstur og sími Ás-leirsmiðja Allt á hreinu þvottahús I' 1 © Mosfellsapótek ® Búnaðarbankinn © Bókasafn © Snyrtistofa Kristínar Þorstd. © G. S. sölut. og video © Western Fried © Ásfeil ritfangav. © Fell fatav. © Pílus hársnyrtist. © Myndbandalagið © Kaupf. Kjalanþ. ® Holtadekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.