Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 42
42
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988.
Merming
Góð handbók
um þýðingar
Þeir eru í raun ótrúlega margir
sem fást í starfi sínu á einn eöa
annan hátt viö þýöingar úr erlend-
um málum. Það á viö um þá sem
skrifa greinar og erindi um fræði-
leg og tæknileg málefni, rithöf-
unda, auglýsingamenn og síöast en
ekki síst blaðamenn. Aö þýöa texta
er alls ekki einfalt mál og til eru
fjölmörg dæmi um að menn hafi
gert mistök sem hafa orðið skot-
spónn annarra. Slíkt er óskemmti-
legt fyrir þann er fyrir verður.
Þeir Heimir Pálsson og Höskuld-
ur Þráinsson hafa tekið saman litla
bók sem þeir hafa kosið að nefna
Um þýðingar. Hún tilheyrir bóka-
flokki um íslenskt mál og meðferð
þess sem Iðunn gefur út. í bókar-
kynningu á baksíðu segir m.a. að
miklu skipti fyrir þróun íslenskrar
tungu að vandað sé til þýðinga í
hvívetna. Margir hafa saknað þess
að hafa ekki aðgengilegt rit á ís-
lensku um þýðingar og vinnubrögð
við þær. Það segir kannski meira
en mörg orð að höfundar bókarinn-
ar eru báðir íslenskufræðingar en
ekki sérfræðingar í erlendum
tungumálum. Það er nefnilega
staðreynd að sá einn getur náð að
verða góður þýðandi sem hefur góð
tök á þvi máli sem hann ætlar að
þýða á. Hann þarf einnig að þekkja
allvel til málsins sem hann er að
þýða úr.
Þýðandinn þarf að búa yfir hæfni
til að laga erlenda texta að mál-
kerfi íslenskunnar. Þar geta komið
upp atriði, m.a. varöandi orðaröð,
sem óvönum þýðendum hættir til
að lenda í vandræðum með. Getur
þá stundum þannig farið að merk-
ing textans er óljós, en auðvelt er
að sjá úr hvaða máli er verið að
þýða.
Nytjatextar og....
I bók þeirra Heimis og Höskuldar
er greint frá mismunandi tegund-
um texta. Tálað er um nytjatexta
og fræðilegan. Einnig er vitaskuld
um að ræða þýðingar á bókmennt-
um bæði í lausu máh og bundnu.
Fræðitextinn eða nytjatextinn er
þeirrar náttúru að mun auðveldara
Bókmenntir
Sigurður Helgason
er aö snara honum en skáldskap.
Hann liggur yfirleitt nokkuð ljós
fyrir. Sé um að ræða sérfræðilegan
texta getur þýðandi lent i vandræð-
um með ýmis tækniorð og þá koma
til sögunnar ýmsar orðaskrár sem
gefnar hafa verið út. Þessum texta
fylgir ekki hugblær eða andrúms-
loft sem þýðandinn þarf að reyna
að koma til skila. Hann getur verið
fólginn í staðreyndum um danskan
landbúnað, leiðbeiningum um
hvernig eigi að líma með lími sem
límir allt eða í matar- og kökuupp-
skriftum.
Eins og fyrr kemur fram eru
blaðamenn í hópi þeirra sem hvað
mest fást við þýðingar. Fréttaskeyti
frá útlöndum eru eðlilega öll á er-
lendum málum og þá er sérstök
kúnst að segja fréttirnar á íslensku.
Þá er heldur ekki um beina þýö-
ingu að ræða, heldur lauslega end-
ursögn sem í raun auðveldar blaða-
eða fréttamanninum að koma frétt-
inni frá sér á hfandi íslensku máli.
Þegar frétt er skrifuð þarf meðal
annars að hafa í huga fyrir hvers
konar fjölmiðil hún er ætluð. Frétt
í dagblaði þarf að skrifa ööruvísi
en fyrir útvarp eða sjónvarp. Ann-
ars vegar þarf að skrifa texta fyrir
mannsröddina, sem þarf að hljóma
eðlilega í eyrum hlustenda, en hins
vegar er um að ræða ritmál. í bók-
inni er tekið dæmi um mjög knapp-
an fréttastíl erlendra fréttamanna,
sem lítur óárennilega út við fyrstu
sýn, en við nánari skoðun liggur í
augum uppi um hvað er fjallað og
snjah blaðamaður á ekki í neinum
vandræðum með að orða textann
með sannfærandi hætti.
...og bókmenntatextar
Bókmenntatexti er hins vegar
vandmeðfarinn. Honum fylgir oft-
ast ákveðinn hugblær sem þýðand-
inn reynir að yfirfæra á íslensku.
Stundum er meira að segja gengið
svo langt að staðfæra slíkan texta,
en slíkt getur reynst mjög erfitt og
oftar en ekki hreinlega óhugsandi.
Þetta er dálítið áberandi í textaþýð-
ingum í sjónvarpi.
Erflðast af öllu er án efa að þýða
ljóð, enda aðeins fáir sem lagt hafa
slíkt fyrir sig. í bókinni er að flnna
þrjár mismunandi þýðingar á
Hrafninum eftir Edgar Allan Poe
og sést greinilega hversu mismun-
andi tökum þrjú snjöh skáld taka
sama erindið úr því fræga ljóði.
Einhverjar tilraunir hafa verið
gerðar til að fjalla um þá list að
þýða á íslensku á prenti. Yflrleitt
hafa það verið stakar greinar og
er þessi bók fyrsta heillega ritið
sem tekur fyrir flest þau vandamál
sem þýðandi getur vænst að þurfa
að glíma við í starfi sínu.
„Umþýðingar" er aðgengileg bók
og öll framsetning hennar er skýr.
Henni er skipt í níu kafla og í lok
hvers þeirra er samantekt á því
helsta sem þar kemur fram. Og í
raun er níundi kaflinn eins konar
bókaryflrlit, Vinnureglur handa
þýðendum. Textinn er studdur
skýrum og skemmtilegum dæmum
sem auka mjög á ghdi hans og gera
hann aðgengilegan og skemmtileg-
an. Þau eru krydduð kímni sem
hlýtur að teljast stór kostur. Ein
af vinnureglum þýðandans í bókar-
lok er: hann á að spyrja sjálfan sig,
„Hvernig er eðlilegast að segja á
íslensku það sem verið er að fjalla
um?“ Þetta er líklega kjarninn í
vinnubrögðum þýðenda - að færa
texta yfir á læsilegt íslenskt mál.
Bókin Um þýðingar er áreiðanlega
virkt og gott hjálpartæki til að ná
því markmiði. Astæða er til að
mæla með því að hún sé í bóka-
skápnum við hhðina á orðabókun-
um, því hún hefur ótvírætt gildi
sem handbók.
Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinson:
Um þýóingar.
128 bls.
lóunn 1988.
Sigurður Helgason
Nýtt tímarit um menningarmál
Vettvangur
fyrir fræðslu
um listir
„Mér hefur lengi fundist að hér á
landi vantaði tímarit sem gæti verið
tenghiður milli listamanna og al-
mennings. Ekki rit þar sem fólki er
sagt hvað því eigi að finnast fallegt,
heldur rit þar sem það getur fræðst
um hlutina og síðan myndað sér
skoðun sjálft,“ segir Tryggvi Áma-
son. Hann lét gamlan draum rætast
fyrir skemmstu og hleypti af stokk-
unum nýju tímariti. Það ber nafnið
LIST, flytur ýmiss konar menningar-
efni og er ríkulega myndskreytt.
„Ég vona að það geti orðið vett-
vangur þar sem listfræðingar miðla
af þekkingu sinni fremur en kveða
upp dóma. Mig langar líka th að les-
endurnir fái tækifæri til að kynnast
vinnubrögðum og viðhorfum hsta-
manna. Engin ein listgrein hér er
nógu öflug til að gefa út eigið tíma-
rit, en í LIST mætti flytja fréttir frá
samtökum á hinum ýmsu sviðum.
Einnig gæti ég vel hugsað mér að
birta áhugaverðar greinar um listir
úr dagblöðum því þau lenda oftast í
ruslakörfunni áður en tími hefur
gefist th að lesa þau til hlítar. Mögu-
leikarnir eru margir en samt er ekki
hægt að halda úti svona vönduðu
tímariti án þess að njóta stuðnings
listelskra bakhjarla. Það er einfald-
lega of dýrt,“ segir Tryggvi Árnason
og lýsir eftir framlögum menningar-
lega sinnaðra aðila .
Tryggvi vann í 15 ár í banka áður
en hann setti á fót eigin tölvuþjón-
ustu. Það hefur gert honum kleift að
vinna blaðið sjálfur að miklu leyti
og hefur hann eytt mörgum mánuð-
um í undirbúning þess. Hann kann
nokkuð fyrir sér í myndhst, en þaö
er dóttir hans, myndhstarkonan
Guðrún Tryggvadóttir, sem ber
ábyrgð á því. Að honum forspurðum
innritaði hún hann á kvöldnámskeið
í Myndhstarskólanum í Reykjavík
fyrir allnokkrum árum og síðan hef-
ur hann ekki losnað við bakteríuna.
Hann lauk námi við Handíða- og
myndhstarskólann og hefur haldið
allmargar sýningar á graflkverkum
sínum.
Gamlar altaristöflur
Efni þessa nýja tímarits er fjöl-
breytt og aðgenghegt. Þóra Krist-
jánsdóttir segir til dæmis frá merki-
legum altaristöflum sem bóndi í
Þingvallasveit, Ófeigur Jónsson á
Heiðarbæ, málaði um 1830. Ein
þeirra flæktist til Englands og var
erlendis í 80 ár, en er nú komin heim
aftur og hangir í Þingvallakirkju.
Önnur tafla eftir Ófeig hangir í kirkj-
unni á Úlfljótsvatni. „Mig langaði til
að koma því á framfæri að fleira
væri hægt að gera í sunnudagsbh-
túrnum en fara í Eden og kaupa sér
ís,“ segir Tryggvi ritstjóri, „það er
margt að skoða í nágrenni Reykja-
víkur.“ Að sjálfsögðu líka í Reykja-
vík sjálfri og reyndar hefst blaðið á
hugleiðingu eftir Gunnar Gunnars-
son um hvernig gamall maður í
Madrid kenndi honum að skoða
Reykjavík með nýjum augum. í blað-
inu má einnig finna greinargóðar (en
ekki tæmandi) upplýsingar frá
Ferðamálaráði um söfn og sýningar-
sali í höfuðborginni, skrár yfir hvaða
leikrit verða á fjölunum í vetur og
hvaða tónleikar hjá Sinfóníuhljóm-
sveitinni. Listasafn íslands er kynnt
og Þorkell Sigurbjörnsson spjallar í
léttum dúr um tónlist fyrr og nú.
Þórður Hall grafiklistamaður er
heimsóttur og lesendum gefinn kost-
ur á að kynnast vinnubrögðum hans,
og svo er hægt að skjótast til Parísar
aldamótanna í leiðsögn Nönnu Ólafs-
dóttur og fylgjast þar með sigurfór
rússneskra balletdansara eins og
Önnu Pavlovu sem alhr stóðu á önd-
inni yfir. Enn er þá ótahn frásögn
af myndlistarþingi og grein um varð-
veislu hstaverka.
-ihh
„Niður“ með Árna
- geisladiskur með leik Áma Egilssonar
Tryggvi Árnason: Langar að opna heim listarinnar fyrir áhugafólki
DV-mynd Hanna
Það hefur verið heldur hljótt um
Árna Egilsson stórbassaleikara að
undanfömu sem þarf þó ekki að þýða
að hann sitji auðum höndum heldur
að eitthvað skorti á upplýsingamiðl-
un frá Guðs eigin landi þar sem Árni
býr og starfar eins og alþjóð veit.
Hins vegar er löngu tímabært að
segja nokkur orð um geisladisk með
leik hans sem hér hefur verið í um-
ferð síðan um miðsumar.
Á þessum diski, sem geflnn er út
af hans eigin hljómplötufyrirtæki,
Arnaeus Music (til heimihs: 2158
Rockledge Rd„ Los Angeles, CA
90068, USA) er eingöngu sígild tónlist
eða „músíktilraunir“, ekkijass, enda
Árni jafnvígur á alla tónhst.
Það markverðasta á þessum diski,
tónhstarlega séð, er án efa flutningur
Árna og Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands undir stjórn Vladimirs Ash-
kenazy á tónverki Þorkels Sigur-
'“Þjörnssonar, „Niður“, sem var sér-
staklega samið fyrir Áma árið 1974.
Nafn verksins vísar að sjálfsögðu
bæði til hins djúprista kontrabassa,
og ár- eöa sjávarniðar.
„Niður“ er spennandi í uppbygg-
ingu, víðfeðmt í blæbrigðum og, það
sem kannski skiptir mestu máli, gef-
ur hljómsveit og bassa tækifæri til
að mætast á jafnréttisgmndvelli.
tronic Study II“, sem samið er fyrir
segulband og kontrabassa árið 1968.
Tónlist Wittenbergs þessa er mjög
skýr og blátt áfram og hæfir bassa-
leik Árna ágætlega.
Tónsmíðar Árna eru ef til vill veik-
asti hlekkur þessa disks. „Quest“
(Leit) er effektagrautur, hálfgerður
óskapnaður, en Árni kemst þó klakk-
laust frá þeim leik fyrir sína óumdeil-
anlegu snilli.
„Steeped-in-Pathos“ gengur út á
samleik píanós og kontrabassa og
hefur á sér jassískt yflrbragð sem
hentar Árna auðvitað vel en sem
komposisjón er stykkið fremur lítil-
vægt.
Það vantar ýmislegt upp á kynn-
ingu á þessu tónlistarefni á diskin-
um, litlar upplýsingar um aldur
verka, engar upplýsingar um það
hvort upptaka verkanna er stafræn
að hluta eða öllu leyti en óþægilegt
bakgrunnssuð í „Electronic Study“
bendir til hins síöamefnda.
Loks þykir mér naumt skammtaö
á diskinn, aðeins 36 mínútur, þegar
hægt er að fá 60-65 mínútur af „al-
varlegri“ tónlist á öðmm diskum.
En Árni Egilsson er meiri háttar
kontrabassaleikari svo enginn ætti
að láta upptökur hans fram hjá sér
fara. -ai.
Árni Egilsson kontrabassaleikari.
Tónlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Kontrabassinn hefur ekki fengið
mörg slík tækifæri síðan Kousse-
vitzky hætti að semja konserta fyrir
hann og dó.
Skýr og blátt áfram
Þar næst hafði ég mesta ánægju af
tónverki Charles Wittenberg, „Elec-