Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988.
41 .
T
Nýja flugstööin á Egilsstöðum. DV-mynd Sigrún
Beint flug Evrópa-EgHsstaðir:
Tugir milljóna í vasann
Sigiún Björgvinsdottir, DV, Egflsstöðum;
Þegar nýi flugvöllurinn á Egils-
stööum kemst í gagnið opnast mögu-
leikar á millilandaflugi beint til
Austurlands. Á fundi hjá Ferðamála-
félagi Fljótsdalshéraðs hélt Anton
Antonsson, framkvæmdastjóri
Ferðamiðstöðvar Austurlands, er-
indi þar sem hann ræddi þessa
möguleika. Þar kom fram að ferða-
skrifstofan Saga Reisen í Sviss er
reiðubúin að skipuleggja ferðir til
Egilsstaða ef heimamenn leggja
nokkra fjármuni til undirbúnings
heima fyrir.
Anton sagði að ein ferð á viku eða
alls 12 ferðir á sumri ættu að geta
gefið 75 milljónir í brúttótekjuaukn-
ingu hjá ferðaþjónustunni hér
heima. Er þá miðað viö 150 manns í
hverri ferð og að hver ferðamaður
eyöi um 50 þúsund krónum hér. Aö-
allega yrði þar um að ræða betri
nýtingu á þeirri aðstöðu sem fyrir
hendi er en þó myndu bætast við
nokkur störf- ef til vill 10-15. Anton
sagðist álíta að raunhæft væri að
reikna með þrem til fjórum ferðum
á viku áður en mjög langt um líður.
Enn getur flugstöðin, sem nú er
verið að stækka, annað þessari aukn-
ingu. Ingólfur Amarson, umdæmis-
stjóri Flugleiða á Austurlandi, sagði
að gert hefði verið ráð fyrir að þegar
flugstöðin yrði fullbúin værj þar
hægt aö afgreiða 200 farþega í einu
en að vísu yrði að loka fyrir annað
flug á meðan.
Hólskirkja. DV-mynd BB, isafirði
Bolvíkingar fögnuðu kirkjuafmæli
Sigurjón J. Sigurðsson, DV, Vestfjöröum;
í gær, sunnudag, héldu Bolvikíng-
ar hátíðlegt 80 ára vigsluafmæh
kirkjunnar á Hóli. Kirkjan var reist
úr tilhöggum norskum viði sumarið
1908 af Jóni Snorra Ámasyni, snikk-
ara á ísafirði,'og var í eigu Hóls-
bænda. Hún' var vígð af prófasti á
öðram sunnudegi kirkjuársins 1908.
Afmæhsins var minnst með helgi-
haldi og kirkjukvöldi og með fjöl-
breyttri tónhstardagskrá. Gestur
kvöldsins var séra Þorbergur Kristj-
ánsson sem þjónaöi prestakalUnu
um 19 ára skeið. Upplestur var í
umsjón fermningarbarna.
Stykkishólmur:
Myndlistarsýning í Amtbókasafninu
Röbert Jörgensen, DV, Stykkisholmi:
Amtbókasafnið í Stykkishólmi hef-
ur tekið upp nýja þjónustu við bæj-
arbúa. Undanfarnar vikur hefur
myndUstarmaðurinn Jón Svanur
Pétursson verið meö sýningu á
vatnslitamyndum frá Færeyjum. Það
er í fyrsta sinn sem haldin hefur ver-
ið myndUstarsýning i Amtbókasafn-
inu.
Tilurð þessara mynda var sú að
Jón Svanur fór sl. sumar ásamt fleiri
Hólmurum til Færeyja og dvaldi hóp-
urinn þar tæpa tíu daga. Á þeim tima
gerði Jón Svanur framdrög að verk-
um þessum.
Margir hafa komið sérstaklega í
safnið til að sjá þessa skemmtilegu
sýningu, sagði Birna Pétursdóttir,
starfsmaður Amtbókasafnsins.
Ein af myndum Jóns Svans á sýningunni.
DV-mynd Róbert
Fréttir
Vestmannaeyjar:
Sjúkrahúsinu gefinn ristil-
spegill af f ullkomnustu gerð
Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum;
Félagar í Kiwanisklúbbnum
Helgafelli í Vestmannaeyjum
komu færandi hendi á sjúkrahúsið
nýlega og gáfu því ristilspegil af
fullkomnustu gerð. Hann var
keyptur fyrir ágóða af hinni árlegu
jólasælgætissölu félaganna og aug-
lýsingum sem eru á umbúðunum.
Ristilspegillinn kostaði 460 þús.
krónur að sögn Sveins Tómasson-
ar, formanns styrktarnefndar
klúbbsins.
Björn Karlsson yfirlæknir tók við
gjöflnni fyrir hönd sjúkrahússins,
þakkaði gefendum og sagði að tæk-
ið mundi koma sér vel því fram að
þessu hefði verið notast við ristil-
spegil sem keyptur var fyrir nokkr-
um áratugum.
Með tilkomu nýja spegilsins
verða allar rannsóknir í neðri
hluta magans auðveldari, öraggari
og ekki síst þægilegri fyrir sjúkl-
inginn. Sýnataka er litið mál og
jafnvel þarf ekki að skera í sumum
tilfellum, svo vel getur læknirinn
virt fyrir sér meinsemd og séð hvað
gera þarf.
Sveinn Tómasson, þriðji frá vinstri, afhendir Birni Karlssyni yfirlækni ristilspegilinn. DV-mynd Ómar
Skúli Pálsson á Laxalóni lýsir viðburðaríkri ævi sinni,
segir frá ætt sinni og samferðamönnum, frumkvæði sínu
í fiskeldi og áratugabaráttu fyrir að fá að rækta regn-
bogasilung. „Framkoma valdastofnana í minn garðer eitt
mesta hneyksli í atvinnusögu þjóðarinnar“ segir Skúli.
Mörgum þykir bókin vera
kjaftshögg á kerfið.