Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988. 51 dv_________________Nýjarplötur Jóhann G. Jóhannsson - Myndræn áhrif: Hefur engu gleymt Það má eiginlega segja að óvænt- asta platan fyrir þessi jól sé Mynd- ræn áhrif Jóhanns G. Jóhannssonar. Að vísu hefur Jóhann aldrei yfirgefið poppið. Hann hefur samið lög er aðr- ir hafa flutt sem hafa vakið athygh og notið vinsælda. Síðasta plata sem skrifast á Jóhann er Kjötsúpa, er kom út fyrir tæpum tíu árum. Ekki kom Jóhann mikið nálægt söngnum á þeirri plötu. Hann samdi lög og texta. Sú plata mislukk- aðist með öhu. Aftur á móti eru fyrri sólóplötur Jóhanns, Langspil og Mannlíf, með betri plötum áttunda áratugarins og eru þær mælikvarði á hversu gott tónskáld Jóhann er. Það var með blendnum tilfinning- um sem Myndræn áhrif var sett á fóninn. Kvíöinn var óþarfur. Fljót- lega fann maður að þarna var á ferð- inni góð og spennandi tónhst og er ekki að heyra að Jóhann hafi verið frá plötugerð jafnlengi og raun ber vitni. Myndræn áhrif er afsprengi Jóhanns G. nútímans. Söngrödd Jó- hanns hefur ekki látið á sjá með aldr- inum, er frískleg og lifandi. Á plötunni Myndræn áhrif eru níu lög sem öll eru eftir Jóhann, textar og tónhst. Ekki er mér kunnugt um hvort þau eru öll nýsamin eða hafa erið í geymslu. Það skiptir heldur jkki máli. Staðreyndin er að lögin eru íjölbreytt, vel samin og flutning- ur allur til fyrirmyndar. Ekki sé ég neina ástæðu th að taka út eitt lag öðru betra. Þau átta lög, sem prýða plötuna, eru öll skemmti- leg hlustun, allt frá fyrsta laginu, Venus, til þess síöasta, Allt í hönk. Ekki vottar fyrir neinni endurtekn- ingu frá fyrri tíð hjá Jóhanni. Ef ein- hver er að leita eftir lagi í líkingu við Don’t Try to Fool Me þá finnst það ekki enda verður það sjálfsagt alltaf talið besta lag Jóhanns. Lögin á Mýndrænum áhrifum standa samt vel fyrir sínu. Jóhann nýtur aðstoðar góðra manna. Ber fyrst að telja hljóm- borðsleikarann Svein Kjartansson er aðstoðar Jóhann við útsetningar og stjórnar upptökum. Þá er gaman að heyra aftur 1 Halldóri Pálssyni saxó- fónleikara en hann hefur búið er- lendis lengi. -HK Human League - Greatest Hits Rafmagnspopp Ósköp Mtið hefur farið fyrir Human League á síðustu árum. Upp úr 1980 fór hvert lagið af ööru upp í efstu sæti vinsældalista. Lög eins og (Keep Feehng) Fascination, Don’t You Want Me? og Love Act- ion, svo einhver séu nefnd, voru á allra vörum. Á hátindi ferils síns heimsótti Human League ísland, unglingum til mikillar ánægju. Þegar hlustað er á plötu hljóm- sveitarinnar, Greatest Hits, verður fyrst fyrir raanni sú staðreynd að Human League er barns síns tíma og hefur ekki getað losnað út úr þeirri rafmagnsformúlu sem ein- kennt hefur hijómsveitina. Þekkt- ustu lögin standa vel fyrir sínu enn þann dag í dag en þau sem fylgdu þeim eftir, eingöngu út á nafn hijómsveitarinnar, eru ekki skemmtileg hlustunar. Human League var í raun aldrei nein liljómleikahijómsveit og er það varla enn ef marka má þá stefnu sem tekin er í einu nýja lag- inu á plötunni, Life on Your Own. Lögin voru unnin í stúdíói og lögðu höfundar mikla vinnu í þau. Stúlkumar tvær voru aöeins til að hfga upp á hljómsveitina út á við og koma þær htið sem ekkert viö sögu á Greatest Hits-plötunni. í heild er tónlist Human League frekar máttlaus og bragðlaus. Raf- væðingin er mikil. Það sem bjargar eru þægilegar og auðlærðar melód- íur. í dag eru þau aðeins þtjú er skipa hljómsveitina og á Greatest Hits-platan aö hressa upp á minnið þjá poppaðdáendum. Gallinn er aðeins sá að tónlistarendurnýjun er nánast engin. -HK ____________________________Fréttir ísaQörður: Flugleiðir leituðu fyrst til Norðlendinga Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísafiröi: „Flugleiðir eiga 40% í Flugfélagi Norðurlands og það er svo sem ekki óeðhlegt að þeir leiti til þess en okkur þykir dálítið súrt að Flugleiðamenn skuli biðja þá hjá Flugfélagi Norður- lands að íljúga á okkar heimavelli," sagði Hálfdán Ingólfsson, flugmaður hjá Flugfélaginu Erni á ísafirði, í samtali við DV þegar hann var spurður álits á því að Flugleiðir leit- uðu ekki fyrst til Ernis þegar Fokker- vélar félagsins gátu ekki flogið til ísafjarðar frá miðvikudegi til sunnu- dags vegna aurbleytu á flugvellinum. „Þeir fengu Flugfélag Norðurlands th að fljúga fyrir sig á miðvikudag og leituðu fyrst til okkar á hádegi á fimmtudag og báðu okkur um að taka Þingeyrarflugið með stuttum fyrirvara. Þá var svo stutt í myrkur að við náðum því ekki,“ sagði Hálf- dán. „Flugfélagið Ernir gat ekki veitt okkur aðstoð, hvorki á fimmtudag né fóstudag, vegna anna,“ sagði Andri Hrólfsson, yfirmaður innan- landsflugs Flugleiða, í samtali við DV. „Það hefði ef th vhl verið tækni- legur möguleiki á að leita að ein- hverju leyti meira til þess en í þau skipti, sem við gerðum það, vair það ekki hægt. Það er mjög náið og gott samstarf á mihi okkar og FN og er búið að vera í 15 ár og án þess að ég sé nokkr- um að kenna um það þá er ekki jafn- gott samstarf á mhli okkar og Flugfé- lagsins Emis,“ sagði Andri. Þess má geta að fulltrúar Flugleiða koma í næstu viku til fundar við heimamenn á ísafirði til þess að ræða um flugmáhn. Flugvöllurinn á ísafirði. DV-mynd BB Fáskrúðsfjörður: Vélaverkstæði kaupfélagsins fékk viðurkenningu vinnueftirlitsins Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: „Þaö er og hefur ætíö verið mfn skoðun að það fari saman hags- munir starfsraanna og fyrirtækja í vinnuverndarmálum. Ég hef áður lýst því yfir aö þegar fjárfestingar í fyrirtækjum stuðla að auknu ör- yggi, bættum aöbúnaði og hollara umhverfi þá er ekki um offjárfest- inguað ræða,“ sagöi Skúli Magnús- son, starfsmaður Vinnueftirhts ríkisins á Austurlandi, þegar hann afhenti Kaupfélagi Fáskrúðsfirð- inga viöurkenningu íyrir aðstöðu starfsmanna í vélsmiöju kaupfé- lagsins, sem er til fyrirmyndar. Vinnueftirlitið hefur ekki áður veitt vélsmiöju slíka viðurkenn- ingu. Skúli afhenti, eftir að hafa fiutt ávarp sitt, Gfsla Jönatanssyni kaupfélagsstjóra viðurkenning- una. Kaupfélagsstjórinn þakkaði vinnueftirlitinu heiðurinn og þakkaði einnig starfsmönnum og verkstjóra vélaverkstæðisins fyrir þeirra þátt í þessu. Gísli Jónatans- son afhenti síðan Stefáni Stefáns- syni verkstjóra viðurkenninguna til varðveislu. Þess má geta aö þann 3.mars sl. gekkst sjávarútvegsráðuneytið fyr- ir ráðstefnu um gæöamál og ímynd íslensks sjávarútvegs. Á ráöstefii- unni veitti sjávarútvegsráðherra einu frystihúsi í hveiju kjördæmi viðurkenningu í kjölfar úttektar ríkismats sjávarafurða, sem gerð var undir kjörorðinu „fiskvinnsla til fyrirmyndar'*. Þessa viðurkenn- ingu fyrir Austurlandskíördæmi hlaut Hraðfrystihús Fáskrúðs- fjarðar fyrst frystihúsa á Áusturl- andi. Stykkishólmur: Gott verkefni um íþróttir barna Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Foreldraráð grunnskólans í Stykkishólmi efndi til almenns fundar sem var opinn öllum sem áhuga hafa á íþróttaiðkun barna og unglinga fimmtudaginn 24. nóv- ember sl. Þráinn Hafsteinsson, íþróttakennari á Laugarvatni, flutti fyrirlestur um iþróttaþjálfun barna og unghnga. Útskýrði hann fyrir fundarmönnum hvaða áhrif allar algengustu æfingar hafa á hina og þessa vöðva líkamans. Fundarmenn voru mjög ánægðir með að fá innsýn í það hvað gerist og hvað bæri að varast þegar ákveðnár æfingar væru gerðar. í umræðum, sem urðu á eftir er- indi Þráins, komu fram mörg sjón- armið. Rætt var um atriði eins og keppnisgleði, þörfina á að vita hver sé bestur, áhrif fjölmiðla og fleira og fleira. Þráinn upplýsti að komin væri á markað bókin „Leiðbein- andi barna og unglinga í íþrótt- um“, sem kæmi að góðum notum fyrir foreldra og leiðbeinendur. Hún fæst hjá ÍSÍ. Foreldraráð skólans á þakkir skhdar fyrir gott verkefni og von- andi verður meira um svona fræðsluþætti þar sem góðir fyrir- lesarar kynna áhugaverð atriði sem varða börn og unghnga. For- maður foreldraráösxns er Grétar D. Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.