Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988.
51
dv_________________Nýjarplötur
Jóhann G. Jóhannsson - Myndræn áhrif:
Hefur engu gleymt
Það má eiginlega segja að óvænt-
asta platan fyrir þessi jól sé Mynd-
ræn áhrif Jóhanns G. Jóhannssonar.
Að vísu hefur Jóhann aldrei yfirgefið
poppið. Hann hefur samið lög er aðr-
ir hafa flutt sem hafa vakið athygh
og notið vinsælda.
Síðasta plata sem skrifast á Jóhann
er Kjötsúpa, er kom út fyrir tæpum
tíu árum. Ekki kom Jóhann mikið
nálægt söngnum á þeirri plötu. Hann
samdi lög og texta. Sú plata mislukk-
aðist með öhu.
Aftur á móti eru fyrri sólóplötur
Jóhanns, Langspil og Mannlíf, með
betri plötum áttunda áratugarins og
eru þær mælikvarði á hversu gott
tónskáld Jóhann er.
Það var með blendnum tilfinning-
um sem Myndræn áhrif var sett á
fóninn. Kvíöinn var óþarfur. Fljót-
lega fann maður að þarna var á ferð-
inni góð og spennandi tónhst og er
ekki að heyra að Jóhann hafi verið
frá plötugerð jafnlengi og raun ber
vitni. Myndræn áhrif er afsprengi
Jóhanns G. nútímans. Söngrödd Jó-
hanns hefur ekki látið á sjá með aldr-
inum, er frískleg og lifandi.
Á plötunni Myndræn áhrif eru níu
lög sem öll eru eftir Jóhann, textar
og tónhst. Ekki er mér kunnugt um
hvort þau eru öll nýsamin eða hafa
erið í geymslu. Það skiptir heldur
jkki máli. Staðreyndin er að lögin
eru íjölbreytt, vel samin og flutning-
ur allur til fyrirmyndar.
Ekki sé ég neina ástæðu th að taka
út eitt lag öðru betra. Þau átta lög,
sem prýða plötuna, eru öll skemmti-
leg hlustun, allt frá fyrsta laginu,
Venus, til þess síöasta, Allt í hönk.
Ekki vottar fyrir neinni endurtekn-
ingu frá fyrri tíð hjá Jóhanni. Ef ein-
hver er að leita eftir lagi í líkingu við
Don’t Try to Fool Me þá finnst það
ekki enda verður það sjálfsagt alltaf
talið besta lag Jóhanns. Lögin á
Mýndrænum áhrifum standa samt
vel fyrir sínu.
Jóhann nýtur aðstoðar góðra
manna. Ber fyrst að telja hljóm-
borðsleikarann Svein Kjartansson er
aðstoðar Jóhann við útsetningar og
stjórnar upptökum. Þá er gaman að
heyra aftur 1 Halldóri Pálssyni saxó-
fónleikara en hann hefur búið er-
lendis lengi.
-HK
Human League - Greatest Hits
Rafmagnspopp
Ósköp Mtið hefur farið fyrir
Human League á síðustu árum.
Upp úr 1980 fór hvert lagið af ööru
upp í efstu sæti vinsældalista. Lög
eins og (Keep Feehng) Fascination,
Don’t You Want Me? og Love Act-
ion, svo einhver séu nefnd, voru á
allra vörum. Á hátindi ferils síns
heimsótti Human League ísland,
unglingum til mikillar ánægju.
Þegar hlustað er á plötu hljóm-
sveitarinnar, Greatest Hits, verður
fyrst fyrir raanni sú staðreynd að
Human League er barns síns tíma
og hefur ekki getað losnað út úr
þeirri rafmagnsformúlu sem ein-
kennt hefur hijómsveitina. Þekkt-
ustu lögin standa vel fyrir sínu enn
þann dag í dag en þau sem fylgdu
þeim eftir, eingöngu út á nafn
hijómsveitarinnar, eru ekki
skemmtileg hlustunar.
Human League var í raun aldrei
nein liljómleikahijómsveit og er
það varla enn ef marka má þá
stefnu sem tekin er í einu nýja lag-
inu á plötunni, Life on Your Own.
Lögin voru unnin í stúdíói og
lögðu höfundar mikla vinnu í þau.
Stúlkumar tvær voru aöeins til að
hfga upp á hljómsveitina út á við
og koma þær htið sem ekkert viö
sögu á Greatest Hits-plötunni.
í heild er tónlist Human League
frekar máttlaus og bragðlaus. Raf-
væðingin er mikil. Það sem bjargar
eru þægilegar og auðlærðar melód-
íur. í dag eru þau aðeins þtjú er
skipa hljómsveitina og á Greatest
Hits-platan aö hressa upp á minnið
þjá poppaðdáendum. Gallinn er
aðeins sá að tónlistarendurnýjun
er nánast engin.
-HK
____________________________Fréttir
ísaQörður:
Flugleiðir leituðu fyrst
til Norðlendinga
Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísafiröi:
„Flugleiðir eiga 40% í Flugfélagi
Norðurlands og það er svo sem ekki
óeðhlegt að þeir leiti til þess en okkur
þykir dálítið súrt að Flugleiðamenn
skuli biðja þá hjá Flugfélagi Norður-
lands að íljúga á okkar heimavelli,"
sagði Hálfdán Ingólfsson, flugmaður
hjá Flugfélaginu Erni á ísafirði, í
samtali við DV þegar hann var
spurður álits á því að Flugleiðir leit-
uðu ekki fyrst til Ernis þegar Fokker-
vélar félagsins gátu ekki flogið til
ísafjarðar frá miðvikudegi til sunnu-
dags vegna aurbleytu á flugvellinum.
„Þeir fengu Flugfélag Norðurlands
th að fljúga fyrir sig á miðvikudag
og leituðu fyrst til okkar á hádegi á
fimmtudag og báðu okkur um að
taka Þingeyrarflugið með stuttum
fyrirvara. Þá var svo stutt í myrkur
að við náðum því ekki,“ sagði Hálf-
dán.
„Flugfélagið Ernir gat ekki veitt
okkur aðstoð, hvorki á fimmtudag
né fóstudag, vegna anna,“ sagði
Andri Hrólfsson, yfirmaður innan-
landsflugs Flugleiða, í samtali við
DV. „Það hefði ef th vhl verið tækni-
legur möguleiki á að leita að ein-
hverju leyti meira til þess en í þau
skipti, sem við gerðum það, vair það
ekki hægt.
Það er mjög náið og gott samstarf
á mihi okkar og FN og er búið að
vera í 15 ár og án þess að ég sé nokkr-
um að kenna um það þá er ekki jafn-
gott samstarf á mhli okkar og Flugfé-
lagsins Emis,“ sagði Andri.
Þess má geta að fulltrúar Flugleiða
koma í næstu viku til fundar við
heimamenn á ísafirði til þess að ræða
um flugmáhn. Flugvöllurinn á ísafirði. DV-mynd BB
Fáskrúðsfjörður:
Vélaverkstæði kaupfélagsins fékk
viðurkenningu vinnueftirlitsins
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
„Þaö er og hefur ætíö verið mfn
skoðun að það fari saman hags-
munir starfsraanna og fyrirtækja í
vinnuverndarmálum. Ég hef áður
lýst því yfir aö þegar fjárfestingar
í fyrirtækjum stuðla að auknu ör-
yggi, bættum aöbúnaði og hollara
umhverfi þá er ekki um offjárfest-
inguað ræða,“ sagöi Skúli Magnús-
son, starfsmaður Vinnueftirhts
ríkisins á Austurlandi, þegar hann
afhenti Kaupfélagi Fáskrúðsfirð-
inga viöurkenningu íyrir aðstöðu
starfsmanna í vélsmiöju kaupfé-
lagsins, sem er til fyrirmyndar.
Vinnueftirlitið hefur ekki áður
veitt vélsmiöju slíka viðurkenn-
ingu. Skúli afhenti, eftir að hafa
fiutt ávarp sitt, Gfsla Jönatanssyni
kaupfélagsstjóra viðurkenning-
una. Kaupfélagsstjórinn þakkaði
vinnueftirlitinu heiðurinn og
þakkaði einnig starfsmönnum og
verkstjóra vélaverkstæðisins fyrir
þeirra þátt í þessu. Gísli Jónatans-
son afhenti síðan Stefáni Stefáns-
syni verkstjóra viðurkenninguna
til varðveislu.
Þess má geta aö þann 3.mars sl.
gekkst sjávarútvegsráðuneytið fyr-
ir ráðstefnu um gæöamál og ímynd
íslensks sjávarútvegs. Á ráöstefii-
unni veitti sjávarútvegsráðherra
einu frystihúsi í hveiju kjördæmi
viðurkenningu í kjölfar úttektar
ríkismats sjávarafurða, sem gerð
var undir kjörorðinu „fiskvinnsla
til fyrirmyndar'*. Þessa viðurkenn-
ingu fyrir Austurlandskíördæmi
hlaut Hraðfrystihús Fáskrúðs-
fjarðar fyrst frystihúsa á Áusturl-
andi.
Stykkishólmur:
Gott verkefni um
íþróttir barna
Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi:
Foreldraráð grunnskólans í
Stykkishólmi efndi til almenns
fundar sem var opinn öllum sem
áhuga hafa á íþróttaiðkun barna
og unglinga fimmtudaginn 24. nóv-
ember sl. Þráinn Hafsteinsson,
íþróttakennari á Laugarvatni,
flutti fyrirlestur um iþróttaþjálfun
barna og unghnga. Útskýrði hann
fyrir fundarmönnum hvaða áhrif
allar algengustu æfingar hafa á
hina og þessa vöðva líkamans.
Fundarmenn voru mjög ánægðir
með að fá innsýn í það hvað gerist
og hvað bæri að varast þegar
ákveðnár æfingar væru gerðar.
í umræðum, sem urðu á eftir er-
indi Þráins, komu fram mörg sjón-
armið. Rætt var um atriði eins og
keppnisgleði, þörfina á að vita hver
sé bestur, áhrif fjölmiðla og fleira
og fleira. Þráinn upplýsti að komin
væri á markað bókin „Leiðbein-
andi barna og unglinga í íþrótt-
um“, sem kæmi að góðum notum
fyrir foreldra og leiðbeinendur.
Hún fæst hjá ÍSÍ.
Foreldraráð skólans á þakkir
skhdar fyrir gott verkefni og von-
andi verður meira um svona
fræðsluþætti þar sem góðir fyrir-
lesarar kynna áhugaverð atriði
sem varða börn og unghnga. For-
maður foreldraráösxns er Grétar D.
Pálsson.