Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988.
47
Meiming
Prakkarasögur
afapastrák
Mál og menning gefur út aö venju
nokkrar vandaðar bama- og ungl-
ingabækur. Meðal þeirra eru tvær
gullfallegar litmyndabækur, handa
litlu börnunum, um apann Friðþjóf
forvitna og koátuleg uppátæki
hans. Bækurnar em eftir amerísk-
an þöfund H. A. Rey en hann
samdi, ásamt konu sinni Margréti,
fjölda vinsælla myndabóka sem
hafa verið þýddar á mörg tungu-
mál.
H. A. Rey fæddist í Hamborg 1898.
Það voru erfiðir tímar í Þýskalandi
á þriðja áratugnum. Hann neyddist
til að hætta námi vegna fjárskorts,
þá freistaði hann gæfunnar í Bras-
ilíu. Þar kynntist hann Margréti
sem líka var þýskur innflytjandi.
Þau giftust og fóru aftur til Evrópu.
Þar kom fyrsta bókin þeirra út.
Hann teiknaði myndirnar en hún
skrifaði textann. Þegar seinni
heimsstyijöldin braust út flúðu
þau til New York og árið 1946 fengu
þau amerískan ríkisborgararétt.
Friðþjófur forvitni er apastrákur
sem átti heima í frumskóginum í
Afríku. Maður með gulan hatt náði
honum og flutti hann með sér yflr
hafið til stórrar borgar og kom hon-
um fyrir í dýragarði. Þar undi Frið-
þjófur sér hiö besta.
Seinni bókin segir frá Friðþjófi
og manninum með gula hattinn
sem nú gefur apanum hjól. Frið-
þjófur verður fljótlega mjög snjall
og fær að lokum að leika listir sín-
ar í sirkusi.
Friðþjófur hagar sér eins og
krakki, gerir það sem honum dett-
ur í hug á stundinni og gleymir því
sem hann átti að gera. Auðvitað
lendir hann í alls konar vandræð-
um en samt rætist úr öllu í lokin.
Litlu börnin sjá sjálf sig í uppátækj-
um Friðþjófs, en geta líka hneyksl-
ast á honum, hann er þó aldrei
nema api, þau eru aftur á móti svo
hlýðin og góð að vita mæta vel
hvaö má og hvað má ekki. Þetta
gerir ævintýri Friðþjófs spennandi.
Þýðing Þórarins Eldjárns er vel
unnin. Það er úthugsað að kalla
apann Friðþjóf forvitna, hann heit-
ir Curious George á frummálinu,
vissulega er friðurinn úti hvar sem
Friðþjófur kemur, en ósköp er erf-
itt fyrir litla krakka að segja það,
trúlega verður nafnið stytt. Þá
kann ég ekki við að hann er oftast
kallaður apaköttur. Þetta er rófu-
laus api, augsýnilega stílfærð
teikning af simpansa. Kannske er
Bamabækur
Viiborg Dagbjartsdóttir
þetta barnakennaraleg smásmygli,
apaköttur getur líka þýtt prakkari,
en það er ofnotað hérna.
Letrið er stórt og gott. Pappírinn
þykkur og áferðarfallegur. Mynd-
irnar í hreinum og skærum litum.
Bækurnar eiga sjálfsagt eftir að
gleðja margt barnið um jólin.
Höfundur: H. A. Rey.
Þýöandi: Þórarinn Eldjárn.
Mál og menning 1988.
Friöþjófur forvitni á hjóli.
VERÐ FRA
KR. 750.600,-
JOFUR HF
Nýbýlavegi 2 • Sími 42600
Opið virka daga 9-18
Laugardaga 13-17
BROSUMI
og R
allt gengur betur •
GERÐU
JÓLALEGT
í GARÐINUM ÞÍNUM
40 LJÓSA keðja á aðeins kr. 1.680.-
80 LJÓSA KEÐJAÁ AÐEINS KR. 2.500.
(24 V straumbreytir fylgir.)
Þessi keðja er viðurkennd
af Rafmagnseftirliti ríkisins.
Opið laugardag frá 10-18.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16, s. 68 07 80.
ÞRJÁR FALLEGAR SÖGUBÆKUR FYRIR BÖRNIN
BRÁÐUM KOMA
BLESSUÐ JÓLIN
Einstaklega falleg og vönduð bók með sögum um
jólaundirbúning, tilhlökkun, jólahald og fleira
sem tengist jólunum. í bókinni eru ennfremur
fjölmargar jólavísur, leikir og skemmtanir. Bók
sem iðar af sannkallaðri jólagleði.
Stefán Júlíusson þýddi, valdi og endursagði efnið.
TVftR HEIDU-BÆKUR
Bækurnar um Heiðu eru líklega með þekktustu
barnasögum, sem komið hafa út. Bækurnar tvær
sem hér um ræðir heita HEIÐ A FER AÐ
HEIMAN og HEIÐA HEIMSÆKIR AFA og eru
þær endursagðar á góðu máli með skýru letri.
Fallegar, litprentaðar bækur í þýðingu Óskars
Ingimarssonar.
SETBERG