Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988. Iþróttir Lancia í sérflokki - heimsmeistarar í öllum flokkum RAC (Royal Automobile Club) rallinu á Bretlandseyjum er ný- lokiö. Þessi rallkeppni er síöasta keppnin á árinu sem gefur stig í heimsmeistarakeppninni, bæöi fyrir ökumenn og framleiðendur. En öll spenna var löngu horfin út í veður og vind í þeirri keppni því Lancia bílar og ökumenn höfðu fyrir löngu náð aö tryggja sér alla þá titla sem hægt var að hremma þetta árið. Vatanen aftur með RAC rallið er fimm daga þol- raun á skógarstígum Bretiands og dregur allajafna að sér bestu ökumenn heimsins. Þetta árið var engin undantekning og mættu flestir af toppökumönnun- um til leiks og stefndu hátt. Mesta athygli vakti þó endurkoma Finnans Ari Vatanen í heims- meistarakeppnina en þar hefur hann ekki keppt í rúm tvö ár eða frá því hann slasaðist lífshættu- lega í rallkeppni í Argentínu árið 1986. Hann ók nú á fjórhjóladrifn- um og fjórhjólastýrðum Galant en átti ekki góða daga að þessu sinni og varð að hætta keppni fljótlega er girkassinn í bíl hans brotnaði. Aðalkeppnin í ralhnu var á milh ökumanna frá Finnlandi og Svíþjóð en þeir hrifsuðu öll topp- sætin í byrjun og héldu þeim til loka. Finninn Marku Alen ók á Lancia Delta og átti í harðri bar- áttu við landa sinn, Juha Kankk- unen, sem ók Toyota Cehca turbo. Þessir fljúgandi Finnar börðust af krafti allan tímann en Alen hafði betur að lokum þrátt fyrir að hann setti Lanciuna einu sinni á toppinn. Kankkunen ók þess í stað hressilega út af, sprengdi dekk og þurfti svo tví- vegis að berjast við eld í vélar- salnum. Eftir allar þessar raunir og tímatap ákvað hann aö frekari barátta væri vonlaus og hætti keppni. Alen með í 15. skipti Þetta er í fimmtánda sinn sem Alen tekur þátt í RAC rallinu en hann hefur verið atvinnuöku- maður í 20 ár og ekið yfir hundr- að sinnum í heimsmeistararalh á ferhnum sem verið hefur glæsi- legur. Hann hefur þó aldrei orðið heimsmeistari en nokkrum sinn- um í öðru sæti. Allir fremstu ökumenn Breta tóku þátt í keppninni að vanda en þeir áttu hörmulega daga og náði ehginn þeirra að blanda sér í toppslaginn og ekki einu sinni að komast á topp tíu. Bretar eru mjög svekktir yfir frammistöðu sinna manna en heimamaður hefur aðeins tvisvar unnið þessa keppni og síðast vann Roger Clark árið 1979. Síðan hafa finnskir og sænskir ökuþórar skipst á um sigursætin. RAC ralhð - lokastaðan: 1. M. Alen., Finnl., Lancia Delta 2. T. Salonen, Finnl., Mazda323. 3. B. Waldegard, Svíþ., Toyota 4. P. Airikaha., Finnl., Lancia. 5. A. Schwarz., V-Þ., Audi 200 6. S. Blomqvist, Svíþjóð, Sierra. 7. C. Saints, Spánn, Sierra. 8. S. Walfridsson, Svíþ., Quattro. 9. M. Jonson, Svíþjóð, Opel. 10. K. Grundeh, Svíþjóð, Peugeot. Lokastaöan í heimsmeistara- keppninni í rahakstri 1988. 1. Massimo Biasion, ítahu Lancia Delta - 115 stig. 2. Markku Alen, Finnlandi Lancia Delta - 86 stig. 3. Alessandro Fiorino, ítahu Lancia Delta - 76 stig. Lancia ökumenn eru þar að auki heimsmeistara í flokki óbreyttra bha og Evrópumeistar- ar í öllum flokkum sem þeim til- heyra. -ás/bg • Sigurður Björgvinsson. Tveir af bestu leikmönnum Kefl- víkinga verða í leikbanni þegar lið þeirra mætir Val í fyrstu umferð 1. dehdar keppninnar í knattspymu næsta vor. Það era þeir Sigurður Björgvinsson fyrirhði og Óh Þór Magnússon en báðir voru komnir með fjögur gul spjöld í lok sl. tíma- bils og þurfa að taka út refsingu fyr- ir það. Einn leikmaður í viðbót úr 1. dehd þarf að sitja hjá í fyrstu umferð fyrir sömu sakir. Það er fyrirliði KA, Erl- ingur Kristjánsson. Breiðablik mæt- • Óli Þór Magnússon. ir Leiftri í 1. umferð 2. deildar og leik- ur þá án Björns Þórs Egilssonar og Sigurðar Halldórssonar og nýliðar Einherja frá Vopnafirði mæta ÍR án þjálfara síns, Njáls Eiðssonar, sem var rekinn af leikvelh í úrslitaleik 3. deildar í haust. Þrír úr neðri deildunum eru einnig í leikbanni þegar íslandsmótiö hefst, þeir Guðjón Jóhannsson úr BÍ, Guð- laugur Jóhannsson úr Neista, Djúpa- vogi, og Smári Hhmarsson úr Vík- verja. -VS DV England: West Ham heima gegn Aston Villa -1 deildabikamimi West Ham, sem gjörsigraði Liverpool í 4. umferð enska deildabikarsins í knattspymu í síðustu viku, fékk enn heimaleik þegar dregið var til 8 hða úrslita keppninnar. „Hamrarnir“, sem eiga að baki fleiri sigra í deildabikarnum en í 1. deildinni það sem af er vetri, fá hð Aston Villa í heimsókn um miðjan janúar. Luton, sem er handhafi deilda- bikarsins, mætir Southampton á heimavelli og ætti þvi að eiga þokkalega möguleika á að komast í undanúrslit. Þá fær sigurvegar- inn úr. viðureign Nottingham Forest og Leicester heimaleik gegn Wimbledon eða QPR. Loks fær Bradford eða Everton 3. dehdar hö Bristol City í heim- sókn. -VS Tveir Keflvíkingar byrja í leikbanni Marga vantar í Möltuferð landsliðsins I körfubolta - fyrst lelkið við tvö ensk 1. deildar lið Margir af bestu körfuknattleiks- mönnum landsins verða fjarri góðu gamni þegar landshðið tekur þátt í smáþjóöamóti á Möltu síðar í þessum mánuði. Leikmenn íslandsmeistar- anna frá Njarðvík hafa ekki tekið þátt í landsliðsæfingum og verða því ekki valdir. Pálmar Sigurösson gefur ekki kost á sér vegna náms og tví- sýnt er með KR-ingana Birgi Mika- elsson og ívar Webster vegna meiðsla og vinnu. Lazslo Nemeth landsliðs- þjálfari mun velja hð sitt síðar í vik- unni en tíu leikmenn verða með í forinni. Liðið fer utan þann 9. desember og leikur tvo æfingaleiki í Englandi, við 1. deildar félögin Oxford og Brackn- eh. Mótið á Möltu hefst 13. desember og þar er ísland í riðli með Gíbralt- ar, írlandi og San Marino. í hinum riðhnum eru Wales, Lúxemborg, Malta og Kýpur. Tvö efstu hðin í hvorum riðh komast í undanúrsht. Þetta er fyrsta smáþjóðamótið sem Alþjóða körfuknattleikssambandið gengst fyrir. Israelsku bikarmeistararnir Hapoel Gallilea eru væntanlegir th landsins í byijun janúar og taka þátt í al- þjóðlegu móti. Þar keppa landslið Islands og Austurríkis og unnið er að því að fá fjórða hðið. Hapoel er að búa sig undir leiki við Real Madrid í Evrópukeppni bikarhafa og er með þrjá ísraelska landshðsmenn innan- borðs og tvo bandaríska leikmenn að auki. ísraelsku félögin hafa staðið sig mjög vel í Evrópumótum undan- farin ár og því er greinilega um firna- sterkt hð að ræða. -VS Að leita langt yfir skammt • Þessir piltar skipuðu 2. flokk KR sl. sumar og urðu islands- og bikarmeistarar. Þeir hafa unnið sex íslands- meistaratitla (rá því í 5. flokki en verður þeim sýnt nægilegt traust nú þegar þeir ganga upp i meistaraflokk félagsins? DV-mynd HH KR-ingar hafa á undaníomum árum teflt fram einum besta 2. flokki í knattspymu hér á landi. Sá kjami, sem þar er á ferðinni, hefur sett íslandsmet með sigur- göngu sinni því strákamir hafa unnið th sex íslandsmeistaratitla upp alla yngri flokkana. Það er því greinhegt að hér er á ferð einn sá albesti liðskjarai sem félagið hefur eignast frá upphafi. Viökvæmur timi Nú fara í hönd mikh tímamót hjá þessum strákum því brátt dregur th tíðinda varðandi framtíð þeirra sem meistaraflokksmanna síns fé- lags. Óhætt er aö fuhyrða að Rúnar Kristinsson hafi þegar tryggt sér sæti í 1. dehdarhði félagsins. Sömu sögu er að segja af Heimi Guðjóns- syni, sem þó hefur veriö mjög óheppinn með meiðsh sl. tvö keppnistímabh, og Hhmari Bjöms- syni sem lék með KR í 1. dehdinni síðustu leikina í haust. Þá er Stein- ar Ingimundarson kominn th síns gamla félags á ný eftir tvö leiktíma- bh með Leiftri og það hlýtur að boða gott. En þeir eru fleiri, strák- amir sem skipa þennan frábæra kjama, eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd. Vonandi hafa þeir sem um stjórn- völinn halda skilning á þörfum þessara leikmanna og í því sam- bandi er vert að varpa fram ein- faldri spumingu: Af hverju skyldu þeir bregðast vonum manna þegar upp í raeistaraflokk er komiö? Þeir hafa allan sinn ferh staðið vel und- ir nafiu sem frábærir leikmenn - af hverju skyldu þeir bregðast nú? Á höttunum eftir leikmönnum Það skýtur svolitið skökku við að félag, sem er jafnvel sett með mannskap og KR, skuh vera á hött- unum eftir leikmönnum. Það er stundum leitað langt yfir skammt því heyrst hefur að KR-ingar séu jafnvel snuðrandi í London eftir hðsstyrk. Ef þaö reynist satt er fok- ið í flest skjól hjá vesturbæjarfélag- inu. Stjómarmenn hljóta þá að vera slegnir mjög alvarlegri bhndu. AÖ leita langt yfir skammt Stjórn knattspymudeildar KR ber skylda th aö sýna þessum ungu leikmönnum þaö traust að leita th þeirra og mér segir svo hugur að félagiö verði ekki svikið af því. Þessi sterki höskjarni hefur gengið í gegnum margt á sínum ferh, þar á meðal drengja- og unghngalands- hö, og hefur því öðlast margþætta reynslu. Svo má heldur ekki gleyma öðm, þeir bera sterkar th- finningar th síns félags og þaö hef- ur ekki svo lítiö að •segja. Að lokum: Vilji KR-ingar eignast sterka sveit 1. deildarleikmanna, ráölegg ég þeim að kanna nú vel heimahagana áður en þeir þeysast um Evrópu í leikmannaleit. Ménn halda stundum að garður nágrann- ans sé í betra standi en hjá þeim sjálfum. Svo er þó ekki alltaf og ekki veröur betur séð en KR-garð- urinn sé fagurgrænn og sprettan aíburða góö. En hafá þeir sjálfir komið auga á þaö? Halldór Hahdórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.