Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1988, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrqj, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Vafasöm tillaga
Óþarfi er að tíunda rétt einu sinni hið alvarlega
ástand sem blasir við útflutningsatvinnuvegunum.
Reyndar kemur fram í nýjustu skýrslu Þjóðhagsstofn-
unar að allur atvinnurekstur í hinum hefðbundnu
greinum er rekinn með tapi. Samdráttur er sömuleiðis
fyrirsjáanlegur á næsta ári ef atvinnureksturinn verður
þá ekki orðinn gjaldþrota eða hefur stöðvast vegna
greiðsluerfiðleika.
Undanfarna daga hafa ýmsir aðilar lagt fram skýrslur
sínar og útreikninga um ástandið: Seðlabankinn, Þjóð-
hagsstofnun og efnhagsráðgjafar á vegum ríkisstjórnar-
innar og á föstudaginn hélt forsætisráðherra blaða-
mannafund þar sem enn og aftur var dregin upp dökk
mynd. Athyglisvert er að allir þessir aðilar eru sam-
mála um að gengið sé of hátt skráð. Þá greinir að vísu
á um stærðina en auðvitað er kominn tími til að menn
horfist í augu við þá staðreynd að þjóðarbúið og atvinnu-
vegirnir koma aldrei með að lifa það af að genginu er
haldið föstu eða of háu, ef reksturinn á að vera réttu
megin við strikið.
Að því leyti hefur Skúli Alexandersson, þingmaður
Alþýðubandalagsins, rétt fyrir sér þegar hann segir að
gengið þurfi að fella. Millifærslur, atvinnutryggingar-
sjóðir og skuldbreytingar jafngilda því að pissa í skóinn
sinn og gera lítið annað en að fela vandann um skamm-
an tíma. Þá er tjaldað til einnar nætur því það einfalda
lögmál gildir í framleiðslustarfsemi að fyrirtækið verður
að fá meira fyrir vöruna heldur en það kostar að fram-
leiða hana.
Skúh fellur hins vegar í þá gryfju að bæta því við
gengisfellingarkröfu sína að búa þurfi til gengismunar-
sjóð til að afstýra því að fyrirtækin þurfi að taka á sig
hækkunina á erlendu lánunum sem hlýst af lækkuðu
gengi. Skúli er með þessu að segja að hann vilji tvöfalt
gengi: eitt út á við, annað inn á við. Þegar hann er síðan
spurður hver eigi að greiða 1 gengismunarsjóðinn vísar
hann óljóst til þeirra sem eiga að hafa grætt á undan-
fórnum árum, breiðu bökin sem hafa makað krókinn í
hallæri hinna.
Á sínum tíma þóttu svona feluleikir með gengið vera
góð hagfræði. Frægastur er bátagjaldeyririnn en einnig
tíðkaðist að selja gjaldeyri á mismunandi gengi, eftir
því hver keypti. Annar eins spihingar- og brasktími
hefur ekki þekkst 1 landinu eins og einmitt þegar menn
héldu margs konar gengi við lýði. Guð forði okkur frá
endurreisn þess svínarís. Millifærslurnar og bjargráðin
í dag eru hátíð miðað við þann ósóma, fyrir utan þá fjar-
stæðu að halda að hægt sé að sækja einhvern falinn
gróða út í bæ og láta hann borga brúsann. Því miður
finnast engir einstaklingar, engin fyrirtæki og engir
atvinnuvegir sem hafa fitnað eða hagnast á undanförn-
um mánuðum. Skýrslur Þjóðhagsstofnunar tala þar
skýrustu máh, gjaldþrotin og uppboðin.
Ekki þarf að efast um að Skúli Alexandersson setur
fram tiUögu sína af góðum hug. Hann veit hvað hann
syngur, hann Skúli, og hann veit að gengið verður að
vera rétt skráð ef vit á að komast í atvinnureksturinn.
En hann verður að skilja, eins og aðrir stjórnmálamenn
verða Uka að fara að læra, að patentlausnir eins og tvö-
falt gengi koma að engu gagni þegar tU lengdar lætur.
Þær gabba kannski almenning og koma vel út á pappír
meðan þær eru ekki framkvæmdar. En þær eru tU einsk-
is þegar til alvörunnar kemur.
Ellert B. Schram
Á íslandi er mikil útgáfustarfsemi. - „... er veigamikill þáttur i lýdræðislegu landnámi...“ segir í greininni.
Fjölmiðlar hafa
ekki völd
Á sínum tíma þurfti ég að ræða
erfitt mál við kunnan, sænskan
hagfræðing. Við vorum staddir á
bandarísku hóteli og völdum okkur
stað þar víðast var til veggja, lengst
á milh horða, marmari á gólfi og
himinn og loft í gleri.
Þetta voru okkar fyrstu samræð-
ur og allt stefndi í einvígi. Sá
sænski byrjaði á því að setja mig á
pláss og sagði: „You Icelanders are
opinionated.“ (Þið íslendingar eruð
barmafullir af skoðunum á öllum
málum). „Af hverju segiö þér það?“
spurði ég. Hann svaraði að bragði:
„Þið gefið út alltof mörg dagblöð."
Bismarck sagði reyndar svipað
við Jón Stefánsson í British Muse-
um. Hann sagði að íslendingum
nægði þá eitt blað.
Skapandi fjölbreytni
Við erum sjálfir ekki sömu skoð-
unar og bjóðum upp á tímarit, fjöl-
breytt að efni, rekum tvær sjón-
varpsstöövar, eigum tvö dagblöð
með hlutfallslega mikla útbreiðslu
og styrkjum önnur, rekum fjöl-
miðla fyrir einstaka landshluta,
atvinnugreinar og áhugamál, að
ógleymdum félagsblöðum og sér-
fræðiritum.
Allt ber þetta vott um samskipta-
þörf manna, fróðleiksfýsn, nýj-
ungagimi og sköpunarkraft meðal
íslendinga og er veigamikill þáttur
í lýðræðislegu landnámi og því
hagkerfi áhugans og ákafans sem
við höfum skapað okkur og skapast
af, þjóð sem á allt sitt undir sól og
regni en leitast eins og aðrar þjóðir
við að sigrast á náttúranni eða í
það minnsta að gera náttúruna sér
handgengna.
Hliðstæðan er til í bandaríska
landnáminu, einkum í ákaflega
fjölskrúðugri útgáfu tímarita um
allt milli himins og jaröar. Segja
má að um tímaritin renni hinn lýð-
ræðislegi straumur bandarísks
þjóðlífs. Þau er vettvangur ákafra
skoðanaskipta og farvegur ótrúleg-
ustu hugmynda um lífið og tilver-
una. íslensk menntakona, með
andúö á auglýsingum, sagði einu
sinni í samtali um þetta efni: „Er
þetta nú gott?“
Fjölmiðlar eru farvegur
Þórarinn Björnsson skólameist-
ari sagöi í einni af frægum ræöum:
Viö höfum of margar skoðanir og
KjáHarinn
Ásmundur Einarsson
útgáfustjóri
of fáar hugsjónir.
Ef til vill endurspegla fjölmiðl-
amir á Vesturlöndum að einhveriu
leyti sannleiksgildi þessa viðhorfs,
fjöldi þeirra, fjölbreytni og út-
breiösla. En það gerir fjölmiðlana
ekki þýðingarminni, nema síður sé,
a.m.k. meðan við treystum á lýð-
ræði og trúum á hægfara þróun
sem skilar árangri í stökkum.
Renni hinir mörgu straumar á
Vesturlöndum síðar í færri farvegi
verður það gegnum fjölmiðla og
eru bækur þá auðvitað ekki undan-
skildar.
En þetta gerir fjölmiðlana ekki
að valdaafli. Hugsanleg völd þeirra
hverfa í fjölbreytninni á Vestur-
löndum. í einræðisríkjunum eru
fjölmiðlamir notaðir af valdakerf-
inu en eigin völd þeirra eru engin
og áhrif þeirra takmarkast af vMd-
kerfinu. Þetta leyfi ég mér að benda
á vegna þess að á nýlegri ráðstefnu
Blaðamannafélags íslands var oft-
sinnis talað um „völd“ íslenskra
fjölmiðla, einkum dagblaða og
sjónvarps, að vísu óskilgreint. í
þessu sambandi er talað um póli-
tísk áhrif og til að sleppa við inn-
lend dæmi tek ég Gary Hart-málið.
Hver eyðilagði Hart?
Sagt er að fjölmiðlarnir hafi eyði-
lagt Hart en ekkert er fjær sanni.
Hann gerði það sjálfur. Fjölmiðl-
amir tóku að sér að miðla því. Átök
um siögæðishugmyndir era þó
nokkuð hörð um þessar mundir og
það sem var leyfilegt á Kennedy-
árum er ekki sjálfsagt mál í dag.
Hart virtist fulltrúi „frjálslyndis"
sem hvorki demókratar né repú-
blikanar reyna að verja lengur þó
að þeir hafi gert það áður, misjafn-
lega mikið. Fjölskylduástúð varð
síðan að kosningamáli í baráttu
Bush og Dukakis og fjölmiölarnir
sáu um að miðla því. Sjónvarp,
dagblöð og tímarit hafa litlu ráðið
um stefnu þessara mála. Þeir birta
heldur ekki stríðsfréttir vegna þess
að þær séu vinsælt efni heldur
vegna þess að stríð eru í eðli sínu
tilraun til úrslitaátaka. En þeir
stjóma ekki stríðunum.
Ríkisstyrkir velja fjölmiðla
Að þessu sögðu er að mínu mati
meiri ástæða fyrir fjölmiðlamenn
til að tala um hættuna á misnotkun
fjölmiöla fremur en völd þeirra.
Áhrif fjölmiðla verða aldrei meiri
en áhrif þess efnis sem þeir miðla
úr umhverfi sínu og inn í það aftur
og styrkleiki áhrifanna fer eftir því
hve tiltekið efni snertir marga.
Við fáum hins vegar hvorki betri
umræðu né lýðræðislegri umræðu
með ríkisstyrktum blöðum. Og kjör
blaðamanna verða að öllum líkind-
um þeim mun verri sem ríkisstyrk-
irnir verða meiri og ríkisfjölmiðl-
arnir stærri hluti fjölmiðlageirans,
einfaldlega vegna þess að tekjur
fjölmiðlanna þynnast út og rekst-
urinn miðast ekki við arðsemi sem
skilar góðum launum og þroskandi
vinnuaðstöðu.
Um þessi atriði mætti síðan fjalla
sérstaklega og kannski leyfi ég mér
það við tækifæri.
Ásmundur Einarsson
„En þetta gerir fjölmiölana ekki að
valdaafli. Hugsanleg völd þeirra hverfa
í fjölbreytninni á Vesturlöndum.“