Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Side 15
FÖSTUDAGUR '16. DESÉMBÉR TÖ8S
15
Hér er að mynd
ast spenna
„Við þessu er það ráð að taka úr gildi visitölukrónuna og setja SDR í
staðinn,“ segir m.a. i greininni.
Á landi okkar er að myndast
mikil spenna. Þessi spenna er sér-
stök að því leyti að fólk getur illa
beitt rökvísi sinni til rökréttra sam-
tímaákvarðana. Orsakir þessa eru
þær að við búum við tvöfaldan
gjaldmiðil, vísitölukrónu og launa-
krónu. Það skiptir ekki máli hvað
fólk reynir, alltaf aukast skuldir
og tap fyrirtækja en sjóðir vaxa.
Meirf vinna hefnir sín, hækkað
kaup hefnir sín í hækkun skulda
umfram tekjuhækkun. Að vinna
sig út úr vanda gildir ekki. Það sem
gildir er að svindla. Kerfið er farið
að bjóða upp á það sem einu færu
leiðina til framlegðar fyrir fjölda
fólks. Ef maður er að tapa húsi þá
kærir hann formgalla og annað
þvílíkt og situr með hús sitt eða
eignir og borgar ekkert fyrr en allt
er tekið með fógetaaðgerð.
Hækkað kaup er tap
Það er vegna þess að hann á eng-
an annan framlegðarmöguleika. Ef
verð á fiskafurðum hækkar og
kaup hans hækkar þá hækka
skuldur hans meira og hann tapar
á hækkuðu fiskverði. Þetta er
vegna þess að verðtrygging hér á
hlutdeild í hagvexti, ef verður, og
það er ekki verðtrygging heldur
rugl eða fmnst okkur að þegar vel
aflast og gott verð er á afurðum þá
eigi erlendir lánardrottnar að fá
uppfærslu á skuldum okkar?
Þetta gerist samt með lánskjara-
vísitölu fyrir innlenda lánar-
drottna. Þeir eiga ekki að sæta betri
kjörum en erlendir því við getum
þá alveg eins pakkað Seðlabankan-
um saman og fengið eingöngu er-
lent fé í landið.
Því er að myndast mikil spenna í
KjaUaiiim
Þorsteinn Hákonarson
framkvæmdastjóri
þessu landi, fyrsta stig útrásarinnar
er hafið, fyrsta niðurlæging stjórn-
valda í langri röð niðurlæginga þar
til búið er að skýrgreina stjórnvöld
eins réttlaus og væru þau af ann-
arri tegund - í kjölfar brennivíns-
mála og upphrópana um sprúttsölu
koma fleiri. Við sem vorum hjá BJ
vitum þetta vel því þangað kom fólk
með sögumar fyrst en vildi ekki
láta nafn síns getið. Nú eru allir að
verða tilbúnir að tala.
Nógu erafaðtaka
Hjá okkur í BJ var það mottó að
það væru ekki mennirnir heldur-
kerfið. En fólk vildi láta taka í
ýmsa aðila þar sem því ofbauð
framferðið. Við vorum yfirleitt
ekki á þeirri skoöun. Svo mikið er
þó víst að þetta land skelfur ef allt
lendir í þeirri félagslegu útrás sem
nú er að fara af stað. Eins og ég
vissi þá, og veit nú, þá kæmi að því
að ráðstafanirnar frá 1983 og fárán-
leg verðtrygging, sem nú er að gera
út af við fjölda heimila, leiddi til
þessa.
Ég skrifaði fram og aftur um það
í blöðin hvernig Landsvirkjun gerði
það gott á að fá 166% hækkun inn-
anlands og fast verð á gjaldeyri. Ég
varaði við uppboðunum og benti á
félagslegar afleiðingar tegundaskil-
greiningar og hvernig hún fer fram.
Það er þannig að áður en spendýr
berjast fer fram skilgreining með
miklum tiiburðum hvort á öðru í
þá veru að afhelga tegundaréttinn
og félagslega hlýðni við reglu teg-
undarinnar gagnkvæmt. Þetta er
nú að gerast í pólitíkinni og soltnar
lýs bíta ekki bara sárt, þær munu
og naga beinin.
Stjórnmálamenn
ekki síður æstir
Óróinn í síðustu ríkisstjórn og
einnig í þeirri sem nú situr er dæmi
um sama mál því þingmenn eru
bara menn og þótt þjóðin haldi að
þeir séu hálaunamenn þá fylgir alls
konar „kruðirí" því að vera þing-
maður og það kostar sitt enda er
hjá fáum meiri einkaóreiða ef mak-
inn er ekki því harðari og skyn-
samari og enn dýrara fyrir þing-
menn sem eru konur, það hefur
alltaf verið dýrt að halda úti kven-
legri forystuímynd.
Niður á Alþingi koma einhverjir
tölvugaurar og taka 2500 á tímann,
svo reikna þingmenn út, 3500
tímar, já, það eru átta milljónir!!
Það er sá tími sem þeir eru beint
bundnir af stjórnmálum á ári,
svona yfirleitt, en svo láta sumir
fara minna fyrir sér.
Fyrst og fremst ráða þeir þó ekk-
ert við hlutina frekar en við hin
og það fer illa í þá.
Menn ættu að muna skeytin sem
gengu á milli í haust. Þetta er bara'
sama félagslega þróunin þar og
annars staðar. En þessi æsingur
mun bitna illa á þeim sjálfum.
Rétt að skoða orsakir
Orsakir þessa eru þær að fólk
getur ekki notað skynsemi sína og
vinnu sér til framdráttar vegna
þess að verðtryggingarnar eru of
háar og vextir miðast við verð-
tryggingar. Það kann að hljóma
skrýtilega en það er betra að hafa
minni sparnað í landinu heldur en
að hafa jafnmiklar verðtryggingar
og hér gerist. Það er vegna þess að
sparnaðurinn nýtist ekki til neins
annars en eignaupptöku. Ekki er
um neinn raunverulegan sparnað
að ræða af aflafé heldur einungis
uppskipti í launakrónum gegnum
lánskjaravísitölu.
Lánskjaravístölukrónan er svo
sterkur gjaldmiðill að fólk getur
ekki byggt eða stundað atvinnu-
rekstur með hana. Því kaupir fólk
tiltölulega ódýra hluti sem það
ræður við fjármagnskostnaðinn á
og það eru fyrst og fremst bílar.
Og þar sem raunsparnaðurinn af
aflafé er ekki fyrir hendi eru rök
um aukinn sparnað merkingar-
laust rugl. Eignaupptökusparnað-
ur er ekki sparnaður heldur skrif-
stofuleikur sem minnir helst á
rússneska rúllettu. Við þessu er
það ráð að taka úr gildi vísitölu-
krónuna og setja SDR í staðinn,
einnig í gömlum samningum, þaö
er miklu veikari gjaldmiðill en þaö
er hægt að reka fyrirtæki með hon-
um. Að öðrum kosti munum við sjá
framgang eðlilegrar félagslegrar
þróunar, með afhelgun og síðar
óeirðum.
Þorsteinn Hákonarson
„Það kann að hljóma skrýtilega en það
er betra að hafa minni sparnað í
landinu heldur en að hafa jafnmiklar
verðtryggingar og hér gerist.“
Ráðherrar í f fla-
beinsturm
Það er sífellt veriö að fræða okk-
ur á einhverju nýju. Nýjustu vís-
indin eru þau að hluti lögreglu-
stöðvarinnar við Hverfisgötu sé
fílabeinsturn. Þessi tum heitir
öðru nafni Utanríkisráðuneytið. Ef
marka má það sem blessaður for-
sætisráðherrann okkar segir hlýt-
ur að vera alveg hábölvað að lenda
á þessum stað, því þar verða menn
bæði sjónlausir og heyrnalaus-
ir.
Þótt við kjósendur, í það minnsta
sumir, trúum því statt og stöðugt
að andlegur sljóleiki hrjái mjög
suma stjórnmálamenn koma yfir-
lýsingar af þessu tagi okkur samt
á óvart því að sljóleikinn verður
yfirleitt ekki svo magnaður að þeir
viðurkenni svona nokkuð. Að eigin
sögn eru þeir þvert á móti í góðum
tengslum við kjósendur, hafa efna-
hagslífið á hreinu og kunna ótal ráð
til þess að bjarga atvinnulífinu.
Þegar þeir eru svo búnir að
„bjarga" atvinnulífinu í algert þrot
afsaka þeir sig með því að þeir hafi
hvorki heyrt, séð né fylgst með
undanfarin tuttugu ár eða svo, og
þetta eru afsakanir þeirra sem hafa
stjórnað allan tímann.
Ég var svona að hugsa um að
leggja það til að við slægjum saman
í gleraugu og heyrnartæki handa
Jóni Baldvin áður en hann lendir
í því sama og Steingrímur en að
athuguðu máli er ég svosem ekkert
viss um að það yrði til bóta.
KjaUaiinn
Guðmundur Axelsson
framhaldsskólakennari
Nýirsiðir
Nýjasta „trixið“ í pólitíkinni er
það að formenn flokkanna eru
farnir að stunda trúboð inni á gafli
hver hjá öðrum. Steingrímur og
Jón Baldvin eru búnir. Ætli Þor-
steinn og Ólafur Ragnar séu ekki
næstir? Vegir stjórnmálamann-
anna eru greinilega órannsakan-
legir, líkt og vegir guðs almáttugs,
nema hvað ástæður „órannsakan-
leikans“ eru trúlega ekki þær
sömu. Annars er aldrei að vita
nema þetta sé upphafiö að því að
við fáum tveggja flokka kerfi eins
og það er kallað.
Mér skilst að tveggja flokka kerfi
sé flokkakerfið kallað í þeim lönd-
um þar sem fullt er af flokkum,
svipað og hér, en tveir til þrír eru
langstærstir. Ef til vill fáum Við-
bráðum Framþýðuflokk og Alstæð-
isbandalag auk Kvennalista í stað
fjölflokksins sem nú er ríkjandi.
Hverbersökina?
Eitt pólitískt nýmæli rak ég aug-
un í, í dagblaði nú nýverið. Fyrr-
„Annars þarf kánnski engan að undra
þótt fólk, sem býr úti á landi, fari frek-
ar í innkaupaferðir til útlanda en til
Reykjavíkur. Farið kostar álíka mik-
ið.“
„Ef til vill fáum við bráðum Framþýðuflokk og Alstæðisbandalag“, seg-
ir greinarhöfundur - Formannaheimsóknir. Jón Baldvin Hannibalsson
sækir heim Framsóknarflokkinn.
verandi íjármálaráðherra tók upp
þá nýbreytni að í stað þess að
kenna kollegum sínum í pólitík um
ófarir í fjármálum íslenska ríkisins
kennir hann að sjálfsögðu þeim um
sem sökina eiga, það er að segja
okkur kjósendum.
Við eyðum eða öllu heldur sóum
fjármunum okkar í bíla, utanlands-
ferðir, myndlykla og farsíma. Ég fæ
reyndar ekki betur skilið en bless-
aðir ráðherrarnir okkar séu á sí-
felldu flandri út um öll lönd. Þeir
aka á bílum, hafa bílasíma og svo
framvegis. Er málið kannske þann-
ig vaxið að það sé allt í lagi að ráð-
herrar og alþingismenn eyði pen-
ingunum okkar í bíla, utanlands-
ferðir og farsíma en um leið og við
eyðum þeim sjálf er það annað
hvort bruðl eða sóun?
Þær eru ekki amalegar framtíð-
arhorfur okkar íslendinga. Við get-
um svo sannarlega horft með stolti
og aðdáun til foringjanna í fíla-
beinsturnunum sínum, vitandi það
að af og til stíga þeir niður til okk-
ar, veita okkur fóðurlegar áminn-
ingar og gera átak í því að beina
okkur á réttar brautir.
Verslunintil útlanda
Fjölmiðlar hafa undanfarið frætt
okkur á því að það nýjasta í ferða-
málum okkar íslendinga sé að fara
dagsferðir til útlanda til þess að
versla. Yflrvöld og kaupmenn eru
víst í meira lagi óhress með þessar
feröir. Mér flnnst að það hljóti að
liggja í augum uppi að áður en fólk
fer í svona feröir reiknar það út
kostnaöinn og reynir að gera sér
grein fyrir hver sparnaðurinn
muni verða. Verði útkoman já-
kvæð fer fólk gjarna í svona ferðir.
Sé þetta ekki allt í lagi hlýtur ann-
að af tvennu að vera að. Reiknings-
kennslu í skólum hlýtur að vera
mjög ábótavant eða verðlagning
hjá kaupmönnum hér er út í hött.
Annars þarf kannske engan að
undra þótt fólk, sem býr úti á landi,
fari frekar í innkaupaferðir til út-
landa en til Reykjavíkur. Farið
kostar álíka mikið.
Guðmundur Axelsson