Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1988, Síða 16
16
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988.
LÓÐAÚTHLUTUN
Til úthlutunar eru 34 lóðir fyrir einbýlishús við Aust-
urfold og Vesturfold og 14 lóðir fyrir raðhús við
Fannafold á svæði, sem nefnter Fagrabrekka, norðan
Foldahverfis í Grafarvogi. Gert er ráð fyrir að lóðirnar
verði byggingarhæfar sumarið 1989.
Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgar-
verkfræóings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar
fást einnig afhent umsóknareyðublöð og skipulags-
skilmálar.
Tekið verður við lóðarumsóknum frá og með 19.
desember 1988 á skrifstofu borgarverkfræðings. At-
hygli er vakin á því að endurnýja þarf eldri lóðarum-
sóknir.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Nýjasta bensinstöðin frá Matchbox með rafstýrðum
bílskúrshurðaopnara.
Verð kr. 1.995,-
KÆRU VIÐSKIPTAVINIR
I samanburði verðkönnunar Verðlagsstofnunar er Leik-
fangahúsið með hæsta verð á einni vörutegund. Saman-
burður er ekki raunhæfur, tekið er mið af útsöluvöru í
einni búð (kannski í miður fallegum umbúðum).
Nú ætla ég að biðja fólk að lesa skýrslu Verðlagsstofn-
unar og bera saman verð. •
Auk þess ætla ég að bjóða fólki upp á afslátt dagana
16.-20. desember. Afslátturinn er 10-70%
Póstsendum
Virðingarfyllst,
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólavörðustíg 10, sími 14806
RÚLLUKRAGABOLIR
Efni: 100% bómull. Litir: svart, hvítt, dökkblátt.
Stærðir: M, L, XL.
Verð kr. 795,-
VINNUFATABÚÐIN
Laugavegi 76, Hverfisgötu 26
íþróttir
FH - Baia Mare í kvöld:
Treystum
á toppleik
og aö vörnin smeUi saman, segir Þorgiis Óttar
Hafnfirðingar eiga erfiðan Evrópu-
leik fyrir höndum í kvöld en þá glíma
þeir við stallbræður sína í rúmenska
stórliðinu Baia Mare.
FH tapaði fyrri leiknum ytra með
nokkrum mun, 39-31, en liðið á þó
nokkra möguleika á að jafna metin
og gera gott betur á heimavelli sín-
um. Hafnfirðingar áttu á brattann
aö sækja fyrir seinni leikinn í síðustu
umferð Evrópumótsins en þá tóku
þeir á honum stóra sínum og slógu
norska liðið Fredensborg Ski úr
keppni með talsverðri reisn.
Lið FH-inga er gríðarlega efnilegt
og er það því til alls víst í kvöld.
„Ég held að við eigum möguleika
gegn þessu liöi ef við sýnum toppleik
- ef við leikum eins og við getum
best," sagði Þorgils Óttar Mathiesen,
fyrirliði FH-inga, í samtali við DV í
gær.
„Við höfum að vísu ekki sýnt okkar
bestu hliðar í vetur en ég er að vona
Handknattleikslið Islendinga leik-
ur í tvígang gegn Svíum eftir helgi
eins og raunar hefur komið fram í
DV. Fara leikirnir fram á þriöjudag
og miðvikudag, báðir klukkan 20.30.
íslenska landsliðið hefur ekki verið
valið enn fyrir þessar viðureignir en
áformað er að valið veröi ljóst oröið
í dag og tilkynnt þá eöa í kringum
helgina.
„Þessi landsliðshópur, sem nefnd-
ur var í Morgunblaðinu, er fyrst og
fremst hugarórar þess blaðamanns
sem skrifar greinina,“ sagöi Guðjón
Guömundsson, aðstoðarmaður Bog-
dans Kowalzcyk landsliðsþjálfara, í
samtali við DV í gær. Var Guðjón þá
spurður hvort landsliðhópurinn
væri ljós orðinn fyrir þessa tvo leiki.
„Liðið hefur ekki verið tilkynnt og
að liðið nái sér núna á strik,“ sagði
Þorgils ennfremur. „Vörnin hefur
verið höfuðverkurinn til þessa og
hún verður að vera í lagi á morgun,
þá verður vörnin að smella saman.
Varnarleikurinn hjá rúmenska lið-
inu er raunar slakur líka og ég held
að heimavöllurinn eigi að gefa okkur
þetta fjögur til fimm mörk. Þetta lið
tapaði fyrir Drott í fyrra með 10
mörkum úti en vann síðan heima
með sama mun og það sýnir hvað
heimavöllurinn vegur í raun þungt.
Þetta rúmenska lið er ekki ýkja
reynslumikið því ákveðin endurnýj-
un hefur átt sér stað hjá því í upp-
hafi tímabilsins,“ hélt Þorgils áfram.
„Það á því að vera mögulegt að koma
Rúmenunum í opna skjöldu. En eins
og áður sagði þá treystum við á topp-
leik og að áhorfendur komi og styðji
við bakið á okkur eins og þeir hafa
raunar alltaf gert,“ sagði Þorgils Ótt-
arviðDV. -JÖG
hefur ekki einu sinni verið valið enn
sem komið er,“ sagði Guðjón.
Landslið Svía hefur tekiö talsverð-
um breytingum frá því í Seoul. Nýr
maður hefur tekið við stjórnvelinum
af Roger Carlsson, sem hefur snúið
sér að fyrra starfi, póstmennskunni,
eftir því sem heimildir DV herma.
Nýi þjálfarinn heitir Bent Johans-
son og þykir sá ekki fara troðnar
slóðir en hann hefur bryddað upp á
ýmsum nýjungum í sænska liðinu.
Er það liður í að móta heilsteypt lið
fyrir heimsmeistaramótiö í Tékkó-
slóvakíu árið 1990.
Bent þessi þjálfaði lið Drott í áratug
með góðum árangri og á því eflaust
eftir að spjara sig með sænska lands-
liðið.
JÖG
Bjarki Sigurðsson, besti maður Víkini
höllinni i gærkvöldi.
Hugarórar
blaðamanns
- segir Guöjón um landsliðshóp Morgunblaðsins
Að flytja félög...
- opið bréf til íþróttasíðunnar
Pálmi Gíslason, formaður Ung-
mennafélags íslands, hefur sent
íþróttasíðu eftirfarandi bréf vegna
fréttar' i DV í vikunni varöandi
hugsanlegan flutning rótgróins
íþróttafélags í Grafarvoginn:
„Eitt undarlegasta mál á íþrótta-
síöum dagblaðanna birtist í DV14.
des. sl. undir fyrirsögninni „Flytur
Fram úr Safamýri í Grafarvog?“
Þessar einstæðu vangaveltur hljóta
að kalla fram margar spurning-
ar.
Fyrir rúmlega ári var stofnað
ungmennafélag í Grafarvogi. Ung-
mennafélögin hafa á undanfornum
árum verið í mikilli sókn um allt
land, bæði á íþrótta- og félagslegu
sviði. Það er því ekki undarlegt þó
íbúar Grafarvogs hefðu áhuga á aö
fá ungmennafélag í Grafarvoginn
og með því að styrkja hið félagslega
starf. Rúmlega 100 manns mættu á
stofnfund og nægt framboð var af
fólki til stjórnunarstarfa. Síöan
hefur verið mjög blómlegt starf hjá
félaginu, mikið æskulýösstarf og
foreldrar hafa mikið veriö með.
Allt bendir því til að hér sé í upp-
siglingu mjög gott félag, þó ekki
hafi þaö enn fengið keppnisleyfi
vegna sérstakra reglna hjá ÍBR.
Við sem í forystu ungmennafé-
lagshreyfingarinnar stöndum urð-
um auðvitað vör viö að sumum var
brugöiö er ungmennafélag skyldi
stofnað í Reykjavík sem staösett
yrði í ákveðnum bæjarhluta. Þó við
ættum von á einhverjum fyrirstöð-
um höföum við ekki hugmyndafiug
til að sjá slíkar vangaveltur fyrir
sem í viðtalinu komu fram. Hvers
hagsmunum er verið að þjóna? Er
það íbúum Grafarvogs sem hafa
verið aö byggja upp sitt eigiö félag?
Ér það forystumönnum Fram sem
flestir hljóta að búa fjarri Grafar-
voginum? Eða nr. 1. Er það íbúum
í nágrenni Framsvæðisins sem eiga
að missa bæði félagið sitt og
íþróttaaðstöðu?
í þessum dæraalausu hugrenn-
ingum er Víkingur nefndur líka til
flutnings, félag sem hefur stórt fé-
lagssvæði ög mikla aöstöðu. Skyldi
fbúum smáíbúðahverfis og Foss-
vogs vera sársaukalaust að missa
félagið sitt?
í greininni talar viömælandi
blaðamannsins um „stórslysiö í
Breiðholti". Þar nefnir hann tvö
félög. En gleymdist það kannski að
annað félagiö er með elstu félögum
í Reykjavík og flutti einmitt í Breið-
holtið. Þvi flytur Fram ekki i Breið-
holtið og leysir vandann, eða vant-
ar hugsanlega aöstöðu fyrir þenn-
an stóra bæjarhluta.
Annar bæjarhluti væri frekar
sambærilegur við Grafarvoginn en
Breiðholtið, það er Árbæjarhveffiö.
Þar var byggt upp gott félag og sá
enginn öfundaraugum yfir því.
Fylkir hefur alla tíð byggt upp gott
æskulýðsstarf sem hefur skilað ár-
angri í öllum flokkum. Flutningur
rótgróins félags á svæði annars
mun skapa mörg vandamál. Væri
ekki nær að taka höndum saman
og byggja upp öflugra félags-,
íþrótta- og æskulýösstarf.
Pálmi Gíslason
form. UMFÍ